Helgarpósturinn - 13.03.1981, Blaðsíða 14
14
ÝftfiW!
Innbakaðar
kindalundir
Þaft er Gunnlaugur Astgeirs-
son. menntaskólakennari og
bdkmenntagagnrýnandi. sem
leggur til Helgarrétt að þessu
s i nn i.
Hér er uppskrift af kinda-
lundum, gómsætasta bitanum
úr blessaðri sauðkindinni okkar.
Slaturfélag Suðuriands tók upp
á því snjallræði fyrir örfáum
árum að bjóða upp á kinda-
lundir og hjá þeim fást þær
oftast.
Það sem þarf i þennan rétt
fvrir svona ca 4 til 5 er:
Ca 80«—1000 gr kindalundir.
200 gr nvir sveppir eða dósa-
sveppir.
Hvitla ukur (hvitlaukur fint
saxaður. h vitlauksduft eða
salt).
Karrv.
Rasilikum.
Salt.
Olia og smjör tilhelminga, til að
steikja upp úr.
Olian og smjörið hitab á
pönnu, lundirnar snöggsteiktar
með kryddinu. Sveppirnir
sneiddir niður og brugðið á
pönnuna með kjötinu. Þegar
þetta er brúnað er pannan tekin
af eldinum og kjötið látið kólna.
A meðan er deigið flatt út frekar
þunnt. Siðan er hverri lund
pakkað inn i deig ásamt svolitlu
af sveppunum og pakkinn látinn
á grind yfir ofnskúffu og þess
gætt að samskeytin snúi niður
til þess að pakkinn opnist ekki.
Pakkarnir eru siðan penslaðir
Gunnlaugur Astgeirsson
með samanhrærðu eggi og
bakaðir i ofni við 200 gr C i
20—35 min, eða þar til deigið er
vel bakað. Með lundunum er
gott að borða sveppasósu, hris-
grjón og gott hrásalat eða til
dæmis salat úr hálfri dós af
mai's og hálfri dós af belg-
baunum með hvitlauksdressing
(3 matsk. olia,3 matsk. sitrónu-
safi og hvitlauksduft. Og svo að
sjálfsögðu gott létt rauvin t.d.
CHIANTI ANTINORI.
Það má vissulega einnig nota
gri'salundir i þessa uppskrift en
þá yrði rétturinn mun dýrari.
Einnig má leggja lundirnar i
kryddlög (marineringu) i svona
2—3 tima og fara svo með þær
eins og segir hér að framan, en
þá tapa þær vissulega sinu
eiginlega kjötbragði.
Þetta er mjög bragðgóður og
saðsamur matur þannig að ef
forréttur á að vera lika á mat-
seðlinum er vissara að hafa
hann léttan.
Fö§tudag.ur ,13.. mars 198T;
Þessi nýi staður er svipaður
„Winny’s”, nema hvað nafnið er
annað. Upphaflega átti hann nú
að vera „Winny’s” númer tvö, en
það breyttist, af ókunnum orsök-
um. Hjá Tomma á Grensásvegi 7
verður hægt að fá grillmat af
ýmsu tagi, en aðaláherslan
verbur á „ameriskum” ham-
borgurum, sem afgreiddir
verða i ýmsu formi. Aherslan
verður lögð á gott hráefni og
fljóta þjónustu,
og er reiknað
með að margir
munu taka
matinn með
sér heim. En
fyrir þá sem
vilja frekar
borða uti verða
yfir fimm-
tiu sæti.
Ogekki nóg
með aö
. 11 ^ Reykvik-
íngar séu að fá
aukið úrval ham-
borgara. Sem kunnugt er hafa
Hafnfirðingar getað fengið sér
kjúkling i „Kentucky Fried
Chicken” þar i bæ siðan i fyrra,
Vinna hefur staðiö y fir i nýja hamborgarastaðnum við Grensásveg.
Meiri hamborgarar
- og kjúklingar seinna
Alltal' fjölgar matsölustöðum
bæjarins. Nú á.morgun opnar enn
einn: Tomma hamborgarar á sá
að heita. Það er Tómas A.
Tdmasson, sem eitt sinn var
kcnndur við Festi i Grindavik
sem á staðinn og rekur, en hann
setti á miðju ári I fyrra á stofn
..Winny’s hamborgarastaðinn á
I.augaveginum.
en þess verður varla langt að biða
að Reykvíkingar fái sinn kjúkl-
ingastað h'ka. I samningum inn-
lendu eigendanna við hið alþjóð-
lega stórfyrirtæki með sama
nafni, er reiknað með tveimur
sölustöðum á höfuðborgarsvæð-
inu. Þegar er hafinn undirbúning-
ur að opnun hins, og hann verður
innan borgarmarkanna.
— GA
líf og fjör
allan sóla
Endalaus
Rimini - ein af allra vinsælustu baðströndum Evrópu - iðandi af lífi og fjöri allan sólarhringinn.
Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar skipta þúsundum og alls staðar er
krökkt af kátu fólki.
Leiksýningar og hljómleikar listamanna úr öllum heimshornum eru daglegir viðburðir,
farandsirkusar koma ístuttarheimsóknirog víða troða upp
ólíklegustu skemmtikraftar - jafnvel þegar
þeirra er síst von!
Einstaklega ódýrir
og góðir veitinga-
staðir ásamt fyrsta
flokks íbúðum og
hótelum fullkomna
velheppnað sumar-
leyfi á Rimini.
Reyndir fararstjórar
benda fúslega á alla
þá fjölbreyttu mögu-
leika sem gefast til
stuttra ferða meðfram
ströndinni.
Róm - 2ja daga eða vikuferðir
Feneyjar - ,,Hin sökkvandi borg“
Flórens - listaverkaborgin fræga
San Marinó - „frímerkja-dvergríkið"
ofl. ofl.
• Go-cars kappakstursbrautir
• Rennibrautasundlaugar
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
• Tivolí • Sædýrasöfn • Hjólaskautavellir • Mini-golf
• Skemmtigarðar • Leikvellir • Tennisvellir • Hestaleigur
aeradria Adriatic Riviera of Emilia - Romagna (Italy )
RIMINIAIRPORT