Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 9
9 __halrjarpnczti irinn Föstudagur 17. júií i98i _______________ ________________________ ÚR HEIM VÍSINMNNá Umsjón: Þór Jakobsson. Hiti húöarinnar Hitasjármynd af ungum dreng. Sllkar myndir geta leitt i ljós sjúkdóma sem ella hefðu ekki uppgötvast. Alkunnugt er að sumir hafa hlýjar hendur, en aðrir kaldar. Ennfremur er likamshitinn breytilegur ytra sem innra eftir heilsu mannsins. Heitt enni barnsins er visbending um veik- indi og hitasótt. Við yfirborð húðarinnar fara þvi fram hitaskipti. Innri varmi hins 37 stiga heita likama sleppur út I loftið, stundum óhindrað, en stundum tefja fötin — sem við hengjum utan á okkur m.a. til aö koma i veg fyrir hitatap. Húðin kólnar — og loftið næst henni hitnar að sama skapi. Margar staöreyndir um hitafar húðarinnar hafa með öðrum orðum verið almælt tiðindi frá örófi alda, þrátt fyrir strangar reglur hjá sumum þjóðum um það, hver megi snerta hvern, hvar, hvernig og hvenær. En nú hefur tækniþróun siðustu áratuga leitt i ljós, að landslag þessa hylkis um mannslikamann er mun margbreytilegra en mönnum hafði hugsast. Likt og tynglingar (gervitungl) á sveimi umhverfis jörðina geta skynjað hitabylgjur frá jörðinni og kortlagt hitafar landa og hafa, þannig má með annarri tækni fá nákvæmar myndir af heitum og köldum blettum likamans. Ósýnilegur hlíföarhjúpur Það var breskur lifeðlis- fræðingur að nafni Harold Lewis, sem sá að unnt mundi vera aö notfæra sér svonefnda „schli- eren”-ljósmyndun við könnun á hitaútstreymi mannsllkamans. Tækni þessi hafði upphaflega veriö notuð við leit að rispum og öörum göllum, þegar verið var að smiða linsur og annað i ljósfræð- inni („schlieren”: rákir). En hún hefur lika verið notuð við ljós- myndun á hvirflum og iðu- straumum i lofti, þegar verið er að gera tilraunir i hreyfiaflfræöi eða verkfræði. Við skulum i þess- ari grein kalla tæknina rákaljós- myndun. Lewis var árið 1968 i heimsókn á rannsóknastofu þar, sem kannaðar voru nýjar tegundir flugvéla. Þar var verið að beita fyrrnefndri „schiieren”-tækni eða rákaljósmyndun til að taka myndir af loftstraumum um- hverfis flugvél, sem verið var að prófa. Þegar Lewis virti fyrir sér tilraunina, vildi svo til að einn tæknifræöinganna á staðnum stakk hendinni inn i ljósið, sem notað var við myndatökuna. Lewis veitti þvi þá athygli, að mjóir, gráleitir taumar iiðu upp eins og reykur frá fingurbroddum Nátthúfur forfeðranna voru hitatapi. mannsins. Hann áttaði sig á þvi, að hann sæi þarna „ósýnilega” loftstrauma, sem myndast hefðu við að snerta heita húöina á hend- inni. Lewis útvegaði sér siðan tæki til aö kanna nánar útstreymi hit- ans frá mannslikamanum. Fleiri visindamenn hafa bæst i hópinn og hafa rannsóknir þessar verið kallaðar „lof t lif f ræði ” (aerobiology). Áhugamenn um þessa aðferð hafa keppst við aö athuga hitageislun frá likama mannsins og loftstraumana, sem reynast leika um okkur öll i mis- rikum mæli. Þaö hefur jafnvel komið upp úr dúrnum, að það stendur hár strókur upp af hvirflinum, ósýnitegur berum augum. Væri það kannski vel þess virði, ef maður gæti dálitia stund skemmt sér við að skoða önnum kafiö mannfólkið i Austurstræti — allt með sínn sérkennilega iðandi strók upp af höfðinu. Þetta er loftið, sem likaminn hefur hitað, og leitað hefur upp á við vegna þess að það er léttara en loftiö umhverfis. Hver og einn hefur yfir höföi sér ofurlitið „ský”, sem myndast eins og bólstraský viö ekki svo galin vörn gegn uppstreymi i andrúmsloftinu sól- rika sumardaga. Sjúkdómar Nú má spyrja, hvort menn geti haft gagn af nýrri vitneskju af þessu tagi. Getur það komið sér vel að vita, hvernig loftlagið i snertingu við likamann bregst við og hreyfist? Hefur þaö nokkra hagnýta þýðingu að gera „hita- kort” af manni, með fersenti- metra nákvæmni og jafnvel enn meiri — finna hin misheitu svæði, heita og kalda bletti á búknum?! Dr. Ray Clark, sem var upphaf- lega samstarfsmaöur Harold Lewis, svarar þessu játandi. Hann nefnir i fyrsta lagi skyn- samlega gerð fata með hliðsjón af þekkingu manna á loftstreyminu, sem myndast og nú má kanna i smáatriðum með hinni nýju tækni. Viö „kortlagningu” húðarinnar hefur önnur tækni en hin fyrr- nefnda rákaljósmyndun einnig komiö að notum. Mætti nefna hana hitasjá á islensku (thermo- vision camera). Hitasjána má t.d. nota til að taka nektarmyndir i öllum regnbogans litum og gefa ólikir litir til kynna hvar tækið skynjaði misheita staði á likama mannsins, allan kvaröann frá þeim heitasta til hins kaldasta. Hver litur táknar tiltekinn hita. Hitamismunur á heitasta og kald- asta stað er t.d. um 2 til 6 gráður. Þvi miður er ekki hægt að prenta hér slikar litmyndir en á þeim virðast menn skjóttari en nokkur hestur: þvi fer fjarri aö menn séu jafnheitir um alian skrokkinn. Það hefur lika komiö i ljós, að menn kólna og hitna i si- fellu. Ekki hefur enn verið unnt aö útskýra fyllilega ástæðurnar fyrir þessum hitasveifium i húðinni. Þegar það tekst, verður ef til vill hægt að reiða sig á þessar nýjungar við sjúkdóms- greiningar. Sum æxli eru t.d. gjarnan litið eitt heitari en húðin i kring. Fyrrnefnd tæki má þvi nota viö leit að slikum meinsemd- um. Ennfremur eru dæmi þess, að læknar hafi með tækjunum fundiö staði þar, sem blóötappi leyndist i æðunum undir. Fleira liklegt hefur verið nefnt sem gagn yrði að, en of snemmt er aö full- yröa margt um framtið þessarar tækni. Sumir eru þó ákaflega bjartsýnir. Gleymdar flikur Áðan var þess getið að upp- réttur maður væri sveipaöur hlýju lofti sem hans eigin iikami frá hvirfli til ilja heföi hitaö upp. Tveggja metra hár sivalningur umlykur hann og er höfuðið vel sett i miðjum vermihólknum. En þegar náunginn hallar sér út af, t.d til svefns, er höfuðið ekki lengur hulið hlýjum hjúpnum. Það tapar um 30% meiri hita en þaö gerir, þegar maðurinn stend- ur uppréttur. Illt er til þessa að vita og eru góð ráð dýr. Til allrar hamingju þarf þó ekki lengi að leita, þvi að forfeðurnir vissu þetta fyrir löngu og kunnu ráðin við. — Sem fræði- menn mæla nú með: við setjum á okkur nátthúfu þegar við förum I háttinn! Góðar nætur. um. Fullvi'st er talið að armarnir tveir innan sambandsins (sem ekki eru þó alveg bundnir við per- sónur Gunnars og Geirs) muni reyna að seilast til sem mestra áhrifa i öðrum embættum innan stjórnarinnar. Jön Magniisson, fráfarandi formaður SUS, hefur lýst yfir stuðningi við Geir, — með nokkrum semingi þó, þar eð sumir teljahann til hins armsins, og hyggjast Jón og hans lið, sem hliðhollari hafa verið Gunnari og Albert en Geir og flokkseigendun- um, ná öðrum valdaembættum sambandsins til sin... ® NU getum við sem kunnum að kokka farið að kokka eins og fina fólkið kokkar. Vaka, bókaútgáfa Ólafs Ragnarssonar er sögð hyggja á Utgáfu kokkabókar, þar sem nafnkunnir borgarar leggja til uppskriftirnar. Það er Axel Ammendrup, blaðamaður á Visi sem þefar uppi kokkana I bestu eldhUsum landsins. Það verður fróðlegur kokk-táll... • Talsverð skálmöld er nU sögð rikja i bæjarmálum Garðabæjar og veruleg óánægja með stjórn meirihluta Sjálfstæðismanna, einnig meðal kjósenda hans. Sem dæmi um óstjórn eru nefnd kreppan sem Hafnarfjarðarveg- urinn er kominn i, og lóðaUthlut- anir sveitarfélagsins. Hefur heyrst að i undirbúningi sé þver- pólitiskur borgaralisti til fram- boðs i næstu kosningum og jafn- vel sameiginlegur listi vinstri flokkanna... 0 Þá hefur Njála veriö filmuð, og mátti eiginlega ekki seinna vera. Fimmtudaginn 6. ágúst verður frumsýnd i Háskólabiói 25 minUtna löng 16 miliimetra kvik- mynd gerð eftir hinni klassisku sögu. Það er Friðrik Þór Frið- riksson ritstjóri kvikmyndablaðs- ins m..m. sem á heiðurinn af gerð myndarinnar, og er höfundur hennar, en Viðar Vikingsson sá um kvikmyndatökuna. A frum- sýningunni, sem reyndar verður eina opinbera sýning myndarinn- ar, mun hljómsveitin Þeyr leika undir.og halda siðan hljómleika á I eftir. Að auki munu liklega fleiri i hljómsveitir koma fram, þannig j að frumsýningin veröur með óvenjulegra móti. Og ef við l þekkjum Friðrik Þór rétt þá er ! myndin það li'ka... | 9 Einkaviðtal blaðamanns Helgarpóstsins I NEW York við leikkonuna heimsfrægu Liv 1)11- mann i blaöinu um næstsiðustu helgi vakti mikla athygli, og eins og við var að bUast veltu menn þvi mjög fyrir sér ummælum hennar um islenska flugmanninn sem var fyrsta ástin hennar. Hverskyldi þettavera? Ekki höf- um við enn fengið svar við þvi. Hins vegar höfum við haft spurnir af þvi að maöur nokkur úr flug- mannastétt hafi stundum haft orð á þvi' á góðra vina fundum að hann hafi eitt sinn verið með Liv Ullmann. Æ, blessaöur láttekki- sona! sögðu vinirnir og tóku sem hvert ánnað fyllerismont. JU.vfst var ég einu sinni með Liv Ull- mann! Eins og allir muna lagöi rik- isstjórnin hart að lánastofnunum jj idsins að létta vanda hUsbyggj- ciida með þvi að fá þær til að breyta skammtimalánum i 8 ára verðtryggö lán. Lánastofnanir, bankar og sparisjóðir, hafa hrundið þessu i framkvæmd og þar sem þetta fyrirkomulag hefur almennt verið túlkaö þannig af þeirra hálfu að aöeins sé um breytingu á fyrri lánskjörum að ræða, hafa þær ekki hirt um að hirða nýtt lántökugjald af þessum lánum, eins og um nýtt lán væri aö ræöa. En rikið aftur á móti ætl- ar greinilega ekki að missa neinn spón Ur aski sinum, þvi að fjár- málaráðuneytið hefur sent lána- stofnunum erindisbréf upp á að stimpilgjald skulitekið af þessum lánum engu að siður. HUsbyggj- andinn blessaðursem vill notfæra sér löngu lánin, þarf þess vegna i tvigang að borga stimpilgjald — af sömu lánsfjárupphæðinni... 0 Undirtektir Luxemborgar- manna undirforystu Josy Bartel, samgönguráðherra við áfram- haldandi stuðning við Atlants- hafsflug Flugleiða voru svo já- kvæðar, að Flugleiðir munu hafa ákveðiö að fjölga feröum á þess- .ari leið næsta vetur frá þvi sem var i fyrravetur. Verða ferðirnar fjórar i stað þriggja ifyrra. Vélar Flugleiða hafa verið troöfullar aö undanförnu á leiðinni New York- Keflavik, og þéttsetnar Keflavik- Luxemborg. Og einnig mun i bi- gerð að fjölga ferðum á fleiri flugleiðum... 0 llaukur Hjaltason, veitinga- maður með meiru hefur keypt húseign J. Þoriáksson og Norman við SkUlagötu, eins og Helgar- pósturinn skýrði frá á sinum tima. NU getum við bætt við þvi, aðHaukur mun hafa þær áætlanir a prjónunum að nýta þetta stóra húsnæði undir hótelrekstur og eru þegar tilbúnar teikningar að inn- réttingum... 0 Heyrst hefur að Björgvin Guðmundsson hyggist ekki halda til starfa hjá Bæjarútgerðinni fyrr en um áramót og þá fyrst láta af stöðu sinni i borgarráöi. Hann er sagöur bera viö önnum i viöskitaráðuneytinu... Helgarpóstinum hefur borist eftirfarandi athugasemd frá rit- stjóra Timans með eftirfarandi fyrirsögn: ,, Hlbúningur leiðréttur Helgarpósturinn sýndi ritstjórn Timans nokkurn áhuga i siðasta tölublaði, þótt ekki sé sá áhugi af góðvildartaginu. Blaðamanni hefurþaraf stakri eljusemi tekist að setja saman röö af röngum fullyrðingum i fáeinum linum. Þar sem að mér er vikið i klaus- unni tel ég rétt að upplýsa, að öll þau ummæli, sem mér eru eignuð i þessari klausu, eru tiibúningur frá upphafi til enda. Þætti mér vænt um ef minni persónu yrði framvegis sleppt við að gegna hlutverki I skáldverkum Helgar- póstsmanna. Elias Snæland Jónsson, ritstjóri.” Helgarpósturinn getur þvi miður ekki sleppt Eliasi Snæland Jónssyni úr þvi hlutverki sem hann er i. Það getur aðeins hann sjálfur. Um „skáldverk Helgar- píóstsmanna” þarf ekki að hafa fleiri orð en þau, að blaðið hefur góöar heimildir fyrir þvi aö fyrr- nefnd klausa er rétt. Réttar upplýsingar eru ekki skáld- skapur. — Ritstj.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.