Helgarpósturinn - 24.07.1981, Page 12

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Page 12
Föstudagur 24. júlí 1981 Hann FÆDDUR: 14.11.48 NÖFN: Charles Philip Arthur George Mountbatten Windsor FÆÐINGARSTAÐUR: Buck- ingham höll, London, W1R6- XQ. TITLAR: Prins af Wales, Jarl af Chester, Hertogi af Corn- wall, Herra eyjanna (lokað okt-mars) Prins af Póló, Greifinn af jarli, Count Basie, Great Steward af Skotlandi, Dr. Phil Lord of the Tings, King Kong ofl. ofl. ÞJÓÐERNI: Breskur ÞJÖÐERNI FORELDRA: Grisk Þýsk Bresk HÆÐ: 1.62 HÆÐ A KONUNGLEGUM LJÓSMYNDUM: 1.82 ÞYNGD (AN FATA) 63 kg. ÞYNGD (SEM FORINGI 1 WELSKA ÞJÓÐERNIS- HERNUM) 89 kg. AUGNLITUR: Veit ekki SÉRSTOK EINKENNI: Eyru 4 númerum of stór TRO: Já. MENNTUN: Hæðargerðis- skóli, Knightbridge, Geelong Wildlife Safari Park and Ad- venture Playground, Lingua- 'phone námskeið, fyrsta stig, annar áfangi (féll). PRÓFVOTTORÐ: M A, Heiðursdoktor við háskóla i Oxton, St. Andrews, Dublin, Harvard, Nýju Glneu, Kal- kútta (féll), Mexico o.fl. Nóbelsverðlaunin fyrir ætt- fræði 1978, Óskarsverölaunin fyrir aukahlutverk 1977, „Mest kynæsandi Aðals- maðurinn 1977”, samkvæmt lesendakönnun The Sun, Vin- sælasti laxveiðimaðurinn á Islandi, 1 nefnd SÞ fyrir ár sköllóttra, Heiðursborgar- stjóri i Texas, Bangor ofl. UPP AH ALDSM ATUR: Heil- steiktur gráhvalsungi, Svart- ur búðingur. UPPAHALDSDRYKKUR: Kampavín (Brut, Pierre Ro- bert ’79). TÓMSTUNDAGAMAN: Póló, hestamennska, sund, hlaup, hopp, standa kjurr, sigla, sökkva, lesa þegar maður má vera að, fljúga, horfa á sjón- varp, mála, tónlist, list, ópera, ballett auðvitað, bló (Þó það geti verið vandamál þvi það vill koma fyrir að maður þekkist, ha,ha) Stangveiði, Eldamennska, slappa af með vinum, Hatha Yoga, Hassjurt- ir, Tungumál þvi hluti starfs- ins er að hitta fólk bókstaflega af öllum heimshornum, horfa i gegnum klki, blómaskreyting, Villtlif (dýrallf haha), annars er best að spyrja blaðafulltrúann minn um þetta, þvi hann á að vera meö listann einhversstaðar. HEIMILI: 26—27 herb. glæsi- legt einbýlishús á besta stað I bænum. Sérlega rúmgóö og falleg eign. Sér þvottahús og geymsla. Ný teppi. Fernar svalir. Stórkostlegt útsýni. Endurnýjaö eldhús og bað. Grunnflötur 780 ferm. Sér inn- gangur. Otb: sem mest. UPPAHALDSFÖT: Ullar- jakkar sem stinga ekki, mjög viðar sundskýlur. UPP AHALDSLEIKARAR: Sylvia Kristel, Bo Derek, John Mills. UPPÁHALDSSJONVARPS- ÞATTUR: Old konunganna (sem minvegna mætti endur- sýna). 8. tölublað BRÚÐHJÓN ALDAR INNAR HEIÐRUÐ Tilhugalífiö í máli og myndun Brúðkaup aldarinnar er á næsta leiti. Aðalblaðið óskar brúðhjónunum til hamingju með þennan áfanga í lífi þeirra, og mun ekki láta sitt eftir liggja í því að láta þeim líða vel og farsællega ef þess er nokkur kostur á þessum síðustu tímum þegar aðalsfólki er sýnd síminnkandi virðing, og það virðist gegna því hlutverki einu að vera aðhlátursefni fyrir almenning, sem er bæði ódannaður og ókurteis, öfugt við það fólk sem í gegnum aldirnar hefur haldið þeirri reisn sem tryggt hefur þjóðum heimsins eitthvað til að líta upp til, eins og til dæmis sterkrar siðgæðisvitundar, göfugs lífernis, Jóhanns risa, hreinlífis og f.leira og fleira sem of langt mál yrði að^ telja hér upp, en hinu má heldur ekki gleyma að.^»-^^ okt. 1964: Lafði Diana hefur þekkt prinsinn frá barnsaldri. Samt gerðist ekkert á milli þeirra þangað til... okt 1977: ... Karl var á dúfna- skytterii við heimili hennar i Sandringham. nov. 1977: Hertoginn af Edinborg kemur Karli i skilning um að hann sé að veröa þritugur... nov. 1978... og þá fara hlutirnir að ganga hraöar fyrir sig. júni 1980: Karl veit að hárið á honum er farið að þynnast, svo hann felur það á fyrsta stefnu- mótinu með Di ágúst 1980: Elisabet kennir syni sinum að biðja sér konu. sept 1980 Þótt Di viti það ekki mun hún brátt standa með drottn- ingunni i konungsstúkunni á veð- reiðum og horfa á hestana kasta Karli af baki enn einu sinni. sepi 1980: Di er mjög þrifin stúlka. Hér fer hún með afgang af Lasagne i þvottahúsið. okt. 1980: hinn fráneygi Filipus kemur auga á Di þar sem hún fel- ur sig undir tré, og áöur en hún veit af er brúökaupið I undirbún- ingi. des 1980: „the lady Di look” var mjög vinsælt. Hér kemur hún að Óperuhúsinu f London, og er aðstoðuð frá bíl sínum af ieyniþjónustu- mönnum. mars 1981: Drottningin velur forrétti i sædýra- safninu i Brixton. april 1981: Karl æfir sig áður en hann sker hina risastóru brúðkaups- tertu.... mai 1982: Og svo vonum við að hjónunum lukkist vei.... Hún FÆDD: 1. júli 1961 (svona hérumbil) TÓMSTUNDIR: Versla, velja gardinur, elda, vera feimnis- leg I partium, hreinsa til I búð- inni ofl. FJÖLSKYLDA: Þvi minna sem sagt er þvl betra. PRÓFSKÍRTEINI: Gráða I kattaviðhaldi frá Háskólanum i Gstaad. EIGNIR: Ibúð i Knights- bridge, fullt af djörfum kjól- um, skynsamlegir skór, margskonar tuskudúkkur, þrjár bækur, dagatal, Mini Metro. UPPAHALDSLITUR: Brúnn UPPAHALDSHÖFUNDUR: Ekki Barbara Cartland. UPPAHALDS LEIKARI: Prins Filippus. UPPAHALDS LEIKARI (ER- LENDUR): Robert Redford. UPPAHALDS NÝSTIRNI I BRESKUM SÖNGLEIKJUM: Elaine Page (i söngleiknum sem við Charles fórum að sjá um daginn, hvað heitir hann nú aftur....) BESTA FRUMSAMDA KVIK- MYNDAHANDRIT: John Derek FJÖLSKYLDUMOTTÓ: Guð blessi hina réttu (Deus Tori Vota) TRÚ: Sama og pabbi HELSTU KOSTIR: Þykir vænt um börn, þykir vænt um dýr, ekki doppótt eða útlend. UPPAHALDSBRANDARI: Hvernig kemurðu fjórum fil- um innl Mini Metro? (e. John Carrott, útsetn. P.C.) UPPAHALDS MATUR? Osta- strá, Tommaborgarar. EIGINLEIKAR KARLMANNS SEM ÞO SÆK- IST FYRST EFTIR: Hár, ljóshærður, kærulaus lista- mannstýpa, hefur gaman af augnabliksákvörðunum, ó- heftur, hefur ekki áhyggjur af þvi sem aðrir halda. Litið nef. EIGINLEIKAR KARL- MANNS SEM ÞÚ SÆKIST NÆST FYRST EFTIR: Það sama og að framan, nema rautt hár. EIGINLEIKAR KARL- MANNS SEM ÞÚ SÆKIST ÞAR NÆST EFTIR: Stuttur, dökkur, ábyrgðarfullur, skipuleggjandi, viðkvæmur fyrir þvi sem aðrir halda, stór eyru. Vinsamlega sendið mynd með fyrsta bréfi, svara ekki i sima. EIGINLEIKAR KARL- MANNS SEM ÞÚ SÆKIST ÞAR, ÞAR NÆST EFTIR: Sama og að framan, nema af kóngaættum. ÞAÐ VAR MIKIÐ!! ORÐIN DROTTNING HVERN VILTU^ HELST HITTA: Marie-Ástrid frá Luxemborg. EF ÞÚ VÆRIR EKKI DROTTNING HVAÐ VÆR- IRÐU ÞA: Það sem hún er núna (hehe).

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.