Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 17
17 hlelgai---- ipósturinn Föstudagur 18. júní 1982 — Hvort ertu fæddur með silfurskeið i munni eða „self-made”, eins og sagt er? „Self-made. Frekar segi ég það nú. Ég meina... ég vinn helviti hart. Það eru aidrei nein fri, maður er með hugann við þetta allan sólarhringinn. En mér finnst gaman að lifa og gaman að vera með góðu fólki. Ég er ekki dauðyfli — kannski lýsi ég sjálfum mér helst þannig.” — Mér var einhverntima sagt að þú tryðir á þrennt, ættir þrjá guði: Mammon, Bakkus og Eros. Nú hló hann. ,,Ha! Hafi ég einhverntima verið þannig, þá hlýt ég að vera þannig ennþá. Ég held ég hafi ákaflega litið breyst.” — Að þú sért sá sami og þú varst i Sviss forðum. „Já, að langmestu leyti. Maður lærir náttúrlega alltaf eitthvað og þroskast með hverju árinu en raunverulegar breytingar hafa engar orðið stórkostlegar.” — Þú segist vinna allan sólarhringinn... „Auðvitað sefur maður einhverntima en þar fyrir utan er maður alltaf með hugann við starfið. Ég er náttúrlega heppinn að þvi leytinu til, að mér finnst starfið svo skemmtilegt að ég gæti alveg eins litið á það sem allsherjar fri. En málið er að ég er svo ólatur. Ég þarf alltaf að vera að hafa eitthvaö fyrir stafni. Nú er þetta bió orðið fimm ára og þá fer aðeins sð rýmka um tima m inn hér. Þess vegna er ég nú kominn út i aörar hliðar kvikmyndaiðnaðarins.” Ehki hægi að verða molðríkur — En til hvers? Er takmarkið kannski að verða moldrikur? „Nei. Það er einfaldlega ekki hægt að verða moldrikur á tslandi. En ég vildi gjarnan verða.... ja, fjárhagslega sjálf- stæður, eins og það er kallað. Njóta ellinnar og rækta vini mina hér heima og erlendis. Ég sé eiginlega framtiðina þannig fyrir mér — i tengslum við mina vini, sem mér þykir skemmtilegast af öllu að hitta og njóta samvista við.” — Þú flytur kannski einhverntima i burtu, færir út kviarnar i öðrum löndum? „Alfarinn? Aldrei. Það er skemmtilegt að geta ferðast um en það er alltaf best að vera hér.” — Samter maðuralltaf að hitta fólk, sem þykir allt ómögulegt hér... veðrið er svo vont, pólitikin asnaleg, dýrtiðin mikil og svo framvegis. „Það fólk er bara ómögulegt sjálft. Það þarf alltaf að vera að kenna öðru um. Nei, það er kjaftæði að hér sé allt ómögulegt. Auðvitað er margt, sem mætti vera betra hér en þegar maður ber okkur saman við aðrar þjóðir — ja, þá er hlægilegt að láta sér detta þetta i hug.” — Þú segist vera „self-made” — en eru margir sem hafa eignast hálft hótel án þess að hafa mikið fyrir þvi? „Það er eins og ég var að segja: ég hef alltaf unnið mjög mikiö. Jújú, vist eignaðist ég hótel, en mér hefur yfirleitt gengið vel i þvi, sem ég hef tekiö mér fyrir hendur. Ég hef verið útsjónarsamur — annars tala verkin fyrir sig. Það er eiginlega ekkert meira um það að segja.” Engin þiðnuslulund í Dlððinu — Nú er verkfall og megnið af starfs- fólkinu hér tekur þátt i þvi. Það hefur ekki hvarflað að þér að loka bara og fara til Þingvalla? „Nei. Það v*ri hreint siðleysi. Enda engin ástæða til þess. Maður verður að halda uppi lágmarksþjónustu. Þú verður að gæta að þvi, að það eru þúsundir manna, sem stunda bióin. Þetta er þjónustufyrir- tæki i aðra röndina og maður verður að bera virðingu fyrir sinum kúnnum. Svo er maður hér náttúrlega alltaf að afla fyrir fyrirtækið — það kostar mikið að reka svona fyrirtæki á hverjum degi og það kostar mikiðað hafa lokað. En ég fer ekki á Þingvöll — það gæti auðvitaö breyst með árunum. Þegar ég er orðinn gamall þykir mér kannski gott að geta bara lokað og notið lifsins á Þingvöllum.” — En heldurðu að þú farir aftur út i veit- ingabransann? „Það þykir mér óliklegt. Samt kitlar það mig alltaf i aðra röndina. En ég skal segja þér, það er vond lykt af þessum bransa hér.” — Hvernig þá? „Jú, mórallinn i tslendingum er þannig. Það er engin þjónustulund i okkur. Starfs- fólk á veitinga- og skemmtistöð- um hefur þetta einfaldlega ckki i blóðinu. Þú þekkir þetta ábyggilega lika — þjónninn telur sig alltaf vera klárari en gestinn og það er óskaplega leiðinlegt, þótt það geti vitaskuld verið rétt. Ég er svo sem ekki að kvarta sjálfur — ég fæ alltaf ágæta þjón- ustu, enda þekkjast allir i þessum bransa meira og minna. En þjónustulundina vantar. Það tekur aldir að rækta upp svo- leiðis fólk, ég tala nú ekki um ef þetta vantar i blóðið.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.