Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 2
2 Föstudaguf i7 júii 1981 h&lgarpncfkírinn^ ÞRJÁR KONUR OG FÓSTUREYÐING X EIN VALDI OG X EIN VALDI OG X EIN VALDI OG eftir Elísabetu Guðbjörnsdóttur ___ FÉKK HAFNAÐI FÉKK EKKI myndir: Jim Smart „Heimurinn er enn ekki svo eft- irsóknarverö vistarvera, aö minna megi krefjast til handa hverju barni, sem fæöist, en aö þaö sé a.m.k. aufúsugestur móöur sinnar, hvaö sem fööurnum liöur”. Þannig fórust Vilmundi Jónssyni, landlækni orö áriö 1935. En þá var til umræöu á Alþingi hvort og hvernig veita skyldi almenningi fræöslu um getnaöarvarnir. Allt frá þvi aö fóstureyöingar voru gefnar frjálsar i Danmörku, Sviþjóö og Noregi hef,ur staöiö yf- ir meö jöfnu millibiii deila um fóstureyöingar hér á landi. Má segja aö I umræöunum um fóstur- eyöingar hafi aöallega komiö fram þrjú sjónarmiö. Eitt sjónar- miöiö er aö frjóvgaö egg í móöur- kviöi sé llf, sem ekki megi eyöa. Hinir tveir hóparnir deila um hverjir eigi aö fara meö ákvöröunarvaidiö. A þaö aö vera konan sjálf, eöa læknir og félags- ráögjafi? Deilur svipaöar þessari hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Ef litiö er aftur i söguna má benda á aö á kirkjuþingi I Frakklandi á miööldum var samþykkt meö eins atkvæöis mun aö konur heföu sál. 1 framhaldi af oröum Vilmundar landlæknis má benda á aö frumvarp Vilmundar olli mikilli hneyksian á þingi, en þaö var þess efnis aö konur fengju fræöslu um getnaöarvarnir. Þótti sumum aö yröi þetta frumvarp aö lögum myndi lauslæti og gjálffi aukast til muna. Þaö er umhugs- unarvert aö þar sem deilt er um ákvöröunarvaldiö I þessum efn- um er I sjálfu sér gefiö aö fóstur- eyöingar skuli leyföar. Agrein- ingurinn stendur aöeins um hver á aö ráöa? A þessi ákvöröun aö vera i höndum sérmenntaös fólks, eöa á konan aö fá aö ráöa þessu sjálf. Hver og ein einasta kona sem neyðist til aö gripa til fóstur- eyöingar hlýtur alltaf aö veröa að taka þessa ákvöröun sjálf. Fóst- ureyöing er aldrei auðveld ákvöröun, heldur kemur inn spurning um afstööu hverrar konu til sjálfrar sin, stööu sinnar i þjóöfélaginu og framtiöar- áætlanir. Þetta er siöferöisleg ákvöröun sem enginn getur leyft sér aö taka fyrir aöra manneskju. Oftsinnis er bent á aö þær konur „Rómantík er aðeins til í bókum” Hér á eftir fer frásögn konu, sem var óviss um hvort hún vildi eignast barnið eöa fá fóst- ureyöingu. „Ég varö ófrisk eins og svo margar konur, án þess aö þaö væri ætlunin. Ég var ein og samband mitt viö barnsfööurinn var ekkert. Min fyrstu viöbrögö voru skelfing og örvænting. Þaö fyrsta sem ég hugsaöi eftir aö læknisskoöunin tók af allan vafa var, Guö minn góöur, þetta get ég ekki”. Ég leit á lækninn er haföi skoöaö mig og sagöi: „Þú veröur aö hjálpa mér, ég get engan veginn eignast þetta barn.” Hann spuröi mig hvort ég væri að fara fram á fóstur- eyðingu og ég kinkaöi kolli. Þá sagöi hann mér aö ég yröi aö fara til heimilislæknis mins með þetta vandamál, þessir hlutir væru ekki i hans verkahring. Þaö var þaö síöasta sem ég gat hugsaö mér i þessum hræöilega vanda minum. Heimilis- lækninn haföi ég þekkt frá barnæsku og ég gat ekki hugsað mér aö ráöfæra mig viö hann. Ég frétti af þvi I gegnum vin- konur mínar aö til væri félags- ráögjafi sem sæi um þessi mál. Ég pantaöi tima og sagöi farir minar ekki sléttar. Fjölskylda min tók þessari fregn vel, þar til ég sagði þeim aö ég vildi ekki eignast barniö. Þeim þótti þaö jaöra viö glæp og sögöust vilja styöja mig i einu og öllu ef ég eignaðist barniö. Ég sjálf var allan timann i miklum vafa og vissi satt aö segja ekki sjálf hvaö ég vildi. Ég hlustaði á röksemdir skyldmenna minna gegn fóstur- eyöingum, þóttauövitað vissi ég allan timann aö þaö gæti aldrei oröiö neinn nema ég sjálf sem tæki ákvöröunina. Þaö sem fór um huga minn þessa ömurlegu daga var margt. Ég var nýskribin út úr menntaskóla og ætlaöi mér aö fara til útlanda til frekara náms. Lltiö barn passaöi engan veginn inn I minar framtiöar- áætlanir. Þessi timi er mér núna þoku- kenndur og ruglingslegur. Ég veit ekki hvort ég hef getab hugsað skýrt, eina tilfinningin sem ég man eftir er biturleiki, — af hverju ég? Þaö siðasta sem ég hélt aö ætti eftir aö koma fyrir mig var aö veröa ólétt á þennan hátt. Ég haföi sjálfsagt lesiö of mikiö af rómantiskum bókum. Allavega var raunveruleikinn kaldur þessa daga, ég horaöist niður og varö mjög þunglynd. t þessu ástandi fer ég til félagsráögjaf- ans. Allur þungi og áhyggjur undanfarinna daga brutust út i mikilli geöshræringu og ætlaði ég varla aö geta stuniö erindinu upp. En það tókst aö lokum og viö ræddum um málin fram og til baka. Félagsráögjafinn spuröi um mina hagi og barnsfööurins og hvort ég gæti ekki hugsað mér aö eignast barniö. Þvi gat ég ekki svarað. I þá daga fannst mér fóstureyðing vera synd, sem varla væri réttlætanleg og kannski var ég farin aö gæla viö hugmyndina um litið fallegt barn I vöggu. Ég ákvaö að hugsa máliö betur. Ég fór heim og reyndi aö hugsa um þetta mál i ró og næöi. Ég haföi sam- band viö barnsfööur minn og vildi endilega aö hann tæki þátt i þessari ákvörðun lika. Hann haföi hins vegar engar áhyggjur og fannst þetta ekki koma sér viö. Kannski var þetta hefnd af minni hálfu, en mér finnst enn þann dag i dag hræöilega óréttlátt hvernig barnsfeöur sleppa raunverulega viö öll vandræði svo lengi sem þeir borga meðlag, annaö kemur þeim ekki viö. Barnsfööur minum var skitsama hvora leiöina égveldi, þetta væri mitt böl. Ég valdi aö eignast barniö. Eöa eftir á aö hyggja, þá lét ég undan þrýstingi utanaökom- andi. Ég hallaöi mér að foreldr- um minum og ákvaö aö þetta myndi allt blessast. t dag myndi ég ekki fara eins að ef ég yröi ólétt undir svipuöum kring- umstæöum. Þaö aö fæða barn og upplifa fæöingu er stórkostleg reynsla. En fyrsta árið eftir aö barnið fæddist var sannkallaö helviti. Ég bjó ein heima þegar að fæöingunni kom, foreldrar minir voru erlendis. Ég kom heim og þá byrjaöi ballið. Litla barnið i vöggunni fallegu var ekki alveg eins og ég haföi imyndaö mér. Þaö var meö magakrampa grét og grét daginn út og inn. Ég var tauga- veikluö og sklthrædd viö barniö. Ég hílt alltaf aö þaö væri aö deyja og stóö í stööugu sima- sambandi við fæöingardeildina. Barniö gretti sig I svefni, — hvað er aö? Af hverju fær þaö alltaf þennan hiksta? Barniö þreifst ekki vel og ég ekki heldur. Þetta eltist af okkur báöum og i dag er ég fullkomlega hamingjusöm og elska auövitaö mitt barn. Það er mikil ábyrgö aö ala upp litiö barn einn og ekki dans á rósum. Ég horfi á litlu dóttur mina, sem er orðin 4 ára núna og ef hún lendir I sömu vandræöum og ég aö þá myndi ég vilja geta sagt henni hreinskilnislega frá þvi hvernig er aö vera einn meö kúluna út i loftiö. Vera ein aö fæöa barn, sem engum kemur viö nema móöurinni og slöast en ekki slst hversu stoltur maöur er af þvl aö hafa gert þetta allt upp á eigin spýtur.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.