Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 9. júll 1982 -ffife, Sú var tiðin, að það var bara i Reykjavik sem fyrirfundust þekktir útvarpsmenn. En nú hefur verið starfrækt „stúdió” eða hljóðhús, eins og reynt hefur verið að kalla það á góðri islensku, á Akureyri i nokkur ár, og Jónas Jónasson er á leið norður. Akureyringar hafa þegar eignast sina útvarpsmenn, raddir þeirra eru orðnar allt að þvi eins þekktar og þeirra sem sitja við hljóðnemann fyrir sunnan. Einn þeirra er Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli, smásagnahöfundur, húm- oristi — og útvarpsmaður. En ekkert af þessu er þó ævistarf. Það hefur farið fram i gamla skólanum uppi á brekkunni. 135 ár hefur hann verið húsvörður i Barnaskóla Akureyrar. Eða Barnaskóla íslands eins og stundum er sagt. „Þessi nafngift, Bamaskóli íslands, er eiginlega frá mér komin. Ég hringdi eitt sinn til eins af kennumm skólans og ung dóttir hans kom i simann. Hún sagði að pabbi sinn væri ekki heima, hann væri i Barna- skóla... Hún hikaði aðeins og mundi ekki framhaldið en tók sig siðan á og hélt áfram: Hann er i Barnaskóla íslands. Þetta varð fljótt fleygt, svo fleygt, að einhvemtimann sótti kennari um starf við Barnaskóla ís- lands.” bannig skýrir Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli þessa nafngift sem sumir hafa túlkah sem enn eitt dæmið um sjálfs- ánægju „innfæddra” Akureyringa. Reynd- ar er Einar upprunninn á slóöum þar sem fólk er taliö enn ánægöara meö sjálft sig en Akureyringar. Hann er Þingeyingur. „Þetta Hermundarfell sem ég er kenndur viö er i Þistilfiröi, bærinn þar sem ég ólst upp. En þetta festist viö mig án míns til- verknaöar. Þaö var til annar Einar Kristj- ánsson, sem lika fékkst viö aö skrifa, þaö kann aö hafa veriö ástæöan”, segir Einar þegar viö höfum komiö okkur þægilega fyr- ir f stofunni hans i blokkaribUöinni sem hann og Guörún Einarsdóttir kona hans fluttu inn i fyrir stuttu. Einar varö sjötugur i haust og i vor var húsvaröarstarfiö auglýst, eftir aö hann haföi gegnt þvi frá árinu 1947 — og Guöriln séö um kaffi fyrir kennarana undanfarna tvo áratugi eöa svo. „Víssí ekki bemr „Ég er uppalinn sveitamaöur en fór ungursuöur áland tii aö menntast. Var þar i tvö ár, annaö i Reykholti i Borgarfiröi, hitt á bændaskólanum á Hvanneyri. Svo giftist ég sveitunga minum, viö byggöum nýbýli og bjuggum þarna fyrir noröan i tiu ár. Einhverntimann þegar viö fórum suöur á nemendamót spuröu gömlu skólafélagarnir mig aö þvi' hvemig mér heföi tekist aö ná i svona fallega konu. Þeim fannst ég ekki llk- legur til þeirra hluta. Ég sagöi þeim aö þetta byggöarlag væri dálitiö úti á hjara veraldar og hún heföi haldiö aö ekki væru til fallegri né skemmtilegri menn fyrr en það var oröið um seinan og ekkert hægt aö gera i málinu. Svo fluttum viö til Akureyrar, þvf ég sá fram á aö ég yrði aldrei neinn stórbóndi, mundi aldrei efnast á búskap og sá auk þess fram á, að þaö yröi dýrt aö mennta börnin ef viö byggjum áfram noröur i Þistilfiröi. En ég hafði ekki aö neinu aö hverfa, fór bara út I óvissuna og var atvinnulaus um tima fyrsta veturinn. Þá fór ég aö dunda mér viö aö skrifa smásögur, sem voru sföan gefnar út 1952 undir nafninu September- dagar og fékk góöar viötökur aö mér fannst. Pressari hjá Gef|uni Loksins fékk ég vinnu, ég geröist pressari á saumastofu Gefjunar og fékk þar bestu launsem ég nokkumtimann hef haft, svona miðað viö hvaö hægt var að kaupa fyrir þau. Þetta voru 1700 krónur á mánuði. Um voriö losnaöi húsvaröarstarfiö viö barna- skólann og þaö sem freistaöi min aö sækja um þaö var, aö þvi fylgdi húsnæöi. Launin voru hinsvegar dcki nema 1200 krónur á mánuöi, en rafmagn og hiti voru frltt. Svo var þetta langa sumarfrl aö sjálfsögðu kostur. En starfiö var erfitt á þessum árum, þaöþurfti aö kynda skólann upp meö kolum. Þetta vorustórir katlar og töluverf erfitt viö það aö eiga. Núna eru allir hættir eða dánir sem voru viö skólann þegar ég byrjaöi, nema einn. Björgvin Björgvinsson heitir hann, en hann fer nú liklega að hætta lika.” — bað erofttaliöerfitt aö komast I innsta hring Akureyringa, ná viðurkenningu „hinna innfæddu” og vera kallaður Akur- eyringur. Helduröu aö þér hafi tekist þaö á þessum 35 árum? „Ætli þeir telji mig ekki Akureyring nú- orðiö. En ég býst ekki viö þvi aö þeir státi sig mikið af mér. Það kann aö hafa hjálpað til, að ég fór aö skrifa húmor, lifga upp á tilveruna með hlálegu spaugi. Þetta fór ég að lesa fyrir flokkssystkini min og siöan fréttu ýmsir aðrir af þessu og það var fariö að biðja mig að lesa upp á skemmtunum. Einn þáttur sem ég setti saman varð sérstaklega vin- sæll. Það var „Bréfið til Bulganin”, sem ég las minnst 20 sinnum hér i bænum þennan fyrsta vetur minn. Þar meö var ég orðinn kunnur fyrir þetta spaug mitt og ég haföi nóg aö gera við að lesa upp i allskonar klúbbum og skemmtunum og jafnvel I öðrum landsfjórðungum. Ég haföi gaman af þessu I aöra röndina, en þaö var lltiö upp úr þvi aö hafa, ég var ódýr skemmti- kraftur. En það kann að hafa staðið mér eitthvaö fyrir þrifum aö ég hef alltaf verið talinn rauður. Ég rak mig að minnstakosti á þaö þegar útgefandi nokkur vildi fá mig sem ritstjóra. En hann hafðispurnir af þvi að ég væri flokksbundinn og sagði þá að ekkert gæti orðiö af þessu. Þaö er nokkuð vist að það var vegna þess að ég var flokksbundinn i þessum ákveöna flokki.” — Þú hefur stundað ritstörf lengi en alltaf unniö fullt starf meö þeim. Hefur þér aldrei dottiö I hug að snúa þér eingöngu að skriftunum? „SkáldsKðpurínn er melra og minna lygr „Lifa af ritstörfum? Nei, það hefur aldrei hvarflað að mér. Og ég hef ekki nennt að skrifa langa rómana. Þaö er fyrir sig aö skrifa mislukkaða smásögu en bölvað aö skrifa misheppnaöan róman. Þaö er mikil áhætta aö leggja i slikt. Það hafa vist komiö út eftir mig ellefu smásagnasöfn, en núna er ég aö fást við einhverskonar endurminningar. Kominn á svona góöan aldur eins og ég,fer maður að hafa leiöa á skáldskap. Núoröiö er ég meira fyrir þjóölegan fróöleik. Hann er þó sann- indi nokkurnveginn, en skáldskapurinn er alltaf meira og minna lygi. Þegar ég var einhverntimann aö ræöa viö Laxness, sem ég hef lesið allan og dáö alla tiö, nefndi ég þetta viö hann. „Þaö er alveg satt. Þegar maöur er búinn að vera I þessu alla ævi fer maöur aö hafa hálfgeröa skömm á skáld- skapnum”, sagöi þá skáldiö. Fyrstég minntist á Laxness væri gaman aö geta þess, aö þegar Sjálfstætt fólk kom út efndi Ungmennafélag Þistilfjarðar og Langaness til umræðufundar um bókina. Viö vorum bara fjögur sem stóðum meö Laxness og það urðu ansi fjörugar um- ræöur. Þetta þótti takastsvo vel, aö þaö var ákveðið að efna til framhaldsfundar um Sjálfstætt fólk árið eftir”. „ómerkileg lilurð” — Hvernig er starf þitt hjá útvarpinu til komið? „Kynni min af útvarpinu byrjuðu með því aö ég fékk einhverntimann fyrstu verölaun i samkeppni um skemmtiþætti, sem mér hlotnaöist að taka þátt I, en þetta var nú heldur ómerkileg tilurð. Eftir þetta var mér boðið að lesa eitthvaö af sögunum minum I útvarpiöog seinna fluttiég erinda- flokk. Síöan var ég ráðinn i það aö sjá um þáttinn „Mér datt það i hug” I fjögur skipti á tveimur árum og eftir það sá ég um reglu- lega þætti i eitt ár undir nafninu „Minir dagar og annarra”. NU og I tvö ár sá eg um þættisem vorufyrrihluta dags og ég kallaði „Mér eru fomu minnin kær”. Þeir eru orönir einir 60 talsins núna og eru svona þjóðlegur fróöleikur, upplýsingar og um- sagnir. Þeir hafa verið geysilega vinsælir, ég hef fengiö þakklæti frá fólki sem ég þekki ekki neitt, meira aö segja frá ungu fólki.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.