Helgarpósturinn - 16.10.1981, Page 27

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Page 27
27 Jielgarpásturinn Föstudagur 16. október 1981 Ahugi og þátttaka almennings i listalifi, svo og annarri menningarstarfsemi, er vafalaust almennari hér á landi en meðal flestra annarra þjóða á byggðu bóli. Þessi staðhæfing er ekki út I bláinn, og alls ekki til komin af þjóðrembu af neinu tagi. Það er til dæmis töluleg staðreynd, að Islendingar stunda leikhús sin af meira kappi en dæmi eru um i nokkru öðru vestrænu lýðræðis- riki. Undirritaður hefur að visu ekki hand- bærar tölur frá Austur-Evrópu, en hér vestan til i heiminum, eigum við sjálfsagt heimsmet. Ef við miðum okkur aðeins við hin Norðurlöndin, er forskot okkar svim- andi hátt. 1 fyrra heimsóttu 125.000 manns atvinnuleikhúsin i Reykjavik. Innii þessari tölu eru ekki áhugaleikhúsin, frjálsir leik- hópar né Leikfélag Akureyrar. Þegar þessar tölur eru nefndar við leikhúsmenn i Skandinaviu, geta þeir ekki annaö en tekið ofan og óskað sér ámóta vinsælda. Fjárveitingin til Þjóöleikhússins er i raun ekki meiri en það fé sem listaskólar f Skandinavíu fá til ráðstöfunar. Listir og menning - olnbogabörn bókmenntaþjóðar E!n listastarfsemi landsmanna er ekki einvörðungu bundin leikhúsum. Mynd- listaráhugi er hér meiri en viðast og miklu almennari. Flestar sýningar sem upp koma á þéttbýlisvæðunum, eru sóttar af fjölda manna. Sama gildir um tónlistina. Þaö er óhætt að fullyrða að listamenn þessarar fá- mennu þjóöar við ysta haf njóti óvenju- öflugs hljómgrunns meöal landsmanna. Þrátt fyrir þennan menningaráhuga, þá hefur islenska rikið jafnan verið ihalds- samt i fjárveitingum sinum til lista og menningarstarfsemi. Hlutfallstala þessara málaflokka hér á landi er margfalt lægri en meðal annarra þjóða á Noröurlöndum. Fyrir nokkrum árum reiknuðu visir menn út að á meðan Sviar verja 4,5 prósentum af þjóðartekjum sinum til listastarfsemi, sjáum við af 0,4 prósentum;og var þó rift reiknað. Þegar þessi mál eru reifuð við stjórnvöld, er þvi einu svarað til, að timarnir séú erf- iðir, aö okkar fámenna þjóð hafi ekki efni á meiri fjárútlátum til lista og menningar- starfsemi. Þessi viðbára er náttúrlega ekki sérlega stórmannleg, og reyndar ákaflega mikið út i hött. Við erum ekki fátækari en venjulegt er meö þjóöir. Þvert á móti. Við erum rik þjóð. Fjármál okkar verða án efa áfram vandræðamál og engin ástæða að ýta þess- um áriðandi málaflokki stöðugt frá sér i von um einhverja dýrðardaga þegar viö förum að hafa „efni á” list, „efni á” menn- ingu. N |ú er reyndar svo komið, að sumar menningarstofnanir okkar starfa ekki nema að nafninu til. Einkum er hér um að ræða þessar stofnanir tvær sem hýstar eru i safnahúsinu við Hringbraut. Helgarpóstur- inn fjallaði nýlega um málefni Þjóðminja- safnsins. Af þeirri umfjöllun kom berlega fram, að ekki einasta er starfsemi safnsins, sem og allar rannsóknir tengdar forn- minjum og þar meö sögu fslands, stórkost- lega vanræktar sökum skorts á mann- afla og aöstöðu, heldur er hitt jafnvel alvar- legra, aö málefni safnsins mættu ákaflega miklu áhugaleysi þegar þau voru rædd við menntamálaráðherra. Ef marka má orð hans eins og þau birtust i blaði voru, nær skilningur hans á þýöingu fornrannsókna og þjóðháttum okkar skammt. í vlkunni bárust fregnir af þvi, aö i nýju fjárlagafrumvarpi rikisstjórnarinnar væri stórkostleg hækkun á framlögum til lista. Nánar tilgreint 67 prósent. Þessi hækkun rennur einvöröungu til þess sem kalla má „frjáls listastarfsemi”, þ.e. einkaframtaks af ýmsu tagi svo sem Aiþýðuleikhússins og fleira. Þessari fjárveitingu ber náttúrlega að fagna og ekki vanþakka. Það er nú einu sinni svo, að komist tilteknir póstar inn á c 1 fjárlög, standa vonir til að tregðulögmálið gildi og að þessir aðilar haldist þar, standi starfsemin áfram með einhverjum blóma. Fjárlög islenska rikisins hljóða i ár upp á 7,7 miljaröa króna. 14,8 prósent af þessari heildarupphæö renna til Menntamálaráðu- neytisins. Bróöurparturinn af ráöstöfunar- fé ráöuneytisins rennur vitanlega til fræöslumála, eða 13,5 af þessum 14,8 pró- sentum. Yfirstjórn menntamálanna fær svo 0,1 prósent,og það sem flokkað er sem „Söfn, listir og önnur menningarstarfsemi" fær 1,2 prósent af þessum 14,8 i sinn hlut. Þ.e.a.s. Þjóöminjasafniö, listasöfn, Þjóð- leikhúsiö — öll leikhús, öll listastarfsemi i landinu fær i heild u.þ.b. 95 milljónir króna i sinn hlut. ^%ætluð fjárþörf Þjóðleikhússins fyrir næsta starfsár er á fjárlögum rösklega 20 milljónir. Þetta er I raun ákaflega lág tala. Hún er t.d. ekki hærri en svo, að i Skandi- naviu myndi ein litil deild við meöalstóran listaskóla kannski sætta sig vð svona rikis- framlag. Sinfóniuhljómsveit tslands fær tæplega 6 milljónir. Listasafn tslands á að ganga á rúmlega 2milljónum. Landsbókasafniö fær i sinn hlut 3,5 milljónir og Þjóöminjasafnið 5 milljónir. Allir aðrir aðilar fá miklu minna. 1 fjárlagafrumvarpinu er svo liður sem ber yfirskriftina Framlög til lista. Þessi póstur hljóðar upp á 14,5 milljónir og eru margir aðilar um upphæðina. Flestir þeirra hafa áöur veriö á fjárlögum, en i ár bætast nokkrir við, og eru þaö gleðitiðindi að sjá að t.d. Kvikmyndasjóöurinn fær 50% hækkun fra þvi i fyrra. Þaö er u.þ.b. verðbólgu- hækkunin á árinu. Þarna á sem sagt að halda i horfinu. Alþýðuleikhúsið fær 400.000 isinnhlut, þ.e.a.s. á að giska launakostnað fyrir þrjá eöa fjóra sparneytna leikara. Ferðaleikhúsiö er komiö á fjárlög og fær 30.000 krónur. Þá renna 100.000 til „kynn- ingar á íslenskri leiklist erlendis”, 150.000 til „kynningar á islenskum bókum er- lendis”, 50.000 til „kynningar á islenskri tónlist erlendis”, 50.000 til „kynningar á norrænum bókum i Bandarikjunum” og 50.000 til „kynningar áislenskri myndlist er- lendis” og sama upphæð til kynningar á is- lenskum kvikmyndum erlendis. Þýðingar- sjóðurinn fær hálfa milljón og 50.000 renna til endurskoðunar höfundarlaga. YFIRSÝN Rikisstjórnir sem setiöhafa að völdum á undanförnum erfiðleikaárum hafa margar orðið að lúta í lægra haldi i kosningum sið- ustu misserin. Skýrust eru dæmin frá Bandarikjunum, Frakklandi og Noregi. Eínn er gengið til kosninga á sunnu- daginn i' lýðfrjálsu landi, Grikklandi, og enginn vafi þykir á að úrslitin verði ósigur fyrirrikjandi stjórn. Kjörtimabilið frá 1977 hafa nýdemókratar, ihaldssamur flokkur, stjórnað Grikklandi með hreinan meiri- hluta áþingi, 177þingsæti af 300. Sigrar ný- demókrata, bæði 1974 eftir að herforingja- stjórnin hrökklaðist frá völdum og i siöustu kosningum, eru að verulegu leyti eignaðir vinsældum foringja þeirra, Konstantin Karamanlis. Nú er Karamanlis oröinn for- seti, og Georg Rallis, eftirmaður hans á forsætisráðherrastóli, þykir i hvivetna eft- irbátur fyrirrennara sins. Með þjóð sem ann mælskulist jafn mjög og Grikkir, er það mikill ljóður á stjórnmálaforingja, að nán- ast verður aö draga hann nauðugan upp i ræðustól á f jöldafundum, en þannig er Rall- is farið. Viröist koma fyrír lítiö að flokkur hans hefur leitast við að vega upp þennan ókost foringja sins með hagnýtingu videó- tækninnar og dreifir ákaft myndböndum með boðskap hans til kjósenda. Að þessu leyti eins og i flestu öðru er að- alforingi stjórnarandstöðunnar og fyrirsjá- anlegur sigurvegari i kosningunum, Andre- as Papandreou, alger andstæða forsætis- ráðherra. Andreas er eins og Georg faðir hans, um langt skeið foringi frjálslyndra og vinstrisinnaðra Grikkja, ræðumaður með afbrigðum. Fyrirsjáanleg valdataka Pap- andreou eldri var á sinum tíma notuð sem átylla tilvaldaráns herforingjastjórnar. Þá var Andreas háskólaprófessor i Kaliforníu, en henti sér út i baráttu gegn herforingja- stjórninni og sneri heim eftir fall hennar til Andreas Papandreou að skipuleggja að dæmi föður sins viðtæka fylkingu vinstrisinnaðra flokka. r | kosningunum 1974 varð Papandreou helaur litið ágengt, en 1977 náði hann for- ustu fyrirstjórnarandstöðunni, og nú benda skoðanakannanir til aö flokkur hans, Pan- hellenska sósialistahreyfingin, vinni fræg- an sigur. t Aþenu þykja horfur á að sósial- istar nái meirihluta atkvæða, en rýrara fylgi úti á landsbyggðinni verði til að heild- ar atkvæðatala flokksins verði frá 40 til 45 af hundraði. Úthlutun þingsæta i Grikk- landi er með þeim hætti að atkvæöaflestu flokkum er ivilnað, og nægja 43% atkvæða til að gefa starfhæfan meirihluta á þingi. Stuðningur Bandarikjastjómar við her- foringjastjórnina grisku kom Papandreou á þá skoðun, að nauðsynlegt væritil að koma frám þeirri ummyndun grisks þjóðfélags sem flokkur hans hefur á stefnuskrá, að losa um tengslin við Bandarikin. Sjálfur er Papandreou fylgjandi úrsögn Grikklands úrNATÓ,en hefur i kosningabaráttunni nú lagt til að þjóðaratkvæði skeri úr um áframhaldá aðild Grikklands að bandalag- inu. Um siðustuáramótgerðist Grikkland að- ili að Efnahagsbandalagi Evrópu. Papan- dreou og flokkur hans telur inngönguna misráðna, og hefur á stefnuskrá sinni að taka málið upp að nýju og leita sérsamn- ings við EBE án fullrar aðildar. ^Jamdráttartimabilið undanfarin ár hefur komiðhart niöur á Grikklandi, og er talið að raunverulegtatvinnuleysi i landinu séekki minna en 8%, þóttopinberar skýrsl- ur segi það mun lægra. t efnahagsmálum er það meginstefnumið sósialista að koma á afkomutryggingu fyrir launafólk og lifeyr- isþega. Jafnframt hyggjast þeir koma á þátttöku starfsfólks i stjórn fyrirtækja i tólf helstu atvinnugreinum. Djúptækustu breytingarnar sem sósial- istar stefna að eiga þó að gerast i mennta- málum og fjölskyldumálum . Menntakerfi Grikklands er með þeim hætti, að skörp skil hafa myndast milli langskólagenginna manna og alls almennings. Þessu vilja Papandreou og menn hans breyta. Þá vilja þeir aðskilja rikið og orþódoxu kirkjuna, meðal annars til þess að unnt sé að lögleiða hjónaskilnaði. Þrátt fyrir horfurnar á kosningasigri stjórnarandstöðu með stefnuskrá sem á ýmsum sviðum stappar nærri friðsamlegri byltingu, hefur kosningabaráttan i Grikk- landi verið laus viö heift þá og blóösúthell- ingar, sem einatt hefur gætt þar i stjórn- málabaráttu. Þetta er ekki sist rakið til þess, að kjósendur vita, að þótt umskipti verði á þingi er Karamanlis forseti á sinum stað, og embætti hans fylgja veruleg völd. Þar sjá menn ástæðuna til að margir kjós- endur, sem ekki eru sammála sósialistum i veigamiklum atriðum en óska að breyta til, hafa ákveðið að greiða þeim atkvæði. Slikt er gert i trausti þess að Karamanlis sjái um að ný rikisstjórn gangi ekki of langt. ^^agt er að Karamanlis geri sér vonir um að úrslit kosninganna verði á þann veg, Tímamót í grískum stjórn- málum ef Papandreou sigrar Þessi atriöi og fáein önnur, sem ekki er hirl um að nefna hér, verða til aö hækka framlag til lista um 67% á nýju fjárlögun- um. B^egar rikisstjom GunnarsThoroddsen tók við stjórnartaumum á Islandi, var þvi meðal annars lýst yfir, að hækka skyldi framlög til menningarstarfsemi i landinu. Sú batnandi tið I listastarfsemi og menn- ingu, sem menn geröu sér vonir um, hefur látið biða eftir sér. Forstöðumenn lista- stofnana veröa stöðugt að láta sér lynda að sjá áætlanir sinar,eða tillögur um fjárþörf, skornar grimmilega niöur. Sú meöferð verður svo aftur til þess, aö menn hallast kannski að þvi aö gera á hverju ári riflegar tillögur, i þeirri von, aö bærileg hlutfalls- tala haldist inni á fjárlögum, kannski meö smávægilegri hækkun milli ára. Nú halda stjórnendur þessara stofnana þvi jafnan fram, að þeirra tillögur séu ekkert annað en sanngjarnar og nákvæmlega þaö sem þeir þurfa. Engin ævintýramennska. Og maður hallast að þvi aö álita, að þaö sé nákvæm- lega rétt —- amk. þegar ofangreindar tölur eru skoðaðar. Við sögðum aö aðsókn aö söfnum og leik- húsum i lýðveldi voru væri heimsmet, eða amk. þvi sem næst. Nú vill svo til, að verö aögöngumiöa aö leikhúsunum hér jaðrar lika við heimsmet. Yfirleitt er miðaverö aö leikhúsum á öðrum Norðurlöndum, svo maður miöi sig eina ferðina enn viö þau, mun lægra. Aðgangur að opinberu leikhúsi i Sviþjóö kostar t.d. frá 10 til 30 kr. Frjálsar leikgrúppur sem litilla styrkja njóta, selja sætiö á 50 krónur — sænskar. Það er um þaö bil sama upphæð og kostar aö komast i opinber leikhús á tslandi. ^^ukin framlög til lista og menningar- starfsemi, sagði rikisstjórnin þegar hún skrapp i valdastólana. Og af ofansrkáðu er ljóst, aö framlögin hafa veriö aukin. Svo verða menn vist að gera það upp við sjálfa sig, hvort þessi aukning lýsi einhverri „stefnu” stjórnarinnar eða hvort hér sé á ferðinni visbending um það sem koma skal, þegar gullöld verður runnin upp á tslandi. eftir Gunnar Gunnarsson [ 3 eftir Magnús Torfa Ólafsson að skilyröi skapist fyrir myndun sam- steypustjórnar nýdemókrata og sósialista undir forsæti Papandreuo. Teldi forsetinn það mikinn áfanga i' að eyða þeim skörpú skilum milli fylkinga, sem um mannsaldra hafa settsvip á grisk stjórnmál og nokkrum sinnum leitt til valdaráns af hálfu hægri afla. Papandreou hefur fyrir sittleyti lýst yfir. að hann þiggi ekki til stjórnarmyndunar stuðning þess kommúnistaflokksins af þrem sem ha'.lur er undir Sovétrikin. Sá fldckur gengur undir skammstöfuninni KKE og hefur veruiegt fylgi, er nú spáð um 17% atkvæða. Eins og fyrri daginn er sambúðin við Tyrkland eitt erfiðasta vandamálið i griskum stjórnmálum. Alltfrá þvi Nixon og Kissinger spönuðu hermdarverkamenn á Kýpur til að hrekja Makarios erkibiskup frá völdum á eynni, og Tj'rkir notuðu tæki- færið til að leggja hana hálfa undir sig, hefur sambúð nágrannarikjanna verið af- leitog fylkingararmur NATO i suðaustri af þeim sökum lámaður. 1 sex ár hætti Grikk- land samstarfi i herstjórn bandalagsins i mótmælaskyni við linlega frarnkomu þess gagnvart hersetu Tyrkja á Kýpur. Við þessar erjur hefur á sáustu árum bæst deila um mörk landgrunns á Eyjahafi, þar sem vaxandi likur eru á gjöfulum oliu- lindum. Rflálflutning Papandreou um utan- rikismál i kosningabaráttunni er eðlilegast að skilja svo, aö hann ætli að láta á það reyna, hvort NATO sé fáanlegt til að veita Grikklandi i þessum málum það fulltingi sem nægi til viðunandi samkomulags við Tyrkland. Ahinn bóginn sjást þess vaxandi merki, að núverandi herforingjastjórn i Tyrklandi leitar samstarfs og samstöðu með rikjum araba.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.