Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 17.07.1981, Blaðsíða 25
.25 BLABLA Stuðarinn hefur fregnað að hljómsveitin GEÐFRÓ sem var hér á þessari síðu og auglýsti eftir söngvara, sé nú komin með söngkonu í hljómsveitina, ættaða frá Breiðholtinu. Og hljómsveitin munæfa af fullum krafti. Steinar hefur nýverið gefið út þrjár hljómplötur, pressaðar i Hafnarfirði, með Mike Oldfield. Það eru plöt- urnar Tubular bells, en það verk samdi Mike aðeins 17 ára að aldri og siðustu plötur hans, Piatinum og QE2. Þessi islenska framleiðsla lækkar vöruverðið talsvert, þannig að i stað þess að plöturnar kosti yfir 200 kr. kosta þær aðeins 148 kr. Ég rakst á smáklausu i erlendu riti þar sem rabbað er við Adam i Adam and The Ants flokknum. Þar segir hann að kynlif sé dópið hans. Það er þó ekki fjöldi hjásof- elsa sem skipta máli, heldur gæði þeirra segir Adam ennfremur og bætir rogginn við: Hjá mér gerist það bæði oft og vel. Þaö góða við þessa mynd er, að þetta er ekki nýjasta mynd- in af Olaviu Newton-John. Samt likist hún henni ótrúlega mikið. Þessi pia heitir hins vegar Cindy Pickett og er nýj- asta „uppfinning” franska leikstjórans Roger Vadims. Sá kappi„uppgötvaði” einnig leik- konurnar Birgitte Bardot og Jane Fonda og var giftur þeim báðum. Ekki vitum viö fyrir vist hvort hjónaband sé á næsta leiti hjá þeim Cindy og Roger. BLABLA Föstudagur 17. júlM981 ÍÞRÓTTAFÉLAG VIKUNNAR: Knattspyrnufélagid FRAM Nú hefur göngu sina nýr þáttur i Stuðaranum sem ætlunin er að verði vikulega og nefnist hann Iþróttafélag vikunnar. Ætluniner að taka fyrst fyrir knattspyrnu- félögin, siðan handboltafélögin og svo koll af kolli. Knattspyrnu- félagið Fram gjöriði svo vel. Knattspyrnufélagið Fram var stofnað 1. mai 1908. Siðan þá hefur Fram 15 sinnum orNð ts- landsmeistari, 4 sinnum bikar- meistari og tvisvar sigrað i meistarakeppni KSt. Auk þess sem félagið hefur margoft orðið Reykjavi'kurmeistari i knatt- spyrnu. Þá eru tslandsmeistara- titlarniri' yngri flokkunum orðnir æði margir. Undanfarin 4 ár hefur mark- visst verið stef nt að þvi að styrkja unglingastarfið i fétaginu. Hefur félagið m .a. boðið uppé námskeið i knattspymu fyrir drengi og stúlkur fædd á árunum 1969— 1975. NU er svo komið að Fram hefuryfirað ráða sterkum liðum i yngri flokkunum sem og i 2ilokki. og náði Stuðarinn i tvo efnilega Frammara i 2Jlokki i stutt spjall. Þorsteinn Þorsteinsson r Utrás og góður félagsskapur — Hvenær fékkstu áhuga á fót- bolta? ,,Ég held ég hafi haft þann áhuga alveg frá fæðingu, en ég fór ekki að æfa neitt að ráði fyrr en i Umsjón: JOHANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR 4. og 5. flokki. Og þá fór ég i Fram, eingöngu vegna þess aö ég bjó i fram hverfi”. — Það er sumsé enginn munur á þessum félögum? „Nei, það er hverfið sem skiptir máli”. — Em stífar æfingar hjá þér? „Þaö kemur fyrir að ég æfi sjö sinnum i viku”. — í hvaöa skóla ertu? „Ég er i Menntaskólanum við Hamrahlið, en i sumar vinn ég hjá Isaga. Við getum titlað mig aðstoðargasvörð, ég vinn við að fylla gas á kúta”. — Ætlar þú að halda áfram i fótboltanum? „Ég reyni það”. Hvaða kikk færðu útúr þessu? „Þetta er fyrst og fremst Utrás og góður félagsskapur”. — Hvaða kostum þarf góður iþróttamaður aö vera bUinn? „Hann þarf að hafa gott keppnisskap. styrk og hraða. Þetta er ekkert nema þjálfun. Það er hægt að þjálfa flesta upp i að verða góðir keppnismenn”. — önnur áhugamál? „Skiði og Utivera”, — Þú hallar þér ekkert að j flöskunni? „Ekkert frekar en gengur og . gerist, en ég er algjörlega á móti reykingum”, segir Þorsteinn að lokum. Albert Jónsson íþróttamaöur þarf að hafa gott keppnisskap — Hvenær byrjaðir þú að spila fótbolta. „Ætli ég hafi ekki verið 8 ára. Ég hélt með Val i byrjun, en það var ekki hægt lengur þar sem ég bjó i Frammarahverfi”. — Æfirðu stift? „Aður æfði maður svona tvisvar i viku og spilaöi svoumhelgar. En núna eru æfingarnar mikið þétt- ari. Ætliég æfiekki uppi5 sinnum i viku”. — Er nokkur timi lil þess að vinna með þessu? „Já, já. Ég vinn i banka núna og svo hef ég verið með knatt- spyrnu unglingasiðu i Visi. En i vetur var ég i Verslunarskól- anum”. — Hvaða eiginleikum barf iþróttamaður að vera búinn? „Hann þarf fyrst og frémst að hafa gott keppnisskap og geta byggt upp góðan móral i kringum sig”. — Og er mikill keppnisandi hjá ykkur? „Það verður að vera. Menn eru i þessu til þess að hafa gaman af. En það skortir svolitið nUna hjá Frammurum eins og er”. — Hvaða önnur áhugamál hefur þU? „Það er nU ekki mikill timi sem gefst i annað en ég hef t.d. gaman af bfóferðum”. — Eru margir unglingar sem eru i' þessu? — Já, það er mikið af ungum og efnilegum strákum”. — Hvað með stelpur? Þær spila jU alltaf, en ekki eins mikið og strákarnir. Ætli það séu bara ekki gamlir fordómar sem há þeim”. Allar viögeröir og stillingar á píanoum, gelum og tlygium. nv^aUPa fttu' vegft» Nú geta allir eignast orgel... Greiðsluskilmálar - Takmarkaðar birgðir Hljóöfæraverslun PÆMMtS /4Rnk t+f GRENSÁSVEGI 12 SÍMI 32845 Neftra hljóniborft: French Horn 8’ — Tuba Horn 8’ — Melodia 8’ — Diapason 8’ — Cello 8’. Pedall: Bourdon 16’ — Flute 8’ — String Bass — Sustain. 12takar i trommuheila, sjálfvirkur bassi, pianó og gitar undirleikur. SKYLINK :$:I7KT efra hljómborft: Flute 16’ — Flute 8’ — Trombone 16’ — Viola 16’ — Clarinet 8’ — Sustain — Vibrato Slow — Vibrato Fast. Neftra hljómborft: Horn 8’ — Melodia 8’ — Diapason 8’ — Cello 8’. Pedall: 13 Keys C — C with sustain. 6 taktar i trommuheila ásamt innbyggftum Skemmtara. SKYLINE 244 KT Efra hljómborft: Flute 16’ — Flute 8’ — Flute 4’ — Trombone 16’ — Trumpet 8’ — Oboe 8’ — Clarinet 8’ — Violin 8’ — Piccolo 4’ — Reverb — Sust- ain — Piano Preset — Harpsi- cord Preset — Vibrato — Delay.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.