Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 9
í5^\bV\ ísturinrL- ■ 'SS9! ilv'i "supsburzö^ Föstudagur 9. júlí 1982 Læragjá á Skagann? Læragjáin i Nautholsvik hefur verið mörgum bæjarbúum hin skemmtilegasta dægradvöl (næt- urdvöl) á undanförnum árum. Nú er allt útlit fyrir, aö Akurnesingar eignist sinalæragjá.ef marka má skrif f Bæjarblaðiö þeirra Skaga- manna. Akurnesingarhafa nýlega eign- ast hitaveitu og vegna hennar, hefur verið gerður afrennslislæk- ur. Lækurinn liggur frá dæluhús- inu og tanknum sem standa rétt ofan viö þar sem nýi þjöðvegur- inn sker þann gamla, og niður i sjó. í frásögn sinni sagði Bæjar- blaðið að frést hefði á skotspónum að fólk væri þegar farið að dýfa tánum ilækinn. Blaðamenn fóruá vettvang til að kanna málið og höfðu einn sokkiupp úr krafsinu. Við skulum bara vona að eigandi sokksins hafi aðeins gleymt hon- um eftir baðið, en að hann hafi ekki verið étinn með húð og hári af mannætufiskum. Skagamenn senda okkur kannski fréttir i bæinn, ef þeir fara almennt að hressa sig i lækn- um. Spurt og svarað Kæra Meg. Ég varð ekkja þegar ég var 29 ára gömul. Það var fyrir tveimur árum, og ég er rétt nýbyrjuð á þvi að fara aftur út með karimöprt- um. Ég kynntist dálitið vænum pilti, sem ég hitti oft, en ég held, að honum þyki ekki jafn vænt urn mig og mér þykir vænt um hanrt. Astæðan er sú, að þegar systir min kom i heimsókn,féll.hann al- gerlega fyrir henni. Til þess að gera langa sögu stutta, þá hittust þau á hverju kvöldi i tvær vikur, á meðan ég bara sat og stagaði i sokka. Nú erum við byrjuð að vera saman aftur, en mér liður hálf undarlega. Hvernig get ég komist að þvi hver staða mfn er? — Einmana ekkjan. Kæra einmana. Eina leiðin til þess er að spyrja manninn, og það er dálitið á- hættusamt. Þaðliturekkiút fyrir, að náunginn sé tilbúinn aðfara ,,að búa” með einum né neinum. Ég myndi þvi bara láta hverjurn degi nægja sina þjáningu en án þess að láta hann einoka þig. Það eru jú margir fiskar i' sjónum. (Úr lesendaþjónustu bandarisks dagblaðs). Kaffistofan, sem ekki mátti verða til Gerður Pálma i Flónni var búin að koma risinu á Laugavegi 21 i gott stand .... Gerður Pálmadóttir kaup- maður i Fldnni hefur lifgað mik- ið upp á bæjarlífið með verslun sinni undanfarin misseri. Fyrir nokkru ákvað hún svo að bæta ... en þá sögðu heilbrigöisyfirvöld stopp, hér verður ekki rekiö kaffi- hús. Loftið er of lágt. um betur og stofna litla kaffi- stofu. Hún fékk húsnæði uppi i risi á Laugavegi 21, algjöran kofa að hennar sögn, sem hún siðan málaði og kom i fullkomiö stand. En það er ekki nóg að hafa húsnæði i tipptopp standi, held- ur verður að fá leyfi hjá við- komandi yfirvöldum. Og það fékkst ekki. Heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu fyrirtækið á þeim for- sendum að lofthæð væri of litil i eldhúsi, og að dyr á starfs- mannaklósetti væru of lágar. Gerður sagði i samtali við blaðið, aö hún væri búin að standa i þessui'marga mánuði, en neitunin væri endanleg. Hún væri þvi heldur óhress með reglurnar. ,,Ég er ekki að ráðast á starfsfólkið, sem er indælisfólk, heldur reglurnar. Við ættum að taka höndum saman og breyta þeim. Það ætti að reyna að greiða götu þeirra sem vilja- gera eitthvað”, sagði hún, og bætti því við að andlegt heilsu- far i borginni myndi batna um einn þriðja, ef kaffistofan fengi að o pn a. Það væru viðs kipta vin- irnir sem ættu að fá að skera úr um það, hvort staöurinn væri boðlegur fólki. Börnin gera Sönnum Múhameðstrúarmönn- um er uppálagtað leggjast á bæn nokkrum sinnum á dag. Ekki nóg með það, heldur verða þeir líka að snúa í átt til hinnar helgu borg- ar Mekka. Það getur hins vegar verið heldur snúið, ef viðkomandi er á ferðalagi í stdrborg hinum megin á hnettinum. Allir vita jú, að venjulegir átta- vitar geta verið stór varasamir innan um skýjakljúfana. Sviss- neskir úrsmiðir hafa þvi enn einu sinni bjargað öllu með þvi að smiða sérstakt tæki sem hjálpar til við aö staðsetja hina helgu borg. Tæki þetta er litið og þvi handhægt i vasa, og eins og Svisslendinga er von og visa er það mjög nákvæmt. Eini ókostur- inn við tækið er sá að það er fremur dýrt, eða um átta þúsund krónur. En gerir það nokkuð til, eru það ekki bara oliufurstarnir sem ferðast utan sinna heima- slóða? Og að sjálfsögðu eru allar skýringar á arabisku eins og meðfylgjandi mynd sýnir. uppreisn ✓ Veggir og gólf voru útötuð málningu, rúður, húsgögn og kennslutækibrotin, bækur rifnar I tællur og saur (á borðum kennar- anna. Þannig var aðkoman f bárnaskóla i borginni Amiens I Frakklalidi fyrir skömmu. Skemmdimar voru þvílikar að það tók heila viku að koma öllu f samt lag aftur og endurnýja þurfti öll kennslutæki sem kenn- arar höfðu smam saman komið sér upp. Skemmdarvargarnir reyndust ekki vera mjög háir í ioftinu, þvi sá elsti þeirra var tólf ára og sá yngsti aðeins fjögurra ára. Skólinn er staðsettur í lágstétt- arhverfi borgarinnar, þar~sém mikil vandamál hafa skapast vegna atvinnuleysis og of þéttrar byggðar. Börnin.sem öll eru frá fátækum fjölskýldum,höfðu ekki getaö tekið þátt 1 kjötkveöjuháti"ð vegna auraleysis og vegna þcssa réðust þau á skólann með fyrr- grcindóm afleiðingum. Kcnnarar skólans lita á skemmdarverkin sem eins konar uppreisn barn- anna gegn óréttlátum heimi. „Börnin beindu spjótum sinum að skólanum sem i þeirra augum er ekkert annað en enn ein stofnun þessa þjóðféiags sem þau fá ekki að taka þátt i. Yfirvöld verða að átta sig á þvi”, sagði einn kennar- anna. ísland í erlendum blöðum tslendingar eru alltaf ánægðir þegar þeir sjá eriend blöð, þar sem fjallað er um fósturjörðina. Við Helgarpóstarar crum ekkert frábrugðnir öðrum að þvf leyti, og þvi birtum við smá kiausu úr franska blaðinu Le Matin, þar sem fjallað vaé um úrslit bæjar- og sveitastjdrnarkosninganna í mai. Að visu kemur þar ekkert nýtt fram, en þetta fá Frakkar að vita um okkar kosningar: „Vinstrimenn töpuðu bæjar- stjórnarkosningunum á Islandi og töpuðu kommúnistar og sósial- demókratar miklu fylgi. Ihalds- menn juku fylgisitt i öllum lands- hlutum, á meðan framsóknar- menn bættu stööu sina litillega. Tap vinstri manna má kannski skýra með miklu fylgi kvenna- listanna sem fengu t.d. 17% at- kvæða i næststærsta bæ landsins, Akureyri, og 10% i Reykjavik. Kvennalistamir sem tóku fylgi frá kommúnistum, kröfðust auk- innar félagslegrar þjónustu.” KALKHOFF í fararbroddi. Hjólið sem sló öll met ’Bl Vinsældir KALKHOFFhjólanna eru tvímælalausar. ífyrra voruKALKHOFF langmest seldu hjólin á íslandi. Hér er um að ræða úrvalsíramleiðslu frá stærstu reiðhjólaverksmiðju Vestur-Þýskalands, sem er ein af örfáum reiðhjólaverksmiðjum sem taka 10 ára áhyrgð á framleiðslu sinni. Verðfrá ca. kr. 1.952.- Sérverslun i meira en hálfa öld . _ Reiðhjólaverslunin — ORNINNP' Spitolastíg 8 og við Óðinstorg simor: 14661,26888

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.