Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 20
SUMARDJASS í STÚD-
ENTA KJA LLARAN UM
Föstudagur 17, júlM981
héJgarþósfurinn-
Stcphen Lack og Jennifer O’Nell i einu besta atriði Scanners: Tölvu-
stofnun eytt með hugarorku gegnum sima.
Hrollur af tvennu tagi
bá er sumardjassinn á fullu i
shidentakjallaranum á Gamla
Garði. Það er að mörgu leyti
hentugt húsnæði til sliks brúks,
ekki of stórt og góð heyrn. Einn
galli er þó á gjöf Njarðar, inn-
réttingarnar. Lókalið er básað
niöur og situr hver hópurinn á
sinum bás og eru hin nánustu
tengsl við þá er fremja tóna-
galdurinn þannig rofin.
A sunnudagskvöldið var
djössuðu þarna fjórmenning-
amir Viöar Alfreðsson á flýgil-
horn og trompet, Guðmundur
Ingólfsson á rafpianó, Gunnar
Hrafnsson á rafbassa og
Guðmundur Papadjass Stein-
grimsson á trommur. Auk
þeirra kom básúnuleikari við
sögu: Friðberg Stefánsson.
Það var dálitið gaman þetta
kvöld. Viðar hefur verið að æfa
nokkrar útsetningar eftir Benny
Golson ofl. sem hann hefur
„kitlað til eigin brúks”. Ýmsar
þeirra hefur tann blásið á vald-
horn með Þorkatli Jóelssyni,
sem einnig hefur blásið á vald-
hom;og fyrrnefndum básúnu-
leikara. En þar sem valdhorn-
leikarinn gat ekki mætt á stað-
inn, blésu þeir Viðar og Frið-
berg tveir og blés Viðar i flýgil-
hornið. Vonandi gefst tækifæri á
Viðar var silkimjúkur og tær I
tóninum
næstunni að heyra i básúnunni
og valdhornunum tveimur.
Meðal þeirra útsetninga er
þeir blésu voru tveir Benny
Golson ópusar: Wispher Not og
Blues March, sem flestir djass-
geggjarar þekkja af flutningi
Art Blakeys og djasssendiboð-
anna hans. Viðar fór á
kostum á flýgilhornið i
Wispher Not, tónninn silki-
mjúkur og tær og það er i hæg-
ara tempói sem hann nýtur
sin best, þá blómstrar ljóðræn
rós hans og verður æ ilmrikari
með árunum. Það er að visu
alltaf gaman þegar hann tekur
upp trompetinn og blæs á fullu
eins og hann gerði t.d. i Dagar
vins og rósa og þá er nú Guð-
mundur Ingólfsson i essinu sinu
við fenderinn, þvi ef einhver
tslendingur kann að láta sjóða á
djassópusunum þá er það
hann. En Guðmundur kann lika
fleira og það er alltaf 1 júft þegar
hann skautar um Central Park
John Lewis og þarna við fender-
inn leiddi hann hugann að vibra-
fón Milt Jackson i snilldarleik.
En maður saknar pianósins
þegar liða fer á kvöld. Slikt
fyrirfinnst ekki i stúdentakjall-
aranum i bili og i flestum is-
lenskum vertshúsum eru hljóö-
færin það léleg eða vanstillt aö
illmögulegt er að leika á þau.
Þessvegna kaus Thomas
Clausen að sleppa að mestu að
leika á flýgilinn á Hótel Sögu á
Mirrorkvöldunum góðu.
Rýþminn stóð sig ágætlega.
Guðmundur Steingrimsson er
að vi'su full hógvær á köflum og
kominn timi til að hann fari að
láta gam minn geysa, en hann er
snyrtilegur trommari og enginn
Islendingur fer betur með
burstana hér á Fróni. Gunnar
Hrafnsson heldur sig við raf-
bassann og er ágætlega drif-
andi, kraftmikill og hress en
stundum vantar fyllinguna i
leikinn og einstaka sinnum er
hann eins og dálitið utangátta.
Kvartettinn er vel sam-
spilaöur og allir stóðu sig vel og
þá erbara að taka undir orð eins
helsta djassgeggjarans, Þóris
Gúömundssonar: ,,Það verður
litið um islenskan djass ef þeir
sem vilja veg hans sem mestan
mæta aldrei á staðinn. „Mætið
þvi' á sunnudagskvöldið i
Stúdentakjallarann, þar verða
nýjar skemmtilegar útsetn-
ingar á ferðinni.
Gamla bíó: Skyggnar (Scanners)
Bandarisk-kanadisk. Argerð 1980.
Handrit og leikstjórn: David
Cronenberg. A ðalhl utv erk :
Stephen Lack, Michael Ironside,
Patrick McGoohan, Lawrence
Dane, Jennifer O’NeiII.
Nýja bíó: Fyrirboðinn III —
Lokaátökin (Omen III — The
Final Conflict).
Bandarisk. Argerð 1981. Handrit:
Andrew Birkin. Leikstjóri: Gra-
ham Baker. Aðalhlutverk: Sam
Neill, Rossano Brazzi, Don Gord-
on, Lisa Harrow.
Hrollvekjur hafa undanfarin ár
orðið æ stærri þáttur í kvik-
myndaframleiðslu á Vesturlönd-
um. Af einhverjum ástæðum
höfða slikar myndir til þess hóps
sem að lang stærstu leyti heldur
uppi bióhúsarekstri, — unga
fólksins. Það kann að segja sitt af
hverju umstöðu þjóöfélagsmála i
þessum löndum. Hins vegar hafa
fáar af þessum mýgrUti hroll-
vekja bætt nokkkru við þann arf
sem fyrir er i þessari grein.
Flestar hafa þær étið upp hug-
myndir hver eftir annarri, —
verið eftirhermur og endurgerðir
eldri mynda.
t bióunum i Reykjavik má nU
sjá tvö sýnishorn sem eru full-
trUar fyrir báðar helstu stefnur i
hryllingsmyndagerö. t Nýja biói
er siðasti hluti Omen-þrileiksins,
— fulltrUi gömlu hrollvekjunnar,
sem byggir á hefðbundnum
gotneskum minnum, bibliuskir-
skotunum og tafli með kristin
ta'kn. I Gamla biói er Scanners, —
fulltrúi nýju hrollvekjunnar, sem
byggir frekar á framtiðarsýn en
fortiðar, og tvinnast inn i science-
fiction eða visindaskáldskap.
Þessar tvær stefnur eiga sinar
erkitýpur i' tveimur frægustu
hrollvekjum sögunnar, Draculá
(gamla hrollvekjan) og Franken-
stein (sú nýja). Báðar þessar
stefnur og báðar þessar myndir
sem núna eru sýndar hér i' bænum
sameinast svo i meginstefi hroll-
vekjunnar, — baráttunni milli
góðs og ills. Gamla hrollvekjan
fjallar um átök illra og góðra
afla, bókstaflega krists og kölska
(eins og The Omen), en sU nýja
fyrst og fremst um beitingu
ákveðinnar þekkingar eða hæfi-
leika til ills og góðs. Þetta eru ein-
faldanir, en brúklegar samt.
Hvorki þriðji kaflinn i Fyrir-
boðasyrpunni né Skyggnar geta
talist efnislega frumlegar mynd-
ir. En þær eru þó skömminni
skárri en obbinn af hrollvekju-
uppskeru undanfarinna ára.
Einkum á þetta við um mynd
Gamla bi'ós, sem gerð er af kana-
diska leikst jóranum David
Cronenberg. Hann hefur i áratug
eða svo sérhæft sig i ódýrum
hryllingsmyndum sem þótt hafa
snöfurm annlega geröar en ekki
farið viða. Skyggnar, nýjasta
mynd Cronenbergs, hefur hins
vegar reynst alþjóðlegur isbrjót-
ur fyrir hann, enda meira i hana
lagt en þær fyrri. Þetta er i stuttu
máli afburða fagmennska. Mun
meiri ferskleiki er þó yfir Ur-
vinnslu leikstjórans Cronenbergs
en handriti sama manns. Það
snýst um átök milli þeirra sem
vilja beita dulsálarfræðilegum
hæfileikum, yfirgengilegri hugar-
orku, annars vegar i þágu góðs
og hins vegar i' þágu ills. Samtöl
handritsins og leikur I sumum
hlutverkunum er nU ekki allt of
sannfærandi, en öll tæknivinna,
einkum förðunarbrögðin, og
hraðskreið uppbygging er eins og
best verður á kosið. Hugmynd
Skyggna er glUrin, og myndin
sjálfri sér samkvæm. Og alveg er
Michael Ironside makalaust
djöfullegur sem vondi skyggnir-
inn.
Hugmyndin að Fyrirboðanum
þriðja kafla er auðvitað alveg sú
sama og að fyrsta kafla. Það er
bara haldið áfram að þynna hana
Utog reyntað hala inn meiri aur.
SU hugmynd gekk út á það að
antikristur fæðist I ungum dreng
sem elst upp i amerlskri dipló-
matafjölskyldu og stefnir vita-
skuld á heimsyfirráð. The Omen
varð undir leikstjórn Richard
Donners fjári magnaður óhugn-
aður. I The Omen II var áfram
fylgst með uppvexti pUkastráks-
ins og ekki hugsað um annað en
láta hann koma þeim sem i vegi
hans standa fyrir kattarnef með
eins ógeðslegum hætti og unnt er.
1 þessum þriðja og síðasta
kapitula er svo sagan leidd til
endanlegra lykta. Lokauppgjörið
milli antikrists, sem er orðinn
sendiherra Breta i London og
leiðtogi fjöldahreyfingar pUka-
trúarmanna, og endurborins
krists er satt að segja býsna
fáránlega sviðsett, en lengi
framan af tekur leikstjórinn
Grahani Baker, þjálfaður i hrað-
klippitækni auglýsingamynda,
býsna snarpa spretti. Þess i milli
heldur hann ekki dampi.
Vonandi höfum við séð fyrir
endann á ævintýrum antikrists i
bili. En óskandi væri aö David
Cronenberg héldi áfram að gleðja
okkur með góðum hrollvekjum.
—AÞ
Sam Neill I hlutverkihins full'
vaxta antikrists Damien Thorn.
UR /SLENSKU
OG ENSKU DREIFBÝL/
The BeatrWha’appen
1 upphafi árs 1980 skutust fram
á sjónarsviðið nokkrar hljóm-
sveitir sem fluttu létta, Bflega og
skemmtilega tónlist sem kölluð
hefur verið ska. Bestu hljóm-
sveitimar i þessum hópi voru
Madness, Specials, Selecter og
The Beat, en sú siðastnefnda hef-
ur lfklega verið einna best af
hljómsveitum þessum.
The' Beat áttu á siðasta ári
nokkuð góð „hit” lög, svo sem
Mirror In The Bathroom, HandS
Off She’s Mine, Stand Down
MargaretogTooNiceTo TalkTo.
Einnig gáfu þeir Ut eina stóra
plötu, sem heitir I Just Can’t Stcp
It og var hUn ein af best seldu
plötum siðasta árs i Bretlandi.
Ska-tónlistin er sérstæð og set-
ur þeim sem hana leika óneitan-
lega nokkuö þröngar skorður og
þvi var ekki laust við að maöur
hugsaöi fljótlega til þess hvernig
hljómsveitum þessum tækist að
þróa tónlist sina og fylgja eftir
ágætum fyrstu plötum þeirra.
Madness hurfumikiðtilfrá ska-'
tónlistinni á sinni annarri plötu og
spila nú miklu hreinni popptón-
list. önnur platan með Specials
var ekki sérlega góð og frekar
ráðvillt og segja má að Selecter
hafi aðeins frestað þróuninni, þvi
önnur plata þeirra, þó ágætsé, er
nokkurn veginn það sama og þeir
voru að gera á þeirri fyrstu.
Er þá komið aö annarri plötu
TheBeat, en hún er nýútkomin og
ber nafnið Wha’appen. Þeir fara
að nokkru leyti svipaða leið og
Selecter, það er þeirfara sér hægt
á þróunarbrautinni. Tónlistin á
nýju plötunni er einhvern veginn
öll mýkri og þó hún sé kannski
jafnari en fyrsta platan, þá er þó
ekki nema eitt lag á henni sem
jafnast á við bestu lögin á I Just
Can’t Stop It, en þaö er fyrsta lag-
ið, sem heitir Doors Of Your
Heart.
TheBeathafa sem sagt ekki al-
veg náð aö gera áns góða plötu nú
og I Just Can’t Stop It var en hún
stendur henni þó ekki langt að
baki og sýnir svo ekki veröur um
villst að The Beat er besta ska--
hljómsveitin um þessar mundir.
NU er bara að sjá hvort þeir geti
fikraö sig Utfyrir takmörk ska-
tónlistarinnar.
Echo And The Bunny-
men-Heaven Up Here
Þegar Bftlarnir slógu i gegn á
sinum tima, þá nutu góös af
þvi ýmsar hljómsveitir aðrar frá
Liverpool, svo sem Gerry And
The Pacemakers, Swinging Blue
Jeans og The Merseybeats. Siöan
þetta var hafa ákaflega fáar
Liverpool hljómsveitir náð
nokkrum vinsældum og reyndar
hefur tónlistarlif þar i borg verið
m jög í ládeyðu og h'tið þar að ger-
ast siöan þessar fyrrnefndar
hljómsveitir voru ippá sittbesta.
NU á siðustu mánuðum eru hins
vegar i fyrsta skipti I mörg ár að
koma góðar hljómsveitir frá
þessari fyrrum háborg bitlatón-
listar Er þar um að ræða hljóm-
sveitir eins og Modern Eon, Wha
Heat.Teardrop Explodes og Echo
And The Bunnymen.
Edio And The Bunnymen áttu
einhverjabestu plötu sem kom út
á siðasta ári, en það er platan
Crocodiles. Tónlist hljómsveitar-
innar er þó fyrst þegar á hana er
hlustað frekar fráhrindandi og
köld ai þegar maður hefur vanist
henni veita þeir ómælda skemmt-
un. Tónlist þeirra hefur verið
sögö vera psychdelic eða sýrutón-
list nútfmans. Ekki vilja meðlim-
ir hljómsveitarinnar þó setja ein-
hvern ákveðinn stimpil á tónlist
sina og hvað sem öllum nafngift-
um liður, þá er tónlist þeirra
frumleg, leitandi og uppfull af
óvæntum hlutum.
Nýja platan þeirra, Heaven Up
Here, er jafnvel enn betri en
Crocodiles og greinilegt er að
hljómsveit þessi á enn margt i
pokahorninu. Hljóðfæraleikur
Echo And The Bunnymen er
kraftmikill og góður og þó að
meðlimir hljómsveitarinnar séu
svo sem ekkert frábærir hljóð-
færaleikarar, tæknilega séð, þá
nota þeir þaö sem þeir kunna til
fuilnustu. Til dæmis er gítarleik-
urinn fjölbreyttur og góður. Bassi
og trommur skapa svo góðan og
þéttan takt og við þetta bætist
kraftmikill söngur.
Það er mikið af góðum lögum á
Heaven Up Here, svo sem Show
Of Strenght, Over The Wall, With
A Hip, All My Colours og Heaven
UpHere. Það er jafnvel óréttlátt
að vera að telja þessi lög upp, þvi
platan er I heild sérlíga góð og er
mér til efs að betri plata hafi
komið Ut það sem af er árinu.
Upplyfting —
Endurfundir
(A) Sjaldan eða aldrei hefur
nokkur plata komið mér jafn
mikið á óvart og nýja platan sem
hljómsveitin Upplyfting var aö
senda frá sér, en hún heitir þvi
skemmtilega nafni Endurfundir.
Ég verð að segja eins og er, að
þegar ég hlustaði fyrst á hana, þá
greip mig strax sú tilfinning aö
hér væri eitthvað sérstakt á ferð,
þvi óneitanlega hlýtur hér að vera
um mikla timamótaplötu á is-
lenska hljómplötumarkaðnum að
ræða.
Endurfundir hafa markað djúp
spor i sálu mina, þvi upplifunin er
engu ööru llk. Þaö má segja að ég
hafi endurfundið sjálfan mig.
Útsetningar og hljóðfæraleikur
er ekki likur neinu sem ég hef
áður heyrt, fjölbreytnin og frum-
leikinn skina út úr hverjum tóni.
Ljóðin lýsa lika djúpri hugsun og
lifsvitund, þar sem vandamál
lifsinsog þjóðfélagsins eru krufin
til mergjar.