Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 13
13 ~&asturinh Föstudagur, Ur heimi_ kúgunar ogfrelsisþrár Eitt hið furðulegasta við Kathak er að fingerður still hans skuli rúma hvorutveggja, að sundur- leit og strlðandi öfl skuli ekki sprengja af sér allt form og leysast upp i ægilegasta ósam- hljóm. Kannski er skýringin sú að hann er tjáning þeirrar vit- undar sem hefur i lifi sinu lært að brúa bilið á milli sömu and- stæðna og við hér vestra höfum fram til þessa látið tortima okk- ur. Shovana Narayan hefur náð þvistigi i list sinni að hún virðist gera allt án minnstu fyrirhafn- ar. Hún er i senn stórfenglegur danslistarmaður og afburða lát- bragðsleikari. Á sýningunni i Gamla biói sýndi hún dæmi um ýmsar tegundir Kathak, hreinar tækniþrautir, leikdans eða mimu, og útskýrði þess á milli á frábærlega skýran og skil- merkilegan hátt það sem hún var að gera. Hún var allan tim- ann i nánu sambandi við áhorf- endur sem hún hreif mjög með elskulegri og brosmildri fram- komu. Eins og hún sagði sjálf veitti hún manni aðeins ofurlitla innsýn inn i þessa auðugu list, en það sem hún sýndi var engu að siður nægileg visbending um að Kathak er annað og meira en glæsilegur forngripur og að hann hefur veitt ýmsum nýrri straumum viðtöku. Það atriði sýningarinnar sem hreif mig einna mest var t.d. rómantiskur dans byggður á ástakveðskap á Urdu frá siðustu öld, mimiskur dans sem við undirleik seiðandi tóna tjáði ólikar kenndir ástar- innar: gleði og þrá, angist og trega. Það eru engin ný sannindi að fornfræg list Austurlanda búi yfir töfrum sem okkar list skortir eða á amk. i mjög tak- mörkuðum mæli. Hún viður- kennir ekki gráma hversdags- leikans, heldur tekurmann með sér inn i heim ljóða og ævintýra þar sem það eitt er sagt sem máli skiptir. Maður fer glaður og á einhvern hátt endurnýjaður af fundi við slika list og trúir i svip þeirri fornu speki að leik- listin geti þrátt fyrir allt göfgað sálina og gert manninn betri. Hafi Shovana Narayan þökk fyrir komuna! Listahátið i Reykjavik 1982. Rajatabla leikflokkurinn frá Venezuela: Bolívar eftir José Antonio Rial með tónlist eftir Juan Carlos Núnez i leikstjórn Carlos Gim- énez. Og Senor presidente (Forseti lýö- veldisins) byggt á sögu eftir Miguel Angel Asturias. Leik- stjóri Carlos Giménez. Rajatabla leikflokkurinn er kominn hingað alla leið frá Venezuela i Suður-Ameriku. Mér skilst að þar sé hann ein- hverskonar frjáls leikhópur i tengslum við eða á snærum Þjóðleikhússins I Caracas, höf- uðborgar Venezuela. Þessi flokkur kvað vera frægur mjög og rómaður um meginland Suð- ur-Ameriku, þar sem hann hef- ur ferðast vitt og breitt. Þó grunar mig að hann eigi ekki allsstaðar þar um slóðir uppá pallborðið hjá valdhöfum, þvi ef marka má þær tvær sýningar sem hér voru bornar fyrir áhorfendur þá er það stefna leikflokksins aö draga skýrt fram allar hliöar á stjórnarfari og andrúmslofti sem rikir I rikj- um Suður-Ameriku, og þá eink- um þar sem fasiskar stjórnir eru við völd. Rajatabla leik- flokkurinn hefur einnig á und- anförnum árum efnt til leik- feröa til Evrópu og hvarvetna getið sér gott orð. Sagan sýnir okkur að oft er það svo að á menningarsvæðum þar sem þjóðfélagsleg ólga er mikil leysist úr læðingi listrænn sköpunarkraftur sem iðulega dugar til þess að skapa listaverk sem skara langt fram úr flestu þvi sem annars staðar er ógert. A okkar dögum er Suöur-Am- erika slíkt svæði. Þar hafa til dæmis verið skapaðar einhverj- ar eftirtektarverðustu bók- menntir þessarar aldar sem viö erum svo lánsöm aö hafa fengið smjörþefinn af í nokkrum frá- bærum þýðingum. Það á þvi ekki að þurfa að koma manni á óvart að leiklist þar i álfu búi yfir seiðmögnuð- um kyngikrafti þar sem hún fær á annaö borð aö blómgast. Þó aö spænskukunnátta sé ekki uppá marga fiska, þá þyrfti bæöi heyrnarlausan og blindan mann til þess að hrifast ekki með á þeim tveimur sýningum Rajatabla-flokksins sem okkur var boðið uppá af Listahátið. Bolívar Leikritiö Bolívar hefur tvær viddir i tima og rúmi. í fangelsi i fasisku riki eiga fangarnir að halda uppá hátið tengda frelsis- hetjunni Simon Bolívar með þvi að flytja leikrit sem segir frá slðustu ævidögum hetjunnar. Þar er hann að gera upp við for- tiö sina og rifjuð eru upp atvik úr ferli hans. En það fer svo að leikararnir (fangarnir) halda ekki aðskildu veruleika leikrits- ins og þeim veruleika sem þau lifa sjálf I. Þannig blandast JVJ á Listahátíð skáldsins ýmist með eða án bands. Sama er að segja um hljóöfæraleikara. Afrisku áköll- in beinast ýmist til Allah, Jesú, náttúruvætta eða bara elskunn- ar sinnar, en á móti kemur frá okkur katólskur rétttrúnaður, þótt stillinn teygist allt frá greg- oriönskum söng til djassættaðs rokks. Niðurstaðan er auðvitað sú, að trúarþörf og tónlistar- ástriða mannsins er I eðli sinu ein og hin sama alltaf og allstaðar, mismunur er yfir- borðslegur og kenningakerfi snúast um smámuni. Það má endalaust deila um, hvernig til tekst að blanda þessu, en meginatriöiö hér og nú er að þetta var bráðskemmti- legt, hressilegt og á köflum hrif- andi. Signý Sæmundsdóttir (einn ungliðinn enn) söng mið- lungsgott Faöir vor af þeim hamslausa innileika, sem við á, þegar leikið er i anda hinnar náttúrlegu kristni, sem oft er svo auðkennandi fyrir óbreytta Afrikubúa og birtist einnig skýrt i amerisku negrasálmunum. Svo var einsog hún kæmi beint frá mjöltunum. Þannig er hægt aö imynda sér frumkristnina. Sjálfur átti ég þess kost fyrir nokkru að dveljast smátima suður i miðri Afriku. Meöferð þeirra á evrópskri kirkjutónlist er i ágætu jafnvægi við þvilikar tilraunir af okkar hálfu. En hjá þeim er hún sjálfsögð og virðist ekki krefjast mikilia heilabrota. Kátt i hárri höll A mánudagskvöldið voru svo tónleikar þeir I Laugardalshöll, sem komu i staö hinna fortöp- uöu meö James Galway, sem i krakkaleik braut eitt rif úr sinni siöu, ef þá ekki lika viðbein og miðhandarbein. Abyrgðarlaust athæfi — og eiga að fara til Is- lands. Stjórnandinn var þó hinn sami, David Measham, sem virðist einn af þessum bresku góðlátlegu grinistum, sem eru einna fjölmennastir þar og hér og i Danmörku. Þaö var byrjað á forleik Ross- inisað Kjóanum.sem ég held sé einfaldari þýðing en Þjófótti skjórinn, og var auövitað upp- lifgandi einsog allt annað frá þeim safarika manni. Einnig var spiluð sinfónia nr. 44 eftir Haydn afmælisbarn. Um hann má svipað segja og Rossini, og hér sem endranær hefur hann gætt þess að hafa lokaþáttinn fjörugan til að freista þess að vekja hirðpakkið, sem einatt var farið að dotta undir Ad- agio-kaflanum eftir át og drykkju kvöldveröarins. Ekki veit ég, hvort það var I viröing- arskyni við Haydn, að Davið notaði ekki tónsprota viö sin- fóniuna hans, en þaö var a.m.k. mjög við hæfi. Tónsprotar voru nefnilega allsekki komnir til sögunnar á dögum Haydns. Dá- dýrasvitan eftir Francis Poul- encrak lestina, og það var fal- leg slaufa. Ivo Pogorelitsj — hinn nýi Múhameð Ali pianóleiks- ins. En áður hafði þó trompinu verið spilaö út, uppbótinni fyrir James Galway, hinum nýja Múhameð Ali pianóleiksins, jafnaldra Signýjar áðurnefndr- ar, Júgóslavanum Ivo Pogorel- itsj. Og þaö er með hann einsog Ali, að hvernig sem hann lætur utan sviðs, þá er hann snill- ingur, þegar komið er i hring- inn. Ekki skil ég af hverju dóm- nefndin i Varsjá fór að æsa sig útaf túlkun hans á pianókonsert Chopins I f-moll, sem hann lék okkur. Þetta er ósköp penn pilt- ur og spilar I rauninni ósköp pent, en aö visu með þónokkurri sérlund, sem sennilega er ein- mitt I anda uppreisnarmannsins og eldhugans draumlynda, Chopins. En þetta er nú ástmög- ur pólsku þjóöarinnar, og þar kunna sumir aö vera ofurvið- kvæmir fyrir hefðarlausri túlk- un likt og til munu þeir okkar á meöal, sem telja allt misþyrm- ingu á Jónasi Hallgrimssyni, nema sinn eigin smekk. En um tiltektir Ivos þessa hjá og frá slaghörpunni mætti með nokkrum hugarsnúningi viöhafa orö Jóns lærða um Staðar- hóls-Pál, að hann „var ofbjóð- anlegur i orðum og lét fátt ótalað, allra manna ófalskast- ur.” saman hugmyndir Bolívars um frelsi og réttlæti og von fang- anna um það sama I heiftúðugri andstöðu við fulltrúa yfirvald- anna, fangaveröina. Þessi blanda tima og rúms og andstæöurnar sem teflt er fram er magnað upp með frábærum leik og frumlegri og mjög lif- andi sviðsetningu. Einnig er i þessu verki notuö mikil tónlist, sem ekki var siður áhrifamikil. Forseti lýðveldisins Leikritiö Forseti lýðveldisins er byggt á samnefndri bók eftir Miguel Angel Asturias sem út kom hér á landi áriö 1964 hjá Máli og menningu I þýðingu Hannesar Sigfússonar. Leikur- inn er ekki eiginleg leikgerð sögunnar heldur er byggt á henni þannig að meginatriði at- buröarásar og helstu persónur eru úr sögunni. Verkið fjallar um vald og spillingu i Suöur-Amerikuriki. Sýnt er hvernig valdhafarnir beita öllum kúgunarráðum til þess að halda fólkinu i ótta og undirgefni. Hér er ekki ástæða til þess að rekja söguna frekar, en hitt er vist að I leikverkinu tekst að skapa magnaö andrúmsloft sem heldur áhorfanda föngnum út alla sýninguna. Þaö er athyglisvert i báðum þessum sýningum hvernig ytri rammi sviðsins er sprengdur og atriðin sem gerast eiga á mis- munandi stöðum eru látin renna hvert inn i annað. Þetta gerir það að verkum að aldrei veröur lát á þeirri spennu sem stig- magnast út alla sýninguna. Það eru greinilega margir frábærir leikarar I þessum leik- flokki. Bæði þeir og leikstjórinn leyfa sér að ganga heldur lengra i þvi að blanda saman raunsæj- um og ýktum leik en maöur á að venjast. Þessi aðferð heppnast mjög vel i báöum sýningunum, en er áreiðanlega mjög vand- meðfarin. Þaö er leiklistarlegur stórviö- buröur að fá Rajatablaleik- flokkinn til að sýna hér á landi. Vert er að þakka stjórnendum Listahátiðar sérstaklega fyrir og með fylgir sú ósk að islenskir leikhúsmenn megi eitthvað af læra. G.Ast. ' Efnisskrá: ^ Beethoven: Leonóra forleikur nr. 3 Mozart: Aria Leporellos úr óperunni Don Giovanni Verdi: Forleikur að óperunni Vald örlaganna Recitativ og ariur Bankós úr II. þætti óperunnar Macbeth Söngur Filippusar II. úr óperunni Don Carlos Hlé Glinka: Atriði og aria úr óperunni Lif keisarans Tsjaikovsky: Rómeó og Júlía Mussorgsky: Dauði Boris keisara úr óperunni Boris Godunov Laugardalshöll sunnudaginn 20. júni kl. 17.00. Miðasala í Gimli við Lækjargötu 14.00-19.20 daglega.Sími 29055 Konungur bassasöngvaranna BORIS CHRISTOFF með Sinfóníuhljómsveit Islands stjórnandi GILBERT LEVINE Listahátið 1982

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.