Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 17
irinn Föstudagur 9. júlí 1982 12 Ég hafði reyndar komist i samband við útvarpið miklu fyrr. Það var liklega 1938 eða ’40, á þeim árum sem útvarpið var enn- þá nýjung. Ég settist niður og skrifaði er- indi um mál sem mér voru ofarlega i huga á þessum árum, þetta hefur liklega verið hin mesta sveitarómantik. Siðan sendi ég út- varpinu erindið en fékk það endursent frá Kristjáni Friðrikssyni sem seinna var kenndur við Última, en sá þá um Útvarps- tiöindi. Með erindinu fylgdi sá rökstuðn- ingur fyrir þvi að útvarpið hafnaði þvi, aö tillögur til úrbóta væru ekki viðunandi. Ég á þetta erindi ennþá og hver veit nema ég grafi það upp einhverntimann og láti flakka i útvarpinu”,segir Einar og kimir. S|ónlcikur á Ráöhúslorginu Það var ekki fyrr en á hundrað ára af- mæli Akureyrarbæjar að Einar telur sig hafa hlotið viðurkenningu samborgara sinna fyrir alvöru. Þá var hann beðinn að semja sjónleik til að flytja á Ráðhústorg- inu. En siðan hafa viðurkenningarnar orðið fleiri. Meðal annars frá útvarpinu sem endur fyrir löngu hafnaði erindi hans. Eitt sinn hlutu þeir Gunnar Dal rithöfundur viðurkenningu frá rithöfundasjóði útvarps- ins, sem Einar þakkaði fyrir hönd þeirra beggja á þessa leið: ,,Ég veit að við verð- skuldum ekki þessa viðurkenningu. En þaö væri heldur þunnur þrettándi ef menn feng ju aldrei aöra viöurkenningu en þá sem þeim ber”, og hefur liklega ekki i annan tima verið þakkað fyrir þessa virðulegu viðurkenningu á alvörulausari hátt. Enda er Einar ekki einn af þeim mönnum sem taka sjálfa sig allt of hátiðlega. Þrátt fyrir rauða litinn bauðst honum að fara til dvalar á „aðalsetri” sænsku sam- vinnuhreyfingarinnar, Vár Gárd árið 1961, en á þeim árum buðu sænskir Framsóknar- menn árlega islenskum rithöfundi upp á slika dvöl. „Þetta var fyrsta utanlandsferðin min.Ég var einn mins liðs, fávis m jög og litt heims- vanur, en þetta var andskoti hreint fiott hús, gamalt aðalssetur.eiginlega höll sem þeir höfðu breytt i nýtisku skóla sem svarar til Bifrastar hér”, segir Einar um þessa fyrstu ferð sina útfyrir landsteinana. En þær áttu eftir að verða fleiri, meðal annars ferð til Sovét með þeim Oddi Björnssyni leikritaskáldi og Sveini Einarssyni þjóð- leikhússtjóra tiu árum seinna. Menningarsendineind irá MÍR „Þetta var boö frá MtR og okkur var ætl- að að vera einskonar menningarsendi- nefnd, til að sýna okkur og sjá aðra. Okkur var meðal annars boðið á fund hjá Islandsvinafélaginu og látnir kynna okkur, segja frá afrekum okkar, sem voru ekki mikil þá þótt við þau hafi bæst siðan. Þarna voru tveir sem skildu alveg islensku og einn sem talaði hana forsvaranlega, þannig að það gekk vel að gera sig skiljanlegan. Aþessum fundifór ég aö tala við formann Islandsvinafélagsins og sagði honum að dóttir min og tengdasonur væru við nám i háskólanum i Moskvu. Hann varð alveg uppveðraöur við að heyra það. „Nei, ertu pabbi hennar Beggu?” hrópaði hann upp- yfir sig og réð sér ekki fyrir fögnuði. Við bjuggum á Hótel Russia, sem er svo stórt að það hefði getað rúmað alla Akur- eyringa, en á þessum árum voru þeir um tiu þúsund. Þegar þjónustukellingarnar þarna komust að þvi að við vorum Islend- ingar komst ég i mikið álit hjá þeim og þær vilduallt fyrir mig gera. Ég var feginn þvi þótt það væru bara kellingar!” Vaniaði Sialnarmalninp — Hvernigkom Moskva þér annars fyrir sjónir? „Mig langaði mikið til að vera kominn með Sjafnarmálningu og sulla henni á mikiö af byggingunum. Mér fannst borgin heldur blökk yfirlitum, þótt innan um væri dálitið afbjörtum byggingum. En þarna var einhver alveg sérstök lykt sem maður fann alltaf. Mér þótti hún ekki vond og fannst að ég yrði ekki leiður á henni. Þetta var einhverskonar kryddfnykur, vægur þó. Leningrad,hún var miklu bjart- ari yfirlitum en Moskva, meira af nýbygg- ingum. Við fengum leiðsögumann sem sýndi okkur meðal annars listasafnið, leiddi okkur gegnum þessa 60 sali þar sem allt var vaðandi af fólki, ungu fólki, sem var að skoða, teikna og spekúlera. 1 kompu i kjall- aranum voru nokkur málverk eftir Picasso, sem liklega hafa verið fengin aö láni, þvi hermaður með byssu stóö vörð um þau. En vopnaða verði sá ég hvergi annarsstaðar. Fólkið virtist afskaplega þægilegt og glaðlegt. Mér fannst það likt tslendingum og var alltaf að sjá Akureyringa og sveita- menn hér og þar. Ég heilsaði lika uppá Len- in og varð að standa i strollu sem var eins löng og frá Þingvallastræti útundir Glerá, en þetta gekk greiðlega. Ég sá lika Stalin, en það fór litiö fyrir honum. Hann var jarö- aöur norðan viö og til hliöar viö Lenin og lá þarna hvunndagslegur eins og sveita- maöur, i samkvæmisskrúöa og hvitur og finn. En ekkert öfundaöi ég hann nú samt! ” ,Ljótl með hann Einar...’ — Núertþúgamallkommi.Þú hefur ekki snúist viö Sovétförina eins og komiö hefur fyrir marga góða menn? „Nei, ég er orðinn það lifsreyndur, aö ég hefenga barnatrú, hvorki i stjórnmálum né öðru. Þaö hafa veriö gerö kraftaverk i Rússlandi, en það vofir yfir mikil hætta þegar menn gera stjórnmál að trúar- brögðum. Enmannsævinersvostuttað þaö tekur Jjviekki aö skipta um skoðun. Þaö er ekki timi til að vera nema i einum flokki og mér hefur alla tið fallið afskaplega vel við þetta rauða fólk. Mér finnst, að þrátt fyrir allt séu mikiö horfnir þessir fordómar sem voru gagnvart kommunum. Þó bregöur þvi fyrir aö fólk segiaðþaðsé „ljótt með hann Einar, svona greindan mann, að hann skuli vera kommi”. Alþýðubandalaginu er lika legiö á hálsi fyrir að það sé ekki orðið nógu rót- tækt. En mér likar vel við það eins og þaö er. Eins og ég sagði áðan er hættulegt aö vera svo viss i sinni trú,að tilheyra rétt- trúarsöfnuði. Bara „þeir rauðu” Akureyringar hafa löngum verið taldir kHkubundnir og fordómafullir og fyrst eftir aö ég kom i bæinn komu hingað árlega listamennfrá Sovétrikjunum. Við vitum, aö Rússar senda ekki frá sér neitt meöalfólk og bögubósa. En fordómarnir gagnvart Rússunum voru svo magnaðir, að lengi vel kom enginn nema þetta „rauða” fólk. En þetta breyttist smám saman og fólk fór að komast að raun um, að þetta voru menn- ingarviðburðir. Nú komast færri að en vilja. Onnur breyting sem hefur orðiðjhérna er breytt afstaða til Kaupfélags Eyfirðinga. Aður fyrr var andúðin á þessum ágæta félagsskap býsna mikil frá báðum hliðum, náttúrlega frá ihaldinu en lika frá sósi'al- istunum. Og þótt KEA yfirtæki verslunina Kaupvang hér á móti þar sem ég bý, sem góður sjálfstæðismaður rak, kvartar eng- inn. Og hann bauð Kaupfélaginu meira aö segja að kaupa sig. Sjálfum finnst mér það hafaverið til bóta þvi áöur fannst mér ég borga með mér ef ég verslaði þar. Éf ég gerði helgarinnkaup þar kostaði það mig 4- 500 gömlum krónum meira en verslaði ég hjá KEA. En vöruúrvalið var kannski meira i Kaupvangi”. — Hvers vegna heldurðu að þessar breyt- ingar hafi orðið? „Það hefur verið mikið aðstreymi af fólki hingað, ekki minnst ungu fólki sem hefur lagt undir sig nýju hverfin. Það hefur sjálf- sagt gert sitt til að breyta viðhorfunum”, segir Einar, og við risum úr sætum til að horfa yfir bæinn af svölunum þarna á efstu hæð uppiá brekku. „Rðla ekki lengur" „Það er hvergi fallegra útsýni en héðan; við höfum allan fjallahringinn og bæði morgunsól og kvöldsól. Eöa heldur þú aö þaö séu margir sem hafa fallegri miö- nætursól út um stofugluggann sinn?” Einar bendir út fjörðinn þar sem sólin er aö hniga til viðar, en lágþokubakki byrgir kvöldsólina að þessu sinni, og talið berst aftur að nýbyggðinni. „Ég gekk með Sveini Einarssyni fyrir stuttu inn i eitt af þessum nýju hverfum eftir aö hann hafði setið hérna hjá mér, og ég komst að þvi,aö ég er alveg hættur að rata á Akureyri. Þetta hefur þanist svo óskaplega mikið út,” segir Einar. — Hvernig hefur menningarlifið þróast með þessari útþenslu á byggðinni? „Yfirleittfinnstmérsvo mikið framboð á öllum sviðum, bæði frá innanbæjarfólki, Reykvikingum og fólki annarsstaðar frá, að það er frekar of mikið á boðstólum. Maöur er alltaf að missa af einhverju sem maöur vildi sjá en kemst ekki yfir. Það er ekki hægt að segja annað en við- leitnin sé mikil i menningarmálunum. Hér viröist vera mikill áhugi á málaralistinni, fólk vill bæði gerast málarar og kynna sér verk annarra. Þaö hefur lika orðið óhemju- mikil breyting á tónlistarlifinu i bænum. Hér var lengi vel ekkert annað en kórar, aðallega karlakórar, sem voru náttúrlega góðir svo langt sem þeir náðu. En nú fer fram svo mikil tónlistarkennsla, mest á hljóöfæri, að hér á eftir að koma upp mikið tónlistarlif. Leiklistarlifiö er liklega ifram- för lika. Þegar leikhúsiö hér var gert að at- vinnuleikhúsi fannst mér fátt benda til þess að það yrði leiklistinni til framdráttar. En það hefur að minnstakosti farið batnandi”, segir Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli og slær svo út i aöra sálma: „Ég held sveimér að ég ætti að selja aðganginn að sólarlaginu héðan. Hvaö finnst þér um fimmkall á minútuna?” Svo er hann sestur niöur, hefur dregið upp gömlu tvöföldu harmónikkuna og er farinn að spila „hristingslög” eins og hann kallar þau og útský rir það þannig að vegna mismunandi tóna eftir þvl hvort nikkan er dregin úteða henni ýtt saman sé þetta spili- ri hálfgeröur hristíngur. En hann kann að haldleikahana, hefur meira aðsegja spilað inn á plötu, og hljómarnir berast út i kvöld- kyrrðina á Akureyri.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.