Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 32
j' JEkki er útlit fyrir að breski blúsarinn Eric Clapton leiki i Laugardalshöllinni iágúst eins og fyrirhugað var. Þó hefur alls ekki verið hætt við að fá Clapton hing- að til lands — Laugardalshöllin er einfaldlega ekki föl á þessum tima. Þá mun standa þar yfir kaupstefna og þegar henni lýkur tekur handboltavertiöin við fljót- lega. Þorfiteinn Viggósson, veit- ingamaður og impresario i Kaup- mannahöfn, sem stendur i samn- ingaviðræðum við umboðsmenn Claptons i London, gerir sér vonir um að geta skotiö hljómleikum stjörnunnar inn á milli — ein- hverntima um mánaðamótin ágúst-september... JSmátt og smátt tinast inn fregnir af væntanlegum bók- um á næstu jólavertið. Hið nýja útgáfufyrirtæki Fjölnir mun ætla sér talsverðan hlut, eins og fram hefur komið hér i blaðinu, og höfum við nú frétt að meðal út- gáfubóka Fjölnis sé ævisaga sem vafalaust á eftir að vekja athygli ogumtal. Er það ævisaga Ingólfs Jónssonar á Hellu, eins helsta leiðtoga Sjálfstæðisflokksins um árabil. Það er Páll Lindal sem vinnur þetta verk... f- JHeimsmeistarakeppnin á _^huga margra um þessar mundir. Og þeir sem af einhverj- um ástæöum geta ekki fylgst meö henni i fjölmiðlum þurfa engu að kviöa. Tvær bækur munu nefni- lega vera væntanlegar á is- lenskan bókamarkað um heims- Gerum við Kalkhoff — SCO —• Winter — Peugeot — Everton og öll önnur hjól. Fullkomin tækja- og vara- hlutaþjónusta. Sérhæfing i fjölgirahjólum. Seljum uppgerð hjól. Opið alla daga frá kl. 8—18, laugardaga kl. 9—1. Hjólatækni Vitastig 5. Sfmi 16900 meistarakeppnina. Onnur kemur væntanlega út hjá Erni og örlygi og höfundur hennar verður Sig- mundur örn Steinarsson.iþrotta- fréttaritari DV, en hin kemur út á vegum Hagprents og höfundur hennar verður Sigurður Sverris- son, fyrrum iþróttafre'ttaritari Dagblaðsins en nú allmögulegt- maður á Mogganum. Báðir tveir fylgjast með úrslitakeppninni úti á Spáni. .. “ jHjá Almenna bókafélaginu eru einnig væntanlegar all- nokkrar forvitnilegar bækur að venju. Þar á meðal eru þrjár nýjar islenskar skáldsögur. Ólafur Ormsson.einn af forráða- mönnum Lystræningjans, sendir frá sér satiru sem mun vera upp- gjör við pólitiska fortið hans, Einar Már Guömundsson er með verðlaunaskáldsöguna Riddari hringstigans, og loks mun væntanlegný sakamálasaga eftir Andrés Indriöasonsem hingað til er þekktastur fyrir verðlauna- bækur fyrir börn, og fyrir margra ára starf sem dagskrárgerðar- maður hjá sjónvarpinu... / JUm næstu áramót mun Þráinn Valdimarsson láta af Iramkvæmdastjórastarfi Fram- sóknarflokksins eftir áratuga starf i þágu flokksins. Boilalegg- ingar eru þegar hafnar um eftir- mann Þráins og meðal þeirra sem nefndir hafa veriö sem lik- legir eftirmenn eru Guömundur Guömundsson fræðslufulltrúi hjá Sambandinu. Hann mun þó vera út úr myndinni nú og eftir þvi sem við heyrum þykir næsta vist að Ilaukur Ingibergsson, kosninga- stjóri flokksins i Reykjavik i nýafstöðnum borgarstjórnar- kosningum, muni hreppa fram- kvæmdastjórastöðuna... C . Mikil ólga mun nú rikja innan Föstudagur 18. júní 1982 m^j~)f*í^ff ff~ji~[fmi 3 Ilins fslenska kennarafélags ’vegna kjaramálanna. Á nýaf- stöðnu þingi félagsins var rætt m.a. um stöðu þess innan Banda- lags háskólamanna og komu fram háværar raddir um úrsögn úr bandalaginu. Mun mörgum framhalds- og grunnskólakenn- urum þykja sem þeir eigi litla samleið með hópum innan BHM, enda hafi þeir dregist verulega afturúr i launum. Ekki aðeins séu þeir lágiaunahópur innan BHM, heldur og ekki siður gagnvart fólki með sambærilega menntun á hinum almenna vinnumarkaði. Þar muni 40—80% á launa- kjörum. Verulegur hljómgrunnur kom fram á þinginu fyrir þvi að efna til fjöldauppsagna næsta vetur ef ekki fæst viðunandi leið- rétting fyrir þann tima, en fjölda- uppsagnir eru að verða baráttu- aðferð númer eitt i kjaramálum hjd hinu opinbera. Við heyrum að gerð hafi verið skoðanakönnun innan flestra stærstu skólanna um þetta mál, og var mikill meirihluti fylgjandi þessari baráttuaðferð. Þarna voru m.a. skólar sem ekki eru beinlinis kunnir fyrir róttækni... •v'r > JA þessu þingi Hins islenska kennarafélags var jafnframt Rosinn nýr formaöur og tekur hann við af Jóni Hnefli Aöal- steinssyni. Nýi formaðurinn heitir hvorki meira né minna en Kristján Thorlacius.og mun vera bróðursonur alnafnans hjá BSRB. Ekki kæmi á óvart að menn eigi eftir að rugla þessum tveimur Thorlaciusum launþegahreyf- ingarinnar saman... STöluverðar hræringar eru innan Framsóknarflokksins i far kosninganna i Reykjavik HATIÐAR SAM KOMA í tílefiii 100 ára afmælis Samvinnuhreyfingarinnar verður haldin að Laugum í Reykjadal, S -Þingeyjarsýslu sunnudagínn 20. júní kl. 15.00 Dagskrá 1. Hátiöin sett: 2. Ávarp: 3. Ræöa: 4. Leikþáttur „ísana leysir" eftir Pál H. Jónsson 5. Ávarp: 6. Einsöngur: 7. Hátiðarræöa: 8. Söngur: Valur Arnþórsson, formaður stjórnar Sambands ísl.samvinnufélaga Forseti íslands , Frú Vigdís Finnbogadóttir Finnur Kristjánsson formaður afmælisnefndar Leikstjóri: Siguröur Hallmarsson Robert Davies fulltrúi Alþjóðasamvinnu- sambandsins Sigriöur Ella Magnúsdóttir Erlendur Einarsson forstjóri Kirkjukórasamband S-Þingeyjarsýslu 9. Samkomuslit: Valur Arnþórsson Á undan háfiðinni ieikur Lúðrasveit Húsavikur undir stjórn Sigurðar Hallmarssonar. Allir landsmenn eru hjartanlega velkomnir Samstarfsnefhd um afmælishald þar sem flokkurinn missti veru- legt fylgi miðað við alþingiskosn- ingarnar siðustu, þar sem miðað við fylgið nú hefði flokkurinn aðeins slefað inn 1 þingmanni en hafði tvo þingmenn út úr siðustu Alþingiskosningum. Þessi ólga hefur m.a. birst í skrifum Alfreðs Þorsteinssonar i Timanum. t framhaldi af þessu hefur verið hart lagt að ólafi Jóhannessyni utanrikisráðherra að gefa enn kost á sér i Reykjavik fyrir næsta kjörtímabil til þess að endur- heimta fylgi flokksins i borginni, en það mun þó ekki mæta neinum sérstökum fógnuði hjá flokks- forustunni sem þykir Ólafur býsna fyrirferðarmikill. ólafi sjálfum mrn heidur ekkert umhugað um að halda áfram og hafði raunar gefið til kynna að hann ætlaði sér að hælta núna en kann að eiga erfitt með að stand- ast bænarorð stuðningsmanna sinna.:. > JÞað fór eins og spáð hafði J verið: popparinn og „dul- ðpekiáhugamaðurinn” Jaz Cole- Athugið Seljum Vídeótæki Hljómtæki Vídeóspólur Sjónvörp GRENSÁSVEGl :>() 10S REYKJA VÍK SIMI: 31290 man úr Killing Joke er farinn af landi brott. Og auðvitað til Eng- lands — þangað sem hann sagðist aldrei ætla aftur i viðtali við Helgarpóstinn fljótlega eftir hingaðkomuna siðla vetrar. Cole- man þessi (sem talinn er vera fyrirmynd hins undirfurðulega Cash Holeman i framhaldssögu Helgar-Timans) var almennt tal- inn vankaður þegar hann hvarf skyndilega úr hljómsveitinni Kill- ing Joke i Bretlandi og skaut upp kollinum hér. Minnstu munaði að hann sprengdi i loft upp eina efni- legustu islensku nýbylgjusveit- ina, Þey, en þvi tókst að afstýra i tæka tið. Coleman fékk til sin fé- laga sinn úr Killing Joke og hitti svo islenskan hljóðfæraieikara i Framhald á 31. siði

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.