Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 25
~íplfisturinFL- Föstudagur 9. júlí 1982 25 Elliðaárnefnd SVFR undir forystu Garðars Þórhallssonar sér um að halda ánum hreinum. Myndin var tekin fyrir neðan félagsheimili Rafveitunnar, f baksýn eru Kermóahóimi og göngubrúin sem RR lét setja upp. ROLT UM ELLIÐAARDALINN MEÐ GARÐARI ÞÓRHALLSSYNI STANGVEIÐIMANNI Það er ekki viða sem inaður rekst á slika snyrtimennsku eins og við rafstöðina við Eliiðaár, og ekki spillir það, að gamla rafstöðvarhúsið er með fallegri húsum borgarinnar. Hvorttveggja ætti að sóma sér vel i nýja fólkvangnum. FRAMTÍÐIN ER í TÓBAKINU (og víninu)... öldungis er það merkilegt, hvaða hugsanir geta velst um heilabúið þegar nóttin er björt. Þaö hefur jafnvel dottið i mig, að nú eigi ég að ryðjast eftir rykugum og grýttum vegi eitthvað norður i land og skoða landbúnaðinn. Eins og allir vita sem i þéttbýli búa þá er landbúnaður rekinn á kostnað okkar sem vinnum þjóðnýtu, skattskyldu störfin á möl- inni. Mér finnst ég þess vegna hafa fullan rétt á að taka hús á einhverjum bóndanum, jafnvel láta hann sýna mér fjósið og leyfa mér aö horfa djúpt i heimspekileg augu uppáhalds mjólkurkýrinnar. Já. Mig langar til að standa augliti til auglitis við alvörukú. Hvers vegna? Kannski vegna þess, að hér áður fyrr brugöu þeir sem áttu að ala mig upp á það ráð að senda mig snúningastrák i sveit, til þess að ég stundaði ekki spellvirki á götum Reykjavikur. Sveitin var mér um flesta hluti góður og gagnlegur skóli og á timabili náði ég góðu sambandi við hunda og hesta. Kýr lynti mér hinsvegar verr við. t þá daga var það til siðs að handmjólka sumar kusur og hreyta allar eftir mjaltavélina. Þaö var oft minn starfi. Mér virt- ust júgur kúnna meö þeim endemum ger, að litlu skipti hversu lengi maður sat á hrosshausnum og tuttlaði, ævinlega gaf þetta liffæri frá sér dropa. Búkolla sjálf tvisté og braust um i haftinu, sletti óhreinum halanum gjarna i augu mjaltamannsins og á stundum varð viðureignin harðvitug. Ég játa það hér og nú, að oft varð mér á að standa upp og hætta þessum eftirhreytum áður en skepnan var þurrmjólkuð. Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni Ég þjáðist siöan af samviskubiti, lötraöi á eftir Ljómalind og Skjöldu og Gránu og hvað þær allar hétu i hagann og þorði ekki að lita framan i þær, vissi að þær vissu að ég vissi upp á mig skömmina. Þess vegna langar mig út i sveit núna. Og ég mun hughraustur lita i augu þeirra og segja: Hvaö ertu að glápa á mig, skepnan þin, þú kemur mér ekki við. Þitt júgur er ekki á mina ábyrgð. Annars skil ég ekki alveg, hvernig sveitafólk nennir að basla þetta i óþökk rikissjóðs við kindur og kýr. Væri ekki nær aö framleiöa varning sem fólkið i þéttbýlinu vill og hefur þörf fyrir; til dæmis tóbak og vin? Vinyrkja hlýtur að vera handhæg þar sem er heitt vatn i jörð. Hvað tóbakið snertir liggur þaö i augum uppi. Er ekki alltaf veriðað tala um, að hinar dreifðu byggðir þurfi að koma sér upp sinum létta iðnaði? Nú er langt siðan hinn gamli heimilisiðnaður lagðist af i sveitum og fyrir löngu timabært að hvetja sveitafólk til skapandi starfa langa, myrka skammdegisdaga. Er ekki tilvalið fyrir stórar fjölskyldur að sitja við og tappa á flöskur ellegar vefja saman vindla? Timarnir eru breyttir. Hér i þéttbýlinu lifa þeir hæst, flottast og finast, sem hafa eitt- hvað fánýti að selja. Og margir eiga góða daga af þvi einu að gera við bila hver fyrir annan, reka heilsuræktarstöðvar, selja happdrættismiða eða búa til frauðbollur. Hugsið um það. Nú stendur hestamannamót norður i Skagafirði. Mörg þúsund hestar. Mörg þúsund menn. Hve marga litra skyldu þeir drekka, hve mörg kilóreykja? Tóbaks- og vingerð er áreiðanlega þjóð- holl og gjaldeyrissparandi iðja. Ég tek undir með hjólreiöaköpp- unum: Veljið islenskt!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.