Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 6
„Flokkshollustan hefur minnkað" Stjórnmálafræðing- ar rannsaka kosningahegðun íslendinga Hvers vegna kýs Jón Jónsson verkamaður Framsóknarflokkinn, en bróðir hans, Sigurður kennari, Alþýðu- bandalagið? Getur verið að þeir skipti um skoðun i næstu kosningum og kjósi þá Sjálfstæðisflokkinn eða Alþýðuflokkinn? Og af hverju skipta þeir um skoðun? Er það vegna hermálsins? Eða vegna óánægju með stjórnina? Eða af þvi að þeim list betur á frambjóðendur hinna flokkanna? Þetta og ýmislegt fleira ætla tveir stjórnmálafræöingar séraökannaánæstumánuöum. Þeir ólafurÞ. Haröarson og Svanur Kristjánsson eru báöir kennarar við Háskóla tslands og fenguá dögunum styrk úr Vfsindasjóöi aö upp- hæö 120 þúsund krónur til aö „rannsaka tengsl islenskra kjósenda og stjórnmálaflokka”, eins og það hét i styrk- veitingunni. „Viö erum mjög þakklátir fyrir þennan styrk og von- umst til aö geta gert nokkuö stóra könnun”, sagöi ólafur þegar Helgarpósturinn ræddi viö hann. „Viö erum aö hefja undirbúning.ætli sumariö fari ekki i hann. Viö eigum eftir aö ákvaröa stærð úrtaksins og fleira i' þeim dúr áöur en sjálf könnuninhefst.” Alþekkt fyrirbæri erlendis — Hvað vonist þiö til aðfá út úr þessari könnun? „Hún ætti aö geta gefiö upplýsingar um viöhorf kjósenda til flokkanna og hugmyndir þeirra um ýmsa pólitiska málaflokka. Svona kannanir hafa verið geröar reglulega imörgum löndum undanfarin 20—30 ár. Banda- rikjamenn voru fyrstir til aö gera þær, en á Noröurlöndun- um hafa þær verið geröar reglulega siöan rétt fyrir 1960. Ég veit lika til þess aö Bretar og Vestur-Þjóöverjar gera mjög góöar kannanir. Þær eru þvi alþekkt fyrirbæri og við munum taka miö af reynslu fræöimanna i þessum lönd- um. Viö erum í sambandi viö fræöimenn i Danmörku og Noregi og getum leitaö til þeirra.” — Getiö þiö ekki notaö kosningaúrslit til aö lesa úr viö- horf hinna ýmsu hópa til flokkanna? IV' Föstudagur 9. júli 1982 .pösturinn. „Þaö gerir okkur erfitt um vik aö hér er taliö i svo stór- um einingum, landinu er skipt i átta kjördæmi. Ef eining- arnar væru minni væri hægt aö beita öðrum rannsóknar- aöferöum, nota upplýsingar Ur manntalinu til samanburö- ar. Svanur reyndi þetta meö úrslit þingkosninganna á ár- unum 1930—59, þegar hér voru einmenningskjördæmi og einingarnar miklu smærri. En vegna þess hve talið er i stórum einingum hér er enn nauðsynlegra aö framkvæma ýtarlegri kannanir. Skoö- anakannanir eins og sU sem viö ætlum aö gera gefur mun betri upplýsingar. Málefnin ráða meira — Og hver eru nýjustu tiöindi Ur könnunum sem þessum iútlandinu? „Þaö má segja aö helstu niöurstöður séu þær aö félags- leg staöa — stétt, bUseta oþh. — hafi æ minni áhrif á þaö hvernig kjósendur verja atkvæði sfnu. Það hefur dregiö mjög úr flokkshollustu. Áöur fyrr var þaö algengt að menn kysu alltaf sama flokkinn, þótt þeir væru verulega ósam- mála honum, iafnvel i flestum atriöum. Nú viröast mál- efnin ráða meira. Það kann að hljóma einkennilega, en það er ekkert sjálfgefiö aö málefnin ráöi úrslitum um þaö hvaö menn kjósa. Hérlendis hafa lika oröiö miklar breyt- ingar á kosningahegöun, þær birtast i þeim sveiflum sem orðið hafa i kosningum. íslenskir kjósendur eru ekki eins bundnir ákveönum flokkum og þeir eru lfklegri en áöur til aö kjósa á vixl, skipta um flokk milli kosninga. Þaö er þetta sem viö viljum útskýra frekar meö könnuninni.” — Nú eru þessar sveiflur ekkert sérislenskt fyrirbæri. Hvaöa skýringargefa erlendirfræðimenn á þeim? „Þaö er rétt aö undanfarinn áratug eöa svo hafa oröið miklar sveiflur eftir langt stööugleikatimabil. En af hverju þessi þróun hófst er erfitt aö segja. Það hafa oröið miklar breytingar á þjóöfélögunum á þessum árum, fé- lagslegur hreyfanleiki hefur aukist á vinnumarkaönum, menntun hefur aukistog mikilbreyting hefur oröiö á fjöl- miölum, svo fátt eitt sér nefnt. Svo er ekki óliklegt, aö efnahagslegar þrengingar hafi haft áhrif, einkum til aö spilla fyrir þeim flokkum sem eru i stjórn hverju sinni. Það bendir til þess að kjósendur séu kröfuharðari i garö flokkanna, aö þeir geri þá t.d. ábyrga fyrir efnahagsleg- um áföllum sem þeir i sjálfu sér fá kannski harla litlu ráð- ið um. En ýmsar þjóöir hafa orðið fyrir áföllum án þess aö þaö breytti kosningaúrslitum að ráöi, svo efnahagsmálin eru ekki einhlft skýring.” Hægrisveifla? — Undanfariö hefur mikib veriörætt um hægrisveiflu.aö hægrivindar leiki um Vesturlönd. Hver er þín skoöun á þvi? „Þaö má vara sig á aö ýkja ekki um of. Sjálfsagt er ein- hver hægrisveifla i gangi, en þaö er stundum talað of glannalega um hana. Oft þarf ekki stóran hóp kjósenda til að fella stjórn, ekki nema örfá prósent. Á það ber einnig aö lita aö hægriflokkarnir eru breytilegir eftir löndum. Þaö er t.d. töluveröur munur á Reagan og Thatcher annars vegar og hægriflokkum Norðurlanda hins vegar. t Bret- landi má sjálfsagt skýra sigur Thatchers aö hluta með erfiöleikum Verkamannaflokksins. Callaghan forsætis- ráöherra lenti í höröum verkföllum sem gerðu samband flokksins og verkalýðshreyfingarinnar mjög erfitt. En þvi er ekki aö neita aö ný tegund frjálshyggju hefur verið boðuö af meira kappi en áöur í núverandi efnahags- þrengingum. Flokkar jafnaðarmanna eru komnir í varn- arstööu með sitt velferðarriki. En á þessu er engin ein skýring sem gildir fyrir öll löndin. Til dæmis er mjög at- hyglisvert i þessu sambandi hve illa Sjálfstæðisflokkurinn kom út úr siðustu kosningum. Hann hafði verið einn i stjórnarandstöðu i rúmt ár. A móti sér hafði hann þriggja flokka stjórn sem einkenndist af hörðum innbyrðis deilum. En kosningabaráttan snerist ekki um störf stjórnarinnar heldur tillögur stjórnarandstöðunnar, leiftursóknina. Þarna hefur klofningur flokksins haft sin áhrif ásamt þvi að leiftursóknin hefur sennilega ekki oröið flokknum til framdráttar eins og hún var sett fram. Um þetta vitum við þó litið vegna skortsá rannsóknum.” Skoðanakannanir æskilegar — Erlendis eru reglubundnar skoðanakannanir á fylgi flokkanna fastur liöur i stjórnmálalifinu. Væri ekki æski- legt aö slikt kæmist á hér? „Jú, aö sjálfsögðu höfum við áhuga á þvf. Og slikar kannanir hljóta aö komast á hér. Æskilegast væri að koma upp einhverri stofnun til aö annast þær, likt og Gallup er- lendis. Þaö er aö minu viti ekkert þvf til fyrirstööu aö einkafyrirtæki taki þaö aö sér, ef þaö setur sér ákveöin markmiö og stenst gæöakröfur. Gallup gerir t.d. strangar kröfur til þeirra sem vinna undir þvi nafni. Erlendis er þetta viöa aöeins einn þáttur af mörgum i starfsemi fyrir- tækja sem einnig annast markaðsrannsóknir oþh. ^ En eins og staöan er núna hefur Háskólinn engin tök á að taka þetta aö sér. Þaö mætti hugsa sér að stjórnmála- flokkarnir eöa Alþingi kæmi á fót stofnun til að gera skoð- anakannanir, enþaökostar peninga. Samhliöa svona skoöanakönnunum, þar sem aðeins er spurt um eitt eða fá atriði, væri æskilegt að gera stærri kannanir á nokkurra ára fresti þar sem spurt er um fleiri atriði. Einnig langtimakannanir þar sem sama fólk er spurt meö nokkurra ára millibili. Þaö eru að flestra mati bestu kannanirnar þvi þær gera þaö kleift að fylgjast meö breytingum á viöhorfum kjósenda.” Flokkamir afskiptalitlir — Starfsemi ykkar stjórnmálafræðinga snertir óneitan- lega flokkana, hvernig hefur viöhorf þeirra til ykkar veriö? „Þeir hafa nú ekki skipt sér mikið af okkur. Þó höfum viö fengiö nokkur vibbrögð frá ýmsum sjálfstæöismönn- um viö ritum þeirra Svans og Hallgrims Guðmundssonar um Sjálfstæðisflokkinn, þeir voru yfirleitt ánægöir með framtakiö. En stjórnmálafræðin er ung fræðigrein og fáir sem stunda hana hér. Erlendis er það algengt aö löggjaf- arsamkundur ráöi stjórnmálafræðinga til starfa og þeir eru lika komnir inn i stjórnkerfiö. Þetta er að byrja hér. Þaö er lika töluvert um það erlendis aö flokkarnir ráöi menn úr okkar rööum til starfa og þaö kæmi mér ekki á óvart þó að sú þróun hæfist hér. En þetta tekur tima. Hins vegarer égekki i vafaum þaö, að ef könnun okkar tekst þokkalega, þá mun hún vekja verulega athygli innan stjórnmálaflokkanna”, sagði Ólafur Þ. Haröarson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.