Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 18. júní I982 ^OúsfurínrÍ- Magnús á Kjarva/sstöðum 1 tUefni af Listahátið ’82, voru þrjár sýningar opnaðar að Kjarvalsstööum. Þær eru „Hönnun ’82” og tvær myndlist- arsýningar, „Sýniljóð II og Skúlptúr” eftir Magnús Tómas- son og „Af trönum Kjarvals”, sem Gylfi Gislason myndlistar- maður hefur sett upp i Kjar- valssal. Sýningunni er skipt i þrjá hluta: „Sýniljóð II”, „Agrip af sögu flugsins” og „Skúlptúra”, en þó eru sterk tengsl milli hluta. og flæða þeir oft hver i annars farveg. „Sýniljóð I” sýndi Magnús I Galleri Súm, árið 1977. Það eru þvi bein tengsl milli þeirrar sýningar og „Sýniljóð II”, sem teikningar „Morgunn úr lifi Midasar”, best heppnuðu verk Magnúsar i þessum syrpum. Þar tekst honum best að tengja klassiska goðsögn við nútím- ann. Einnig koma við sögu i verk- um Magnúsar Prómeþeifur og feðgarnir Daidalos og íkarus, en þeir siðarnefndu tengjast svo „Sögu flugsins”. 1 pappírslágmyndunum, má finna skyidar tilvitnanir i klass- iskar bókmenntir. Aberandi best er „Hagnýt bibliusaga” (nr. 8), sem snýst um bygg- brauðin 5 og smáfiskana tvo og mett gátu 5000 menn, voru þó 12 körfur af brauði afgangs. Papp- irsþrykkið er greinilega unnið úr gifsskúlptúrnum (nr. 74), sem snýst um sama þema. „Ágrip af sögu flugsins” eru flóknustu verk Magnúsar og jafnframt endapunkturinn á þessari yfirgripsmiklu sýningu. Þau eru ljóðræn tileinkun til allra þeirra sem koma við sögu flugsins, allt frá Cyrano de Bergerac til MacCready’s sem „fyrstur flaug fyrir eigin vööva- afli”. Þetta eru safnmyndir af smá- hlutum, uppstoppuðum fuglum, bjöllum og leðurbiökum ásamt öörum fingerðum konstrúksjón- um. Segja má að hér vinni Magnús eins og skurðlæknir eða úrsmiður, enda verður útkoman há-fagurfræðileg. Það er ótrú- lega löng leið frá „Sögu flugs- ins” (1 6 hlutum, nr. 55) til upp- hafsins i verkum á borð við „Flug-vél” (nr. 76) og „Minnis- merki um Ikarus” (nr. 81), en þaueru gerð um 10 árum fyrr, i byrjun 8. áratugarins. Með þessari sýningu skýrist mjög staða Magnúsar sem myndlistarmanns. Raunar eiga hugmyndir hans margt sameig- inlegt með húmoriskum súrre- alisma Ernst og Magritte, meiraenmeð poppurum og con- cept-listamönnum Súm-tima- bilsins. Verk hans standa og falla með handbragðinu, fremur en hugmyndinni. Magnús tekur ideuna og finpússar, vinnur og endurvinnur og slipar af alla vankanta, þar til allir lausir endar eru bundnir. Hugmyndin varðveitist, en i sótthreinsaðri mynd likt og heili i formalin- krukku uppi á hillu. Heilinn varðveitist sem nýr, en frum- urnar eru löngu hættar að starfa. Þannig hefur Magnús unnið sig hægt og bitandi gegnum vissar grunnhugmyndir siðustu lOára, þar til lengra verður ekki haldið. Hann hefur gengið af þeim dauðum með handverki sinu. Eftir stendur listamaður- inn og ef marka má viðtal við hann I útvarpinu, er hann reiðu- búinn að halda út i nýjar orrust- ur. Að þessu sinni verður fjaiiaö um sýningu Magnúsar. Sýning hans er viöamikil og fyllir alla ganga safnsins. A henni eru rúmlega 80 verk, sem mörg hver erui fleiri hlutum, nokkurs konar seriur eöa myndraðir. Þetta er væntanlega sú stærsta sýning sem hann hefur haldiö hér og má með nokkrum sanni segja að þetta sé yfirlitssýning yfir þróun listamannsins, sið- astliðin 10 ár. Þó er lungann úr sýningunni að rekja til þeirra starfslauna sem hann fékk frá Borginni og með þeim gat hann unnið ó- skiptur að list sinni i eitt ár. Grunnhugmyndirnar eru þó miklu eldri, eða allt frá árinu 1967 og má finna nokkur verk frá þvi snemma á siðasta ára- tug, sem tengjast seinni tima verkum Magnúsar. hann sýnir nú. Um þessi verk segir Magnús, að þau séu mynd- ræn ljóð og ljóðrænar myndir, eöa of ófullburða til að vera myndir, eða ljóð. Magnús kafar i klassiskar heimildir og dregur upp goð- sagnir af hellenskum uppruna. Um þessar heimildir spinnur hann svo myndraðir sinar, setur goðsagnirnar i nútimalegt sam- hengi, til að áhorfandinn nálgist þær betur og skynji þær sem part af eigin tilveru. Allt er þetta umvafið fyndni, sem er Magnúsi i blóö borin. Herostrat- os brennuvargur frá Efesos (sem sjáifur var dæmdur á bál- ið, eftir að hafa brennt Artemis- arhofið til grunna), gengur ljós- um logum i gifsmyndum og teikningum Magnúsar. Eins er um Midas konung i Frýgiu, en allt varö að gulli sem hann snerti. Kannski eru þrjár > >- ■ I II B £■§ > 3 33 5 c .52 ] «o & j . C9 -»'0 pj "o:®. : 2 » ! = 2 j « « l ’ ° .tJ 1 « Sf i -o « ! C “ I « 0» s I u .S : ui C 0-3 >> 1 e B 1 tuO c « “ ) M 3 Hin ei/ífa æska Blakeys „Ég var svei mér heppinn að vera i sparifötunum annars cr ekki að vita hvað heföi orðiö um mig þegar prúðbúnir boö- berar Blakeys flettu upp i Golson undir lokin. Þetta var nú meira jazzbandið.” Jón Múli eftir Blakey tónleikana i Háskólabió. f S//X X Þaö er hver Silkitromman annarri betri i júnimánuði i Reykjavik og þegar Art Blakey settist viö húðirnar á sviöi Há- skólabiós var ekki að sjá á hon- um að hann hefði verið á stans- lausu hljómleikaferðalagi sl. tiu vikur og aldrei leikið i sömu borginni tvö kvöld I röð. Hann virtist meira að segja enn yngri en þegar hann lék I Austurbæj- arbiói fyrir þremur árum. Ung- sveinarnir hans voru mun elli- legri en meistarinn, a.m.k. þreytulegri nema bassaleikar- inn Fambrough sem er vanur feröavolkinu. Art Blakey og Dizzy Gillespie, eru siðastir hinna sögufrægu bopfrumherja sem enn þeysast um heiminn eins og ekkert sé sjálfsagöara og láta aldurinn ekkert á sig fá. Blakey er að visu ekki nema 63ja ára en það er hár aldur I hópi starfandi djassleikara. Bopararnir eru að týna tölunni og siðast féll I val- inn einkavinur Blakeys, meist- ari Monk. „Hann var flestum mönnum bliðari og tilfinninga- næmari, en fáir skildu hann eða þekktu Siöast er ég hitti hann lifs, lá hann undir súrefnistjaldi i móki. Mér varö svo mikið um að ég svipti tjaldinu frá, hristi hann og æpti: „If yo’die I will kill yo’ ” Og Blakey þandi skinnin og blásararnir og strengirnir tóku undir og stærsta litla hljóm- sveit I heimi var komin i gang. Brátt rauk þreytan úr ungum likömum drengjanna, og þeir léku hvern frumsaminn ópusinn af öðrum Kjartansson og Ram- sey stilltu hljóöiö og áöuren John planisti O’Neil var skilinn einn eftir á sviöinu var gamla góða en þó nýja Blakeybopið komið að suðupunkti. Hafi O’Neil veriö dálitið svekktur yf- ir að missa af heimsmeistara- keppninni i boxi þetta kvöld var hann ábyggilega búinn að gleyma þvi þegar hann hóf for- leikinn að Whom Can I Turn To og Petersonsk sveiflan fyllti sal- inn og þegar Blakey og Fambrough gáfu rýþmanum nýtt iif,tviefldist kappinn Eftir hlé sauö svo uppúr djasskötlunum og þegar Blús marsinn hans Golsons hljómaði I lokin ætlaði allt um koll að keyra i salnum. Það var klapp- að og stappað og Blakey kom fram og sagði frá ferðavolki piltanna, en þegar hann leit sveiflueldinn i augum mann- fjöldans kallaði hann i þá og þeir léku aukalag. Moanin’ eftir Bobby Timmons. Þaö geröu; þeirlika79. Þessir tónleikar voru aö mörgu leyti ólikir tónleikunum 1979. Nú voru færri standardar á efnisskránni og flest verkin eftir drengina. Blakey staðnar aldrei. „Þegar strákarnir minir segja: „Blakey ertu orðinn latur að æfa”, segi ég: „Svona strák- ar látiði mig sjá verkin ykkar,” ogvið æfumþau!” Aö sjálfsögöu er þetta band engin bylting frá 79 bandinu, en mun ferskara að minu mati. Meistari Blakey og fé- lagar i ham í Háskóla- bíói — gamli maöurinn var upphaf og endir alls, segir Vernharður m.a. í umsögn sinni. Myndir: Valdís Saxistarnir Bill Pierce tenoristi og Donald Harrison altisti blésu i gamla andanum. Pierce er af Dexterskólanum með Coltrane- ivafi og Donald Harrisson létt- avantgaraður. Pierce hefur leikið meö Blakey á annað ár en Harrisson aðeins i fjóra mánuði. Hann á þvi framtiðina fyrir sér pilturinn. „Eg var bara noboddý áöuren ég kom til Blakeys.” Pianistinn O’Neil er sjálf- menntaður og lék með kvartett Milt Jacksons áöuren hann kom til Blakeys. Hann er hæfi- leikarikur pianisti en hefur enn ekki tekist aö skapa sér sjálf- stæðan stfl, er I einhverskonar sjálfheldu milli Oscar Petersons og McCoy Tyner. En aldurinn þvælist ekki fyrir honum svo hann þarf ekkert að örvænta. Bassaleikarinn Charles Fam- brough varö þekktur er hann lék meö McCoy Tyner. Hann er kraftmikill rýþmaleikari og sólóisti ágætur, en það getur verið erfitt að leika bassasólóa á sviði þar sem NHOP er öllum i fersku minni. Þá er að geta trompetleikar- ans Perenc Blanchard. Hann er aðeins átján ára gamall og óhætt að segja að hann hafi töfr- að alla sem hlýddu á hann þetta kvöld. Hann hefur aðeins veriö þrjá mánuði i Blakeybandinu en lék áður á annað ár með Lionel Hampton: „Það var góður skóli að vera i Hamptonbandinu en maður fékk ekki mörg tækifæri til að sólóa. 1 mesta lagi einu sinni á kvöldi. Art Blakey er öðruvisi. Hann hvetur okkur piltana, og nær þvi besta fram hjá hverjum okkar.” Auðheyrt var að pilturinn haföi hlustað á Davis einsog allir aðrir, en einn- ig þóttist ég greina dálítinn Clark Terry i leik hans. „Eg er enn að læra og höfuðþátturinn eraðhlusta. Ég er fæddur i New Orleans og Louis Armstrong hefur alla tið verið mér kær. Að sjálfsögðu hef ég hlustað á Miles Davis baki brotnu. Hver gerir það ekki? Einnig Clifford Brown, Lee Morgan, Clark Terry, og fleiri slika. Ég er ekk- ert farinn aö pæla i yngri stefn- um enn. Fyrst er að ná valdi á undirstöðunni!” Þessi drengur veit hvað hann vill og stefnir markvisst að glæstum árangri i list sinni. Og eitt er vist, að piltur sem hefur náð jafn persónulegum stil innan jafn gamals listforms og haröbopið er, á eftir að gera enn stórbrotnari hluti þegar hann fer að móta sina eigin tónlist i eigin hljómsveit. Gamli maðurinn var samt upphaf og endir alls. Enn einu sinni sannaði hann okkur hvern- ig magnþrungin persónuleiki mikils listamanns gerir allt nýtt og ferskt hversu oft sem þaö hefur verið leikiö. Slikt er aðeins á færi snilling- anna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.