Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 28
Föstudagur i7. jútíjMihe/garpústuríiin_ • Aramötaskaupin hafa frá fæöingu íslenska sjónvarpsins verið helsta’ tilhlökkunarefni áhorfenda i dagskrá þess. f þau hefur stofnunin einatt lagt hvað mestan metnað. En hvernig skyldu skaup, sem fyrst og fremst hafa speglað í spaugi atburði þess árs sem er að liða, standast tim- ans tönn? Við fáum nokkra nasa- sjön af þvi i' sjónvarpinu i haust, þviundanfarið hafa matthilding- arnir gömlu Þórarinn Eldjárnog Hrafn Gunnlaugsson setið og skoðað öll áramótaskaup sjón- varpsins frá upphafi og valið Ur atriði til að setja saman i nokkra þætti... • Umræður hefur vakið aö undanförnu að BSRB skuli hafa ætlað að sniðganga innlendan iðnað við kaup á nýjum orlofs- húsum og kaupa frekar gegnum innflutningsfyrirtæki sumarhús frá Danmörku. BSRB hefur aö visu hætt við þessar ráðagerðir. Við heyrum að mikil ólga hafi verið vegna þessa máls meðal valdamanna hjá BSRB og einkum vegna þess að sá maður sem hvaö mest er sagður hafa beitt sér fyrir kaupum á dönsku húsunum, Einar Olafsson, formaöur Starfs- mannafélags rikisstofnana hafi hafta.m.k. óbeinna hagsmuna að gæta. Hann sé tengdur inn i heild- sölu þá sem annist innflutning húsanna. • Likaböng hringir heitir bók sem Gunnar Bjarnason, fyrrum ráðunautur hefur skrifað og Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri gefur Ut i haust. Þetta eru æviminningar Gunnars Ur lifi, starfi og pólitik, og mun þar sitt- hvað eldfimt vera á ferð. Segir Gunnar m.a. frá viðureign sinni við forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hann var i framboði fyrir hann einsog Ingótf Jónsson og ekki sist Bjarna Benediktsson, sem hafi beitt sér gegn Gunnari, m.a. með því að hvetja til þess að kjósendur flokksins fyrir austan ljæðu frekar Framsókn atkvæði sitt en Gunnari. Það er m.a. haft fyrir satt að Matthias Jóhannes- sen, Morgunblaðritstjóri hafi far- ið yfir handrit Gunnars og hvatt hann til að gefa það Ut... • „Leyniskýrslan” um álið er sögð hafa tölur fyrir alla, — bæði Hjörleifur Guttormsson og stór- skotaliðssveit hans i iðnaðarráðu- neytinu annars vegar og Alu- suisse og Isal hins vegar geti þar fundið tölur til að staðfesta sinn málstað. Aðalatriði deilnanna, þ.e. hvort sUrálsverð til Isals hafi verið eins og tíðkist milli óskyldra aðila, megi skoða úr tveimur átt- um með gildum rökum. Spurn- ingin fær sem sagt tvenn svör eft- ir þvi hvort miðað er við verð milli óskyldra aðila i Evrópu (eins og Alusuissemenn munu vafalaust gera) eða i heiminum almennt (eins og liklegt er að Hjörleifur og hans menn geri). Verðið til Isals mun sambærilegt við Evrópuverð i stærstum drátt- um, en er talsvert hærra en til sambærilegra verksmiðja i Jap- an, Suður-Afriku og Bandarikjun- um. Um þetta mál er þvi, að sögn kunnugra, unnt að bitast talsvert lengur. Hins vegar þykir ljóst, að Alusuisse hafi ekki hirt um að gæta hagsmuna Isals sem skyldi og verðið sem greiða þarf verk- smiðjunni i Astraliu það hæsta sem þar tiðkast... • „Leyniskýrslan” var afturá- móti ekki leynilegri en það, eftir þvi sem viðheyrum, að henni hafi verið skipulega lekið úr iðnaðar- ráðuneytinu i siðdegisblöðin... • Mikið mannval sótti um stöðu forstjóra Landhelgisgæslunnar, eins og fram hefur komið i frétt- um, og er dómsmálaráðherra talsverður vandi á höndum við valið. Helgarpósturinn hefur heyrt að sá sem talinn sé standa starfinu næst sé Gunnar Berg- steinsson hjá Sjómælingum Is- lands. Munu starfsmenn Land- helgisgæslunnar geta sæst á Gunnar i stöðuna, en athygli vakti að Guðmundur Kjæmested, skip- herra, sem ella hefði trúlega átt stöðuna visa, sótti ekki um. Hann mun frekar hafa valið þann kost að biða ögn, þvf ekki er langt i að hann kemst á eftirlaunaaldur... • 1 viðskiptaheiminum er mikið rættum hver muni taka við Oliu- félagi Islands eftir að önundur Asgeirsson vék úr forstjórastóli með talsverðu fjaörafoki. Eftir þvi sem Helgarpósturinn kemst næst, er það nafn sem nú er oftast nefnt i þessu sambandi, Þórður Asgeirsson, skrifstofustjóri i sjávarútvegsráðuneytinu... • Helgarpósturinn skýrS frá þvi fyrir ekki löngu siðan, að Sam vi nnuba nkinn hygðist styðia við bakið á starfsmönnum Arnarflugs við fyrirhuguð kaup á hlutabréfum Flugleiða i Arnar- flugi. Úrslit i þvi máli urðu sem kunnugt er þau, að starfsmenn keyptu 17,5% hlutabréfa Flug- leiða, sem þá á sjálft eftir 40% hlutafjár i Amarflugi. Og þegar fulltrúar Amarflugsmanna komu i vikunni til að greiða Flugleiðum fyrir bréfin, — með hverju var borgað? Jú, tékka frá Samvinnu- bankanum... • I framhaldi af þessu má geta þess að nú er aö vænta aukinnar söknar Flugleiða inn á leiguflugs- markaðinn, sem Amarflug hefur „fengið” að sitja að á meðan Stóri bróðirátti meirihluta. Þar á sam- starf fljótlega eftir að snúast i samkeppni... • Fréttamenn á rikisfjölmiðl- unuin stofnuðu á dögunum félag til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem á fréttastofunum starfa. Helgarpósturinn hefur fregnað að ekki hafi fullkominn einhugur verið um þessa félags- stofnun og tveir fréttamenn kosið að vera ekki með, — ögmundur Jónassonhjá sjónvarpinu og Stef- án Jón Hafstein hjá hljóðvarpi... • Undirbúningurinn að væntan- legu kvennaframboði á Akureyri hefur vakið athygli og óliklegustu konur hafa lýst yfir stuöningi við þetta framboð. Meira að segja hriktir i sterkum flokkseigenda- ættum á staðnum. Dætur Braga Sigurjónssonar fyrrum ráðherra og alþingismanns Alþýðuflokks- ins eru með i spilinu og mun Gunnhildur Bragadóttir áhuga- söm mjög um framboð kvenn- anna. Þá þykja það ekki minni tiðindi fyrir norðan, að Ingiriður (Inga) Pálsdóttir, eiginkona Jóns Sólness, fyrrverandi alþingis- manns, hefur einnig stutt við framboðshugmyndirnar. Einnig heggur framboöið greinilega verulega inn i raðir Alþýðu- bandalagsins, enFramsókn virð- ist halda fast um sinar konur og ekki hafa neinir kvenkynstoppar þar á bæ hlaupið i kvennafansinn — ennþá að minnsta kosti. En semsagt, — ekki þykir óliklegt að á framboðslista kvenna verði nöfn bæði dætra Braga Sigurjóns- sonar og tengdadætra Jóns Sól- ness. Báðir þessir fyrrverandi al- þingismenn hafa sem kunnugt er þokast til hliðar i sinum gömlu flokkum í prófkjörum og það kemur þessu þverpólitiska kvennaframboði eflaust til góða... • Einn helsti forystumaður Al- þýðubandalagsins á Akureyri hefurum árabil verið Soffla Guð- mundsdóttir, tónlistarkennari, og til skamms ti'ma var litiö á hana sem helsta kandidat i þingmanns- sæti Stefáns Jónssonar i Norður- landi eystra. En nú er staða Soffiu öllu ótryggari. Þegar kvenna- framboðið komst fyrst i fréttaljós fjölmiðla var þvi haldið fram að Soffia yrði þar i fyrsta sæti. Soffla bar þaö til baka til að byrja með, en endurskoðaði svo þá afstöðu. Að sögn kunnugra gaf hún kost á sér við forgöngumenn kvenna- framboðsins, en þá bar svo við að hún fékk þar ekki inni. Og hvar stendur Soffía þá — helsti for- ystumaður Alþýðubandalagsins i bæjarmálum á Akureyri, búin að lýsa sig tilbúna til að yfirgefa flokkinn? Ekki hefur Helgarpóst- urinn fullyrt að nú beinist augu manna frekar að Helga Guð- mundssyni.formanni Menningar- og fræöslusambands alþýðu sem arftaka Stefáns Jónssonar á alþingi. • Þá mun ljóst orðið að aöeins eitt framboð verður til formanns Sambands ungra sjálfstæðis- manna á aðalfundi SUS i lok næsta mánaðar. Það er Geir H. Haarde, hagfræðingur sem fallist hefur á að gefa kost á sér og hafa aðrir fallist á að fella sig viö hann. Þeirsem nefndir hafa verið hugsanlegir mótframbjóðendur, — Pétur Rafnsson, Gústaf Níels- son og Kjartan Rafnsson hafa gefið afsvar um sin framboð. En ekki þýðir þetta að lognmolla verði við stjórnarkjör á fundin- nýtt og betra bragð

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.