Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 11
—he/garposturinrL- Fostudagur 17. juií i98i 11 Klúbbur „einmana fólks” stofnaður: Einmana fólk ekki lengur einmana Rætt við Sveinbjörn Pétursson „Við höfum nú þegar haldið tvo fundiogá siðari fundinum voru 12 manns, svo byrjunin lofar góðu”, sagði Sveinbjörn Pétursson, for- svarsmaður nýs félagsskapar, sem nefnist „Einmana fólk”. Eins og nafnið gefur til kynna er hugmyndin að baki þessari félagsstofnun, að gera einmana fdlki kleift að hitta náungann og eiga með honum gdða stund. „Svona nokkuð er alltaf erfitt i fæðingu, þvi fólk er almennt ekkert tilbiið til að viðurkenna að það sé einmana. Ég hef á hinn bóginn fengið hringingar frá alls 30 aðilum, sem hafa sýnt málinu áhuga, svo það er ljóst, að full þörf er fyrir félagsskap af þessu tagi,” sagði Sveinbjörn. Það mun helst vera i veginum hjá „Einmana fólki”, að félagið vantar samastað. Að sögn Sveinbjörns hefur verið haft sam- band við nokkra presta og þeir beðnir um afnot af félagsheim- ilum kirkjusafnaðanna, en ennþá hefurekkert jákvættsvar fengist. Meirihlutinn konur Enhver getur verið einmana i henni Reykjavik?, kynni einhver að spyrja. Sveinbjörn átti ekki i erfiðleikum með aö svara þvi. „Það eru fjölmargir á öllum aldri, sem einhverra hluta vegna hafa einangrast og orðið vina- lausir með öllu. Af þeim þrjátiu, sem hringdu og leituðu upplýs- inga voru flestir á aldrinum fjörutiu til sextugs, en aðeins sex karlmenn. Hins vegar hringdi lika 16 ára unglingur og 73 ára gamall einstaklingur, svo að ljóst er að þetta vandamál — einmana- leikinn — leitar á öll aldurs- skeið.” Sveinbjörn sagði, að eins og gefur að skilja yrði hann var við talsverða feimni við félagsstofn- un sem þessa. „Það má eiginlega segja, að það séu aðeins þeir hug- rökkustu, sem þora að hafa sam- band og taka þátt i félaginu hjá okkur. F jölmargir eru of einangr- aðir til að þora að hafa samband og vera með. Og þaö er kannski það fólk fyrst og fremst, sem hef- ur þörf fyrir félagsskap af þessu tagi.” — Hvað gerist á fundum félagsins? „Þessirtveirfundir, sem þegar hafa veriðhaldnir, hafa að mestu leyti farið f það, að fólk hefur kynnst hvort öðru og rabbað saman I ró og næði. Við gerum okkur vonir um, að það myndist sterk tengsl milli einstaklinga i hópnum og þróist slðan i vináttu, þar sem hver styður annan. t framtíðinni er ætlunin að hópur- inn fari jafnvel út að borða saman, eða efni til smáboða á heimilum félagsmanna. Þetta verður hins vegar allt að hafa sinn gang og farið verður rólega af stað.” Fjöldi manns einmana Sveinbjörn Pétursson svaraði þvi aðspurður, að honum virtist sem flestir þeirra, sem hefðu mættá þessa tvo fundi, væru úti- vinnandi, en einhverra hluta vegna einangrast. „Fólk einangr- ast af mörgum orökum. Það skilur við maka sinn, missir maka sinn, það hefur gengið i gegnum alkohólisma og á erfitt með aö standast auglit veruleik- ans á eftir. Það eru fjölmargar ástæður fyrir þvi að fólk lokast inni i sjálfu sér, en umfram allt verður sú staðreynd að viður- kennast, að það eru fjölmargir sem eru mjög einmana hér i Reykjavik, og raunar á öllu land- inu. Við viljum stuðla að þvi, að þetta fólk geti notið vinskapar og návist annarra einstaklinga, eins og aðrir þjóðfélagsþegnar.” ..Þetta hefur gengið vel hjá Það eru fleiri einmana sálir á landinu, en margan grunar, ao sögn Sveinbjörns Péturssonar, talsmanns félags „einmana fólks”. okkur, hingað til og við vonum að framhaldið verði ekki siðra. Það fólk, sem þegar hefur komið inn i starfið, er mjög ánægt. Hug- myndin crað i hverjum hópi veröi ekki fleiri en 15 manns, og ég sé ekki betur, en fyrsti hópurinn verði senn fullskipaður. Það er þviaö vænta, að annar ámóta stór hópur verði settur af stað innan tiöar, þvi þörfin er mikil. Nú leggjum við hins vegar áherslu á, að ná til yngra fólksins, þvi þar er einmanaleikinn ekki minni, en hjá eldri kynslóðum,” sagði Sveinbjörn Pétursson að lokum. — í Óðali á sunnudagskvöld Einn af þessum stendur uppi meö titilinn, „Sumarsveinn Helgarpóstsins og óðals”. Frá vinstri: Sigurður Steinarsson, Kristinn Þorsteinsson, Einar Falur Ingólfsson, Helgi Friðjónsson, Vilhjálmur Arnarson og Þór Ingi Danielsson. 6/LOKABARATTUNNI Úrslitin í „sumarsveinakeppninni” Og nú er loksins komið að sið- ustu umferð, eða öllu heldur lokaspretti, „Sumarsveina- keppni Helgarpóstsins og óðals”. tJrslit keppninnar fara fram I veitingahúsinu Óðali næstkomandi sunnudagskvöld og þá munu leika þar listir sinar, þeir keppendur, sem hafa heillað gesti óðals siðustu sunnudagskvöld. Það er ekki lltið i húfi fyrir þá spengilegu og hæfileikaríku karlmenn, sem munu berast á banaspjótum um verðlauna- sætin i keppninni, enda verð- launin af betri tegund. Utan- landsferð fyrir þann, sem hlýtur fyrsta sætið, Binatone-sjón- varpsleiktæki og æfingagalli frá Henson fyrir annað og þriöja sætið. Kempurnar sem taka þátt i þessari úrslitakeppni eru eftir- taldar: Sigurður Steinarsson, Kristinn Þorsteinsson, Einar Falur Ingólfsson, Helgi Friö- jónsson, Vilhjálmur Arnarson og Þór Ingi Danielsson. Þessir sex hafa sýnt listir sinar undan- farin sunnudagskvöld og farið á kostum. Gestir óðals hafa kosið á milli þeirra tveggja, sem fram koma hverju sinni, og koma stig keppenda frá undanúrslitunum þeim til góða á lokasprettinum. Hins vegar hafa stig fallið það naumt á milli manna i undan- úrslitum, að möguleikar kepp- enda i úrslitunum eru svo til jafnir. Það verður þvi frammi- staða þeirra á sunnudagskvöld, sem kemur til með að skera úr um, hver fer með sigur af hólmi. Sérstök dómnefnd verður starfandi á lokakvöldinu, auk þess sem gestir gefa sexmenn- ingunum stig fyrir frammistöð- una. Ekki verður það uppvist fyrr en I óðali, hvaða uppákomur verða i keppninni, en óhætt er að fullyrða að hart verður barist og keppendur munu koma vel undirbúnir I slaginn. Þeir munú koma fram og sýna vöðva- stæltan likamann t taka dans- sporið, bjóða upp á æfð atriði, sem þeir semja sjálfir, en-siðan verða þeir látnir framkvæma ýmsar þrautir. Helgarpósturinn hefur hlerað aö keppendur hafi undirbúið sig af kostgæfni undir lokabarátt- una og hyggist ekkert gefa eftir. Stefna allir á fyrsta sætið. Að venju veröur það Halldór Arni Sveinsson þeirra Óðals- manna sem mun stjórna herleg- heitunum, en það er ljóst að enginn má láta sig vanta i Óðal á sunnudagskvöldið og berja augum sex-kroppa, þ.e. hina annáluðu „sumarsveina Helgarpóstsins og Óðals”. Það hefur rikt mikil spenna i Óðali undanfarin sunnudags- kvöld og gestir haft mikið gaman af uppátækjum kepp- enda. En nú er það alvaran auö- vitað þó með léttleika og kimni I bland, sem ræður rikjum þvi allir vilja keppendur verða hinn eini og sanni „sumarsveinn Helgarpóstsins og Óöals” og njóta verðlaunanna góðu. Þetta er skemmtun sem eng- inn má missa af og kemur til að slá við öllum fegurðarsam- keppnum, kroppasýningum og hæfileikakeppnum eða hvaða nafni sem þetta allt kann að nefnast. ^.Sumarsveinarnir” svlkja engan. GAS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.