Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 20
20 Föstudagur -18.. júní' 1982 irink Einhver alvinsælasta leiksýning á því leikári sem nú er að Ijúka er án efa sýning Leikfélags Reykjavíkur á leikriti Kjartans Ragnarssonar, Jóa. Þar er fjallað um vanda þeirra fjöl- skyldna sem eiga þroskahef t barn. Hver á að annast það? Á ein- hver að fórna sér og framavonum sínum fyrir barnið? Og þá hver? Eða á að varpa ábyrgðinni á einhverja stofnun úti í bæ? Þetta eru stórar spurningar fyrir þá sem þær snerta. En hvernig lítur dæmið út frá sjón- arhóli þeirra einstæðu foreldra sem eignast þroskaheft börn? Sem eru kannski einstæðir vegna þess að hjóna- bandið brast við fæðingu barnsins. Helgarpóstur- inn ræddi við tvær ein- stæðar mæður með þroskaheft börn; önnur á 18 ára stúlku, hin á 27 ára son. Einnig var rætt við Margréti Margeirs- dóttur sem starfar að málefnum þroskaheftra og fatlaðra fyrir félags- málaráðuneytið. „Eigum að hafa óþrjótandi tíma og orku” Fyrsti viftmælandi blaðsins er einstæö fjögurra barna móöir i Breiöholti. Hún á tvo uppkomna syni og tvær dætur, önnur er 18 ára og þroskaheft, hin er á grunnskóla- aldri. Þrjú elstu börnin átti hún meö sama manninum en þau skildu þegar dóttirin var 6 ára. Nokkrum árum siöar giftist hún aftur en seinni maöur hennar dó eftir nokkurra ára hjónaband. „Dóttir min er á mörkum þess aö vera talin vangefin, og I þvi liggur ein aöal- ástæöan fyrir þvi hve erfitt hún hefur átt uppdráttar. Hún hefur lent á milli, hún er ekki algerlega vangefin, bara ,,heimsk”,og þaö er ófyrirgefanleg synd i þessu þjóðfé- lagi.” — Var hún þroskaheft strax við fæöingu? „Þaö uppgötvaðist ekki fyrr en hún var orðin þriggja ára. Þaö hefur ekki tekist aö finna ástæöuna fyrir þvi, en þaö er ekki tal- iö ósennilegt aö um fæöingarskemmd hafi verið aö ræöa. Hún byrjaöi aö tala og ganga á sama tima og önnur börn og lengi framan af var ég sú eina sem hélt þvi fram aö eitt- hvaö væri athugavert viö hana. Hún var mikið veik fyrstu árin, fékk ma. astma, og læknarnir vildu aldrei athuga hvort hún væri þroskaheft. Viö bjuggum úti á landi fyrstu árin og þaö var ekki fyrr en viö flutt- um til Reykjavikur aö skriöur komst á mál- iö. Þá var hún 5 ára gömul og ég fór meö hana til Geirs Þorsteinssonar barnalæknis. Hann var mjög duglegur aö ýta á eftir mál- inu og á skömmum tima var hann búinn aö athuga hana og fá pláss á leikskóla. Þaö var mikill léttir þvi hún haföi veriö erfiö, nú fékk hún rétta meöferð og komst inn á leik- skóla sem var henni mikils viröi.” Hann gat ekkikyngt því — Stuttu siöar skilur þú viö fööur hennar. Atti úrskurðurinn um ástand dótturinnar einhvern þátt í þvi? „Já, hann átti þaö. Stúlkan haföi veriö uppáhald fööur sins og hann gat ekki kyngt þvi aö hún væri þroskaheft. Þaö fékk mikiö á hann og hann hefur litiö skipt sér af henni eftir skilnaöinn.” — Svo kemst hún á skólaaldur, hvaö ger- ist þá? „Hún datt út úr dagvistarkerfinu sex ára gömul og þá voru engar dagmömmur til. Þegar hún var sjö ára var ákveðið aö hún settist i bekk meö 6 ára börnum. En þaö gekk ekki, hún gat ekki fylgst meö. Hún þurfti hjálp en þá var litið um hjálpar- kennslu, þaö voru svo fáir sérkennarar til. Svo fluttum viö i Breiöholtiö og hún fór I sérbekk i Fellaskóla. Þaö heföi getaö veriö mjög gott, en i þessum bekk voru mörg börn sem áttu erfitt af félagslegum ástæö- um, ekki vegna greindarskorts. Þau trufl- uöu kennsluna, kennarinn réö ekki viö þau og gat ekki sinnt þeim sem þurftu aöstoð. Ég talaöi viö skólastjórann út af þessu en hann sagöi aö ekki væru til peningar til að skipta bekknum, og þaö væri reyndar óþarfi. Svo gifti ég mig aftur og þá breyttist allt. Nú var ég oröin viröingarverö kona. Maö- urinn minn sinnti þessu lika mikiö og nú fékk hún aukna sérkennslu. Hún sýndi framfarir og sama var uppi á teningnum þegar viö fluttum vestur i bæ og hún fór I Hagaskólann. Ég kom henni i greindarmælingu hjá sál- fræðideild skóla, en um þaö leyti veiktist maöurinn minn og dó, auk þess sem ég þurfti lika aö sinna móöur minni sem var mikiö veik. Ég haföi þvi lítinn tima til aö sinna stúlkunni og átti erfitt með aö mæta hjá sálfræöideildinni. Ég baö þau aö hringja I mig en þaö var ekki gert. Aður en maöurinn minn dó var búiö aö ákveöa aö athuga hvort hún væri lesblind þvf viö tók- um eftir aö hún hljóp yfir orö þegar hún las. Þegar ég var oröin ein var hins vegar ekki talin þörf á aö athuga þetta. Hún fór lika aö koma niöurbrotin heim úr greindarprófinu, það var alltaf veriðaö spyrja hana um kyn- feröismál. Þeir virtust hafa mestan áhuga á þvi og áhyggjur af þvi aö hún yrði barns- hafandi. En hún vildi ekki tala um þessi mál. Ég þurfti að vinna svo mikið Eftir þetta greindarpróf var allt strand. Hún fékk litla hjálparkennslu — það var einkum I athvarfi — en aö öðru leyti haföi kerfiö ekki upp á annað aö bjóöa en venju- legtgrunnskólapróf. Hún tók þaö og kolféll. Henni var boöiö upp á endurtekningu og hún fór i Vöröuskólann. Þar var yfirferðin allt of hröö og svo tók viö enn eitt fallprófiö, enn ein vonbrigðin. Ég haföi litinn tima til aö sinna henni þvi ég þurfti að vinna svo mikiö.” — Fékkstu enga fjárhagsaðstoö svo þú -gætir dregiö úr vinnu og veriö meira heima? „Nei, það þýddi ekkert aö biðja um það. Það er ekkert tillit tekiö til þess aö maöur er einn. Þvert á móti var eins og kröfurnar ykjust aö mun eftir aö ég varö ein. Þaö er eins og einstæöar mæöur eigi aö hafa óþrjótandi tima og orku. Þær eiga aö geta hlaupiö á fund hvenær sem yfirvöldin kalla, þaö er eins og maöur hafi engar skyldur við atvinnurekanda sinn. Ef maöur getur ekki mætt á fund yfirvalda veröa öll mál mjög þung I vöfum. Aðalástæöan fyrir þvi aö ég fékk aldrei aöstoö var sú, aö kerfiö flokkar hana ekki meö þroskaheftum, hún er bara á eftir, „heimsk” eins og sagt er. Það heföi veriö nauösynlegt fyrir mig aö fá fjárhagsaöstoð til þess aö ég gæti dregiö úr vinnu og sinnt henni betur. Einkum þegar hún var yngri, þvi ég hef lesið aö greindarþroskinn haldi áfram til 16 ára aldurs, eftir þaö eykst greindin ekki.” Dottin út úr kerfinu — Hvaö gerir hún núna? „Hún er i vinnu, en hún þolir þaö illa. Hún er veikbyggð og þolir ekki erfiöisvinnu. Hún veit þaö lika aö án þess aö læra á hún litla möguleika. Þess vegna hefur hún talaö um að fara i heimavistarskóla, en ég er ekki trúuö á þaö. Þar fengi hún litla aöstoö. Hún er einfaldlega stopp, dottin út úr kerf- inu. Af þvi hún er ekki vangefin þarf kerfið ekki aö sinna henni lengur. Fólk hefur sagt viö mig aö hún geti alitaf unnið. Þaö gerir sér ekki grein fyrir aö munurinn á henni og jafnöldrum hennar eykst stööugt. Núna er hún ekki ósvipuð 11 - 12 ára barni aö þroska. Hún er stór og stæöileg i vexti og fólk getur ekki ráöiö þaö af útlitinu hvernig hún er. Þaö er ekki fyrr en hún opnar munninn sem þaö kemur I ljós. Auk þess er ég hrædd um aö hún veröi misnotuð á vinnustaö.” — Hvernig hefur umhverfiö brugðist viö henni? „Þegar hún var litil átti hún oft i árekstr- um viö leikfélaga sina. Þeir þroskuöust hraöar en hún og áttu ekki samleiö meö henni. Hún á þvi enga vini núna og er ein- mana. Lif hennar er gjörólikt lifi bræðra hennar. Þeirbjóöa vinum sinum heim, fara út að skemmta sér og feröast eins og ungt fólk gerir. En hún er alltaf ein, hún getur að visu feröast meö mér, en aö ööru leyti er lif hennar afskaplega innihaldslaust.” — Hefuröu reynt aö eiga samstarf við aðra foreldra barna sem svipaö er á kom- iö? „Já, ég hef reynt þaö, en þaö gengur illa. Eins og ég sagöi er þaö ófyrirgefanlegt aö vera „heimskur” og þaö er eins og fólk vilji ekki horfast i augu viö þaö og reyni aö feia þaö.” ósköp lítið fyrir sjálfan sig — Hvaö biöur hennar I framtiöinni? „Guö minn góöur, ég þori varla að hugsa um þaö. Þaö er ekki bjart framundan. Ég vildi reyna að hjálpa henni aö læra svo hún gæti bjargaö sér sjálf. En eins og sakir standa er hún alveg upp á mig komin. Ég vona bara aö ég haldi heilsu, en hvaö gerist þegar ég fell frá ? Þá er ég hrædd um að hún veröi fyrir aðkasti.” — Hvernig áhrif hefur þetta haft á þig? „Þaö sem mér hefur fundist verst er aö þurfa sifellt aö slökkva allar hennar vonir um að læra eitthvaö, eignast félaga osfrv. Svo er þaö lika óskaplega mikilvægt fyrir okkur foreldra svona barna aö geta verið þess fullviss aö allt hafi veriö gert til aö hjálpa henni. Sé þessi fullvissa ekki til staö- ar fylgir þvi nagandi samviskubit. Ég fékk um tima mikinn áhuga á aö veröa þroskaþjálfi en til þess haföi ég enga aöstöðu, hvorki'félagslega ná efnahags- lega. Þær breytingar sem geröar hafa veriö á skattalögunum hafa fariö illa meö okkur einstæöa foreidra. Núna vinn ég vakta- vinnu, þaö er algjör nauösyn þvi kaupið er svo lágt aö dagvinnan nægir engan veginn. Svo þarf ég aö sinna henni þaö mikið aö þaö er ansi litill timi afgangs. Maöur gerir ósköp litiö fyrir sjálfan sig.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.