Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 10
J0__________________________________________________________________________________________Föstudagur 18. júní 1982 ,rinn „Við sjáumst í Sovétríkjunum77 sagði sovéskur menningarmálafulltrúi við Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson sem hyggja á hljómleikaferð um Sovét o Þaö hefur væntanlega ekki fariö framhjá neinum, aö mikill uppgangur hefur veriö í rokktónlist á tslandi und- anfarin misseri. Ótrúlegur fjöldi hljómsveita hefur sprott- iö upp, eins og svo greinilegt var I kvikmyndinni Rokk f Reykjavik, og skiptir ekki alltaf máli hvort þessir ungu hijómlistarmenn eiga hljóöfæri. Þaö skiptir jafnvei ekki alltaf máli, hvort þeir kunna á hljóöfæri, séu þau til. Aöal- atriöiö er aö drifa i aö stofna hljómsveit og koma henni af staö. Og kraftinn vantar ekki, eöa áhugann. Þessi uppgangur minnir á þaösem geröist fyrir 15-20 ár- um þegar óteljandi hljómsveitir voru stofnaöar I kjölfar Bitlaæöisins. Eins og þá standa nú ákveönir menn upp úr — og þeir eru reiöir. Gefa dauöann og djöfulinn I allt og alla. Nema hráa og haröa tónlistina og þau lifsviöhorf, sem hún táknar. Tveggja ára undirbúningur Liklega hafa fáir fengið jafn haröa og afdráttarlausa gagnrýni frá þessari nýju rokkkynslóö og helstu fulltrúar næstu rokkkynslóöar þar á undan. Eöa hét þaö kannski poppkynslóöin og eru poppararnir, sem nú eru margir hverjir um og yfir þritugt, þá skallapoppararnir I dag? Er kannski Björgvin Halldórsson, einhver mesta stjarna, sem skotist hefur upp á íslandi, helsti skallapopparinn? Gamall og þreyttur og úr sér genginn þegar hann stendur á þritugu? Hann hefur ekki fariö varhluta af gagnrýni yngri rokkaranna. Og þá ekki siður Magnús Kjartansson. En þeir eru sföur en svo dauöir úr öllum æöum og ekki á þeim aöheyra annaö en aö þeir séu enn reiðubúnir aö tak- ast á viö rokk og ról. Ekki einasta eru þeir tveir nú aö setja saman nýja hljómsveit heldur eru þeir að takast á viö stærsta og mest krefjandi verkefni sitt til þessa: hljóm- leikaferö um Sovétrikin. Þrjátiu tónleikar á fimmtán dög- um i jafn mörgum borgum Ráðstjórnarrikjanna. í boði menningaryfirvalda þar eystra. ,,Þaö hefur eiginlega tekiö tvö ár aö koma þessu á”, sögöu þeir Björgvin og Magnús þegar viö hittum þá i vik- unni. ,,Okkar gamla plötufyrirtæki hóf þá bréfaskipti viö „rikisútgáfu hljómplatna” I Moskvu. 1 fyrra kom svo hingaö sendinefnd, sem viö hittum og ræddum viö og spil- uöum fyrir. Svo fengum viö nú nýlega staöfestingu á þessu hljómleikaferðalagi en biöum enn eftir nánari upplýsing- um og tillögum þeirra um skipulagningu. Þegar þaö er allt komiö tökum viö endanlega ákvöröun um hvort viö þekkj- umst þetta boö.” Sendiherrar poppsins á íslandi Þaö var i Naustinu, sem sovésku fulltrúarnir hlustuöu á þá Magnús, Björgvin og fleiri hljóöfæraleikara. Nokkrum dögum siöar komu Rússarnir aftur og hlustuöu á hljóm- sveitina i Sigtúni. „Þetta var mjög skritin uppákoma þarna i Naustinu”, sögöu þeir. „Viö spiluöum fyrir þau i klukkutima eöa svo og þau sátu öll meö steinandlit og hlustuöu. Aldrei var klappaö á milli laga og okkur var fariö aö litast svona og svona á þetta allt saman. En þegar viö vorum búnir þá klöppuðu þau eins og þau ættu lifið að leysa og þökkuöu okkur aö auki meö handabandi. Svo sagöi konan, sem var I fyrirsvari fyrir sendinefndinni, jæja, viö sjáumst þá i Sov- étrikjunum. Og þar eigum við aö vera mætt 1. september. Eins og viðsögöum áöan vitum viö ekki enn um nánari til- högun en okkur skilst aö viö munum koma fram á iþrótta- völlum, I samkomuhúsum og jafnvel I sjónvarpi og út- varpi. Þá er einnig ætlunin aö gera þarna fjögurra laga plötu fyrir sovéskan markaö.” Ekki er hægt að segja, aö þaö sé daglegur viöburöur aö islenskarrokk-og popphljómsveitir leiki i Sovétiikjunum. Ekki munum við betur en að Haukur Morthens sé eini is- lenski dægurlagasöngvarinn, sem þangaö hefur veriö boö- inn fram aö þessu. Þeir Björgvin og Magnús segjast hlakka mikið til feröarinnar „en viö gerum okkur vita- skuld lika grein fyrir þvi, aö þetta er feikileg ábyrgö. Við færum ekki aöeins sem viö sjálfir, heldur lika sem fulltrú- ar islenskrar dægurtónlistar. Einskonar sendiherrar poppsins á Islandi.” Þeir segjast reikna með, að i þessari islensku sendi- nefnd veröi alls ellefu manns, hljóöfæraleikarar og aö- stoöarfólk. i Sovét bætast i hópinn þarlendir menn, túlkar sem tala bæöi ensku og Islensku auk sins móöurmáls. Landreisa i ágúst „Þetta er svo einstakt tækifæri, aö auövitaö vilja allir fara. Enn hefur þó ekki verið ákveöiö hverjir verða i hópn- um — nema hvaö að hljómsveitin er fullskipuð. Auk okkar manna verða i henni Björn Thoroddsen gitarleikari og tveir Sviar, skóiabræöur Björns úr Guitar Institute for Technology i Hollywood — á bassa og trommur. Aherslan veröur lögö á aö kynna áheyrendum I Sovétrikjunum úr- val af Islenskri dægurtónlist. Ekki bara gömul vinsælda- lög frá Brimkló og Brunaliðinu.” En það veröa ekki aöeins sovéskir áheyrendur, sem fá að heyra i þessari hljómsveit — hvaö sem hún svo veröur kölluð. 1 ágúst ætla múslkantarnir aö þeytast um landiö og skemmta á 20-25 stööum. í för meö þeim verður hópur leikara, svokallaöur „úllen dúllen doff”-hópur, sem sam- anstendur af Eddu Björgvinsdóttur, Gisla Rúnari Jóns- syni, Randver Þorlákssyni og Sigurði Sigurjónssyni. Þau hafa samiö drjúga hluta áramótaskaups sjónvarpsins undanfariö og i allan vetur skemmt fyrir fullu húsi meö kabarett i Þjóöleikhúskjallaranum. (Þá er hugmyndin, að Þórir Baldursson útsetjari og hljómborösleikari bætist i hljómsveitina um miöbik tslandsreisunnar.) „Þetta veröur svona undanfari og aöalæfing fyrir Rúss- landsferðina”, sögöu Björgvin og Magnús. „Leikararnir verða með leikatriöi á skemmtunum og svo spilum við fyrir dansi. Upphaflega ætluöum viö aö vera tvo mánuöi á ferðalagi um landið en vegna Sovétferöarinnar höfum viö þjappað túrnum saman á einn mánuö. Það þýöir aö við munum halda skemmtanir — ekki dansleiki — i miðri viku. Böllin veröa svo i kringum helgarnar eins og venja er.” Afgreiddir sem óalandi og óferjandi Þeir félagar hafa hvilt sig frá dansleikjaspilamennsk- unni i vetur. Báöir hafa unniö við plötuupptökur og upp- tökustjórn, Magnús rekur vídeóleigu i Hafnarfiröi og frá Björgvin kemur á næstu dögum ný sólóplata, sem hljóðrit- uð var i Englandi siöla vetrar. En hvernig skyldi þeim lit- ast á stööuna i islensku rokki i dag, eftir að hafa veriö utan hringiðunnar um tima — og fengiö á sig harða og óvægna gagnrýni yngri manna, nýrrar kynslóðar i rokki? „Mér list mjög vel á stööuna.” Björgvin Halldórsson varö fyrri til svars. „Eins og alltaf er, þá eru sumir af þessum strákum góðir, einstaka hljómsveitir eru góöar — hitt er skrum.” Magnús tók undir þetta: „Þaö hafa náttúrlega verið dregnar mjög skarpar linur i þessu að undanförnu. Við höfum nánast veriö afgreiddir sem óalandi og óferjandi en tökum þaö ekki nærri okkur. Viö erum sjálfir alveg klárir á okkar stööu — vitum hvaö viö kunnum og getum. En við vitum lika, aö sumir þeirra sem hæst hafa geta ekki mik- iö.” Björgvin: „Aöstaöan hér fyrir þessa músik og öll starfs- skilyrði eru allt önnur núna en var þegar við vorum að byrja. Þessi kynslóð okkar, ef þú vilt nota það orö, hefur byggt mikið upp i þessum iönaöi hér — komið upp full- komnum hljóðverum, plötupressu og fleira. Yngri strák- arnir njóta góös af þessu — þaö sést best á þvi gifurlega plötumagni, sem nú kemur út. En hvaö varöar gagnrýn- ina, þá kippi ég mér ekki upp viö þaö. Ég lit á það frekar sem kompliment — ég man vel eftir þvi sjálfur, þegar ég var að byrja, hvernig viö gagnrýndum og gerðum jafnvel grin aö Ragnari Bjarnasyni og Hauki Morthens. Nú geri ég mér grein fyrir ástæðu þessa „fjandskapar” okkar: þessir menn voru einfaldlega ógnun viö okkur. Þeir vissu allt um þennan bransa — allt, sem hefur tekiö okkur tiu og fimmtán ár aö læra. En þeir eru lika enn I fullu fjöri og engir aukvisar heldur. Ég held aö þetta sé að endurtaka sig núna.” No business like show business Magnús: „Ég er ekki viss um aö þessi sveifla eigi eftir aö skila mörgum góðum músiköntum. Þetta er kannski núna eins og kartöflugaröur, sem á eftir aö taka upp úr, en mér sýnist þetta nú samt. Þaö sem mér þykir verst er aö margir af þessum krökkum, yngri hljóöfæraleikurunum, ganga meö ógurlega fordóma gagnvart þeim, sem á und- an hafa fariö — og ég er hræddur um aö þau þurfi aö éta sumt af þessu aftur þegar fram i sækir.” Björgvin: „Er þetta ekki bara eins og þaö var? magnús: „Jú, auövitaö ganga allir i gegnum þetta skeiö. Ég man sjálfur vel eftir þvi þegar ég var svo mikill töffari og pönkari aö ég ætlaöi að henda mér I drullupoll þegar gömlu skólafélagarnir voru að koma af unghjóna- balli i Keflavik. Bara til aö sjokkera þá, sem mér fannst svo smáborgaralegir og uppskrúfaöir. Nú sé ég auövitaö aö þetta var bara della. En þetta er hart lif, rokkiö. Þaö er ég búinn aö reyna — ég hef verið atvinnumaöur i þessu i sextán ár. Ég er búinn aö horfa upp á suma félaga okkar veslast upp i þessu og jafnvel deyja — deyja úr rokki. Nei, krakkarnir eiga nefnilega eftir aö læra, að þaö er no business like show business.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.