Helgarpósturinn - 18.06.1982, Page 3
3
^pústurinn.
Föstudagur 18. júní 1982
^joústurinn
Blað um þjóðmál, listir og
menningarmál.
Ritstjórar:
Arni Þórarinsson og Björn
Vignir Sigurpálsson
Rítst jórnarf ulitrúí:
Guðjón Arngrimsson
Blaðamenn:
Guðiaugur Bergmundsson,
Gunnar Gunnarsson, Omar
Valdimarsson, Þorgrimur
Gestsson og Þröstur Haralds-
son.
Útlit:
Kristinn G. Harðarson
Ljósmyndir:
Jim Smart
Dálkahöfundar:
Hringborð:
Birgir Sigurðsson, Heimir
Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson,
Jón Baldvin Hannibalsson,
Jónas Jónasson, Magnea J.
Matthíasdóttir, Sigurður A.
Magnússon.
Listapóstur:
Heimir Pálsson, Gunnlaugur
Ástgeirsson, Jón Viðar Jóns-
son, Sigurður Svavarsson
(bókmenntir & leiklist), Arni
Björnsson (tónlist), Sólrún B.
Jensdóttir (bókmenntir &
sagnfræði), Halldór Björn
Runólfsson (myndlist & klass-
iskar hljómplötur), Gunnlaug-
ur Sigfússon (popptónlist),
Vernharður Linnet (jazz).
Arni Þórarinsson, Björn Vign-
ir Sigurpálsson, Guðjón Arn-
grímsson, Guðlaugur Berg-
mundsson, Jón Axel Egilsson
(kvikmyndir), Þröstur Har-
aldsson (f jölmiðlun).
Erlend málefni:
Magnús Torf i ölafsson
Vísindi og tækni:
Dr. Þór Jakobsson
Skák:
Guðmundur Arnlaugsson
Spil:
Friðrik Dungal
Matargerðarlist:
Jóhanna Sveinsdóttir
Stuðarinn:
Jóhanna Þórhallsdóttir
Landspóstar:
Finnbogi Hermannsson, Isa-
firði, Reynir Antonsson, Akur-
eyri, Dagný Kristjánsdóttir,
Egilsstöðum, Sigurgeir Jóns-
son, Vestmannaeyjum.
Utanlandspóstar:
Erla Sigurðardóttir, Dan-
mörku, Inga Dóra Björnsdótt-
ir, Bandaríkjunum, Helgi Skúli
Kjartansson, Bretlandi.
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
Magnússon.
Auglýsingar: Inga Birna
Gunnarsdóttir.
Innheimta: Guðmundur Jó-
hannesson
Dreifing: Sigurður Steinars-
son
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir
Ritstjórn og auglýsingar eru
aðSíðumúlall, Reykjavík.
Sími: 81866.
Afgreiðsla og skrif stof a eru að
Hverfisgötu 8-10. Símar 81866,
81741 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Askriftarverð á mánuði er kr.
60- Lausasöluverðkr. 15.
A lcikárinu sem nú er aö ljúka
hefur sennilega ekki önnur leik-
sýning verið vinsælli en leikrit
Kjartans Ragnarssonar, J6i, sem
sýnt var i Iðnó. Aðsókn var mikil
allan veturinn og að sögn höfund-
ar voru viðbrögð áhorfenda bæði
mikil og jákvæð. Það er engin
furða þegar litið er til þess um
hvaðleikritið f jallaði.
1 stuttu máli fjallaði leikritið
um þá spurningu hvernig um-
hverfið bregst við þroskaheftu
barni scm gerir kröfur til sinna
nánustu um mikla umönnun og
fórnir. Þær kröfur gufa ekki upp
við tvitugsaldurinn eins og vaninn
er hjá börnum heldur eru i gildi
meðan þeim þroskahefta endist
aidur.
1 leikriti Kjartans er lýst tog-
streitu skyldmenna Jóa um það
hver eigi að fórna sér og
framavonum sínum fyrir hann,
eða hvort fjölskyldan eigi að
varpa ábyrgðinni yfir á stofnun
út í bæ. Þetta eru spurningar scm
brenna á öllum aðstandendum
þroskaheftra barna.
öllu erfiðara hlýtur þó hlut-
skipti þeirra foreldra að vera sem
standa einir i þvi að ala upp
þroskaheft barn. t Helgarpóstin-
um i dag er rætt við tvær einstæð-
ar mæður þroskaheftra barna.
Þær lýsa lifshlaupi sínu, baráttu
við skilningslaust yfirvald og
iniskunnarlaust umhverfi, þar
sem fordómar sitja i öndvegi.
Báðar urðu þær fyrir þvi að skilja
við feður barna sinna og i báðum
tilvikum átti sú staðreynd að
barnið var þroskaheft stóran þátt
i skilnaðinum. Feðurnir hlupust
undan þvi aðaxla ábyrgðina.
Þær lýsa samviskubitinu sem
nagar þær stöðugt og eitrar allt
þeirra lif. Þær ásaka sjálfar sig
fyrir að hafa ekki gert allt sem
þær gátu til að stuðla að hamingju
barna sinna. Við lestur viðtal-
anna sést þó að sú ásökun lendir
ckki á réttum staö. Hún á miklu
frekar að beinast að kerfinu,
umhverfinu, sem mætir þeim
með hroka og fyrirlitningu og
reynir á engan hátt að bæta stööu
þeirra og barnanna. Þvertámóti
kyndir það undir samviskubitinu.
Líf þessara kvenna hefur
sannarlega ekki verið neinn dans
á rósum. Eða eins og önnur þeirra
segir af hógværð: „Maður gerir
ósköp litið fyrir sjálfan sig.”
í fyrra var ár fatlaðra. Þá voru
haldnar margar ræður, ráðstefn-
ur og fundir um málefni þroska-
heftra. En hvað kom útúr þvi?
Hefur eitthvað verið gert til að
bæta stöðu þessara „óhreinu
barna”?
Það væri rangt aö segja að ekk-
ert væri gert. Arið 1980 voru sett
ný lög um málefni þroskaheftra
og er nú unnið eftir þeim. Ef
stjórnmálamenn falla ekki i þá
freistni að skera niður framlög til
þessara mála eru til staðar allar
forsendur fyrir þvf að afstýra
sorgarsögum eins og þeim sem
viðmælendur blaösins segja frá.
Vonandi bera ráðamenn gæfu
til að skilja þessi sannindi.
Að lifa með „Jóa”
DeSlurnar
um dýrin
Það fer ekki á milli mála,
að lesendadálkar blaðanna
eru heillandi fyrirbæri, að
minnsta kosti stundum.
Það er svo furðulegt, hvað
fólk finnur sig knúið til að
úttala sig um á prenti,
sumir með reglulegu milli-
hringboröió
bili ár eftir ár. Ég hef til
dæmis aldrei skilið þá trú,
sem fólk vill boða i Velvak-
anda i löngum flóknum
bréfum meö miklu af til-
vitnunum i Bibliuna. Getur
þaö hugsast að Guð al-
máttugur lesi Moggann?
Mér finnst það hæpiö, en
einhverjum tilgangi hljóta
þessi bréf að þjóna. Varla
heldur fólk að þvi takist að
kristna aðra með lesenda-
bréfum.—Svo eru þaö
kartöflurnar, sem einlægt
eru að skjóta upp kollinum
I þessum frjóa jarðvegi,
strætisvagnar eru oft vin-
sælir, útvarpið meö sinn
kommaáróöur, bitlagarg
(er það ekki úrelt orð, siöan
Bitlarnir uröu sigildir?) og
sinfóniuvæl, og stundum
les einhver afdalaprestur
upp ljóö eftir samsveitung
sinn sem enn annar sam-
sveitungur vill þakka fyrir,
mönnum ber ekki saman
um áratugi (ég bið spennt
eftir deilunni miklu um
aldamótin) og svo eru þaö
auðvitaö dýrin. Þessa dag-
ana eru þrjár dýrategundir
vinsælastar (kannski ætti
að bæta ó- þar fyrir fram-
an) i lesendadálkunum,
það eru hinir sigjammandi
hundar sem auk þess eru
ólöglegir, hinir grimmu og
slægu kettir sem lita á
fugla og unga þeirra sem
heppilegan eftirrétt, út-
troðnir af heimilisýsunni
og svo siöast en ekki sist
Staraflóin, sem af ein-
hverjum dularfullum
ástæðum er komin meö
upphafsstaf, en eflaust til
aö leggja áherslu á mikil-
vægi hennar.
Staraflóin og kettirnir eru
að þvi er viröist óaðskiljan-
leg fyrirbæri og nátengd i
náttúrunni. Til nánari út-
skýringar: stari er fugl.
Fuglar eiga unga. Ungar
freista katta, sem veiöa
ungana og hljóta svo aftur
bölvun starans, flóna, i
hefndarskyni. Kettirnir
eiga heimili þangað sem
þeir flytja flóna. Flóin bitur
heimilisfólk, sem aftur
skrifar i lesendadálka
blaðanna og biður um ráð,
sem aftur kallar á viðbrögð
kattahatara og fuglaunn-
enda, sem benda á þetta
órjúfandi náttúrulögpál
um hefnd starans. Géfur
augaleið. Lausnin er ein-
faldlega sú að útrýma kött-
um, sem fyrir utan það að
vera flóaberar leggjast
ofaná börn i barnavögnum
(hægt aö halda þeim i burtu
meö næfurþunnu neti,
skilst mér) miga á úti-
hurðir (furðuleg árátta) og
eru öllum til ama nema
einhverjum sértrúarflokki
meö annarleg sjónarmiö
sem kallar sig Kattavina-
félagið. — Þegar kettir eru
úr sögunni afléttir væntan-
lega bölvun starans og flóin
hættir að bita fólk — nema
kannski helst þá vesalinga
sem eiga enga ketti en eru
bitnir samt og hafa þá
, væntanlega unnið sér eitt-
hvaö til óhelgi að starinn
skuli hafa gert sér hreiður i
grennd viö þá. Ég á bágt
með að trúa þeirri augljósu
skýringu að þeir veiöi
staraunga — á að minnsta
kosti bágt meö að sjá i
anda suma kunningja
mina á fuglaveiðum og eru
þeir þó bitnir samt.
Nóg um ketti og flær.
Ekki eru hundarnir geðs-
legri skepnur. Þeir eru al-
mennt svo illa upp aldir aö
þeir gelta sólarhringum
saman, eflaust sama hvort
þeir eru einir heima eöa
ekki og illgirnin ein sem
ræður. Hundum er nefni-
lega ekki verr viö neitt en
aö fólk fái svefnfrið, nema
ef vera skyldi börn. Þeir
hafa sérstaka ástriðu aö
skíta í sandkassa á leik-
völlum, áreiðanlega þrátt
fyrir hetjulega baráttu eig-
enda til aö afstýra þvi
óláni. Sömuleiöis hafa þeir
sérstaka nautn af að japlaá
börnum og blaöberum
einsog alþjóð er kunnugt.
Þetta hafa okkar ágætu
yfirvöld séð i hendi sér um
árabil, enda hundahald
viða bannað hjá menn-
ingarþjóöinni lslendingum.
Og auðvitaö ber að fram-
fylgja sliku banni — gefa
eigendum svosem einsog
þrjá mánuði til að láta sér
hætta aö þykja vænt um
skepnuna og venja sig við
tilhugsunina að hún veröi
skotin. Þjóðráö og kjörið að
gera kattaeigendum sömu
kosti fyrst á annaö borð er
hreinsað til, meö tið og
tima ættum viö aö geta
losnaö við allar skepnur á
tslandi ef almenningur er
samvinnuþýöur (hvernig
fór ekki meö skjaldbök-
urnar) nema kannski helst
staraflóna. Og mannskepn-
una.
Eða hvað? Hvernig fer,
ef fólk á annað borð byrjar
að útrýma öllu sem hefur
ekki þóknan þess? Væri
ekki ansi erfitt að finna
eitthvað sem allir geta sætt
sig við? — Ég veit þaö
ekki, man i svipinn ekki
eftir neinu sem allir eru
ánægðir með. Var þaö ekki
kerlingin sem sagöi: „Eng-
inn gerir svo öllum liki og
ekki Guð i Himnariki?”