Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 25
sturinn 25 rosTuaagur■ ib. iuni iyaz prestskosninganna myndir: Jim Smart Önundur yfirgefur vinnus taðinn, út- varpið — lifandi starf. Madkar og grös... Nú er vist komift sumar. Ég sé aö minnsta kosti ekki betur, þegar ég lit út um gluggann. Maöur heföi vist ekki trúaö þessu i vetur þegar allt var frosiö fast og stormarnir stóöu noröan af pól. Þá var ég vanur aö hugga meöbræöur mina, sem stundum litu til min og kvörtuöu yfir aösteöjandi vandamálum; peningaleysi bankanna, veöráttunni og heilsunni. Ég sagöi þeim aö hafa ekki áhyggjur þvi öll él stytti upp um siöir og i siöasta lagi i sumar. Nú er komiö sumar. Og vandamálin halda áfram aö hrannast upp. Ég get nefnt garöinn hér aftan viö húsiö sem dæmi. Fyrir mánuöi haföi ég engar áhyggjur af honum. Hann leit út eins og Laugardalsvöllur- inn eöa aörir Sprengisandar veraldarinnar, og ég velti þvi fyrir mér aö fá einhvern til aö malbika yfir flagiö. Svo kom voriö og grösin uröu kolvitlaus. Ég varö aö útvega sláttuvél og ýta henni fram og aftur yfir þessa fáu fermetra, svo grasiö yxi mér ekki yfir höfuö, fléttaöist i hringi utan um húskof- ann og flæmdi mig af lóöinni. Þegar grasiö lá slegiö i haug og lifi og limum var bjargaö I bili, hélt þetta undarlega græna efni áfram aö spretta upp úr jöröinni. Viku eftir aö ég sló, var ég aftur farinn aö hafa áhyggjur af gróörinum og skimaöi i slfellu út af tröppunum af ótta viö aö konan, sem hefur legiö þar i sólbaöi,væri uppétin af þessum taugabilaöa gróöri. Hvers konar jarövegur er þetta eiginlega? t átta eöa niu mán- uöi kúrir hann i helgreipum frostsins, sleppir engri jurt lausri og svo gefur hann lausan tauminn, spýtir upp vesalings grasinu þessa þrjá mánuöi og heldur aö ég hafi ekki annaö aö gera en slá og klippa. Égsá i landbúnaöarriti um daginn, aö þaö er heyleysi á Vest- fjöröum og sjálfsagt viðar. Heybirgir bændur selja þeim hey- lausu tuggu fyrir þúsundir króna. Og ég sit uppi meö þessi strá, hagnast ekki um einn eyri á þessu furöulega striti meö ljáinn. Ég hef ævinlega haldið þvi fram, aö sköpunarverkiö væri gallaö. Hvers vegna vex ekki gras, sem og annar gróöur sem mann- fólkiö brúkar, jafnt og þétt allt áriö? Og hvernig stendur á þvi, aö i skrautgöröum bæjanna þarf aö hafa her manns á launum viö að slá gras, slá einu sinni i viku, þegar tún bænda skila aöeins einni uppskeru, sem þar aö auki verður að kreista upp úr ökr- unum meö þvi aö ausa yfir þá útlendum áburöi og innlendum skit? Vikupóstur frá Gunnarí Gunnarssyni Garöarnir i Reykjavlk mega þó eiga þaö, aö þeir veita fjöl- mennum hópi manr.a skemmtilega atvinnu. A kvöldin þegar gróðrarskúrirnar hafa hellst yfir þökin og jöröin öll er rennandi vot, birtist sérkennileg herdeild vopnuö stórum fötum eöa pokum og vasaljósum. Maökatinslumennirnir slíta stóra, feita maöka upp úr gras- sveröinum og ég hef heyrt aö þeir selji laxveiöimönnum maök á fimm krónur. Kunningi minn einn er duglegur i maökatinslu. Eina nóttina haföi hann fimmtán hundruö krónur upp upp úr krafsinu. Og ég veit aö hann telur þær ekki fram, svindlar blá- kaldur á skattinum, stingur þessu öllu i eigin vasa. Ég hef boöið honum aö tina maök hjá mér. Ég ætla aö sitja á tröppunum á meöan og segja honum til. Svo tek ég fimmtiu pró- sent af uppskerunni og viö förum og seljum á Torginu. Skatt- frjálst. Kunningi minn er ekki hrifinn af hugmyndinni. Hann segist ekki þurfa aö borga öörum garöeigendum nein fimmtiu prósent. Hann segist ekki borga þeim neitt. Hann segist einn ætla aö græöa tugi þúsunda og ef ég gangi meö hugmyndir I kollinum um maöka-prósentur, lýsi þaö aöeins minu kapitalistiska inn- ræti, sem er þaö sama og lágkúrulegt innræti. Segir hann. Hugsiö um þaö.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.