Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 18.06.1982, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 181 júni 1982 irinr, Samskipti fólks gegnum síma eru öðru vísi en undir fjögur augu Við sem höfum haft aðgang að síma alla ævi tökum þessu gagnlega tæki sem sjálf- sögðum hlut. Oft hafa bless- aðir ráðherrarnir okkar stjórnað landinu á golfvöllum eða í skíðabrekkum erlendis með hjálp símans. Afstaða fólks til síma er margvísleg. I borg nokkurri í Kanada voru menn spurðir um viðhorf þeirra til simtala. Meira en helmingi þeirra sem spurðir voru fannst betra að vera augliti til auglitis við við- mælendur sína en að tala við þá í síma. Mörgum þótti siminn kaldur og ópersónu- legur og kváðust eiga erfitt með að túlka hugsanir sínar símleiðis. Og sumir áttu erfitt með að tala án þess að nota handapat og svipbrigði. Þótt svörin hafi veriö á þessa lund hjá Kanadamönnunum er samt margt sem bendir til þess aö unnt sé aö leysa flókin vandamál og miöla upplýsingum með hjálp sima meira en nú er gert. Þannig geta menn sparaö sér dýrindisferöalög og dýrmætan tima. En mest kemur á óvart aö þess hefur oröiö vart aö i gegnum síma er oft betra að gera. ýmiss konar samninga heldur en á persónulegum fundum. Viðtækar rannsóknir hafa leitt i ljós að menn eiga betra meö aö hafa áhrif á skoöanir viðmælenda sinna i sima en með persónulegum samtölum. Málfræðingar og hegöunarfræöingar hafa löngum velt vöngum yfir þvi hvernig slmtal getur I raun átt sér staö. Ekkert sjáanlegt bendir til þess að viömælandinn hafi lokiö máli sinu, augntillit eöa sllkt. Fræöimennirnir sjá simtal fyrir sér sem allsherjarum- ferðaröngþveiti meö löngum þögnum, framigripi og fólki aö tala hvert i kapp viö annað. En þannig gerast simtöl ekki og þeir eru margir sem leggja litið upp úr þessum sýnilegu táknum i samtali. Athugun viö Cambridge-háskóla leiddi i ljós aö i 61% tilvika luku menn máli sinu þannig aö þaö varö ekki misskilið af oröalagi eöa þá aö breyting varö á röddinni sem benti til aö útlistun væri lokiö. Niðurstööur einnar þeirra tilrauna sem gerðar hafa verið meö sima koma hvaömestá óvart. Flestir álita aö þeir sem gæddir eru fljúgandi mælsku og miklum persónutöfrum geti fengiö hvern sem er á sitt band meö einu sim- tali, hver sem málstaðurinn er. Þetta er ekki rétt. I simtölum er þaö hér um bil alltaf sterkari málstaöurinn sem veröur ofan á. Menn meö óllkar skoöanir á hinum 'ýmsu málum voru fengnir tveir og tveir saman, til aö reyna aö komast aö samkomulagi. Samræöurnar áttu sér staö með þrennum hætti; augliti til auglitis, meö hjálp innanhússsjón- varps og meö innanhússkallkerfi (simakerfi). í ljós kom aö menn skiptu oftast um skoöun sem notuöu kall- kerfið en sjaldnast þegar þeir sáu and- mælanda sinn frammi fyrir sér. í framhaldi af þessari tilraun áttu þátttakendur aö senda inn svör viö Slegið á þráðinn sömu spurningum þegar tveir mánuöir voru liðnir frá tilrauninni. Mjög algengt var aö fólkiö væri þá aft- ur komið á upprunalega skoöun, eink- um kvenfólkiö. Kona er nefnd Valerie Geller. Hún hefur gert einna viötækastar rann- sóknir allra manna á simaatferli fólks. Meðal annars hefur hún gert þrenns konar tilraunir og niöurstöður þeirra leiða I ljós að auöveldara er að blekkja menn á persónulegum fundum en þegar átt eru við þá simaviðtöl. Athug- anir Gellers byggjast á fyrirbæri sem sálfræöingar þekkja mjög vel og oft er notað i ábataskyni: Sumir menn hafa fullkomiö vald yfir þeim áhrifum sem þeir hafa á aöra og beita þá ýmsum brellum; svipbrigöum, fasi, og þeir haga gjarnan samræöum svo aö þær falli i kramiö hjá viömælandanurn. Visindalegar athuganir á atferli slmnotenda leiöa sitthvaö i ljós.Ef ég ætla i viötal vegna atvinnuumsóknar og hef eitthvaö aö fela er aö likindum heppilegra aö ég eigi persónulegan fund viö tilvonandi vinnuveitanda minn en aö tala viö hann i sima. Þaö er sem sé betra aö blekkja fólk i beinu viðtali en I sima. Þeim, sem hyggst selja illseljanlega vöru, er ráölagt að hitta „fórnarlamb” sitt augliti til auglitis fremur en aö nota simann. En sá, sem hefur fram að færa góöan málstaö eöa söluvöru, á hiklaust aö nota simann, einkum ef sölumaöurinn er örlátur i eöli sinu. Þá er minni hætta á aö hann gefi allan lagerinn. Simasálfræöin er i örum vexti og stööugt eykst þekking á henni. Hér er eitt dæmiö: Fyrir nokkru var komiö á sérstökum fundi skipulagsstofnunar og landeigenda i bandariskri borg. Fyrirkomulag fundarins var með mjög óvenjulegum hætti. Þessum hagsmunahópum var komiö fyrir hvorum i sinu húsinu og voru 50 km milli húsanna. Enginn þekkti nokkurn mann úr hinum hópnum. Ákveðið var aö fyrri hluti fundarins yröi haldinn með hjálp innanhússsjónvarps en hinn siöari meö innanhússkallkerfi. A siðustu stundu var tilkynnt aö þessu yrði snúiö viö, af tæknilegum ástæöum. Litillega bar á nöldri en samt fór allt eins og best varö á kosiö. Þegar fundurinn var hálfnaöur var skyndilega kveikt á sjónvarpstækjum og andlit birtust á skjáum. Sá, sem haföi oröiö, stansaöi i miöjum kliöum og menn tóku nú hver á fætur öðrum aö kynna sig þótt þeir heföu þegar átt alllangan viöræöufund. Þaö er alkunna aö simasölufólk verður aö beita sértökum aöferðum viö viðskiptavini sina. Pete Johnson, leiöbeinandi hjá bandariska stórfyrir- tækinu AT&T, gefur aö lokum nokkur góöráö: Vertu búinn aö ná athygli viö- skiptavinarins á fyrstu 20 sekúndum samtalsins og vektu traust hans. Reyndu aö foröast merkingarlaus orö og oröatiltæki eins og „kannski”, „hugsanlega”, „gætir þú?”. Og þótt þú sért að hringja i fertugasta sinn og bjóða sama hlutinn veröurðu aö viröast jafn-liflegur og áhugasamur og þegar þú hringdir I fyrsta sinn i morgun. MIKILL BILL MAGUR Á FÓÐRUM. $ VÉLADEILD Ármúla3 S.38900

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.