Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 5
irinn Föstudagur 9. júlí 1982__________________________ Rokkmúsík á sér marga formælendur — líka { þeim skilningi sem blaðamaður lagði í orðið formælendur í barnæsku, þe. þeir sem for- mæla einhverju. Fyrir skömmu útnefndi Helgarpósturinn Árna Björnsson eyrnalistamann ,,óvin rokksins númer 1". Það var af því tilefni að Árni tók að sér tónlistarþátt í útvarpinu sem hann vildi nefna „Móteitur handa miðaldra fólki". Hann er á dagskrá á undan Rokkþingi Stefáns Jóns Hafstein og hlaut á endanum nafnið Um lág- nættið. „Mér datt þetta nafn i hug af þvi að mér skildist á stjórnendum Utvarpsins að þátturinn ætti að vera mót- vægi við rokkið, ætlaður fólki sem vill hlusta á öðru- visi tónlist á þessum tima. Það er til. Annars veit eng- inn raunar hver hlustar á hvað i útvarpinu, það hafa engar marktækar kannanir verið gerðar á þvi. Ég gæti til dæmis best trúað þvi að þeir sem mest hlusta á barnatimana sé gamla fólkið. Það fylgist með þvi sem lesið er og sagt i þess- um þáttum. Enda er það fyrst og fremst eldra fólk sem rifst og skammast út af efni þeirra, óheppilegum sögum oþh. 1 þessum þætti reyndi ég að sýna fram á að það er ekkert regindjúp milli þeirrar tónlistar sem ungt fólk, miðaldra og gamalt hlustar á, ekki eins mikið og villandi titlar á borð við „Lög unga fólksins” benda til. En fólk veit þetta ekki. Ég heyrði einhvern, ég held Hrafn Gunnlaugsson, vera að ræða um kvik- myndina Rokk i Reykjavik i útvarpinu þar sem hann sagði að fyrir daga rokks- ins hefði eiginlega engin dægurtónlist verið til, bara einhverjir fjallkonusöngv- ar eins og hann nefndi þá. Hann hefur verið 5 - 6 ára þegar rokkið kom upp og þessi orð hans staðfesta þann sannleik að það tima- bil sögunnar sem maður þekkir minnst eru tiu árin áður en maður fæðist og tiu fyrstu ár ævinnar. Sagan sem kennd er nær ekki lengra og barnið fylgist ekki mikið með fyrstu árin. Sá timi er fólki hins vegar svo nálægur að það þykir bjánalegtað vera að spyrja um hann. Ég þekki þetta sjálfur. Til skamms tima vissi ég sáralitið um milli- striðsdrin. En dægurmúsik var til fyrir daga rokksins. Ég lá i henni á minum æskuárum. Hún var ekkert betri en sú sem nú ræður rikjum, sennilega verri. En að einu leyti vorum við skárri en rokkkynslóðin. Við. urðum aldrei svo háð stjörnunum að þær yrðu okkur að fyrir- myndum. Jú, við vissum af fólki sem reif fötin utan af kvikmyndastjörnum. En við töldum okkur betri en svo að við gerðum slikt. Það er það sem mér finnst verst við poppkynslóðina, þessi persónudýrkun. Eins og það að skynsemdarfólk hálflamaðist, þegar John Lennon var drepinn.” — En ertu óvinur rokks- ins? „Ykkur á Helgarpóstin- um finnst eflaust gaman að stilla hiutunum svona upp. En ég hef ekkert á móti rokkinu handa öðrum, þótt ég hafi litið gaman af þvi sjálfur. Verstur er þessi innantómi andskotans há- vaði, sem mér skilst reynd- ar að enginn hafi gaman af nema spilararnir sjálfir. Hann er blátt áfram móðg- andi fyrir fólk, sem langar til að tala saman. Það sem ég er óánægöur með er að fólk telur sér trú um að það sé að vinna ein- hverjum málstað lið með þvi að hlusta á þessa tón- list. Það er alltaf erfitt að fá fólk til að viðhalda bar- áttuandanum. Fjölmiöl- arnir ráða ferðinni og halda fólki óvirku, beina þvi inn á þær brautir sem valdhöfum hentar. Elsti fjölmiðill valdhafanna er kirkjan, svo koma blöð, út- varp, sjónvarp og kvik- myndir. Loks kemur versl- unarpoppið sem ég fæ ekki betur séð en að sé nýtt ópi- um fyrir fólkið. Fólk fer á tónleika og hlustar á tónlist með framsæknum textum og fer svo heim að sofa i þeirri fullvissu að það hafi lagt góðum málstað lið. Að- ur fyrr átti fólk að varpa áhyggjum sinum upp á kirkjuna. Rokkkynslóðin varpar áhyggjum sinum upp á tóniistina i stað þess að taka þátt i einhverju sem gæti breytt þjóðfélag- inu. Þetta er likt og þegar kaþólskir ganga til skrifta og koma heim alsælir En þetta úthaldsleysi er ekki alveg nýtt af nálinni. Þegar verkamennirnir voru búnir að afvopna lögregluna i Gúttóslagnum 9. nóv. 1932 og taka vöidin i bænum, þá fóru þeir bara heim I mat. Það mátti ekki láta konuna biöa með soðninguna.” í þættinum á laugardag- inn hélt Arni uppi málsvörn fyrir miðaldra fólkið. Það þurfi að borga fyrir þá ungu og þá gömlu en fái ekki að gera neitt sjálft, ekki einu sinni að vera ást- fangið i friði. „Já, það er mikið talað um að gera eitthvað fyrir æskulýðinn og fyrir gamla fólkið. En hverjir eiga að gera það? Ég er ekki að biðjast undan þvi, en þaö má nú sýna okkur tillits- semi, td. að leyfa okkur að verða ástfangin.” — Hefur þú orðið fyrir aðkasti? „Þaö er aldrei sagt neitt við mann sjálfan, en maður heyrir hvernig talað er um aðra. Það virðist þykja óeðlilegt að fólk nálægt fer- tugu verði fyrir þeirri ham- ingju að verða ástfangið. Það er kallað greddukast eða eitthvað enn verra.” — Veistu af hverju þessir fordómar stafa? „Þetta eru kannski ekki fordómar heldur ákveðin öfund, gagnkvæm öfund. Miðaldra fólkið öfundar æskuna og unga fólkið öf- undar okkur þvi við sitjum i flestum valda- og lykil- stöðum þjóðfélagsins. Það er ekkert óeðlilegt að slikt leiði af sér andúð. Það þarf að finna á okkur snögga blettti. Þegar ég var um tvitugt hélt ég stift fram þeirri kenningu að æskulýðurinn hefði alltaf rétt fyrir sér. Ég studdi mál mitt þeim rökum að likamleg hrörnun hæfist um þritugt og þar væri heilinn ekki undan- skilinn. Ég hef haldið dauðahaldi i þessa kenn- ingu en er i óþægilegri að- stöðu til að halda henni fram núna. En æskan hefur ekki eina sál. Ég held að 20% mann- fólksins sé og hafi alltaf veriö I fararbroddi á sviði uppfinninga og lista. Ég tel afar óliklegt að allir hafi byrjað að nota steinöxina á sama tima, eða mála dýramyndir i kalk- hella. Einhverjir einstak- lingar hljóta að hafa byrj- aö. En þessir einstaklingar geta veriö bölvaðir skussar á öðrum sviðum. Þessi hluti mannfólksins er nauö- synlegur, og hinn hlutinn lika. Það sama gildir um pólitikina. Jón Sigurðsson var á undan sinni samtið og lengst af stóö þjóðin ekki að baki honum.” — Er þetta ekki „elitu- kenning”? Ertu að tala um einhverja sjálfskipaða for- ystusveit? „Að vissu leyti, já. Menn skipa sig kannski ekki sjálfir, en þeir eru fæddir með misjafna hæfileika. Og það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, og mis- jafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir, eins og Tómas segir. Ég hef ekki langa reynslu af kennslu, en sú reynsla ýtir undir þessa kenningu. En ég tel ekki, að þetta „elitufólk” eigi að vera neitt betur launað en aðrir. Það á að vera þvi næg umbun, ef það fær að starfa að sinum hugðarefn- um og lifa þokkalega af þvi. Þannig nýtist það lika heildinni best.” — Ertu þá sjálfur i „elit- unni”? „Já, ég tel mig þaö. Og þarf ekki mikið til. Það er oft sagt aö allir Islendingar hafi verið læsir og skrifandi allt frá söguöld. Þetta stenst að visu ekki, það er hægt að afsanna það. En það hafa fleiri verið læsir hér en i öðrum löndum og ekki bara efnafólk. Við get- um verið ánægð með okkar hlut þó við séum ekki að ýkja.” — En svo við vikjum aft- ur að þættinum, fékkstu einhver viðbrögð við hon- um? „Já, það hringdu tveir menn meðan á honum stóð. Annar til að þakka mér fyr- ir. Hinn var maður á eftir- launum sem skammaði mig fyrir að hallmæla gamla fólkinu. Hann sagð- ist vera búinn að borga sitt, sem er alveg hárrétt. En ég skildi ekki alveg hvað hann var að fara. Ég var að gaspra eitthvaö i alvöru- leysi, og ef það stendur ekki i kynningu þáttarins að hann sé „i léttum dúr” halda margir að fúlasta al- vara sé á ferðum. Ég er hins vegar orðinn hrútleið- ur á orðum eins og „léttur þáttur” eða „létt og skemmtilegt”. Það er eins með þau og stjórnmála- menn sem kalla sig frjáls- lynda og viðsýna. Þeir eru oftast þröngsýnir aftur- haldspúkar, ekki sist ef flokkurinn þeirra kennir sig við frjálslyndi. En þess- ar viðræður minar við gamla manninn enduðu i bróðerni, hann var farinn að kalla mig elskuna sina áður en hann kvaddi.” — Ertu ekki dálitið ihaldssamur, eins og Flosi? „Jú, ég er áreiðanlega ihaldssamur.” Þögn. „Ég er tregur til að hlaupa eftir einhverju sem gæti verið dægurfluga, sér- staklega . aðvifandi heims- lausnarkenningum, hvort heldur sem þær segja mér að framtiðarrikiö sé I Kina eða á Kúbu.” — En varstu ekki stalin- isti á yngri árum? „Nei, fyrir einhvern seinþroska slapp ég við stalinismann. Ég lenti til dæmis aldrei i leshringjum i menntaskóla og var óverðskuldað talinn kommúnisti. Ég var hálf- gert viðrini og lenti vinstra megin af eðlisávisun. Ég neitaði að ganga i Heimdall og það nægði til að ég var stimplaöur kommúnisti. Þetta var i kalda striðinu miöju. Veturinn áður en ég fékk kosningarétt varð ég að gera upp hug minn til flokkanna. Ég beitti útilok- unarréglunni og Sósialista- flokkurinn varð einn eftir. Og þá þóttist maður veröa að draga taum Sovétrikj- anna. Ég sagði viö sjálfan mig að þótt Sovétmenn klúðruðu hlutunum væri það ekki sósialismanum að kenna. Ég reyndi I nokkur> ekki mörg ár aö fegra ástandið fyrir austan, en Stalin dó það snemma aö ég slapp við hann sem átrúnaðargoð. Ég var I Prag i heilt ár að vinna fyrir Alþjóðasam- band stúdenta og var þar þegar innrásin var gerð i Ungverjaland. Menn voru miður sin I Prag, dolfallnir yfir þvi að svona gæti gerst. Seinna var ég rúmt ár I Austur-Þýskalandi sem sendikennari. En það jók ekki trúna á Sovétskipulag- ið að dveljast fyrir austan, öðru nær. Það viðhélt tor- tryggninni. Þó vildi maður i lengstu lög trúa þvi að þetta færi batnandi. En það voru ansi fá hálmstrá eftir þegar innrásin i Tekkósló- vakiu var gerð árið 1968, þá fauk það siðasta. En það væri ekki rétt aö segja að ég hafi orðið fyrir miklu áfalli, þetta var löng þróun og ég hafði lengi verið i miklum vafa. Þetta var ekki meira en þegar maður hætti að trúa þvi að Islend- ingasögurnar væru óyggj- andi sannleikur.” — Nú ertu yfirmaður þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafnsins, en ertu nokkur þjóðháttafræðing- ur? „Þegar ég lauk háskóla- námi fyrir rúmum tuttugu árum var orðið þjóðhátta- fræði ekki til i málinu. Ég er með kandidatspróf i is- lenskum fræðum meö menningarsögu sem kjör- svið. En menningarsaga héti sennilega þjóðhátta- fræði núna. Það var fyrir röð af tilviljunum sem ég lenti i þessu starfi og það var ekki ég sem tók upp á þvi að kalla mig þjóðhátta- fræðing, sá titill festist við mig eftir að ég fór að flytja útvarpsþætti um efnið. Þegar fólk fór að koma frá námi i þjóðháttafræði á sið- asta áratug komu fram einhverjar athugasemdir um þennan titil minn. Fólk getur verið dálitið við- kvæmt fyrir sinum gráð- um. En þessi orðaleikur skiptir mig engu máli.” — Er það ekki viss teg- und ihaldssemi að vera að grafa i fortiðinni eins og þú gerir? „Það þarf nú ekki að vera. En ég viðurkenni að ég hef meira gaman af for- tiðinni en nútiðinni. Maður hefur betri sýn yfir fortiö- ina og á betra með að velja það skemmtilega úr henni en nútiðinni þar sem allt er i hrærigraut. En það er ýmislegt gaman i nútið- inni.” — Þú ert þá ekki fastur i fortiöinni? „Nei, það er nú eitthvað annað. Astæðan fyrir þvi að ég er allt of afkastalitill sem fræðimaður er sú að ég er á kafi i nútiðinni. Ég hef litinn frið fyrir henni. Ég er blóðlatur við að skrifa bæk- ur. Eina ráðið til að láta mig skrifa bók er að útgef- andi komi og geri við mig samning og reki svo á eftir þvi að ég skili.” — Ertu að leita að þjóð- arsálinni I þinu starfi? „Ég skil ekki þessa spurningu. Island á enga eina þjóðarsál, fólk hugsar svo misjafnt.” — En þú ert þjóðernis- sinni. „Já, ég er óforbetranleg- ur þjóðernissinni! Ég veit þó ekki af hverju, ég hef engan skynsamlegan rök- stuðning fyrir þvi.” — Ertu þá á móti al- þjóðahyggjunni? „Nei, ööru nær, og i þvi er engin þverstæða nema siöur væri, þetta tvennt fer vel saman. Þjóðerniskennd getur aö visu orðið stór- hættuleg meðal stórþjóöa, en meðal smáþjóða er hún af hinu góða. Þá fer hún saman við hagsmuni al- þýðunnar og þar er okkar islenska dæmi mjög skýrt.” — Þar áttu væntanlega við hermáliö. „Já, og jafnvel landhelg- ina og álið lika.” — Hefurðu alltaf verið á móti hernum og Nató? „Já, ég var i gagnfræða- deild MR þegar atburðirnir eftir Þröst Haraldsson urðu á Austurvelli 30. mars 1949. Þá var ég áhorfandi og gerði mér ekki ljósa grein fyrir þvi hvaö var að gerast. En af einhverri eðl- isávisun var ég á móti hernum. Sú tilfinning óx siðan öll og bólgnaöi. Þar fer þjóðernishyggjan og al- þjóöahyggjan saman. Og lika verkalýðshyggjan. Ég álit nefnilega aö hlutverk hersins sem snýr að Islend- ingum sé tviþætt. 1 fyrsta lagi er hann gróðalind fyrir ákveðin fyrirtæki og i öðru lagi er hann hugsanlegur bakhjarl þeirra i stétta- átökum. Ekki þannig að liklegt sé að til þeirra komi, en herinn er ákveðið ör- yggi. Frá sjónarmiöi Bandarikjanna er nauð- synlegt að hafa herstöðvar úti um allt til að halda vopnaframleiöslunni gang- andi. Ég held að Bandarik- in hafi ekki beinlinis áhuga á að ráöast á Sovétrikin. Árni Björns- son er ekkert á móti rokkinu „handa öðrum” mynd: Jim Smart 5 En vopnaframleiðslan er einn allra stærsti þátturinn I efnahagskerfi þeirra svo hver herstöð sem lögð er niður er áfall fyrir þau.” — Nú er sprottin upp frið- arhrevfing, hvernig list þér á? „Ég er að sjálfsögðu fylgjandi henni. Finnst bara slæmt aö ekki skuli allir sjá samhengi kjarn- orkukapphlaupsins og Nató. En á þvi er kannski ekki von, samanber ,,el- itu”-kenninguna. Ég er þó ekkertof bjartsýnn, til þess hef ég orðið fyrir of mörg- um vonbrigðum á siðustu 30 árum. En ef fólk getur hlustað hvert á annaö án þess að fara i fýlu er það gott. Það er ósköp gott að heyra Magdalenu Schram lýsa hrifningu sinni á vest- rænu lýöræði og Hildi Jóns- dóttur halda þvi fram að ekki sé hægt að vera andstæðingur kjarnorku- vopna án þess að vera á móti Nató, án þess að þær fari i fýlu hvor viö aðra. Það er sjálfsagt að reyna hvort ekki er hægt að sam- einast um að bjarga lifi sinu, þvi um það snýst mál- ið. 1 framhaldi af þessu langar mig að skamma þina kynslóð fyrir skyssu sem þið gerðuð. Þið höföuð alla burði og möguleika til aö veröa meiri og betri en við. En þið voruð óþolin- móö og fóruö i fýlu út i þá eldri, af þvi að þeir tóku ekki mark á ykkur. Þiö fór- uð að lifa ykkar einkalifi og i stað ykkar komu undir- málsmenn. Margt gott fólk varö utangátta I hreyfing- unni vegna þessarar óþol- inmæði. Þetta er skortur á umburðarlyndi gagnvart þeim miðaldra sem halda um taumana.” — Þá veit ég það. Ég ætla ekki að svara þér heldur fara út i aöra sálma og syrja hvort margumrædd þjóðernishyggja valdi þvi aö þú notar hvert tækifæri til að fara á fjöll? „Ég veit það ekki. Það er ekki langt siðan ég tók þessa ferðabakteriu. Fram að þvi gerði ég gys að þeim sem voru að prila á fjöll. Nú fæ ég oft meiriháttar uppljómun sem ekki er hægt að lýsa þegar ég geng á fjöll.” — Er það kannski þessi mikla ást á landinu sem veldur? „Ja.... ég er rigmontinn af landinu. Lika af þjóð- inni. „Elitan” er fjölmenn- ari hér en hjá öörum þjóö- um, þrátt fyrir allt sem um þessa þjóð má segja, Það er til gömul kenning sem segir að þar sem 7 Islend- ingar eru saman komnir er eitt skáld. Þá er ekki endi- lega átt við hagyrðing held- ur einhvern sem skarar fram úr.” — Erum við þá ekki fallin i synd? „Jú, en viö komumst i gegnum þetta allt, — lika þið.” — Þú hefur vakið athygli fyrir aö skrifa afmælis- og minningargreinar sem stinga nokkuð I stúf við hefðina. „Er það? Jú, ég veit aö þegar ég hef skrifað eftir- mæli og afmælisgreinar hefur það stundum farið fyrir brjóstið á fólki, þvi hefur fundist ég of bersög- ull. En ég hef lika stundum fengið hrós fyrir. Það er partur af námi minu og starfi að lesa eftirmæli og frásagnir um fólk og mér hefur fundist það allt of rikjandi aðhafa þær sléttar og felldar. Það er forðast að segja frá einhverju ein- kennandi ef það sker sig úr fjöldanum. Þessu vil ég andæfa og dreg þvi fram það sérkennilega, það sem gerði viðkomandi ööruvisi en aðra. Þetta hefur þótt alvöruleysi, eins og þegar ég talaöi um gamla fólkið. Og ég er feginn að fá við- brögð. Verst er að fá engin viöbrögð.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.