Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 29
^p'SsturinrL. Föstudagur 9. júlí 1982 29 O 1« 00<U mynd, árgerð 1981. Handrit: Pet- er Martesheimer, Pea Frölich og RWF. Leikendur: Barbara Su- kowa, Armin Mueller-Stahn, Mario Adorf, Hark Bohm, Karin Baal. Leikstjóri: R.W. Fassbind- er. Lola er næst siðasta kvikmyndin sem Fassbinder auðnaðist að Ijúka, áður en hann féll frá, langt um aldur fram. Eins og Hjóna- band Mariu Braun, fjallar Lola um uppgang þýska efnahagsund- ursins. Söguhetjan er heiðarlegur byggingarfulltrúi i smábæ einum, sem fellur i gildru hins ört vax- andi kapitalisma, og gengur i .berhögg við fyrri lifsskoðun sina. Eins og svo oft áður hjá Fass- binder, er það „ástin” sem leiðir persónuna i glötun, i þessu tilviki ást byggingarfulltrúans á léttúð- ardrósinni Lolu. t Lolu er fátt um nýja hluti og flest hefur Fassbinder gert betur i sinum fyrri myndum. Þrátt fyrir það er þetta athyglisverð mynd, sem allir ættu að sjá til að kynn- ast enn betur hugmyndaheimi þessa mikla kvikmyndagerðar- manns. Til gamans má geta þess, að Fassbinder sjálfur aðstoðar við klippingu myndarinnar, og notar hann dulnefnið Franz Walsch, eins og hann hefur svo oft gert áður. —GB Sólin var vitni (Evil under the Sun). Bresk kvikmynd, árgerð 1982. Handrit: Anthony Shaffer, eftir sögu Agötu Kristi. Leikend- ur: Peter Ustinov, Jane Birkin, Nicholas Clay, James Mason, Maggie Smith. Leikstjóri: Guy Hamilton. Hercule Poirot fer i sumarfri á sólskinseyju, en að sjálfsögðu er einn túristanna myrtur og sólin ein vitni. Hann hefst þvi handa við að leysa málið, og tekst að lokum. Týpisk Kristimynd. Ust- inov i toppformi og allir komast i sumarskap. i eldlinunni (Firepower). Banda- risk kvikmynd, árgerð 1979. Leik- endur: Sophia Loren, James Co- burn. Leikstjóri: Michael Winn- er. Mafian berst á banaspjótum. Spennandi reyfari með gamla tugthúsliminum Soffiu Lárusdótt- ur. 1 svælu og reyk (Up in Smoke). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Checch og Chong. Hér eru ævintýri tveggja hass- reykjandi hippa i Ameriku gerð að aðhlátursefni. Kumpánarnir eru að sönnu mjög fyndnir. LAUGARA8 Sími32075 Erótíka (Erotica). Brcsk kvik- mynd. Leikendur: Stelpurnar f nektarblöðunum Men Only o.fl. Leikstjóri: Brian Smedley. Allsber mynd i allsberara lagi. Djörf og framsækin. Rosalega flottar stelpur. Tilvalin fyrir þá, sem hafa keypt sér frakka alveg nýlega. Hinum er ráðlagt að kaupa frakka áður en þeir fara. Sími 78900 Ameriskur varúlfur i London (An American Warewolf in London). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: David Naught- on, Jenny Agutter, Griffin Dunne. Handritog leikstjórn: John Land- is. ★ ★ ★ Myndin segir frá tveim ungum Amerikumönnum sem eru aö skoða sig um i heiminum. Þeir ætla að byrja á skosku heiðunum og enda i Róm en komast aldrei svo langt. Dularfullir atburðir gerast og David verður fyrir biti og er þar með dæmdur til að breytast i varúlf við næsta fullt tungl. Hann tekur fréttunum eins og ungur maöur mundi gera i dag; litur i spegil og urrar. Þann- ig heldur sagan áfram og þrátt fyrir allan hryllinginn er léttleiki kimninnar ávallt til staðar. Ég hef aldrei áður helgið að liki. Á föstu (Going Steady). lsraelsk kvikmynd. Leikendur: Yaftach Katzur, Jonathan Segal, Zachi Noi. Fjörug mynd um unglingaástir og allt það undir hinni fjörugu rokk- tónlist 6. áratugarins. Kelly er sá besti (Death Dimen- sion). Bandarisk kvikmynd. Leik- endur: Jim Kelly, Harold Sakata, George Lazenb. Hörkuspennandi karatemynd, eins og þær gerast bestar á þeim bænum. Takið eftir að gamli James Bond er meö, þessi sem lék bara i einni mynd. Patrick. Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Robert Helpman, Susan Penhaligon, Rod Mullinar. Leikstjóri: Richard Franklin. Mynd, sem ætti að falla íslend- ingum i geð. Dulræn mynd. Ungur maður liggur i dái, en hann býr yfir dulrænum hæfileikum og getur náð valdi á fólki þrátt fyrir dáið. Myndin hefur unnið til verð- launa á kvikmyndahátið i Asiu. Jarðarbúinn (The Earthling). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1980. Leikendur: Ricky Schroc- der, William Holden, Jack Thompson. Saga af ungum dreng og fullorön- um manni saman úti i auðninni. Ricky litli er einhver skærasta barnastjarna nútimakvikmynda. ★ ★ ★ Fram i sviðsljósið (Being There) Bandarisk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld- sögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leikstjóri: Hal Ashby. Allti lagi vinur (Hallelujah Amigo) Bandarisk-itölsk kvik- mynd. Leikendur: Bud Spencer, Jack Palance. Leikstjóri: Maur- izio Lucidi. Gamanvestri i Trinitý stil. Byssurnar frá Navarone (The Guns of Navarone). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Gregory Peck, David Niven, Anthony Quinn. Handrit: Carl Foreman. Leikstjóri: J. Lee Thompson. Hörkuspennandi mynd, gerð eftir hinni frægu og samnefndu skáld- sögu Alaster Makklin. Spenna frá upphafi og nú með islenskum texta i fyrsta skipti. Kl. 4, 7 og 9.45. Sæúlfarnir (Sea Wolves). Bresk kvikmynd, árgcrð 1980. Leikend- ur: Gregory Peck, Roger Moore, David Nivcn. Leikstjóri: Andrew V. McLaglen. Uppgjafahermenn, sem sumbla á Indlandi, takast á hendur hættu- för til portúgalskrar borgar á Indlandi, þar sem menn trúa að þýsk njósnastöö sé falin um borð i skipi. Ævintýri úr striöinu. Spenna. TÓNABÍÓ Sími31182 Sverðið og seiðskrattinn (The Sword and thc Sorcerer). Banda- risk kvikmynd, árgerð 1981. Lcik- endur: Richard Lynch, Lee Nor- sely, Katherine Beller og Anna Björnsdóttir. Leikstjóri: Albert Pyun. Ævintýramynd eins og þær gerast bestar. Baráttan milli góðs og ills, eilift vandamál kvikmynd- anna. Ekki spillir svo fyrir á- nægjunni, að Anna Björns leikur i myndinni. Mætum öll sem fyrst. Leikur að eplum Góðir mathákar! Matkrákunni hefur borist sú ósk að hún fjall- aði sérstaklega um útigrill (útiglóðun...!) vegna bliðskaparveöurs sem margir njóta á svölum sinum eða sumarbústöðum nú um stundir. Hún vill þvi miöur ekki verða við þeirri ósk, þar sem hún á hvorki útigrill né sumarbústað, auk þess sem hún á óhægt með að innbyrða kjöt að sum- arlagi — og þvi út i hött að pina sig til að skrifa um safarikar steikur þegar þannig stendur á... Nei, hugur hennar stendur til annarra hráefna og ferskari þessa sumardaga. Hún hefur tals- vert verið að leika sér að eplum og i þessum pistli verður sumpart gerð grein fyrir þvi húll- umhæi. Fyrst verða rifjaðar upp tvær fornar sagnir sem fjalla að nokkru leyti um epli sem ör- lagavald i lifi kvenkynsins, gott ef ekki karl- kynsins lika; þá veröur komiö á framfæri tveim- ur uppskriftum að afar lostætum eplaréttum; auk þess verður skotið að þýðingum matkrák- unnar á tveimur ljóðum eftir Ericu Jong úr ljóöabálkinum Avextir og grænmeti, en eplin hafa oröiö Ericu uppspretta margra ástriöu- þrunginna ljóöa. Nú upphefst þvi leikur að eplum! Gullepli Erisar þrætugyöju Epli hafa komið viða við i bókmenntum og málaralist, fyrr og siðar. Ef marka má grisku goösögurnar var það eins konar epli sem hratt af stað Trójustriðinu, sem þegar hefur verið minnst á í matkrákupistli. Þvi var þannig hátt- að, að Eris þrætugyðja móðgaðist af þvi að henni einni allra goða hafði ekki verið boöið i brúökaup A\:iíkr:ik:iii eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Pelevs. Lái henni hver sem vill Varpaði hún þá gullepli inn I veislusalinn þar sem á var letr- að; Handa þeirri fegurstu. Varð nú uppi mikið grenj og gnistran tanna, þviekki er að spyrja aö hégómagirnd kvenfólks- ins ... Aðlokum fór svo aö þær er mest riiáttu sin að völdum og vaxtarlagi; Hera, Aþena, og Afró- dite, deildu einar um eplið. Seifur gaurinn, æðstaráð á Olympsfjalli, lagði svo fyrir að Paris, sonur Priamus konungs i Tróju, skyldi skera úr þessum ágreiningi. Hófust nú hefðbundin hrossakaup meö þvi aö hver gyðjan um aðra þvera reyndi að fá Paris á sitt band. Hera hét honum auði og völdum. Aþena herfrægö, Afródite ástargyðja fegurstu konu heims. Paris dæmdi ástargyðjunni eplið, hún hjálpaði honum að ræna Helenu fögru (sem eftirrétturinn góöi er kenndur við) — og þar sem aðstandendur hennar þurftu sæmdar sinnar vegna að ræna henni til baka, var farin mikil hefndarför á hendur Trójumönnum. Var þaö upphaf Trójustri'ðsins sem stóö i tiu ár og hefur haft margvisleg áhrif, ekki sist á listsköpun. Þeir eru orðnir ófáir Ódysseifarnir, sbr. t.d. Ulysses James Joyce og ,,A Space Odyssey” Stanley Kubrick. Vegna fyrrgreinds atburðar á Ólympsfjalli tölum við nú um þrætuepli. Epli Evuog Ericu Jong En konum er ekki bara kennt um Trójustriðið, heldur einnig syndafallið. Var það ekki Eva, „meðhjálp” Adams, sem tældi hann til að éta ávöxt af skilningstré góðs og ills? Sá gjörningur varð til þess að Drottinn gerði þau brottræk úr aldingarðinum Eden og mælti um leið þessi ör- lagariku orð við Evu: „Mikla mun ég gera þján- ingu þina, er þú verður barnshafandijmeð þraut skalt þú börn fæða, og þó hafa löngun til manns þins, en hann skal drottna yfir þér." (I. Móse- ' bók, 3). Með þvi að éta i leyfisleysi af skilnings- trénu frömdu Adam og Eva þá synd sem mann- kyniö hefur erft og er að súpa seyðiö af enn þann dag i dag, eða hvað...? í Gamla-testamentinu er ekki kveðið á um, hvers konar ávextir uxu á skilningstrénu en listamenn seinni tima hafa gjarnan séð fyrir sér epli, þennan rauða, freistandi.safarika ávöxt... Ég geri þvi skóna að undir sdðmagni freisting- arinnar hefðu þau Adam og Eva vel getað hugs- að eitthvað svipaö og Erica Jong f eftirfarandi smáljóði. þvi úvaxtabragðið er draumur tungunnar og roði cplisins ástriða augans. t öðru ljóði lýsir Erica samruna tveggja ein- staklinga af gagnstæöu kyni. Sú lýsing gæti jafn- framt átt prýðiiega við Adam og Evu i aldin- garðinum: Bless, veifaði hann, á leið inn í epiið, álfkonuna rauðu. Ilold hennar dökknar leiki of lengi um það loft — og hún opnaði fullkomnar kinnarnar til að bjóða honum inn. Hún tók við honum. Garðurinn hringsnerist i mjúkri holdslikju hennar. Bless. Eftir þetta ástriðuþrungna ljóö vindum við okkur að syndafallseggjaköku og þrætuepiasal- ati! Syndafaliseggjakaka Þetta er ein af minum uppáhaldseggjakökum, sem er einföld, fljótleg, ódýr en umfram allt sannkölluð freisting! Hún er fyllt með gráöaosti og eplum. Uppskriftin nægir fyrir tvo i aðalrétt, enfjóra iforrétt. Hráefni: 5 egg 2- 3 msk rifinn ostur, t.d. óðals eða Gouda 1 1/2-2 epli (helstgræn) 2 msk smjör 4-5 msk rifinn gráðaostur nýmalaður pipar 1. Þeytið eggin örskotsstund með gaffli, bætiö rifnum óðalsostinum út i og maliö pipar yfir. 2. Skerið eplin i fjórðuparta, afhýöiö þau, fjar- lægiö kjarnana og skerið þau I þunna báta. Bræðið eina matskeiö af smjöri á stórri pönnu og veltið eplabátunum upp úr þvi i u.þ.b. min- útu, rétt til aö hita þá i gegn. Látið bátana i skál og setjið aðra matskeið af smjöri á pönn- una —• gætið þess að hafa aðeins miðlungshita á hellunni. Þegar smjörið er fariö aö krauma, hellið þiðeggjahrærunni á pönnuna. 3. Þegar botn eggjakökunnar er oröinn gulbrúnn og áður enyfirborð hennarer fylliiega þornað, raöið þið eplabátunum á annan helming henn- ar, setjið rifinn gráöaostinn yfir þá, brjótið kökuna saman,skelliö pönnunni á borðiö og leyfið kökunni að bráöna samstundis á tung- unni! Þrætueplasalat Hér kemur salat sem óhemju ánægjulegt er að eta og á aö horfa, samsett úr eplum, rauðróf- um og eggjum. Uppskriftin nægir i dásamlegan forrétt handa fjórum, eöa sumarlegan aðalrétt handa tveimur. Ykkur virðast verkleiðbeining- arnar e.t.v. i lengra lagi, og þvi tek ég fram að salatiö er einfalt og fljótlegt I framleiðslu, vinn- an tekur aðeins u.þ.b. 15 min. Hráefni: 4cgg 1 blaðsalathaus 1 stór soðin rauðrófa fersk eða 10—15 snciðar af niðursoðnum (eftir stærð). 2 væn epli safi úr einni sitrónu Sósa: 2 msk matarolia 2 ntsk sitrónusafi 1 msk milt sinnep sykurá hnífsoddi örlitill pipar Til kórónunar: 1 sitróna 3- 4 saxaðir steinseljukvistir 1. Harðsjóðiö eggin i u.þ.b. 10 min. Brjótiö skurnina af og setjiö eggin i kalt vatn, til að ekki myndist dökk umgjörð i kringum eggja- rauðurnar. 2. Þvoiö salatblööin i köldu vatni, og þurrkið þau vel i salathristara eða með klút, en varist að brjóta blöðin. 3. Skerið rauðrófurnar i mjóa strimla. 4. Afhýðið eplin, fjarlægið kjarnana og skerið þau einnig i mjóa strimla. Hellið sitrónusafan- um strax yfir þá, svo aldinholdið dökkni ekki... 5. Hrærið nú saman sósunni, setjið rauðrófu- strimlana i skál og blandiö sósunni saman við þá. 6. Skerið eggin langsum i tvennt, losiö rauöurn- ar úr þremur þeirra og saxið þær gróft. Haldiö til haga vænni sneið úr fjórða egginu miöju, en saxið að öðru leyti rauðuna. 7. Saxið einnig eggjahviturnar gróft. 8. Raðið nú salatblööunum á stórt fat, gjarnan hringlaga, raðiö rauörófustrimlunum þvert yfir það, þá eplastrimiunum þvert á rauðróf- urnar — farið eins að meö eggjarauðurnar og hvitur. Hraukaö fatið á semsé að lita út eins og hringur meö átta mislitum geirum: tveimur rauðum.tveimur hvitur o.s.frv. 9. Kórónið nú sköpunarverkið meö þvi aö setja eggjasneiðina á mitt fatið þar sem geirarnir skerast, dreifið saxaðri steinselju yfir herieg- heitin og skerið að lokum sitrónuna i sneiöar, helmingiö þær og raðið á fatið meöfram jaör- inum. Ég get fullyrt aö eplabitarnir i þessum réttum munu áreiðanlega ekki standa i hálsi ykkar eins og hjá Mjallhviti forðum, og þar af leiöandi veröur engin þörf fyrir prins á hvitum hesti ... nema e.t.v. til aö þvo upp öll ilátin sem þiö hafið atað út.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.