Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 28
28
„Okkar menn” á HM
Þó Hallur Simonarson.hinn gamalreyndi iþróttafréttamaður
Dagblaðsins og Visis.hafi um daginnkaliað sjónvarpið aumkun-
arveröa stofnun i blaði sinu, vegna þess hvernig það stendur aö
útsendingum frá Heimsmeistarakeppninni, þá hlýtur að hlakka
svolitið i fréttamanninum i honum.
Vangeta sjónvarpsins til beinna útsendinga frá tittumræddri
keppni gerir það nefnilega aö verkum að blöðin halda enn um
sinn i það hlutverk sitt að vera aðalfréttamiðill þeirra sem áhuga
hafa á þvi sem er að gerast á Spáni. Ennþá lesum viö fyrst um
leikina i blöðunum og sjáum þá svo i sjónvarpinu. Blöðin eru
áfram fyrst með frásagnir af leikjunum, ef hinir stuttu pistlar
Hermanns Gunnarssonar i útvarpinueru undanskildir, og Hallur
getur þvi varla yerið yfir sig sorgmæddur,hafi hann fréttanefið i
lagi.
Kollegar hans i Danmörku eiga t.d. mun erfiðari daga, þvi þar
sýnir sjónvarpið þr já leiki á dag, alla daga, suma i heild i beinni
útsendingu aðra örlitiö stytta (sem þeir þá geyma i nokkra
Sk«ti&
eftir
klukkutima og sýna seint um kvöld) og mörkin úr nánast öllum
þeim leikjum sem eftir eru. Danska sjónvarpiö skilur ekki mikið
eftir handa Iþróttafréttamönnum blaðanna, ekki frekar en það
sænska, þýska, holienska ogsvo framvegis. Bretarnir fara öðru-
visi aö, þvieinu leikirnir sem sýndir verða beint i riölakeppninni
eru leikir bresku landanna, Englands,Skotlands og Norður-
írlands. Eneinnig þarersjónvarpið á undan, þvi I kvöldfréttum
klukkan 22 er knattspyrnan sjaldan útundan, og alls ekki i
heimsméislarakeppni.
tþróttafréttaritarar islenskra blaöa eiga þvi góða daga um
þessar mundir. Vinnubrögð þeirra eru þó i einu verulega frá-
brugöin þeim sem kollegar þeirra erlendis stunda: lslensku
blaðamennirnir sitja hér uppá Islandi, á meðan flest stærri blöð
nágrannalandanna hafa mann eða menn suður á Spáni.
Þrir islenskir blaðamenn sem viðloðandi hafa verið iþróttir
eru að visu á Spáni, þeir „Sigarnir” — tryggur af Mogganum, -
dór af Þjóðviljanum og -mundur af Dagblaðinu og Visi. Enginn
þeirra fer á vegum blaös sins.þó þeir hringi eitthvaö skemmli'
legt inn.ef þeir rekast á þai, heldur sem h /erjiraðrir áhorfendur.
Sigmundur af DV og Sigurdór frá Þjóöviljanum eru á iþróttasið-
um blaða sinna kallaðir „okkar maöur á HM” en það er Sig-
tryggurekkieinu sinni kallaöurá Morgganum. Norðmaður, lik-
lega kollegi Ingólfs Hannessonar, iþróttafréttamanns úr skóla i
Noregi, er siðan fulltrúi Timans þar suðurfrá.
Mörgum kann að finnast undarlegt að blöðin skuli ekki senda
menn á heimsmeistarakeppnina þegar þau virðast ekki hika við
senda menn meö islenska landsliðinuhvertsem þaöfer, og hvort
sem um knattspyrnu eða handknattleik er að ræða. En þetta er i
raunekkertskrýtiö.
Löngum hefur almennum blaðamönnum þótt það skitt að i
einu skiptin sem blöðin beinlinis senda menn erlendis vegna
frétta þá séu það iþróttafréttamenn aö eltast við tuðru. Sem er
auðvitað sjónarmið útaf fyrir sig. Astæöan er hinsvegar sú að
þarna er um hálf „innlendan” viðburð að ræða, sem ekki kemur
til iandsins eftir hinum venjulegu leiðum — fréttastofutelexun-
um.
Annaö gildir um heimsmeistarakeppnina á Spáni. Um hana
gildir akkúrat það sama og aörar „heimsfréttir”. Allar stærstu
fréttastofur heims hafa á Spáni ótal fulltrúa,sem hafa sambönd
við rétta aöila og þekkja staðhætti. Islenskur iþróttafréttaritari,
jafnvel þó hann sé kunnugur a Spáni,getur I rauninni ósköp litlu
bætt við þaðsem stóru fréttastofurnar hafa að segja.
Iþróttafréttaritarar Morgunblaðsins Þórarinn og Guömundur,
hafa til dæmis aðgang að tveimur „printerum” eða telex-
maskinum, öðrum frá APfréttastofunni oghinum frá Reauter. A
þessum printerum fá þeir nákvæma lýsingu á leikjunum, nán-
astum leiö og þeir eru leiknir, auk viðlala við leikmenn og þjálf-
ara, allskyns tölulegar upplýsingar — bókstaflega allt sem frétt-
næmt getur talist. Þar að aukigetaþeir hlustaðá beinar útvarps-
lýsingar af leikjumGg hverjuhefði svosem fréttamaður Mogg-
ans, sem i mestalagi gæti séð einn leik á dag, við þetta að bæta?
Engu, er greinilega skoðun islenskufjölmiðlanna.
Þaö sama gildir um Dagblaðið og Visi og sjónvarpið og út-
varpið: Þessir fjölmiðlar eru áskrifendur aö erlendri fréttaþjón-
ustu.
Þaðer þvi nokkuð ljóst að þessir „fulltrúar” islensku fjölmiðl-
anna í Spáni eru meira uppá punt en hitt, aö þeir vinni mikib af
I fréttum. Við erum jafn háöir erlendum fréttaskýrendum um
fréttir af HM eins og i Falklandseyjadeilunni eða innrós tsraels-
manna inni Libanon. Ofur eðlilegt.
Föstudagur 18. júní 1982 JpSsturinrL
LElDARYISIIt HliMIilRIKKAR
Ásmundarsalur:
Arkitektar standa fyrir þýskri
sýningu, Náttúruformum, þar
sem fjallað er um ýmis konar
byggingarform, sem koma fyrir i
náttúrunni, jafnt Hfræn sem ólif-
ræn. Sýningunni lýkur á sunnu-
dagskvöld.
Gallerí Langbrók:
Smámyndasýningin Smælki 82,
þar sem Langbrækur sýna. Opin
virka daga kl. 12—18 og 14—22 um
helgar.
Listmunahúsið:
Félagar I Leirlistafélaginu sýna
verk sin.
Listasafn ASI:
Yfirlitssýning á verkum Krist-
jáns Péturssonar listmálara. Þar
eru sýndar teikningar, vatnslita-
myndir, pastel- og oliumyndir.
Listasafn Islands:
Kinverski listmálarinn Walasse
Ting sýnir málverk á vegum
Listahátiöar. Opiö daglega kl.
13.30—22.
Árbæjarsafn:
Safnið er opið daglega kl. 13.30 -
18, nema mánudaga. Aðkoma að
safninu er um gamia rafstöðvar-
veginn og meö leiö 10 frá Hlemmi.
Mokka:
Erla Olafsdóttir sýnir myndverk.
Gallerí Niðri:
1 kjallaranum er samsýning
nokkurra góðra listamanna og
má þar nefna menn eins og Sigur-
jón ólafsson, Guðberg Bergsson,
Sigurð örn Brynjólfsson, Stein-
unni Þórarinsdóttur, Helga Gisla-
son, Kjartan Guðjónsson og Kol-
bein Andrésson. Það sem sýnt er,
er teikningar, skúlptúr, grafik,
keramik, plaköt og strengbrúð-
ur.
Listasafn Einars Jónsson-
ar:
Safnið er opið á sunnudögum og
miðvikudögum kl. 13.30 - 16 til
mánaöamóta, en frá 1. júni er
það opiö daglega, nema mánu-
daga kl. 13.30 - 16. A efstu hæð
safnsins er heimili Einars og
önnu konu hans, og er það til sýn-
is á sama tima yfir sumarmánuö-
ina.
Höggmyndasafn Ásmund-
ar Sveinssonar:
Safnið er opiö þriðjudaga,
fimmtudaga og laugardaga
kl.14-16.
Bogasalurinn:
1 salnum stendur yfir sýning, sem
heitir Myndasafn frá Teigar-
horni, þar sem sýndar eru ljós-
myndir eftir tvær konur, sem
báðar voru lærðir ljósmyndarar,
Nicoline Weyvadt og Hansinu
Björnsdóttur, en myndir þeirra
spanna timabilið frá um 1870 og
fram yfir 1930. Sýningin er opin á
sunnudögum, þriöjudögum,
fimmtudögum og laugardögum
kl. 13.30 — 16.
Ásgrímssafn:
Sumarsýning. Aðþessusinni eru
flestar myndanna vatnslita-
myndir og hafa margar þeirra
sjaldan verið sýndar. Sýndar eru
landslagsmyndir, blómamyndir
og flokkar mynda úr þjóösögum.
Safnið er opið sunnudag, þriðju-
dag og fimmtudag kl. 13.30—16 i
mai, en daglega, nema laugar-
daga.frá og með 1. júnl, á sama
tima. Aðgangur ókeypis.
Nýja Galleríið:
Magnús Þórarinsson sýnir nýjar
oliu- og vatnslitamyndir. Opið kl.
14-18.
Skruggubúð:
1 nýjum sýningarsal súrrealista
aö Suðurgötu 3a stendur nú yfir
sýning, þar sem Medúsa hópurinn
og gestir, þau Alfreð Flóki og
Ragna Björg sýna verk sin.
Sýningin stendur til 25. júni og er
opin kl. 17—22 virka daga og
14—22 um helgar.
Rauða húsið, Akureyri:
Listamaðurinn Oey Tjeng Sit
opnar sýningu á laugardag og
sýnir væntanlega verk, sem hann
hefur unnið að hér á landi að
undanförnu.
Djúpið:
Nonni sýnir verk og uppákomur.
A föstudag, laugardag og sunnu-
dag verða sjónleikir kl. 22.
listsiliátíó
Föstudagur:
Gamla bíó:
Breska kammersveitin The
London Sinfonietta leikur kl.
20.30.
Laugardagur:
Leikfélag
Reykjavikur:
Skilnaður. Nýtt leikrit eftir Kjart-
an Ragnarsson. Frumsýning kl.
20.30.
Kjarvalsstaðir:
Leikin veröa tónverk eftir Hafliöa
Hallgrimsson og Guömund Haf-
steinsson kl. 17.
Sunnudagur:
Laugardalshöll:
Sinfóniuhljómsveit Islands leikur
undir stjórn Gilberts Levine og
einsöngvari er hinn stórkostlegi
Boris Christoff. Tónleikarnir
hefjast kl. 17.
Leikfélag Reykjavíkur
Skilnaður eftir Kjartan Ragn-
arsson kl. 20.30.
Kjarvalsstaðir:
Leikin verður tónlist eftir Þorkel
Sigurbjörnsson kl. 17.
fÓlllÍKf
Fyrir austan f jall:
Landshornamenn fyrir austan
fjall eru beðnir um aö hafa vak-
andi auga, þvi stórhljómsveitin
gamla og góða frá Englandi: The
Troggs, er væntanleg á sveita-
böllin nú alveg á næstunni.
Félagsstofnun
stúdenta:
A fimmtudag i næstu viku veröur
Jónsmessuvaka, sem ber yfir-
skriftina Draumur að veruleika.
Þar munu koma fram ýmsir
listamenn, eins og Fan Houtens
Kókó, Magnús I hvalnum, Von-
brigöi og Sveinbjörn Beinteins-
son. Komið öll og látið drauminn
verða að veruleika.
íitilíf
Ferðafélag Islands:
Föstudagur kl. 10.30: Helgarferð
til Vestmannaeyja.
Föstudagur kl. 20: Helgarferö i
Þórsmörk.
Laugardagur kl. 13: Gönguferð á
Esjuna.
Sunnudagur kl. 09: a) Skarðs-
heiðarvegur, gömul þjóöleið. b)
Hafnarfjall.
Sunnudagur kl. 13: Þúfufjall,
Kúhallardalur og Svinadalur.
Otivist:
Föstudagur kl. 20: a) Helgarferð i
Þórsmörk, gist I skála. b) Eyja
fjallajökull, gist i skála.
Laugardagur kl. 09: Tveggja
daga ferö um Reykjanesfólk-
vang. Bakpokaferð og gist I
göngutjöldum.
Sunnudagur kl. 13: Selatangar og
skoðaðar minjar um gamalt út-
ræði.
Ilíóill
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ ágæt
★ ★ góð
★ þolanleg
0 léleg
Slmi 11475
Niðjar Atlantis (Beyond
Atlantis). Bandarisk kvikmynd.
Leikendur: Patrick Wayne, John
Ashley, Leigh Christian. Leik-
stjóri: Eddy Romero.
Perluveiðarar rekast á þjóðflokk,
sem lifir neðansjávar og er fólkið
talið vera afkomendur ibúa týndu
borgarinnar Atlantis.
Amatörinn (The Amateur).
Bandarisk kvikmynd, árgerð
1981, gerð eftir metsölubók
Roberts Little. Leikendur: John
Savage, Christopher Plummer,
Marthe Keiler. Leikstjóri:
Charles Jarrott.
Cia og Kgb heita tvö góð liknar-
félög, sem berjast innbyrðis um
yfirráð yfir hólpnum sálum. Þessi
mynd fjallar um þá baráttu og
gerist hún að mestu leyti I Tékkó-
slóvakiu. Þar þarf að bjarga
mörgum.
Bæjarbíó:
Dóttir kolanámumannsins
(Coaiminers Daugther). Banda-
risk. Argerð 1980. Leikstjóri:
Michael Apted. Aðalhlutverk:
Sissi Spacek, Tommy Lee Jones.
Prýðilega heppnuð dramatis-
ering á lifi vestrasöngkonunnar
Loretta Lynn. Hvort sem manni
likar sú tegund tónlistar eða ekki
þá tekst enska leikstjóranum
Michael Apted að búa til næmlega
skoðun á bandarlsku sveitalifi
fyrr á öldinni og skemmtilega
lýsingu á þvi þegar litil stúlka úr
þessu umhverfi nær frægð og
frama innan þeirrar alþýðutón-
listar sem þar þrifst. Sissy
Spacek er einkar náttúruleg sem
Loretta Lynn og Tommy Lee
Jones sem klettur i hlutverki
eiginmanns og siðar umboðs-
manns. — AÞ
Huidumaðurinn — sjá umsögn i
Listapósti. 'k 'k 'k