Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 14
14 F.ös.tudagur 9. júIí j982 JHeh Jielgai-— .postUririn Reykjavíkur júlfdjass Þaö veröur nóg af djassi í Reykjavik i júli. Fyrir utan ágætan innlendan djass af hefö- bundnari geröinni munu tveir af þekktari meisturum nýdjassins svarta leika á tónleikum i Fé- lagsstofnun stúdenta. Þann 15. júli verður trió trompetleikar- ans Leo Smith þar á ferö og þann 29. jUli verður einn af máttarstólpum Art Ensemble of Chicago meö tönleika i Félags- stofnun. Sá er enginn annar en saxafónsnillingurinn Roscoe Mitchell. Þaö hugsa ábyggilega margir sór gott til glóðarinnar aö endurnýja kynnin frá þvi I Broadway I april. Nýdjassinn hefur veriö ágæt- le'ga kynntur í Reykjavik hin siöari ár og af þeim sem hafa sótt okkur heim má nefna hljómsveitir ss. George Adams- Don Pullen kvartettínn og The Art Ensemble of Chicago og ein- leikara einsog John Tichai, Ted Daniel, Evan Parker og Peter Brötsman. Nú verður boöið uppa hvoru- tveggja: hljómsveitartónleika hjá Leo Smith og einleikstón- leika hjá Roscoe Mitchell. Roscoe Roscoe er einn af forvigis- mönnum blásaraeinleikstón- leika i djassi. Hann er óhemju- fær blásari og spannar safn hans alla saxafóna frá kontra- bassa uppi sópranió svo og klarinettur allskonar og flautur, fagott og blistrur og pipur. Hvað af safninu hann veröur meö i ís- landsfarangrinum veit óg ekki en óefaö veröur spennandi aö hlusta á tónsköpunina. Smith Margir vilja telja Leo Smith I hópi hinna frumlegustu tromp- etleikara nýdjassins og eitt er vlst aö hann fer ekki troðnar slóöir. Hann er ári yngri en Roscoe, fæddur í Mississippi ár- iö 1941. Þar ólst hann upp viö blús og enn meiri blús, íék I blúsböndum um tima en hugur- inn hneigöist aö annarri tónlist og i gegnum Roscoe komst hann i kynni viö AACM (Samtök skapandi tónlistar). Hann lék þar meö mörgum.. ma. Anthony Braxton. Hann hefur unniö vlöa i Bandarikjunum og Evrópu og gefiö út margar hljómplötur. SU þekktasta er vafali'tiö skifan sem ECM gaf Ut: Divine Love, og hefur hUn fengist i hljóm- plötuverslunum hér. Þetta er ein ljUfasta nýdjassskifa sem ég hef heyrt og ljóðræn meö af- brigöum. Leo Smith leitar vlöa fanga og spuninn (improvfsasjónin) er honum hugstæöur: ,,Aö spinna eraöskapa tónlistina um leiö og hún er leikin, hvort sem ákveðið stef er þróaö eöa unniö úr rýþma eöa tónabyggingu. Tær- astur er spuninn þegar ekkert af þessu er lagt til grundvallar heldur skapaö á augnablikinu úr eigin Imyndun. Þögn, tónar og rýþmi samofin I það sem aldrei hefur heyrst áður og mun aldrei heyrast aftur.” Þaö verður spennandi að hlusta á Leo og félaga hans i Fé- lagsstofnun á fimmíudags- kvöldið 15. júll. Meö honum leika Bobby Naughton á vibra- fón og Dwight Andrews á saxa- fón. Allir taka svo til hendinni við margvislegan slagverks- leik einsog piltarnir i Art En- semble gerðu. Forsala að- göngumiða á Smith & Mitchell verða i Gramminu, Vesturgötu 53b, simi: 12040. Grétarsson A fimmtudagskvöldið I siö- ustu viku lék trió þeirra Friö- riks Karlssonar og Tómasar R. Einarssonar I stúdentakjallar- anum. Þeir hafa leikið þar oft áður meö ýmsum trommurum en i þetta skipti var trommarinn dálitiö sérstakur. Viö höföum frétt ýmislegt af honum siöustu ár en ekkert heyrt. Pétur Grét- arsson er kominn heim I fri eftir rúmlega tveggja ára nám I trommuleik viö Bef& ley og svo sannarlega hefur hann mikið lært. Gamli tréhesturinn horf- inn og lipurt leikandi sveifluljón komiö Ihans staö. Sólóar Péturs voru melódiskir og hugmynda- rikir og lausir við tæknilegt stripptis án takmarks og til- gangs. Aö þvi leyti minnti hann á nafna sinn östlund. Pétur veröur hér i sumar og aö sjálf- sögöu veit maöur minnst um hæfni hans eftir aö hafa hlustaö á eitt kvölddjamm,en þaö lofaði góöu. Þaö veröur nóg aö gera I djassinum viö Hringbraut i júli og djassgeggjarar geta þar nært bæði likama og sál. Á sunnudagskvöldið kemur leika þeir Pétur, Tómas og Friðrik i siðasta skipti i Stúd- entakjallaranum. Karlmennskuvígsla Jón Dan: Viðjar — þættir úr þroskasögu drengs. Skáldsaga 156 bls. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs 1982 Viðjar eru sjöunda skáldsaga Jóns Dan. Framan af var nokk- uö langt á milli sagna hans en hin siðari ár hafa þær komiö ör- ar og siöastliöin þrjú ár hefur hann sent frá sér bók á hverju ári. Þær eru aö vfsu misjafnar aö stærð og gæöum, en engu aö siöur lýsir þetta fremur óvenju- legri athafnasemi á ritvellinum. Af seinni sögum Jóns finnst mér Stjörnuglópar (1980) bera af og sver hún sig töluvert i ætt viö Atburöina á Stapa (1973) sem einnig er einkar athyglis- verö saga. Báöar þessar sögur eiga þaö sameiginlegt aö per- sónur þeirra og atburöir eru ekki takmörkuö viö umgerö heföþundins raunveruleika, heldur leita útfyrir hann, um leiö og ræturnar eru djúpar og fast bundnar honum. 1 siðustu tveimur sögum sln- um leitar Jón á önnur miö og nú eru þaö unglingar sem eru viö- fangsefni hans og eru þeim sög- um settar strangar raunsæis- skoröur. ÍSpellvirki sem kom Ut i fyrra er fjallaö um unglinga- afbrot en i nýju bókinni eru breytingar gelgjuskeiösins við- fangsefnið. Ágúst er aöalpersóna sögunn- ar. Hann er á fjórtánda ári og lendir I þeim ósköpum aö veröa kynþroska heldur fyrr en jafn- aldrar hans og skólabræöur. Breytingin sem hann finnur á sér, bæöi hiö innra og ytra,veld- ur honum miklum heilabrotum og sárri angist. Hann veit hrein- lega ekkert hvaö um er aö vera, finnst hann vera i hæsta máta ó- eölilegur og gott ef hann er ekki aö breytast i górillu. Agúst er alinn upp hjá móöur sinni, sem var um þritugt þegar hún eignaöist hann og tengsl hans við fööurfjölskylduna eru þrungin einhverri spennu sem hann botnar litið I, en skýrist undir sögulok. Faöirinn er á ööru landshorni. Sögusviðiö er þorp einhversstaðar viö sjávar- slöuna sunnanlands. Sagan skiptist I tvo hluta. 1 fyrrihlutanum býr Agúst hjá móöur sinni. Þar er lýst helstu persónum sem viö sögu koma og viröist þar vera ýmisskonar spenna undir niöri sem margt er gefiö i skyn um án þess að frek- ar sé fariö út I þá sálma. Aö öðru leyti er mest fjallað um hugará- stand og hugrenningar Agústs og hvernig hann einangrast frá fyrri félögum slnum. 1 seinnihlutanum er móðir Ágústs flutt noröur i land og varö aö ráöi aö AgUst yröi eftir I þorpinu til vors, lyki skólanum og fermdist. Hann er vistaöur hjá Rósu, ungri ekkju og vin- konu móðurinnar, en hjá henni haföi Agúst verið um ti'ma fyrir fáum árum og lék hún stórt hlutverk i draumförum hans. En fóstur Agústs hjá Rósu þróast brátt yfir i annarskonar samband. Hún skilur þau til- finningalegu vandamál sem hann á viö aö striða og tekur til sinna ráöa og leysir hann undan þeim viöjum sem fjötra huga hans. Breytir honum úr dreng i fullorðinn mann eins og þaö er kallaö. Þegar umhverfinu verö- ur ljóst hvaö um er aö vera bregst þaö aö sjálfsögöu illa viö og kemur þá um leiö fram margvislegur mannlegur breyskleiki, sem upplýsir og skýrir margt um forsögu per- sónanna og þá undarlegu spennu sem lá I loftinu. Þessi frásagnarflétta er mjög haganlega gerö hjá höfundi. Hann byggir upp spennu sem á fyrst og fremst rætur I breysk- leika þeirra fullorönu persóna sem viö sögu koma. Jafnframt Viðjar Jóns Dan — „haganlega gerð frásagnarflétta og lifandi persónusköpun”. er lýsing höfundar á tilfinninga- lifi Agústs trúveröug og vel gerð þó finna megi bresti i forsend- um hennar. Hliöarpersónur eru dregnar skýrum dráttum og krydda þær söguna verulega. Þaö er engin ný saga aö breytingar gelgjuskeiðsins valdi unglingum hugarróti og skapi margvislegar vangavelt- ur um tilveru þeirra. Asæknar eru til dæmis spurningar um hvort þau séu eölileg eöa ekki. Hvernig þau eru miðaö viö jafn- aldrana og þá er eitt höfuö- vandamál ef viðkomandi sker sig úr á einhvern hátt. öllu þessu lýsir Jón Dan á býsna trúveröugan hátt. Hins- vegar held ég aö fullkomin fá- fræöi Agústs um kynferöismál sé fremur veikur hlekkur i per- sónusköpun hans. Það aö hann elst upp meö móöur sinni og aö tengsl þeirra eru fremur stirö nægir ekki til aö þessi fáfræöi sé skýrö. En þarna getur einnig veriö svolítil spurning um tlma, þ.e. hvenær sagan á að gerast, en það er nokkuð óljóst. Sumpart virðist sagan eiga aö gerast i eöa nærri nútimanum. Til þess bendir ýmislegt i' umhverfinu, tæknileg fyrirbæri o.þ.h. og einnig ýmis oröatiltæki ungling- anna. En að ööru leyti viröist timi sögunnar vera fyrir nokkr- um áratugum. Málfar ungling- anna er ekki nútimalegt, nema aö fyrir koma ýmsir frasar sem veröa stilbrjótar og yfirbragö þorpsins og andrúmsloft bendir ekki til nútimans. Þessi misvis- un er að mi'nu áliti megingalli sögunnar. Heföi sagan bersýni- lega átt aö gerast fyrir nokkr- um áratugum þegar kynferöis- mál voru helst ekki rædd nema i skúmaskotum væri fáfræði að- alpersónunnar e.t.v. skiljan- legri. En þar sem þetta er svo mikið grundvallaratriöi i sög- unni heföi þurft aö búa traustar um hnútana. Meginstyrkur sögunnar er eins og áöur er sagt haganlega gerð frásagnarflétta og lifandi persónusköpun. Samband Ágústs og Rósu er gert eðlilegt og sjálfsagt, jafnvel fallegt, ein- mitt vegna þess að það á rætur I persónugerö og tilfinningalegu ástandi þeirra beggja. Höfund- ur gerir sér mikiö far um aö lýsa sálarástandi og tilfinning- um persóna sinna og á þaö ekki aðeins við um aðalpersónurnar heldur einnig um aðrar persón- ur, sem sumarhverjar veröa einkar eftirminnilegar. Þaö er safarikt og breyskt fólk sem gengur fram á siöunum i þess- ari bók Jóns Dan. G.Ast.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.