Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 14
14 15 Föstudagur 17. júlí 1981 hQlgarpásturinn—__hQ/garpásturinn Föstudagur 17. júlí 1981 Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir er um margt óvenjuleg kona. Þekktust er hún fyrir að vera fyrsti kvenpresturinn okkar, og nú um daginn var hún 1 fréttum fyrir að vera móðir þess númer tvö. Hún var lögregiukona þegar lögreglukonur voru nánast ekki til, og svo á hún tvö heimili. Hún er bibllufastur prestur, eins og hún vill kalla það — ihaid- samur segja sumir. Nú er reynd- ar ekki gott að segja hvernig ihaidsamir kvenprestar lita út I hugum fólks, en Auður Eir kom mér talsvert á óvart. Hún minnti mig meira á frjálslyndan menntamann (jafnvel af vinstri kantinum) en þá maddömu sem ég kannski átti von á. Hún var I viðum bómullarfötum, mjög svo óprestlegum (ef prestleg föt eru til) — fötum af þeirri gerð sem hún heldur mikið uppá. Við töluðum saman á öðru heimili hennar og Þórðar Arnar Sigurðssonar, i Kópavoginum — hitt heimilið er I Þykkvabænum, þar sem Auður er sóknarprestur. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega heimilisfjölda er sú að Þórður kennir hér við Háskólann, og börnin hafa stundað skóla hér i þéttbýlinu. Fyrsta spurningin lá þvi kannski beint við. — Hvernig er að eiga tvö heim- ili? ,,Ég kann mjög vel við það. Að vlsu fer dálitill timi I ferðir, en það er afskaplega mikili lúxus að vera alltaf aö fara aö heiman og heim”. — Ertu ekki borgarbarn? „Jú, ég er mikill Reykvíkingur, og finnst óskaplega gaman að vera I Reykjavlk. Þessvegna finnst mér gaman að þvi hvað ég hef kunnað vel við mig úti á landi”. — Eru þetta miklar andstæöur, Reykjavlk og Þykkvibær. „Já, þvl er ekki að neita. Þykkvibærinn er náttúrulega sveitaþorp, og landslagiö þar er mjög sérstætt. Fólkiö lifir llka I öðruvlsi takti, það er meiri kyrrð i hversdagslifi þess. Svo er þetta landbúnaðarhérað og annað slag- ið koma mikil annatímabil. Svo er rólegra á milli”. — Ertu ein af hópnum i Þykkvabænum? „Já, það finnst mér”. — Hefuröu fariö á sveitaball? „Ég hef farið á þorrablót. Það var afskaplega skemmtilegt. Ég hafði fariö á þorrablót á Súganda- firði I fyrsta skipti, þegar ég var prestur þar, og fannst það llka ljómandi skemmtun”. HFIH i taKl við límann — t)r hvernig fjölskyldu kemur þú? „Foreldrar minir eru Vilhjálm- ur Þ. Gislason og Inga Arnadótt- ir. Pabbi var skólastjóri við Verslunarskólann þegar ég var að alast upp. Við bjuggum I miö- bænum I Reykjavlk og nutum þess sem hann haföi uppá aö bjóöa. Við vorum þrjú systkinin, og hjá okkur var ákaflega gest- kvæmt”. — Hvað varð til þess að þú, ein af hópnum, fórst útl prestskap? „Ég veit ekki. Ég fór strax sem barn I sunnudagaskóla hjá KFUK og KFUM og I framhaldi af þvl I guöfræðideildina og I framhaldi af þvl I prestskap. Ég fékk ekki strangtrúað uppeldi heima hjá mér, en aö sjálfsögðu hjá KFUK og þeim félagsskap”. — Er það góður félagsskapur? „Já, óskaplega góður. Börn fá þar hollt og gott kristilegt upp- eldi. Hjá mér var til dæmis aldrei neitt tómstundavandamál, þaö var alltaf mikið um að vera”. — En er hann I takt við timann? „Já, ég tel að sennilega megi segja hann i takt viö tlmann”. — Hvernig lá svo leið þln I prestskapinn? „Ég varö stúdent frá Verslun- arskólanum 1956 og fór beint I guðfræðideiidina þaðan. Eftir guðfræðideildina vann ég svo I kvenlögreglunni.” — Hvernig var kvenlögreglan á þessum tíma? „Það var afskaplega athyglis- vert. Viö erum i iitlu þjóöfélagi, og það var ennþá minna þá, og störf eins og löggæslan skiptist á fáa aðila. Þetta var fjölþætt starf. Ég starfaði aöallega I þjóðfélags- hjálp, ég reyndi að aðstoöa stúlk- ur sem lent höfðu I vandræðum, drykkjusjúkar konur og alls kyns heimilisvandamál.” BjargsmáliO — Hvað er það sem rekur þig úti störf eins og löggæslu og prestskap, sem hafa verið vigi karlmanna? „Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki áhugi á fólki. Ég vildi verða prestur af sannfæringu um að fagnaðarerindið ætti erindi til fólks og að þaö geti raunverulega hjálpað fólki”. — Hvað tók við eftir kvenlög- regluna? „Ég var I henni I tiu ár, og bjó siðan I Frakklandifi Strasborg I 6 ár, þar sem Þórður vann við Evr- ópuráðið”. — Bjargsmálið svokallaða var mikill biaðamatur á sinum tlma. Um hvað snerist það? „Já, þaö var óskaplega mikiö mál. Þannig var aö Hjálpræðis- herinn rak skólaheimili fyrir stúlkur I samvinnu við Rlkið og barnaverndarnefndir. Ein stúlk- an hvarf af heimilinu og siðan hófu óvandaðir menn blaðaskrif um að eitthvaö væri ósæmilegt á heimilinu. Skólaheimilið óskaði eftir rannsókn vegna þessara skrifa og aö lokum var þaö hreinsaö af þeim áburði. En það tók langan tima og ekki var unnt að reisa heimiliö við á ný. Þetta var heimili fyrir stúlkur sem þurftu á aðstoð að halda af einhverjum orsökum, og þaö var merkilegt fyrir þær sakir að þaö var inni bæ, en ekki I sveit eins og flest svona heimili. Auk þess var þetta skóli, þannig að stúlkurnar áttu ekki að missa úr námi, held- ur þvert á móti. Heimili I þessum dúr hafa verið til hér á landi og eru til erlendis, en hér hafa þau öll veriö lögð niður. Það er hin sorglega saga stúlknaheimila á Islandi, og ég tel að hún segi mikiö um hvernig fóik tekur þessum málum. Það getur raunverulega ekki gengið að fólk sé svo illa upplýst að það trúi ósóma eins og þessum sem borinn er á borð fyrir þaö.” Auðlrúa og hrekKlaus — Ertu bitur vegna þessa? „Mér fannst þetta óskaplega erfitt. Þarna brast mikið af þeirri trú sem ég hafði haft á mlnu ágæta þjóðfélagi. En þaö er útaf fyrir sig hollt fyrir prest, sem auðvitað má ekki vera alltof auð- trúa og hrekklaus I sinu starfi”. — Hversu auðtrúa ertu? Hvern- ig er Islenskt þjóöfélag I þlnum augum? „Það er erfitt aö gera sér grein fyrir þvi I daglega llfinu. 1 hvers- dagsleikanum kann ég vel við það. En þaö er að þvl leyti gott að hafa séö aö I lifi okkar allra geta gerst furðulegustu hlutir — og þeir eru alltaf að gerast.” — Hvernig fórstu svo I prest- skapinn? „Ég kom heim frá Frakklandi 1974 og réði mig þá til safnaðarins I Súgandafiröi I eitt ár. Það gerði ég eftir að hafa sóst eftir prest- starfi I Kópavogi og fengið litlar undirtektir, og heyrt mikið af for- dómum gegn kvenpresti. Ég taldi aö það væri besta leiöin til að [ brjóta vegginn og fá vigslu, aö 1 leita til safnaðar úti á landi þar sem ekki var prestur”. — Nú hefur prestsembættið I gegnum aldirnar verið sniðið fyr- ir karlmenn. Hvernig gekk þér aö eiga við þaö? „Það var erfitt I kosningum en auðvelt I starfinu. Ég tók þá af- ! stöðu að vinna mitt verk og hugsa . ekki nánar út I það”. — Hvernig eru kollegarnir? „Prestarnir hafa tekið mér vel, j og það er gaman að vera i þeirra j hópi. Ég man eftir þvl núna um | daginn á prestaþingi að stúlka kom uppá gang þar sem við vor- um, og sagði: „Þetta er nú meira karlaveldið”. Þaö er auövitað rétt aö þvl leyti aö við erum bara tvær konurnar, en þetta er samt | ekki karlaveldi. Viö erum ekki 1 þrúgaðar, heldur föllum við bara ' inni hópinn. Allir hafa tekið okkur j vel”. — Er það sagt svona almennt, ' eða áttu við að allir prestar hafi | tekið þér vel? ! „Ég hef auðvitað heyrt mót- mæli frá prestum, en ég nefni engin nöfn.” FransKir unglingar vendilega aldir upp — Verðurðu vör við að þitt starf sé I einhverju frábrugöið starfi karlprestanna? Að til þin leiti annað fólk? „Nei, ég held að þetta fari ekki eftir kynjum, heldur miklu frekar persónum. Mér finnst af reynslu I samstarfi meö fólki og sálusorg- un að fólk leiti saman eftir per- sónuleika og eftir þvl hvaða mál er verið að ræða miklu frekar en eftir þvi hvort það er karl eða kona.” — Nú átt þú fjögur börn. Hvern- ig eru islenskir unglingar stadd- ir? „Þeir hafa það náttúrlega mjög gott. Nóg af öllu I samanburði viö fyrri kynslóðir. Þar með er ekki sagt að lif þeirra sé vandamála- laust. En ef ég miða til dæmis við franska unglinga kemur I ljós talsverður munur. Ég held að franskir unglingar séu vendilegar aldir upp. Þeir kunna sig afskap- lega vel, koma og heilsa og svo framvegis, og svo kunna þeir að gera grein fyrir sinum málum. Annars eru unglingar misjafnir, eins og annað fólk og það er ekki hægt að alhæfa um þá frekar en aðra”. — Hefur kirkjan itök I islensk- um unglingum? „Já, ég held að hún hafi tals- vert mikil itök, og að hún bjóði talsvert fram. Hún rekur æsku- lýðsfélög, barnastarf og hún býður fram kristileg áhrif I öllum þeim starfshópum sem kirkjan hefur”. — Eru áhrif kirkjunnar að minnka eða aukast? „Ég held að þau séu að aukast. Annars höfum við alltof mikla til- hneigingu til aö tala um kirkjuna sem einhverja aöra. Við erum kirkjan. Svo til allir Islendingar eru kirkjan.” — Af hverju eru þessi áhrif að aukast? „Ætli það sé ekki vegna þess að við höfum fundiö að veraldlegu gæðin gáfu okkur ekki það sem við vonuöum. Og við finnum aö við þurfum að hafa eitthvað fyrir sálina I okkur”. BindindísmennsKan Dœgileg — Erum viö þá komin á leiðar- enda I leitinni að efnislegu gæðun- um? „Nei, kannski ekki, en sá spölur sem við höfum gengiö hefur kennt okkur að við þurfum fleira en efn- isgæðin”. — Hversu mikil efnisgæöi þarft þú sjálf til aö þér liði vel? „Ég geri mér ekki fulla grein fyrir þvi. Það verður ekki fram- hjá þvl horft að við þurfum að eiga sitthvað, eða hafa, til að lifa Iifinu og bera ábyrgð á börnum okkar”. — Hvernig er að eiga mömmu fyrir prest? „Ég hugsa að það sé ekki óllkt þvl að eiga mömmu sem vinnur hvaða annað starf sem er”. — Hvernig fer það saman aö vera perstur og móðir? „Afskaplega vel. 011 börn þurfa á presti að halda, þurfa kristileg áhrif, og það er gott fyrir prest að hafa reynslu af umgengni við eig- in börn, þó ekki sé það nauösyn- legt”. — Ertu ströng mamma? „Nei, það held ég ekki. Svo eru dæturnar orðnar svo stórar að þær eru farnar að ala mig upp”. — Prestar hafa löngum haft ákveðna Imynd — þeir eiga að lifa fyrirmyndarllfi. Hefur þér gengið illa aö lifa eftir þessari imynd? „Ég hef eiginlega enga sllka Imynd. Mér finnst ekki að fólk geri kröfur um að ég lifi eftir ákveðinni forskrift. Það getur svosum verið að það geri þaö, en án þess að ég viti. Ég er ósköp hversdagsleg manneskja. Svona eins og gerist og gengur I næsta húsi. Ég er stundum lifsglöö, og stundum ekki.” — Ertu bindindismanneskja? „Já, það er ég. Og þaö þykir mér svo gott. Mér finnst það gott, alveg eins og að ganga I bómull- arfötum. Eitthvað þægilegt og notalegt. svört eöa lióiuDla En I sambandi við þessa imynd. Ég hugsa eiginlega aldrei um hana sem slíka. En ég vænti þess af prestum að þeir séu vel trúaöir og það er það sem skiptir miklu miklu meira máli en það hvort þeir ganga I svörtum fötum eða fjólubláum. Það sem skiptir máli er hvort mér tekst mitt hlutverk, að boða kristna trú, þvi þegar öllu er á botninn hvolft þá er þaö hlut- verk allra okkar sem erum hin kristna kirkja. Og til þess finnst mér að ég þurfi að vera heitrúar- manneskja”. — Hvort telst þú til frjálslynd- ari eða ihaldsamari arms kirkj- unnar? „Ihaldsamari, þó ég mundi ekki kalla hann það. Bibliufastur, það væri betra orð”. — Skiptist kirkjan að þessu leyti I fylkingar? „Að nokkru. Þetta er mismun- andi túlkun á kristinni trú, sem aö miklu leyti tilheyrir fortiðinni. Það voru i Islensku kirkjunni and- stæður, og þær miklar. En nú eru áreiöanlega fleiri af hinum ihald- samari armi”. — Af hverju? Er það guðfræði- deildin sem mótar skoöanir presta? „Já sjálfsagt fyrst og fremst. Þangað hafa komið straumar og það er eðlilegt að prestar boði eft- ir þeim áhrifum sem þeir verða fyrir þar. I guöfræðideildina komu á timabili straumar frjáls- lyndis frá Evrópu, en nú hefur þetta breyst”. Getnaðarvðrnir lil góós og ills — Hvað finnst þér þá til dæmis um fóstureyöingar? „Ég tel aö þau fóstureyðing- arlög, sem voru áöur en núver- andi lög tóku gildi, hafi veriö góð. Breytingin fólst I þvl aö nú eru fóstureyöingar leyfðar á grund- velli þjóöfélagsástæöna. Ég held að það sé svo teygjanlegt og af- skaplega vandmeðfariö”. — En getnaðarvarnir? „Ætli þær hafi ekki bæði orðiö til góðs og ills. Ég held að þær hafi ruglað siögæðismat fólks. Það er afskaplega timabært að taka upp umræöur um þessi mál, þvi ástandið er ekki gott eins og það er.” — Af hverju ekki? „Ég held að viröing fyrir hjóna- bandinu sé oröin allt of litil. Og aö virðing fyrir tryggö og trúfestu sé oröin alltof litil. Fólk, sérstaklega ungt fólk, tekur viö hugmyndum sem aö þvi berst I gegnum bækur og biómyndir og allsstaöar að og gerir þær að sinum. Þegar við töl- um saman eru minar hugmyndir þeim . eflaust jafn fjarstæðu- kenndar og þeirra hugmyndir eru I mlnum huga. Ég held að það sé löngu komin tlmi til að ræða þessi mál i ljósi kristinnar trúar”. — Hvaö þá með hjónaskilnaöi? „Ætli þessir auknu hjónaskiln- aöir séu ekki afleiöing af þessu — hvað tryggð og trúmennsku er ábótavant. Hvað fólki finnst sumu fra'leitt að heita hvort öðru endan- legri ást og standa við það. Þó er ég ekki I vafa um að hjónaskiln- aðir eru oft á tiöum eina lausnin. En oft er alltof lftið gert til aö reyna að halda hjónabandinu áfram. Allt sem sagt er og gert er i raun áróður, og þessir tiðu hjónaskilnaðir gera hjónaskilnaði ennþá algengari. Fólk getur leitað til presta með sin vandamál, en þaö kemur stundum svo seint, aö ekkert er hægt aö gera”. Góóur og vondur preslur — Þessi sálusorgun. Hvað gerir presta færa um aö gegna hlut- verki ráðgjafans I slikum mál- um? „Þaö hafa á slðustu árum átt sér staö miklar framfarir I guðfræði- deildinni hvað varðar kennslu I þessu. Þetta er kennt langtum meira núna en þegar ég var að læra. Auk þess afla margir prest- ar sér menntunar aukalega, fyrir utan að þeir læra mikið I starfi sinu”. — Eruð þið ekki að stelast inná verksvið félagsráögjafa? „Þaö væri nú eftir ööru, ef upp kæmi rlgur milli stéttanna um þetta atriöi. Þetta eru mikil við- kvæmnismál á milli stétta, margra þeirra stétta sem vinna að félagshjálp. Mitt hlutverk er I rauninni að hjálpa þér til að leggja mál þln I hendur guðs. Þaö getur verið að á sinn hátt sé fé- lagsráðgjafinn að þvl lika.” — Hvað ber framtíðin I skauti sér fyrir Auði Eir? „Ég vona aö ég geti vaxið dállt- iö I mínu prestsstarfi, og aö ég þokist heldur til þess aö veröa betri prestur” — Ertu vondur prestur? Eða góður? „Bæði vondur og góöur held ég. Stundum er ég vondur prestur og stundum ekki. Þá segi ég á kvöld- in: „Elsku Guö — margt mistókst mér I dag, en sumt geröi ég gott. Fyrirgeföu mér það slæma en þakka þér hitt”. Myndir: JimSmart Viðtal: Guðjón Arngrimsson „Stundum er ég vondur prestur —og slundum eKKi” „öll börn þurfa á presti að halda” „Ég held að getnaðarvarnirnar hafi ruglað siðgæðismat fólks'. „Ein stúlkan hvarf af heimilinu og siöan hófu óvandaðir menn blaðaskrif um eitthvað ósæmilegt á heimilinu”. . „Ég hef auðvitað heyrt mótmæli frá prestum, en ég nefni engin • nöfn”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.