Helgarpósturinn - 18.06.1982, Page 5

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Page 5
^n^tlirinn Föstudagur 18. júní 1982 5 Steinunn: „Losna við fituna og laga vöxt- inn’’ Þórunn: „Gaman aö púlinu” Hrafnhildur: Vildi ekki eiga mann sem ég gæti tuskaö ti 1 ’’ Marta: „Kæri mig ekki um hár á magann” losa sig við áfengið úr likamanum eftir venjulegt fylleri?”, sögðu þær. „Þú ættir að koma hingað á mánudögum þegar allt er komið á fullt og finna svita- lyktina”, sögðu þær. „Hún er ógeðsleg, og miklu verri en þegar liða tekur á vikuna. Það er bara vegna þess að á mánudögum er helgin að gufa upp úr fólki. Það er brenni- vínið og veislumaturinn sem er að hreins- ast útúr likamanum”, sögðu þær. Hrafnhildur er sú eina þessara stúlkna, sem er þekkt fyrir likamsræktina, þökk sé íslandsmeistaratitlinum. Hún var spurð, hvort hún yrði fyrir einhverskonar aðkasti vegna þess. ,,Já og nei”, sagði hún. „Ég er ekki að segja að ég sé neitt öfundsverð, en margar þær stelpur sem eru eitthvað að setjaútámig, gera það bara vegna þessað þær dauðlangar að vera svona”, sagði hún. — En hvað finnst þeim um karlmenn sem eru ofboðslega vöðvastæltir? Margar konur eru ekkert hrifnar af miklum vöðvum og þá karlar ekki af kvenvöðva- fjöllum. Hrafnhildur var fljót til svars: „Mér finnst þetta flott. Alveg æðislegt, i einu orði. Ég hef alltaf verið hrifin af vöðvum”. Hinar voru ekki alveg jafn vissar, nema — Eru þær að þessu til að ganga i augun á karlkyninu? Nei, ekki eru þær að þvi. „Við erum að þessu fyrir okkur sjálfar”, var samróma svar þeirra allra. „Þetta er okkar áhugamál, við höfum gaman af þessu, þetta er hollt, og það er meira en næg ástæða”. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir Marta Unnarsdóttir „Ég var i sumarfrii i Bandarikjunum, nánar tiltekið i Kaliforniu, i fyrrasumar og rakst þar inná Hkamsræktarstöð fyrir til- viljun. Hún var afskaplega glæsileg, salurinn flottur og öll aöstaöa, og ég byrjaði aö lyfta þar að gamni minu. Og siöan hef ég veriö aö lyfta”, sagöi Hrafnhildur Val- björnsdóttir, nýbakaður tslandsmeistari I vaxtarræktinni, þegar hún var spurö um tildrög þess aö hún fór úti þetta sport. „Ég var i frjálsum iþróttum áður, en hæl- arnir á mér eru orðnir hálf ónýtir eftir upp- skurði, þannig að ég get ekki stokkið eða hlaupið neitt að ráði. Þess vegna er þetta mjög hentug leið fyrir mig til þess að halda mér i formi. Og eftir þvi sem ég æfi leng- ur, þvi skemmtilegra finnst mér þetta. Ég er alveg ákveðin i að ná þvi útúr skrokkn- um sem ég mögulega get”. Hrafnhildur æfir að sjálfsögðu eftir skipulega uppbyggðu prógrammi. Þannig æfði hún markvisst fyrir Islandsmótið á sinum tima, en nú er hún að byggja likam- ann upp ,,að nýju” ef svo má að orði kom- ast. Núna æfir hún tvo daga i röð, en tekur siðan hvild einn dag á milli. Þá daga notar hún kannski til að taka létta hlaupaæfingu. Hrafnhildur æfir einn og hálfan til tvo tima i einu, og skiptir likamanum i tvennt, þ.e. hún tekur fyrir helming vöðva likamans fyrri daginn, og klárar hann svo daginn eftir. Hún er 22 ára og vinnur sem þjálfari i Likamsræktinni við Laugaveg. kannski Steinunn, og ekki jafn ofboðslega hrifnar. „Of mikið má af öllu gera, og þessu sjálfsagt lika, en vöðvastælt fólk er án efa fallegra en þaðsem er þaðekki. Það er ekki sambærilegt”, sögðu þær. „Þetta er lika eitt af þvi sem manni finnst fallegra eftir þvi sem maður horfir meira á það,” bætti Steinunn við. „Ég er aö þessu til aö fá góöan og heil- brigöan skrokk, fallegar llnur, og án þess aö fá 16 tommu handleggi eöa hár á mag- ann”, sagöi Marta Unnarsdóttir, þegar hún var spurö hvers vegna hún stundaöi likamsrækt af jafn miklum eldmóöi og raun ber vitni. „Það eru nú ekki nema svona fjórir mánuðir siðan ég byrjaði á þessu. Þá hafði ég þessa venjulegu fordóma gagnvart þessu og ætlaði sko alls ekki að fara úti að æfa þetta. En ég slysaðist hingað inn fyrir tilviljun og keypti mér mánaðarkort — það var ekki hægt að vera i styttri tima — og þótti fljótlega ofboðslega gaman að þessu”, sagði Marta. Hún æfir þetta með keppni i huga, og hleypur eða syndir þá daga sem hún er ekki að lyfta. Sem eru fáir. Þetta er fyrsta iþróttagreinin sem hún stundaraf einhverri alvöru. „Ég hef verið á skiðum og i sundi, en ekki sem keppnismanneskja. En i þessu stefni ég hátt”, sagði hún. Marta er 18 ára og er þjálfari við Likams- ræktina við Laugaveg.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.