Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 20
Föstudagur 9. júlí 1982 ,rinn Afnám einkaréttar Rikisútvarpsins til hvers konar útvarps á Islandi blasir við. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að i þjóðfélaginu rikir annað ástand en gildandi lög gera ráð fyrir. Lögbrotsmenn vaða uppi—með vilja fólksins — i nýrri og fullkominni tækni, sem er að gjörbreyta fjölmiðlum — i siðustu merkingu þess orðs — i heiminum. Það er vidéóið — myndböndin. Myndbandanefnd sem starfað hefur undir formennsku dr. Gauks Jörundssonar, prófessors i eignarétti við Háskóla íslands, skilaði þvi áliti i byrjun desember sl., að slaka yrði á einkarétti rikisins til fjarskipta. Sama skoðun er uppi i þingskipaðri nefnd um endurskoðun á útvarpslögunum undir formennsku Markúsar Á. Einarssonar, veðurfraeðings og bæjarfulltrúa (f) iHafnarfirði. að komið hafi verið i veg fyrir, að við- skiptavinir þeirra fái að njóta 450.000 króna útlagðs kostnaðar, fyrr en heimsmeist- arakeppnin er gleymd og grafin. Slikt hugarfar og slik framkoma væri óhugsandi ef hér rikti ekki einokun. Ef frelsi rikti á þessu sviði, kæmust Albaniu- menn rikisútvarpsins ekki upp með að kasta hálfri milljón króna og læsa vöruna vikum saman niðri I skúffum. Axarsköft Albaniumanna rikisútvarps- ins væru þó einhvers virði, ef þau hafa opn- að augu viðskiptavina þeirra, það er lands- manna allra, fyrir þvi að núverandi einok- unarkerfi hefur gengið sér til húðar og þarf að liða undir lok”. Liklegast er fólki andskotans sama hvort það er einkaréttur eða ekki, það vill sinn fotbolta og ekkert múður, sumarfri eða ekki sumarfri. A þær nótur slá þeir i Videó- són og ekki nema i meðallagi sennilegt að sjónvarpinu verði lokað i júlimánuðum framtiðarinnar. inn samþykkir. Lögbrotin felast i þvi, að myndbandaleigurnar, sem eru a.m.k. 30 i Reykjavik einni, leigja þessar myndir út til fólks og jafnvel til húskerfanna. Myndirnar má ekki sýna opinberlega — og i höfunda- lögum er „opinberlega” skilgreint sem tiu óskyldir aðilar. I þessu sambandi er einn helsti vandinn sá, að trúlega eru 70—80% (sumir segja jafnvel 90%) myndbanda á markaði ólögleg. Annað hvort afritanir af löglegum böndum eða smyglvarningur. Steinar h.f., hljómplötuútgáfa, sem er að hálfu i eigu Karnabæjar hefur á stuttum tima orðið umsvifamest á sviði mynd- bandainnflutnings og hefur umboð fyrir kvikmyndafélögin MGM/UA og 20th Century Fox, sem bæði eiga þúsundir kvik- mynda, Steinar Berg, forstjóri Steina hf., segir að ástandiö sé „vaðandi lögleysa og sjóræningjaháttur. Löggjafinn er ákaflega silalegur, vægast sagt. Fólk hefur náttúr- lega gripið nýjan möguleika, sem þvi hefur gefist til afþreyingar og skemmtunar og EINKARETTUR ÚTVARPSINS LIGGUR BANALEGUNA eftir Ómar Valdimarsson Stórfelld brot Myndbandanefnd komst að þeirri niöur- stöðu, í skýrslu sinni til menntamálaráð- herra „aö undanfarið hafi átt sér stað brot á útvarps- og f jarskiplalögum i stórum stfl. Slikt ástand er óviðunandi, jafnvel þótt bú- ast megi við breytingum á útvarps- og fjar- skiptalögum i átt til frjálsræðis ýmissa að- ila til útvarpsreksturs. Við bætast stórfelld brotá höfundarrétti, bæði við upptöku efnis á myndbönd og ráðstöfun myndbanda, en þó alveg sérstaklega með útsendingu efnis af myndböndum um sjónvarpskerfi. Er brýn ástæða til að greiöa götu höfunda til að ná réttisinum. Hraða verður starfi að end- urskoðun laga á þessu sviði, svo sem frek- ast er kostur, m.a. endurskoðun útvarps- lagaog fjarskiptalaga með tilliti til breyttr- ar tækni og viðhorfa, þannig að slakað verði á einkarétti rikisins til fjarskipta i þá átt, sem greinir i skýrslunni. Gera verður aðrar viðhlitandi ráðstafanir til að bæta hið fyrsta úr þvi ófremdarástandi sem nú rikir.” Það er i frjálsræðisátt, sem greinir i skýrslunni. Sami andi er uppi i útvarps- laganefndinni. „Það verður ekki hægt að tala um einkarétt lengur ef farið verður að tillögum nefndarinnar”, sagði Markús A. Einarsson, nefndarformaður, „það er gert ráð fyrir að þetta verði rýmkað”. Markús sagði nefndarstörfin hafa gengið vel framan af og hafa verið komin vel á veg i lok apríl, þegar veikindi settu strik i reikninginginn. Endaspretturinn yrði tek- inn i haust. Drög að tillögunum, þar sem fjallað er um allt útvarp hérlendis, munu þegar vera til en Markús Einarsson fékkst ekki til að ræða þau nánar að sinni. Beinn og klár þjófnaður Ingvar Gislason menntamálaráðherra sagöi nefndarstörfin vera i gangi og hefði hann þvi litið að segja um ástandið auk þess sem segði i áfangaskýrslu myndbanda- nefndar frá 1 desember. „Mér finnst nú hæpið aö rikisvaldið sé með hnifinn á lofli hvarsem er”, sagði menntamálaráðherra. „Þetta er ný þróun, sem ekki er hægt eða ástæða til að sporna við. En lögbrotin eru bæði augljós og margvisleg. Spurningin er hvernig á að taka á þessu. Málið er gifur- lega flókið og umfangsmikið og kostar mikla vinnu að greiða úr þessu öllu”. Það verður þó að segjast eins og er, að það eru einkaaðilar, sem hafa komið á ástandið þvi skikki sem þar er þrátt fyrir allt að finna. Fólki er smám saman að verða ljóst, að burtséð frá úreltum útvarps- lögum ber að gæta réttinda ýmissa aðila gagnvart hverri einstakri myndsnældu. Lögbrotin eru þó framin áfram daglega. Nýtt hrópandi dæmi er stuldur mynd- bandakeðjunnar Videósón á fótboltaleikj- unum upp úr danska sjónvarpinu til sýn- inga i fjölbýlishúsum i Reykjavik. Rikisút- varpið fékk sett lögbann á sýningu bolta- leikjanna og fer siðan umsvifalaust i mál við Videósón. Eða einsog Andrés Björnsson útvarpsstjóri sagði i vikunni: „Þetta er beinn og klár þjófnaður. Við höfum borgað fyrir einkarétt á þessu, stórfé með stórum samningi við Evrópusamband útvarps- stöðva.” „Axarsköft Albaniumanna” Videósón-forsprakkarnir svara fullum hálsi og segja útvarpinu hreinlega að skammast sin fyrir aumingjaskap. Þeir hafi einfaldlcga verið að þjónusta neytend- ur, fótboltááhugafólk sém er viðþolslaust af spenningi fyrir heimsmeistarakeppninni á Spáni. Og Jónas Kristjánsson ritstjóri D&V „móður” Videósón, heldur áfram á sömu nótum i leiðara i blaðinu i gær: „Þetta erudæmigerð viðbrögð embættis- manna, sem kunna ekki að skammast sin, þótt margoft hafi verið komið að þeim sof- andi á verðinum, og þótt þeir hafi á undan- förnum vikum reynzt margsaga i tilraun- um til að visa frá sér sökinni. Albaniumenn rikisútvarpsins geta nú lagzt aftur á græna eyrað, sælir i þeirri trú, Málaferli Það er þó viðar, sem Videósón liggur undir höggi. Hjá embætti rikissaksóknara er nú til meðferðar á næstunni útkoma rannsóknar, sem Þórður Björnsson rikis- saksóknari óskaði eftir að Rannsóknarlög- regla rikisins annaðist á starfsemi Videó- són. Rétt er að taka fram, að rannsókninni var þvi sem næst lokið þegar D&V-hópurinn keypti Videósón, og beinist hún þvi ekki að núverandi eigendum. Ekki er óliklegt, að rikissaksóknari muni höfða opinbert mál i framhaldi af þessari rannsókn. Annað mál er i gangi — þar sækir Mynd- bandaleiga kvikmyndahúsanna á leigumið- stöðina Videóspóluna á Holtsgötunni i Reykjavik fyrir að leigja út biómyndir, sem Regnboginn hafði einkarétt á hérlendis. Regnboginn hafði áður fengið sett lögbann á versiun Videóspólunnar með tiltekna mynd en leigumiðstöðin sinnti þvi i engu og hélt áfram að leigja myndina. Þá var ekki frekar aðhafst en nú að loknu réttarhléi verður málið flutt fyrir Borgardómi Reykjavikur. Myndbandaleigan gerir stór- ar kröfur á hendur Videóspólunni: 400 þús- und króna skaðabætur, 10 þúsund króna miskabætur, upptöku myndbandanna og sekt eða varðhald foringjanna. Von er á dómi fyrir hluta vetrar. Fleiri mál eru liklega væntanleg. Lög- fræðingur Myndbandaleigu kvikmynda- húsanna og framkvæmdastjóri fóru nýlega i stutta yfirreið um Norðurland til að kanna hvort brotið væri á einkarétti þeirra og i fyrradag fór annar lögfræðingur kvik- myndahúss á Akranes. Aætlað er að halda rassiunum áfram. 90% smyglað eða stolið? Kvikmyndahúsin og fleiri fyrirtæki eiga einkarétt á fjölda kvikmynda. Þær má hvergi sýna nema þar sem umboðsmaður- sinnir ekkert réttinum og skyldum. Fólki er skitsama um það.” Steinar Berg fullyrðir að 90% þeirra myndbanda, sem eru á markaði hér, séu ólögleg. Annað hvort sé um að ræða höfund- arréttar- eða einkaréttarbrot eða brot á tollalöggjöf. „Það er hægur vandi að kippa tollamálinu i liðinn”, segir hann. „Á þessu er núna nærri 130% toliur svo það liggja miklir peningar i smyglinu. Tiu spólur keyptar i London borga flugfarið þangað og heim aftur. Farskipin eru hlaðin af mynd- böndum og myndsegulbandstækjum. Ég hefði gaman af að sjá tollinn fara á milli leiganna hérna og skoða innflutnings- pappira fyrir öllu, sem þar er á boðstólum. ÆUi færi ekki að minnka úrvalið úr þvi. En lögin eru ósanngjörn — þörfin og eftir- spurnin eftir myndbandaefni er svo gifur- leg.” Grunsemdir um mikið magn Guðgeir Leifsson i Myndbandaleigu kvik- myndahúsanna tekur undir þetta. „Vand- inn er ekki bara hérlendis þvi það er ekkert gert i að gæta hagsmuna þeirra, sem ekki eru með fulltrúa hér eða umboðsmann,” segir Guðgeir. „Við eigum nóg með að gæta okkarefnis.” A aðeins örfáum misserum hefur videó- væðingin farið 'um landið með eldingar- hraða. Giskað er á, að 15—20 þúsund mynd- segulbandstæki séu i landinu, löglega inn- flutt og smygluð. Kristinn ólafsson, toll- gæslustjóri, segir það koma fyrir all oft, að tekin séu i farskipum eitt og tvö mynd- segulbandstæki. „Það hefurlitið verið tekið að myndsnældum til þessa,” segir Kristinn, „enda fer litið fyrir þeim og erfitt að henda reiður á umfanginu. Það hefur verið leitað eftir varningi af þessu tagi, þvi við erum mjög meðvitandi um þessa hættu. Altént eru uppi grunsemdir um að mikið af varn- ingi komi ólöglega inn i landið.” Tugþúsundir manna ilandinu eiga kost á að sjá kvikmyndir og annað skemmtiefni i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.