Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 24
24 ___________________________________________________Föstudagur 18. |únl 1982 irínr,
Önundur Björnsson
nýútskrifaður guðfræðingur sem þegar hefur gengið í gegnum lífsr
eftir Guðmund Árna Stefánsson
Hann er nýútskrifaður frá guðfræðideild
Háskóla Islands. Hefur þegar gengið i
gegnum einarprestskosningar.Fór fram i
Borgarnesi, en var annar að atkvæðatölu
af fjórum umsækjendum. Kenndi ungling-
um efnafræði um árabil, og var þá jafn-
framt að stúdera efnafræðina við Háskól-
ann. Var og er við þáttagerð hjá útvarp-
inu. Fyrst i Morgunvöku nú fyrripart vetr-
ar, þá með þættina Þankar á sunnudags-
kvöldi og um þessar mundir heldur hann
úti vikulegum þætti i tilefni af ári
aldraðra.
Komið viða við — og heitir önundur
Björnsson.
En hvers vegna datt nýútskrifuðum
guðfræðingi það i hug, að demba sér út i
prestskosningar þegar i stað með öllum
þeim bægslagangi, sem þeim fylgir?
,,Það er einfalt svar við þvi”, svarar
önundur. ,,Min menntun veitir mér tæki-
færi til þess að þjóna fólkinu, uppfræða
æskulýðinn um kristna trú og miðla af
þekkingu minni. Hvers vegna ætti ég ekki
að vilja verða prestur að loknu guðfræði-
námi? Það er kannski jafngott að svara
spurningu þinni með annarri. Ég vil láta
gott af mér leiða og þá þarf ég að ná til
fólksins. Silifandi preststarfið er góður
vettvangur fyrir slikt”.
En baráttan um brauðið i Borgarnesi hefur varla verið
átakalaus og aðspurður neitar önundur þvi ekki. Hins
vegar segir hann: Liðið er liðið og ég ber ekki kala til
neins eftir kosningabaráttuna i Borgarnesi, þótt ef til vill
hafihún á köflum verið helst til harkaleg.”
En það er með þetta eins og lifið, þaö getur stundum
verið miskunnarlitið og það þarf oft sterk bein til aö þola
mótlætið. En hafi maður styrk trúarinnar, þá verður ekk-
ert jarðneskt til að beygja mannssálina,” sagði önundur
Björnsson.
,/Fólk þarf á
Guði að halda
önundur bendir á, að i kjölfar hinnar miklu umræðu,
sem orðið hefur um hlutverk og stöðu kirkjunnar i þjóðfé-
laginu á undanförnum misserum, hafi fólk leitað I rikara
mæli en áður til kirkjunnar og trúarinnar. Sumir hafi jafn-
vel nefnt vakningu I þessum efnum. Sér i lagi hafi ungt
fólk fengið aukinn áhuga á kristinni trú og til marks um
það, hefur aösóknin að guðfræðideild Háskólans stórlega
aukist. Þá sé nú nánast hvert prestakall mannað, en hér á
árum áður hefði það ekki þótt saga til næsta bæjar, þótt
fjöldi prestakalla væri ósetinn.
,,Ég er að vonum mjög ánægður með þann aukna áhuga
sem ég hef fundið á kirkjunni og kristinni trú. Það veit á
gott,” segir önundur. „Fólk þarf á Guði að halda, það vill
vera i nálægðhans, þótt sumu fólki gangi erfiðlega aö átta
sig á þvi, eða vilji jafnvel ekki viðurkenna þá þörf. En ef
þú opnar hug þinn og ert hreinskilinn i hugsun, þá held ég
að allir menn finni þörfina fyrir að trúa á hið góða — trúa á
góðan Guð i manninum.
Þetta á ekki að vera nein predikun hjá mér, ég er ein-
faldlega að halda þvi fram, að fólk hafi gott af þvi i hraða
og amstri nútimans að hugsa um þessi mál i kyrrð og friði.
Það sakar engan, en getur hjálpað fjölmörgum.
Ég spurði stundum nemendur mina, þegar ég var við
kennslu,hvaö þeim fyndist um Guð. Hér á árum áöur var
það i tisku hjá sumum, aö láta sér trúmál i léttu rúmi
liggja. Það fussuðu þvi sumir krakkarnir, þegar ég spurði
þá um Guð, og Jesúm. Þegar ég gekk hins vegar á þau og
spurði nánar, þá kom i ljós aö langflest þeirra höfðu i raun
rika trúarþörf. Og fram kom að krakkarnir töluöu við Guð
i einrúmi, þótt þeir þorðu ekki aö viðurkenna það fyrir
jafnöldrum sinum. Sem betur fer er nú tíðarandinn annar
og fólk er ekkert feimið við að tala um trú sina. Það er þó
ekkert aðalatriði að fólk tali á corgum um trúna, megin-
atriöið er, að fólk tali I einrúmi við föðurinn á himnum.
Hins vegar get ég ekki að þvi gert aö hálf finnst mér það
kjánalegt þegar fullorðið fólk stundum hálfskammast sin
fyrir að hafa beðið til Guðs. Það fer hjá sér margt hvert, ef
slik umræða kemur upp. Ég segi: fólk á ekki að skammast
sin fyrir trú sina, en sömuleiðis má það hafa hana i friði
með sjálfu sér, ef það vill svo viðhafa.”
//Kirkjan á ekki aö
elta uppi tískubólur"
— En er kirkjan i dag ekki ihaldssöm, gamaldags og
ólýðræðisleg stofnun, sem fælir almenning frá sér, frekar
en hitt?
„Það er skrýtið að þú skulir nefna þetta, þvi það eru
ekki nema fáeinir dagar siðan ég hitti mann á götu
og hann notaöi nákvæmlega sömu orð og þú, um
kirkjuna, þ.e. „Ihaldsöm, gamaldags og ólýöræðisleg”.
Ég spurði þá þennan mann, hvort hann tæki þátt I kirkju-
legu starfi. „Nei.” svaraði hann. „Það eru tvö ár siðan ég
kom inn i kirkju. Þetta eru svo óaðlaðandi vinnubrögð sem
kirkjan viðhefur og hún fylgist ekki með breyttum tim-
um.” — Ég svaraði þessum fullyrðingum mannsins, neit-
aði þeim með rökum og bað siðan manninn að koma til
starfa innan kirkjunnar og kynna sér málin að eigin raun.
Hann tók vel i þaö, enda sagöist hann vera trúaður og vilja
taka þátt.
Þessi maður sem ég hitti, er vafalaust ekki einn á báti i
þessum efnum. Það hefur þvi miður einhvern veginn fest
við kirkjuna, aö hún sé óaðlaðandi stofnun. Þetta er bara
ekki rétt, þegar nánar er aö gætt. Kirkjan er einfaldlega
fólkið sem i henni er og hún hefur tekið breytingum með
breyttum timum. Hins vegar er það rétt að kirkjan eltir
ekki uppi tiskubólur jafnóðum og þær skjótast upp og á
ekki að gera það, og um það held ég að flestir séu sam-
mála.
Mér datt hins vegar i hug, þegar ég hitti manninn sem
mér verður tiðrætt um, að þaö væri ef til vill of algengt i
okkar þjóðfélagi að nöldra og gagnrýna án þess að hafa
nægilega góða þekkingu á viðkomandi málum og án þess
aðleita eftir réttum upplýsingum. Við erum kannski orðin
alltof háð mötun á flestum sviðum. Þegar litið er á kirkj-
una i þessu samhengi, þá er hún opið samfélag og mér
finnst rétta leiðin, ef menn eru óánægðir með eitt eða ann-
að i starfi kirkjunnar, að þeir leggi eitthvað a£ mörkum
til að koma breytingum til bóta áleiðis. Það er ástæða til
að Islendingar nýti félagsréttindi sin til jákvæðrar þátt-
töku i þjóðfélaginu, sem miði að þvi að umbætur verði að
veruleika.”
//Þau andlegu varðveitast"
— En hvers vegna að fara i guðfræði og siðan prestinn,
og þá spyr ég hreinlega út frá efnahagslegum útgangs-
punkti. Er ekki erfitt aö draga fram lifið á lágum prest-
launum?
„Satt er það, prestar eru ekki oflaunaðir peningalega í
dag. En þú kaupir ekki hamingjuna fyrir peninga og
prestar fá oft rikulega launað erfiði sitt. Og þá er ég að
tala um hlýtt viðmót frá fólki, þakklæti og ánægju, en ekki
beinharða peninga. Efnislegu verðmætin eyðast, en þau
andlegu varðveitast.”
— Hvernig fór það saman að vera á fullu i guðfræöi, en
samtimis i daglega þrasinu i Morgunvöku útvarpsins?
„Vinnuálagið var mikið, þvi neita ég ekki. Hins vegar
hef ég vanist þvi að vinna langan vinnudag. Það er mitt
eðli. Það er I raun undravert, hve almenn fjölmiðlun og
guðfræði og þá preststarfið fara saman á mörgum svið-
um. I öllum tilvikum ertu að miðla af sjálfum þér og þinni
þekkingu.
Mér þótti mjög gaman aö Morgunvökuþáttageröinni.
Þetta var lifandi starf, kynntist mörgum nýjum viðhorf-
um og einstaklingum og þú þurftir að vera vel vakandi
fyrir þvi, sem var aö gerast I kringum þig. Það sama gild-
ir um preststörfin. Prestar verða að vera lifandi og taka
þátt I lifi sins fólks, — gleöi þess og sorgum. Þú verður að
vera með á nótunum, hvort sem þú ert prestur eða dag-
skrárgerðarmaður hjá útvarpi. Það er þvi sitthvað sem er
likt með þessum tveimur störfum, þótt sitthvað sé auðvit-
að frábrugðið.”
— En hvernig menn eru prestar? Eru þetta vammlausir
menn upp til hópa, — nokkurs konar englar i mannsmynd?
Hvernig maður ert þú til dæmis með samanburði til þess-
arar imyndar?
„Ég er ósköp venjulegur maður, hvorki betri né verri en
náunginn. Það er auðvitað misskilningur að prestar séu á
öðru tilverustigi. Prestar eru ósköp verijulegir menn, og
eiga að vera það, þvl þeirra er að starfa með öðru fólki, en
ekki einangrast i einhverjum filabeinsturni.
Þessi englaimynd prestsins er þó óneitanlega fyrir
hendi hjá sumu fólki. Þvi finnst aö presturinn megi ekki
vera breyskur, kona hans eigi að vera fremst i flokki góð-
gerðarstofnana og synir og dætur prestsins eigi sömuleiðis
að vera fyrirmyndir annarra barna. Auðvitað á prestur-
inn að leitast við að vera imynd hins góða i manninum. En
prestar eru mannlegir og eiga að fá að vera það.
Ég er fjarri þvi að vera gallalaus og hver er það, ef
grannt er skoðað. Jesús varaði mjög við hinum sjálfum-
glöðu hræsnurum, Fariseunum. Prestar eiga ekki að
setjast á stall, þar sem söfnuöurinn nær ekki til þeirra.
Þeir eiga að starfa með fólkinu og reyna að koma þvi
besta sem þeir eiga á framfæri.”
// Prestskosningar ekki alvondar
— Ef við vendum okkar kvæði i kross. Alit þitt á prests-
kosningum?
„Þær eru ekki góðar, en þó ekki alvondar. Það er
jákvætt að söfnuðurinn fær að kynnast væntanlegum
presti sinum áöur en hann sest i embætti og sömuleiðis
presturinn söfnuði sinum. Hins vegar veröur þvi þó ekki
neitaö að f jölmargar leiðinlegar hliðar hafa birst á prests-
kosningum, kosningabarátta hörðustu stuðningsmanna
frambjóðenda stundum rekin af meira kappi en for-
sjá. Það er ef til vill spurning hvort umsvifin i kringum
prestskosningar á Islandi séu ekki út i öfgargengin.Spurn-
ing hvort ekki mætti minnka umsvifin i kringum þetta. En
dálitið er það stórt stökkað leggja prestskosningar af
svona i einni svipan. Ég er ekki á þvi.”
— En slúðrið, lastmælin og óhróðurinn sem dynur yfir
frambjóðendur i prestskosningum?
„Er ekki meira gert úr þessu öllu en efni standa til. Ef-
laust eru einhverjir þeir til, sem ala á svona skröksögum
um náungann, en almennt held ég að fólk láti svona
sögusagnir sem vind um eyru þjóta. Þaö vona ég að
minnsta kosti. En satt er það, aö óhróður og lltilmótlegur
lygaáróður á sist að eiga sér stað i kosningum til prests.
Það þykir mér ekki sæmaV