Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 19
’ iJie/garpásturinrL. Föfctudagur ÍO. iúlí 1981 Jrzí- 19 Leikfélag Akureyrar undirbýr nú nýtt leikár: Skálholt Kambans fyrsta frumsýning Leikfelagi Akureyrar muna flestir eftir sem leikhiisi á hausn- um. 1 fy rra vetur virtist starfsemi ieikhiissins ekki geta oröið mikil sökum fjárhagserfiðleika. En vegna hörku og þrautsegju for- ráðamanna ieikhiissins tókst, þó liðið væri á starfsárið, aö koma upp nokkrum verkum. 1 haust er svo ætlunin að hefja leikár L.A. með þvi að syna leik- ritið „Skálholt” eftir Guðmund Kam ban. Theódór JUliusson, leikari hjá L.A. sagöi f viðtali viö Listapóst að enginn leikhdsstjóri yröi ráð- inn hjá þeim. ,,Við ætlum að hafa sama hátt á og i fyrra og sleppa þvi alveg að hafa leikhUsstjóra”. — Hvaða leikarar koma til með aö vinna hjá L.A? ,,Það verður alltsaman gott lið. Sunna Borg, Gestur Einar Jónas- son, Andrés Sigurvinsson, Guð- björg Thoroddsen, Marinó Þor- steinsson og ég. Þráinn Karlsson verður eitthvað viðloðandi leik- húsið. Við skulum kalla hann verkstjóra! — Einskonar sósialiskt lýð- ræði? „Já akkUrat. Okkur likar ágæt- lega sá starfsháttur”. — Er bUið að ákveða hvaða verk önnur en „Skálholt” verða tekin til sýninga? „Það verður barnaleikrit, sem ekki alveg er bUið að ákveða en leikstjóri verður Þórunn Sig- urðardóttir. — Þið eruð full af bjartsýni? „Ég get ekki sagt annað, við verðum bara að haga seglum eftir vindi. Við stöndum nærri skuldlaus upp Ur siðasta vetri og ætlum að passa okkur á að fara ekki i of mik'ar fjárfestingar. £ / / Smásagnasafn eftir Þórarin Eldjárn kemur út í haust: „Bæði eldri' sögur og nýjar Nú með haustinu kemur út hjá Iöunni smásagnasafn eftir Þór- arin Eldjárn, alls tiu sögur. Þórarinn hefur hingað til fyrst og fremst verið þekktur fyrir Ijóð sin auk þess sem hann hefur skrifað fyrir leikhús, en að hans sögn hef- ur hann fengist við smásöguform- ið um nokkurt skeið. „Þetta eru bæði eldri sögur, og nýjar”, sagði hann. Þórarinn sagði þessa útgáfu ekki tákna nein þáttaskil i ferli sinum. „Ég er aðeins að prófa mig áfram. Hafa fleira I takinu”. Að sögn hans eru þessar sögur úr ýmsum áttum. Ekkert ákveðið þema er sameiginlegt öllum sög- unum, og þær eru heldur ekki Þórarinn: „Ég er aðeins að prófa mig áfram...” bundnar ákveðnum tima. Nafn bókarinnar sagði Þórarinn heldur ekki ákveðið, en ýmislegt væri i deiglunni. Hann var að lokum spurður hvort hann beitti svipuðum vinnuaðferðum við smásögurnar og ljóðin, eða hvort um væri að ræöa gjörólika hluti. „Þetta er talsvert ólikt”, svaraöi hann. „Ég treysti mér hins vegar ekki til að gera uppá milli aðferðanna. Mér likar mjög vel við hvort tveggja”. — G A. TRAUST TÓNLISTARTÍMAR/T Tónlistartímaritiö T.T. 1. hefti — 1. árg. — jiíli 1981. Ritstjórn: Vernharður Linnet (ritstj. og ábin.) Aagot óskarsdóttir Aðalsteinn Asberg Sigurðsson Ríkliarður öm Pálsson Sigurjón Jónasson ÍJtgefandi: Lystræninginn greinar um félögin þrjú sem standa að blaðinu, þ.e. Visnavini, Jazzvakningu og SATT, ásamt kynningu á tónlistarskóla F.l.H. og Musica Nova. Aagot óskarsdóttir skrifar at- hyglisverða grein um söngva- keppni sjónvarpsins. Loksins er fjallað málefnalega um þessa keppni og færi betur ef fleiri FA n. m Fiölmiðlun eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur Þá er langþráð tónlistartimarit komið Ut. Eins og segir i formála er blaðinu ætlað að vera vett- vangur fyrir tónlistarmenn sem tónlistarunnendur, fjalla af fullri alvöru um i'slenska tónlist sem erlenda, flytja gagnrýni, upplýs- ingar og faglegt efni sem viötöl og músikanalýsur. í þessu fyrsta riti T.T. eru greinar væru i þessum dUr (moll). Aðstandendur og forráöa- menn keppninnar mættu ýmislegt til sin taka. BitlagrUsk Rikharöar Arnars Pálssonarer alveg ágætt, en mik- ið vildi ég að ég væri betur að mér i hljömfræðinni. Með hörkunni ætti maður þó að geta klórað sig fram úr greininni, sit.jandi við pianóið með tónfræðibókina sér við hlið. Ennfremur er þáttur sem ber yfirskriftina Spjallað og hlustað. Fyrri helmingurinn er i viðtals- formi. Að þessu sinni er spjallað við Björn Thoroddsen gitarleik- ara. Seinni hluta viðtalsins finnst mér óneitanlega nokkuð undar- legur, en hann er nokkurs konar spurningakeppni. Vernharður Linnet bregður plötum á fóninn en B jörn á að geta upp á flytjend- um hverju sinni. Mér er með öllu óskiljanlegt hvað þetta á að fyrir- stilla. Er þetta kannski eitthvert snillingapróf? Aðrar greinar eru: Heimsóknir fyrstu erlendu jazzhljómsveit- anna eftir Svavar Gests. Um hljóðritunarvalkosti eftir Guö- mund Amason, en gjarna hefði sU grein máttvera ýtarlegri. Eyrna- konfekt sem eru plötudómar — augljóslega skrifaðiraf þekkingu. Viðtal við Asa i Fálkanum um nýju kynslóðina i poppinu og um pianóstillingar eftir Þórð Arna- son. Þetta fyrsta tölublað lofar góðu, greinarnar stuttar og að- gengilegar og gefa yfirleitt góða yfirsýn yfir það sem er að gerast i tónlistinni hérlendis. Vonandi á blaðiö eftir aö koma reglulega i póstkassann um ókomna framtið. En visnavinir og popparar: Er ekki rétt aö hrista nokkrar grein- ar fram úr erminni svo djassinn taki ekki algjörlega yfirhöndina? TOMMY FER í OG ÚR FANGELS/ Háskólabió: McVicar Bresk. Argerö 1980. Handrit: John McVicar, Tom Clegg. Leikstjóri: Tom Clegg. Aðal- hlutverk: Roger Daltrey, Adam Faith, Cheryl Campbell. Tom Mc Vicar heitir Breti, dæmdur krimmi og strokufangi en siðan endurhæfður og mennt- aöur blaðamaður. Hann skrifaði bók um lifshlaup sitt, frá sið- lausum heimi glæpamannsins til samfélags löghlýðinna borg- ara. Þar m un hann hafa sagt, að lif bófans væri helviti skemmtilegt. Gallinnværi bara sá að það endaði i steininum. Þótt dtki sé þetta sérlega djUp speki þótti bók McVicars vist talsvert merkileg. Og rokk- hljómsveitinThe Who, sem und- anfarin ár hefur fjárfest tals- vert ikvikmyndagerð, ákvaö aö gera bókina að biói og skipaði söngvara sinn Roger Daltrey i titilhlutverkið. Daltrey hefur leikiö i nokkr- um myndum áður, og veröur Kvikmyndir leftlr Guðjón Arngrímsson og Arna Þórarinsson ekki séð að af honum megi vænta stórafreka á leiklistar- sviðinu. Hann kemur sæmilega fyrir, en hefur of stjarfa and- litsdrættitilfinlegra blæbrigða i túlkun. Það hentar svosem ekki illa I hlutverk forherts glæpa- manns. En að þessari mynd er þannig staðið, handritslega og leikstjómarlega, að hvergi er virkilega reynt að skyggnast undir yfirborö glæpamannsins ogþess þjóðfélags sem gat hann af sér. McVicar er ósköp flöt og slöpp. Hávaðasöm rokktónlist JeffWayne verkar bara hallær- isleg og þegar Daltrey syngur söngva sem eiga trUlega að túlka „dýpri” tilfinningar McVicars er eins og ruglað hafi Daltrey í klípu sem McVicar. verið saman bUtum úr Tommy og Flóttanum frá Alcatraz. — AÞ KUKUR/NN VAR ÞAÐ E/NA GOÐA Austurbæjarbió: Caddyshack Bandarlsk. Argerð 1979. Hand- rit: Brian Doyle-Murray, Douglas Kenney og Harold Ramis. Aöalhlutverk: Chevy Chase, Rodney Dangerfield, Ted Knight, Michael O’Keeffe. Leikstjóri: Harold Ramis. Fáar kvikmyndir hef ég séð sem eru jafn gjörsamlega lausar við metnaö og þessi. Jon Peters, hárskerinn fyrrverandi og mlverandi eiginmaður Barböru Streisand, sem er að skapa sér nafn setn óháður —-------------------4--------- framleiðandi I Hollywood, hefur augljóslega aöeins áhuga á einu i tengslum við þessa mynd, og það er að hUn færi honum pen- ing. Sennilega hefur hUn fært hon- um eitthvað. Ahorfandinn fær hinsvegar mest litið. Einstaka brandra, jU.sem brosa má aö, auk tækifæris til að viröa fyrir sér Chevy Chase, glúrin gaman- leikara sem er orðinn feikna- stórt nafn I Bandarikjunum, aðallega i gegnum sjónvarp. Enþað erbara með hann eins og aðra sem nálægt þessari mynd koma. Ahugann virðist alveg vanta. Hann er bara aö ljUka leiðigjörnu djobbi með sem miimstri fýrirhöfn. Annars er þessi mynd um ungan aðstoðarmann golfleik- ara sem hefur áhyggjur af framtið sinni. Hann vill ekki vera Caddy alltsitt Hf, svo hann kemursérimjúkinn hjá dómara nokkrum sem hefur með há- skólastyrk að gera. Um leiö er sá maður.að glima við annan golfáhugamann sem er ferlega dónalegur, öfugt við prestinn sem spilar i hvernig veðri sem er.Vinur unga aðstoðarmanns- ins er svo aö reyna við dóttur dómarans, en hUn sefur svo hjá honum og þar meö missir hann næstum af háskólastyrknum. Og ef þetta er ruglingslegt þá er þaðekki mér'að kenna. Eitt atriöi myndarinnar er virkilega sniðugt: kúkurinn i sundlauginni. Hin atriðin eru sitt Ur hvorri áttinni, jafn rugl- ingsleg i stil og i myndbyggingu og fæst fyndin. —GA Meðal nýrra bóka frá Erni og Örlygi í haust: Stóra bomb- an og þriðja bók Hafliða Afram með bókaflóöiö I haust- rigningunum. Steinar J. Lúðviksson hjá bókaútgáfunni Erni og örlygi tjáöi aö ýmsar merkilegar bækur væru nú i vinnslu hjá þeim. Listapóstur spurði hann hvaða bækur það væru: „Ég hef ekki tæmandi lista fyrir þig, en þó eru þrjár bækur sem viö komum til með að gefa út i haust. Fyrst er að nefna „Stóra bomban” eftir Jón heitinn Helgason. Þaö er bók sem fjallar um viðskipti Hriflu-Jónas- ar og Hdga Tómassonar, geö- læknis. En eins og alþjóö veit þá úrskurðaði Helgi, Hriflu-Jónas ráöherra geðveikan. Minnast menn enn ummæla Halldórs Laxness um þetta mál. En hann sagöist biöja til Guös um að gefa sér fleiri slika vitfirringa.” — Er þessi bók sagnfræðirit? „Þessi bók er i svipuðum dúr og tvær bækur sem viö höfum áður gefið út. Þær voru um óeirðirnar við Alþingi ’49, og Gúttóslaginn. Það mætti eiginlega segja aö þetta sé blaðamennskusagnfræöi. Bókin „Vikingarnir” eftir Magnús Magnússon kemur út á sama tima. Breska sjónvarpiö BBC hefur látið gera sjónvarps- þátt um þetta efni og hefur sá þáttur verið sýndur viöa. Vonandi tekur islenska sjónvarpið hann til sýninga áður en langt um liður. 1 kjölfar þessara bóka kemur út þriðja bók Hafliða Vilhelmssonar „Sagan um Þráin”. Þetta er Reykjavikursaga úr samtiman- um. Þetta eru fyrstu bækurnar sem við sjáum fyrir endann á.” — Hentar ekki útgefendum betur að gefa út bækur jafnt og þétt, heldur en að safna þessu saman rétt fyrir jólin? „Staðreyndin er sú hjá okkur og örugglega hjá öllum öörum bóka- útgefendum að viö erum alltaf á siöasta snúning. Það að bækur koma ekki út nema rétt fyrir jólin er einfaldlega vegna þess að þaö er svo gifurlega mikil vinna sem iiggur að baki bókaútgáfu og vinnslan tekur langan tima. Þetta er lika spurning um neyslu- venjur. Aðal sölutimi bóka er rétt fyrir jólin, fólk kaupir bækur helst þá”. — EG. Heimild um herinn „Eins og nafnið bendir til, þá fjallar myndin um sögu her- stöðvar I herlausu landi :— um áhrif og áhrifaleysi hennar á dag- legt lif”, sagði Sigurður Snæberg kvikmyndagerðarmaður i sam- tali við Helgarpóstinn, en hann vinnur um þessar mundir að gerð heimildamyndar um herinn á Miðnesheiði. Siguröur fékk 40 þúsund króna styrk frá Kvikmyndasjóði til að gera myndina, en hann er menntaður i Bandarikjunum, auk þess sem hann vann um tima við gerð heimildamynda hjá NBC og RKO stöðvunum i Kaliforniu. „Segja má að myndin sé enn á undirbúningsstigi, þvi það eina sem ég er búinn alj,taka á filmu er Keflavikurgangan nú fyrir skömmu”, sagði Sigurður. Hann sagði myndina ekki eiga að vera neina áróðusmynd. „Þetta á að vera heimild um þetta fyrirbæri i Islensku þjóðlifi, gerð tii að fólk geti orðiö einhvers visari um máiið”, sagði Sigurður aö lokum. —GA.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.