Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 26
'26 , Föstudagur 17. júlí 1981 ■ t-.'h „Vid getum kallad þær flottpíkur...” Litiö v/ð hjá Dóru Einars eftirElisabetuGuðbjörnsdóttur ____________ mynd: JimSmart Ddra kemur askvaðandi á gömlu svörtu sendiferðahjóli og leggur snyrtilega fyrir framan Torfuna. „Hæelskan varstu nokkuö farin aö biöa?” segir hún. Blaöamaö- urinn neitaöi auövitaö kurteislega og þar meö var viötaliö hafiö. Dóra Einarsdóttir, fatahönnuö- ur rekur biiðina jFlona ásamt Geröi Pálmaddttur. Hún hefur fengist viö aö teikna og sauma búninga fyrir ýmsa, bæöi ein- staklinga svo og Þjdöleikhúsiö. Dóra erlitríkur persdnuleiki, lág- vaxin ung kona með breitt bros og serkennileg f klæöaburöi. Ég byrja auövitaö fyrst á þvl aö spyrja hana út i föt og tlsku. Dæmi fólk ekki eftir klæðaburði „Æ, ég þoli ekki aö fólk skuli dæma atsra eftir klæðaburði. Ég segi aldrei þegar aö ég sé mann i háskólaúlpu aö þarna sé kommi á gangi frekar en þegar að ég sé Sna fní í loðfeldi aö hún sé ihald. Ég lít ekki á klæðnaö sem eitt- hvert stöðutákn. Mér finnst hlægilegt að dæma fólk eftir klæönaði og ég skal segja þér aö ég veit alveg hvað ég er aö tala um. Það eru ekki dfáar sögurnar sem ganga um mig bara út af þvi hvernig ég klæöi mig. Ég dæmi manneskjuna eins og hún er, en ekki út fra' þvi hverju hún klæð- ist.” — Notar þú ekki einhverja sölu- tækni þegar viðskiptavinir eiga i hlut? „Nei, ekkert.annað en heiðar- leika. Núna er svokallað galla- jakkaæöi. Það er ekki nóg með aö allir krakkarnir á Hallærisplaninu klæðist þessum gallajökkum, heldur eru bilarnir og ljósastaurarnir niöri á plani i þessum galiajökkum lika. Þetta er einhver tryllingur i liðinu, — allir aö vera eins. Þegar svo t.d. koma inn í búð til min ungar sæt- ar stelpur og vilja kaupa þessa jakka þá segi ég við þær: Æ stelp- ur minar, reynið þið nú að vera sjálfstæðarog fáið ykkur eitthvað annaö. Þaö er ekkert gaman ef albr eru eins. Séröu ég er i búð- inni til þess að leiöbeina fólki, segja þvi hvernig þetta og hitt klæðir það. Ég þoli ekki að koma inn itiskubúö þar sem afgreiðslu- dömurnar, — við getum kallað þær flottpikur,— standa og mæla kúnnannút með vanþóknun. Kann- ast þú ekki við tilfinninguna? Maöur fer alveg i kerfi þegar maöur er kófsveittur búinn að troöa sér i eitthvað tiskudress sem engan veginn passar á mann og flottpian segir: „Óh, gvööö þetta klæðir þig alveg æðislega vel”. En þegar maöur er farin út úr búðinni með dressið i pokanum veltast tiskuginurnar um af hlátri. Ég lft á mig sem leiðbeinanda og ánægöurviðskiptavinur kemur aftur” Varbamapia i Berlin — Þú lærðir fatahönnun? „Já, ég lærði i Berlin fatahönn- un. Þetta var mjög góöur skóli. Enégþurfti aö vinna meö náminu þarna þvi ég fékk ekkert náms- lán. Ég geröistþvi barnapia fyrir rikan hótelstjóra. Hann var ein- stæður faðir og ágætismaður. Hann rak þarna hótei sem var I hæsta klassa alveg far out rikis- bubbahótel. Þar gistu margar frægar persónur. Golda Meirbjó þarna.og þá var ekki hægt aö komast inn eða út af hótelinu, nema með þvi að framvisa passa. A þessu hóteli var kvikmyndin Cabaret að hluta til tekin upp, svo Lisa Minelli var þarna. Þaö var gaman að kynnast þessu. Litla stúlkan sem ég pass- aði var litil dekurrófa og ég er al- veg viss um að okkur kom ein- ungis svo vel saman af þvi aö ég öskraði hærra en hún. Þessi litla stelpa fékk allt nema hlýju og urðum viö mjög nánar af þvi að ég nennti að sinna henni, tala og leika við hana.” Söng ariurá nóttunni — Þú hefur hannað búninga fyrir Þjóðleikhúsið? „Ég hef hannaö leikbúninga fyrir nokkur verk sem Þjóðleik- húsiö hefur settá svið. T.d. hann- aði ég búningana i leikritunum „1 öruggri borg” eftir Jökui Jakobs- son, og „Sölumaður deyr” eftir Arthur Miller. Nú svo hannaði ég einnig búninga i óperunni „La Boheme” eftir Puccini.” — Var það ekki stórt og erfitt verkefni? „Jú, ég hélt aö mér mundi ekki takast þetta, en þaö gekk allt saman. 1 svona stórum verkefn- um eru saumaðir nokkrir búning- ar og svo eru gamlir búningar teknir upp og þeim breytt eftir þörfum. Þetta var strembið verk- efni og þurfti að gera þetta á skömmum tíma, en fólkiö sem ég vann með var yndislegt og allir hjálpuöust að. Ég var orðin svo flæld inn i óperuna að ég meira aö segja söng aríur á nóttunni. Ég var alltaf að vona að ég yrði upp- götvuð á þvi' sviði, en ekkert gerð- ist.” Dóra hlær innilega. „Ég var um 9 mánaða skeið i London hjá risastóru leikbúninga- fyrirtæki, stærsta sinnar tegund- ar iheiminum en þaö heitir: Ber- mans and Nathans. Þetta fyrir- tæki hannaralla búninga i stórum kvikmyndum, svo og fyrir leik- hús. Ég get nefnt myndir eins og t.d. Starwars, Julia og The Great Train Robbery. Ég fékk þarna stöðu sem lærlingur og flakkaði á millideilda. Þetta var mjög góð- ur skóli. Ennfremur vann ég með Þórhildi Þorleifs við áramóta- skaupið hjá Sjónvarpinu. Þaö var mjög skemmtilegt lika.” Trúi á Guð — Hvað með einkalifið? Ert þú gift kona meö börn? „Nei, en ég á hund, meira að segja mjög góðan hund” — Trúir þú á hjónabandið? „Já, það geri ég. Svo lengi sem fólk elskar og viröir hvert annað er hjónaband mjög jákvæður hlutur. Og þá skiptir það engu máli hvort þetta samband er á milli karls og konu eða sama kyns. Félagslega er þaö mjög þroskandi og gefandi að hafa ein- hvern nálægt sér sem lætur sér annt um mann.” — Hefur þú veriö I sambúð? „Já, það var eitthvað það fall- egasta sem hefur hent mig. Við vorum miklir vinir og erum það enn. Viö förum alltaf saman i sund. En þessi sambúð endaði iUa og var hvorugu okkar um að kenna. Það komuilUr andar inn I spiUö, þetta var mjög tragiskt. Á mánudegi vorum viö hamingju- samasta parið á jörðunni á þriðjudegi var alit búið. Ég vil helst ekki útskýra þetta nánar. Þetta varö mér mikið áfall en samt var það svo einkennilegt að ég hef aldrei verið eins sterk eins og ég var þá. Ég fékk einhvern yfimáttúrulegan styrk, styrk sem trúuðu fólki er gefinn á erfiðum stundum.” — Trúir þú á Guö? „Já, það hef ég alltaf gert allt frá þvi að ég bjó hjá henni ömmu minni i ólafsvik. Hún lét mig allt- af fara með bænirnar minar eftir að ég var búin að fara á helvitis koppinn á kvöldin.” Hjálpaðuþér sjálf — Hvaö er þitt Ufsmottó? „Mér var kennt það sem barni að hjálpa mér sjálf. Þá var sagt við mig: Dóra þú veröur að bjarga þér sjálf. Biddu aldrei eft- ir þvi að einhver blið rödd komi aö baki þér og segi: „Dóra, ég skal gera þetta fyrir þig”. Þú skalt frekar búast við að það verði sparkað fast aftan i þig. Ég hef alltaf þurft að vinna fyrir mér og man ég eftir þvi að ég vigtaði poppmai’sbaunir á milU þess sem ég læröi i gamla daga.” — Hýað með vini? „Ég á fáa vini, en alveg helviti góða vini. Heyrðu viltu ekki leyfa mér að koma svolitilli orðsend- ingu á framfæri svona rétt i lok- in?” Blaðamaðurinn er fús til þess. „Fyrir fjórum vikum var at- vinnu- og trimmtækinu minu stol- ið frá heimilinu minu aö Laufás- vegi. Mig langar svo til að biðja þann sem tók það að skila mér þvi aftur. Þettaer svart kvenreiðhjól af Fuji SE 12 speed gerðinni. Geröu það fyrir mig aö skila þvi annaöhvort heim til min eða á einhvern stað þar sem ég get fundið þaöj’

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.