Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 21
-fík%t,,rinn- Föstudagur 9. júli 1982 21 öðru sjónvarpi, en þvi, sem einkarétt hefur til slikrar starfsemi. Myndbandanefndin giskaöi i sinni skýrslu til menntamálaráð- herra á að á höfuðborgarsvæðinu væru 55—70 myndbandakerfi og um allt land eru i nær hverju plássi eitt kerfi eöa fleiri. I Hafnarfirði eru menn með hugmyndir um að tengja saman allan bæinn — og við bygg- ingu Hvammahverfis létu bæjaryfirvöld leggja sérstakan kapal i jörðu — kapal, sem biður eftir myndum og tónlist um sig og til neytenda. Giskað er á, að daglega séu leigðar út 1500—2000 spólur i Reykjavik einni. Vídeóæðið er i algleymingi. Ekki sist ijUli. Og það er ekkert útlit fyrir að lát sé á. „Það stefnir i að videó verði næsta heim- ilistæki”, segir Steinar Berg. „Þetta er hentugur miðill til þess og á eftir að nýtast enn betur. Ég hef engar áhyggjur af þvi að vídeó verði forheimskandi — ég hef trú á að mannskepnan læri að nota þetta fyrir- bæri.” saman. Þegar maöur horfir lengra fram i timann þá held ég að það sé óhjákvæmilegt að kaplar fari viðar i jörð. Þegar kaplar eru komnir er ekkert þvi til fyrirstöðu að flytja bæði sjónvarp rikisins og annað efni inn á heimilin með betri mynd og hljóðgæðum, en við búum við i dag. Og þegar gervihnett- irnir ná hingað verða settir upp skermar. Það er timabundið ástand, að Póstur og simi hafi þetta tangarhald á gervihnettin- um OTS”. Kerfin eru til — notum þau! Og framtiðarsýnin? Jónas, Steinar Berg og fleiri sjá hana fyrir sér á svipaðan hátt: tölvur og videó fara að gegna æ „ábyrgðar- meira” hlutverki i samskiptum manna. „Tölvan á heimilinu á eftir að hafa allt i sér og fólk getur valiö hvað sem er til skemmt- kvikmyndahúsanna. Framsýnarmaðurinn Björn Vignir Sigurpálsson, ritstjóri á HP, bendir á, að myndabandamálin bæði er- lendis oghérheima séu „auðvitað hreinasti frumskógur, og þvi allt annað en auðvelt að átta sig á stefnum i þvi myrkviði. Það er ekki nóg með að á neytendamarkaði berjist 3—4 kerfi myndsegulbanda innbyrðis held- ur geta þau átt i samkeppni við tvær teg- undir mynddiska (einskonar grammifón- plata, mynd á plötu i stað spólu). Tækniþró- unin er svo ör aö það er nánast útilokað að spá um hvað verður ofan á. Einhvernveg- inn hef ég það þó á tilfinningunni, að mynd- böndin hafi betur i þessari baráttu vegna þess að notagildi þeirra er viðfeðmara en disksins.” Björn Vignir er einn sjö manna, sem stofnaö hefur fyrirtækið Framsýn. Hlut- verk þess er að búa til skemmti- og fræðslu- þætti, ýmist fyrir fyrirtæki, einstaklinga eða stofnanir. Framsýn er svo að hluta til i Lagabreytingar væntanlegar En hvað svo? Ingvar Giálason mennta- málaráðherra biður eftir að myndbanda- nefnd og útvarpslaganefnd skili áliti. Eins og kom fram hjá Markúsi Einarssyni að framan skilar útvarpslaganefnd yfirgrips- miklum tillögum sinum meö haustinu. Dr. Gaukur Jörundsson, formaður mynd- bandanefndar, sagði nefndina eiga eftir að skila lokaskýrslu til menntamálaráðherra sem ætti að ákveða lifdaga nefndarinnar. Meginniðurstöðurnar væru i áfangaskýrsl- unni frá i desember. „Þetta er mjög vand- meðfarið,” sagði dr. Gaukur, „hvort og hvenær og hvernig á að nýta þessa tækni. Það er augljóst að það þarf að gera ýmsar lagabreytingar, eins og viö leggjumreyndar til. En það er ráðherra og ráðuneytis að ákveða aðgerðir.” TOALL COUNTERFEITERS AND PIRATES! NOTICE: On May 24,1982, Prcsident Reagan signcd into law the Piracy and Counterfciting Amcndmcnt Act of 1982. This ncw law is designed TO PUT YOU OUT OF BUSINESS AND INTOJAU.. Your illegal activities are now felonies under Fedcral Law and for your first offensc YOU CAN BF. PENALIZED UP TO 5 YEARS IN FEDERAL PRISON OR UP TO $250,000 IN FINIiS OR BOTH. Wc heartily applaud tltis decisive action by Congress and the President and look forward to seelng you—flrst in court and thcn In jail. A Publit Scrvicc Announccmcnt sponsorcd jointly by thc Recording Industry Association of America, Inc. and Billboard Billboard Bandarisk stjórnvöld hafa hert mjög baráttuna gegn ólöglegri notkun hljóð- og myndbanda. Þessi auglýsing hefur aö undanförnu birst i tónlistar- og sjónvarpsblöðum vestra. Texti auglýsingarinnar er þessi I lauslegri snörun: Til allra falsara og sjóræningja! AT- HUGIÐ5 24. mai 1982 staðfesti Reagan forseti lög um falsanir og réttarstuld. Þessum nýju lögum er ætlað aö koma ykkur á hausinn og i tugthús. Ólögleg iðja ykkar er nú refsivert brot samkvæmt al- rikislögum. Fyrir fyrsta brot er hægt að dæma ykkur til fimm ára fangelsisvistar, eða i 25 þúsund dala sekt eöa hvort tveggja. Við fögnum þessari lagasetningu þingsins og forsetans og hlökkum til aðsjá ykkur — fyrst fyrir rétti ogsvoí fangelsi. Tólf rásir um w Breiðholt og Arbæ JónasKristjánsson, ritstjóri D&V og einn eigendaVÍcleósón hefúrekki sftur trú á fram- tiðarmöguleikum myndbandanna: „Það stefnir i að fólk. noti videó eins og kvik- myndirnar áður — og geri það inni á heim- ilunum. Þetta er einfaldari og heppilegri tækni til þess. Það getur enginn ákveðiö hvort þetta er gotteða vont —þaðgerist.” Þaö er einkum kapalsjónvarp, sem Jónas Kristjánsson og félagar hans i Vídeósón hafa áhuga á. „Kapalsjónvarp á eftir að hafa sinn gang hér eins og annars staðar, þróunin leiðir i ljós hver niöurstaðan verð- ur, ekkert annað fær þar um ráðið. Þetta er útbreitt i Bandarikjunum og er að fara i gang i Evrópu. Byrjunin er alls staðar sú sama, menn byrja á að sýna biómyndir og iþróttir, þaðsem er vinsælastog auðveldast aðselja, en svo bætist meira viö. Svo er þaö meðýmsumótihvernig þetta er rekið, ann- að hvort með auglýsingum eða áskriftum eða hvorutveggja. Það er ágætt dæmi um þetta i Helsinki i Finnlandi, þar sem við höfum helst fylgst með,” segir Jónas Kristjánsson. „Þar er i gangi kapalsjónvarp með nokkrar rásir. Þeir sýna rikissjónvarpið ókeypis á tveimur rásum, sjónvarp frá Eistlandi og svo enn ein rás frá gervihnetti, auglýsinga- rás og svo rás með blönduðu efni fyrir áskrifendur. Fólk borgar bara fyrir eina og færhinarókeypis.” Jónas segir að Videóson sé með svipaðar hugmyndir á prjónunum. „Kapiar sem nú eru lagðir — og oft i mjög góðu samstarfi við borgaryfirvöld — eru með allt að tólf rásum. Við höfum keypt þrjá áfanga af fimm frá Turku i Finnlandi, þ.e. tækni- búnaðinn frá Finnum og svo kapal frá Heimilistækjum. Breiðholtið hefur verið tölvureiknað i þessu skyni og þar er verið að leggja tólf rása kapal. Arbæjarhverfið er reyndar lika i þessari mynd, þvi þessi 13 kerfi, sem við erum með núna, eru óheppi- leg og verið er að reyna að tengja þetta unar, fróðleiks og upplýsinga”, segir Stein- ar Berg. ,,I framtiöinni sé ég menn fyrir mér hamra inn óskir sinar á heimilistölvu sem tengd er inn á stærra kapalsjónvarps- kerfi”, segir Jónas Kristjánsson. „Með þvi móti getur fólki framtiðinni verslað.skipt við banka, spurt um laus sæti i ferðum, veörið, verðið á púrtvini frá 1928, (eins og t.d. i Bretlandi) og hverju einu, er fólki dettur i hug. Þetta er hluti rafeindabyltingarinnar. Það verður hægt að gera nánast allt án þess að hreyfa sig. Likamlegar samgöngur eiga eftir að verða miklu minna nauösynlegar ; en i dag. Það verður þvi, i ljósi þessarar . þróunar, sem ég held að sé óumflýjanleg, að setja lög til að staöfesta lögmæti kapal- stjónvarps”. Og Steinar Berg segir: „Kapalkerfin eru til og fólk vill að þau séu notuð.” Snældu- og diskastrið Göttog vel. Enhvaðáaðskoða? 1 skýrslu myndbandanefndar er kafli um efni á myndböndum: „Það gefur auga leið, aö efni á mynd- böndum sem notuð eru til sýningar hér á landi, er af hinu margvislegasta tagi. Sú tækni, sem hér er fyrir hendi, gerir mönn- um kleift að taka efni eftir sjónvarpi og eig- ið efni með sérstökum myndavélum... Þá hafa leigusölur myndbanda margs konar efni á boðstólum. Yfirgnæfandi hluti alls þessa efnis er hins vegar kvikmyndir, gamlar og nýjar, og hvers konar skemmti- efni, sem venjulegt er að telja af léttara taginu. Ýmis dæmi eru um efni, sem kvik- myndahúsum er óheimilt að sýna börnum innan tiltekinna aldursmarka. Löglausar klám- og ofbeldismyndir eru ekki óþekkt- ar.” Það eru ekki beinlinis klám- og ofbeldis- myndir islenskar, sem nú eru komnar út á myndböndum. Það er kvikmyndin Punkt- ur, punktur, og 79af stöðinni. Og svo komu í vikunni út tveir skemmtiþættir, alislenskir, sem fyrirtækin Framsýn og Ismynd hafa gert i 60 eintökum og selt Myndbandaleigu eigu sömu aðila, og Ismyndar — en tsmynd á tækin. Tæki, sem eru af háum gæöaflokki. Réttinum margskipt „Það er nauðsynlegt að skapa myndkerf- unum lagalegan grundvöll hið fyrsta,” segir Björn Vignir. „Og það er nauðsynlegt við dagskrármótun kerfanna aö viöhafðar séu almennar reglur um hlutfallsskiptingu fræðslu- og skemmtiefnis, innlends og er- lends efnis og auglýsinga, þvi að á þann hátt einan geta þessi kerfi orðiö þokkalegur atvinnuvegur. Möguleikar myndbandanna eru nánast óþrjótandi, ég tala nú ekki um á mennta- og fræðslusviðinu. Þar dreymir okkur um að fá að taka til hendinni.” Framsýn/lsmynd segist vilja varast að fara inn á brautir þar sem eitthvað vafa- samt gæti verið á feröum. Þannig muni fyrirtækið ekki eiga frumkvæði að þátta- gerð fyrir vidókerfin á meðan réttarstaða þeirra væri jafn óljós og nú er. A meðan geti Framsýn, sem starfaöi með lista- mönnum i verulegum mæli og tæki að sér að gæta hagsmuna þeirra, svo sem höf- undarréttar, ekki att slikt fordæmi. Fyrir- tækið sé hins vegar verktakafyrirtæki og geti tekið að sér verkefni sem slikt. Þar er enn komið að hagsmunum. Veru- legur þáttur i þessum „frumskógi” eru réttinda- og hagsmunamál. Mjög margir aðilar eiga hagsmuna að gæta gagnvart hverri einstakri myndsnældu. Og ekki auð- veldar það máliö, að mjög margvisleg rétt- indi geta fylgt hverri og einni spólu. Hún geturverið seld einum aðila til að leigja út og öðrum til að sýna i lokuðu myndbanda- kerfi. Sá þriðji kaupir sér átekna snældu til aö eiga i myndbandasafninu sinu. Og svo getur einn réttur verið háður öðrum, það má t.d. ekki sýna myndina i húskerfi fyrr en hún hefur verið i tvo mánuði á mynd- bandaleigunum eða þá að ekki má sýna hana i sjónvarpi fyrr en eftir að einhverjar aðrar spólur hafa lokið tiltekinni hring- ferö.” Dr. Gaukur sagði stærsta vandann á borði útvarpslaganefndar. Það hefði mest að segja fyrir framvindu þessara mála hvaða tillögur kæmu þaðan. „Þaö er ekki þaö, að reglur um þessa notkun séu ekki til. Menn hafa heldur viljað nota nýjar i stað þeirra gömlu. Og aö þvi leyti til er starf myndbandanefndar varanlegt verkefni”, sagði dr. Gaukur. Þegar nefndirnar hafa báðar skilað endanlegu áliti er útlit fyrir að frumvarp til nýrra útvarpslaga verði lagt fyrir þing. Einnig má búast við tillögum um breytt ákvæöi réttarfars og refsiákvæða i höf- undarlögum, til frekari verndunar höfunda og annarra rétthafa. Þá verður og væntan- lega lagt fram sérstakt lagafrumvarp um hljóðkassettur, auðar og áspilaðar. 1 þeim efnum er ekki siður „vaðandi lögleysa og sjóræningjaháttur”, eins og einn viömæl- andi okkar orðar þaðað framan. Peningar Á meðan heldur videóvæðingin áfram að þróast og taka á sig fastari mynd. Og pen- ingarnir — þvi vitanlega snýst þetta allt um peninga — halda áfram að skipta um hendur. Og safnast upp. Tæki seljast, sjón- vörp seljast, allskonar tæknibúnaður, myndbönd bæði heiðarlega framleidd og með stolnu efni, halda áfram að fara um borg og bi. Tiðin er önnur, lög og reglur eru með öðrum hætti en hinn skrifaði laga stafur mælir fyrir um. Það hvarfler ekki að nokkrum manni að videóbyltinginsé yfirstaðin.Hún er ung og fersk og spennandi. En afskaplega dýr. „Það þarf mjögsterkarherðar til að l|era þetta fjárhagslega,” segir Jónas Kristjans- son. „Það er dúndrandi tap á þessu. I Hels- inki var tap á fyrirtækinu i heilan áratug og fyrri eigendur misstu það úr úr höndunum á sér. En i fyrra fór loks dæmiö að snúast við.” — Svo þú trúir þvi að Videósón fariáend- anum að sýna hagnaö? ,,Já, til hvers eru menn aö þessu?”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.