Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 11
II
Austurbæjarbió: Villti Max
(Mad Max 2) Áströlsk. Argerð
1981. Leikstjóri: Georg Miller
og handrit ásamt Terry Hyes og
Brian Hannant. Myndatöku-
stjóri: Dean Semler. Aðalhiut-
verk: Mel Gibson.
Punkklæðnaður, leður, stál og
hraðskreiðir bilar, ekkert kven-
fólk, amk. ekki i þeim skilningi.
Þær eru jafn harösoðnar og
karlarnir. Myndin gerist i fram-
tiöinni og fjallar ekki um bar-
áttuna um brauðið, heldur bar-
áttuna um bensinið, enda lifa
Engin miskunn hjá
Magnúsi, kallaður Max
þeir á hundafæði. Myndin er i
Cinema Scope, sem er orðið
frekar fátitt og Dolby-stereo,
sem er eitthvað bogið við, þvi
aðalhljóðið frá tjaldinu er of
lágt miðað við vindgnauðið i
hliðarhátölurunum. í byrjun er
ef tir Jón Axel Egilsson
reynt að gefa skýringu á mynd-
inni, en það er algjör tfma-
eyðsla.
Söguþráðurinn er svo tak-
markaður að það borgar sig
ekki að minnast á hann. Hvað er
þá eftir? Jú, spenna og hér er
hún i hámarki. Lúcas og Spiel-
berg hafa eignast skæðan keppi-
naut i George Miller. Bilaelt-
ingaleikurinn i Týndu örkinni er
eins og sunnudagsbiltúr saman-
borið við það sem hér fer fram.
Það hvarflar reyndar að
manni, hvar þeir fái varahluti,
en það er eins og annað, það
“5
týnist i spennunni. Miskunnar-
leysið er algjört, maðurinn er
orðinn að þvi dýri sem hann
stefnir á að verða með núver-
andi þróun. Sá sem á bensin er
ofan á. Vel á minnst, bensinið er
dýrara en mjólkin og geymist
betur, kannski ég fái mér tunnu
og grafi hana niður, svona til ör-
yggis-
Að hika er sama og tapa
Vorið kom i' islenska kvik-
myndagerð 1979. Það var frekar
kait vor, þó varð uppskeran
meiri en sáningin og þannig á
það lika að vera. Þrátt fyrir að
kvikmyndasjóður veitti 5 mill-
jónir (gamlar) i styrk með ann-
arri hendinni, tók hann það aft-
ur og meira (i formi söluskatts)
með hinni.
Að hika er sama og að tapa,
hugsuðu kvikmyndagerðar-
menn og börðu fast á dyr þing-
manna. Þegar þingið loks opn-
aði og rétti þeim litlaputta, tóku
hússins á GALDRALANDI
Baldurs Georgssonar. Leik-
stjori er Erlingur Gislason en
trúða og töframenn leika þeir
Aðalsteinn Bergdal, Magnús
ólafsson og Þórir Steingrims-
son.
Þar sem ekki gafst timi til að
skoða þessa þætti nema i fram-
hjáhlaupi læt ég vera að fjalla
um þá hér, en vonandi gefst tóm
til þess siðar. Ekki var annað að
sjá á sýnum en þar væri um fag-
mannleg vinnubrögð að ræða.
Liturinn i Galdralandi var að
þeir alla höndina, að þvi er þeir
héldu, en halda enn um puttann
góða. Það er betra að haltra alla
leiðina en komast þangað alls
ekki.
Þó kvikmyndagerðin sé cnn
veikburða hrisla i gjóstinum,
hefur ný urt skotið rótum við
hlið hennar og biður um gott
veður. Garðurinn verður fal-
legri eftirþvi sem hann verður
fjölbreyttari.
Enn eru stórhuga og hiklausir
menn komnir á vettvarig. Þeir
vila ekki fyrir sér milljóna
króna fjárfestingu til að geta
boðið upp á bestu fáanlegustu
tækni á sviði myndbanda og nú
er árangurinn að koma i ljós:
Tvær 60 minútna snældur með
islensku efni.
A annarri snældunni er við-
tals- og skemmtiþáttur sem
kaUast STEFNUMÓT og er
Björn Vignir spyrill og ræðir
hann við Hermann Gunnarsson,
iþróttafréttamann mm., Auði
Haralds rithöfund, Magnús
Eiriksson lagasmið, Hafstein
Hauksson rallkappa og Ingi-
mar Eydal, músikant og kokk.
Einnig leikur hljómsveit
Tommy Fresh& Co.
A hinni er sýning Garðaleik-
visu mjög sterkur, en það er
hlutur sem maður þekkir og
þarf ekki annað cn stilla litinn
niður í sjónvarpinu.
Dreifingaraðili er Mynd-
bandaleiga kvikmyndahúsanna
(MK) og ætti að vera hægt að fá
þessa þætti á leigum henni
tengdar. Framleiðandi er
Framsýn hf./tsmynd sf.
(FRIS?)
Framsýn, sem er fram-
kvæmdaaðilinn og tsmynd sem
er framleiðsluaðilinn hafa gert
samningviðMK um dreifingar-
rétt á öllu efniFRIS til eins árs.
Mun MK gæta hagsmuna FRIS
og listamanna þeim tengdum
gagnvart misnotkun.
Einn er þó galli á gjöf Njarð-
ar, að auglýsingar fylgja i kaup-
bæti. Það er að vfsu skiljanlegt
þvi framleiðslukostnaður er
mjög mikillog auglýsingatekjur
lækka þann póst eitthvað. Við
skulum heldur ekki gleyma þvi
að hægt er að spóla tækjunum
hratt áfram. Kvikmyndagerð-
armenn hafa einnig þurft að
nota auglýsingar, bæði beint og
óbeint, til að gera sinar myndir.
FRIS er að Ijúka við þriðja
þáttinn fyrir MK og er þar um
Framhald á 2. siðu
Nýlistasafnið:
HLJÓÐLJÓÐ OG SJÓNLJÓÐ
Myndlistarmennirnir Þór Elis
Pálsson og Kod Summers efna til
nýstárlegrar uppákomu i Nýlista-
safninu við Vatnsstig i kvöld,
föstudag.
Rod Summers er breskur
að uppruna, en býr nú
i Hollandi, þar sem hann starfar
að svokallaðri „audiolist” en það
er list fyrir eyrun. i kvöld verður
hann meö „audioperiormance”,
sem hann kallar Icelandic
environmental reaction, eöa við-
brögð við islensku umhverfi, þar
sem hann býr til symbólskt hljóð-
landslag fyrir lsland. Verkið
flytur hann af tveim stereósegul-
böndum. Á öðru þeirra eru hljóð
frá sjónum, en á hinu eru tveir
islenskir fuglar, svartbakur á
annarri rásinni og spói á hinni. 1
framhaldi af períormansinum
opnar hann sýningu i saíninu.
Þór Elis veröur með videó
installasjón, sem samanstendur
af 3 myndsegulböndum, sem
vinna saman. i verki sinu notar
Þór hollenskt landslag til að íjalla
um tilveru mannsins á jöröinni.
Með verkinu er flutt tónlist eltir
Lárus Grimsson, sem stundar
tónlistarnám i Hollandi.
Rod Summer hefur stundað
eyrnalist i nokkur ár og er hann
orðinn vel þekktur úti i Evrópu.
Meðal annars hefur sænska út-
varpið keypt af honum hljóðljóð.
Rod hefur einnig stundað um-
fangsmikla útgáfu á kassettum,
þar sem koma lyrir verk rúmlega
tuttugu listamanna i hvert skipti,
en kassetturnar eru gefnar út i
150 eintökum, fjórum sinnum á
ári. \
Uppákomurnar hefjast kl. 21 i
kvöld.
MYNDL/STIN AÐE/NS E/NN-
AR PRÓSENTU VIRÐI?
Nú er Listahátið ’82 nýlokið og
er hún sú 7. i röð þeirra hátiða,
sem haldnar hafa verið annað
hvert ár frá byrjun siðasta ára-
tugar. A þessári hátið kenndi
margra grasa eins og á þeim
fyrri og þótt fólk saknaði þeirra
útiatriða sem á sinum tima lifg-
uðu svo mjög upp á Listahátið
’80, þá má telja nýafstaðna há-
tið þokkalega mjðað við aðstæð-
ur.
Líkt og á fyrri hátiðum, var
unnendum klassiskrar tónlistar
gefinn kostur á að njóta túlk-
unar margra ágætra snillinga á
öndvegisverkum tónbókmennt-
anna. Hvorki meira né minna en
7 listamönnum á þessu sviði
var boðið að halda hljómleika
hér, auk kammersveitarinnar
The London Sinfonietta. Þá eru
ótaldir allir þeir konsertar sem
haldnir voru meö islenskum
tónlistarmönnum. Að þessu
leyti er Listahátið ’82 til sóma
fyrir aöstandendur.
Þá er þáttur leiklistar Iofs-
verður og má þar benda á tvær
ágætissýningar Rajatabla frá
Venezuela, „Bólivar” og „For-
seta lýðveldisins” i Þjóðleik-
húsinu. Auk þess gafst fólki
kostur á að sjá franska lát-
bragðssýningu i Gamla biói og
er þá ónefnt „súkkatið” á þess-
ari hátiðarköku: „Silkitromm-
an”, ópera eftir Atla Heimi
Sveinsson með texta eftir örnólf
Arnason er tvimælalaust meðal
stærstu listviðburða hérlendis
og þótt leitað væri langt aftur i
sögu islenskra lista. Öperan er
leikhússverk, en um leið er hún
tónlistarviðburður i 1. flokki.
Þegar öllu er á botninn hvolft,
mega aðdáendur klassiskrar
tónlistar og leikhúss vel við una
og þætti mér undarlegt ef frá
þeim heyrðust óánægjuraddir.
peir hafa fengið sinn tveggja
ára skammt einsog á fyrri lista-
hátiöum og er það ánægjulegt.
Þá má ekki gleyma Kvik-
myndahátið ’82, sem fór i alla
staði vel fram likt og fyrri slikar
og á Listahátið hrós skiliö fyrir
starf sitt að kynningu á erlend-
um og innlendum kvikmyndum.
Það skal þvi tekið skýrt fram,
að grein þessi er ekki ætluö sem
gagnrýni á það sem forsvars-
menn hátiðarinnar hafa gert
meö slikum ágætum, heldur á
hitt sem þeir hafa ekki gert, eða
öllu heldur hunsað.
Á Listahátið ’80 fengu mynd-
listarmenn,og myndlist yfirleitt,
4% af útlögðum kostnaði allrar
hátiðarinnar (6% ef reiknað er
með umhverfissýningunni).
Þetta hefur stjórn Listahátiöar
fundist ofrausn, þvi að á nýlok-
inni hátið fékk myndlistin 1% af
útlögðum koslnaði. Þetta er slik
hungurlús, að hún er eins og
hráki i andlit myndlistarmanna
og þeirra sem láta sér annt um
þá tegund lista. Reyndar er
þetta hneyksii og Listahátið til
skammar.
Myndlistin fékk með öðrum
orðum 30.000 krónur og fyrir þá
upphæð þurftu tvær stofnanir að
standa straum af sýningunni
„Thinking of the Europe” og
Norræna húsið af sýningu á
verkum danska myndhöggvar-
ans John Rud. Nýlistasafnið
fékk 20.000 krónur, sem hrökk
skammt,og Norræna húsið 5.000
krónur, til að skipa upp niöþung-
um grjóthnullungum og mun
Eimskipafélagiö hafa sýnt
meiri ást á listum (með þvi að
flytja verkin frá Danmörku
fyrir litið sem ekkert) en for-
svarsmenn Listahátiðar. Um
þau 5.000 sem eftir eru, veit ég
ekkert, en það skiptir ekki máli
hér.
Myndlist hefur sjaldan verið
gert hátt undir höfði og verður
að leita til Þjóðhátiðarársins til
að finna rausnarlegan skerf frá
hendi Listahátiðar. Mér er tjáð
að þau rök hafi verið færð fyrir
sinnuleysi þessu, að útlagður
peningur til myndlistar skili sér
of seint, miðað við aðgangseyri
að leiksýningum og konsertum.
Slik rök eru léttvæg, þar sem
halli var á öllum atriðum Lista-
hátiðar ’80, nema hljómleikum
Pavarottis og var þáttur mynd-
listar litill i þvi tapi. Þá er það
og yfirlýst afstaða Borgar og
Rikis, að Listahátið skuli ekki
rekin með gróðasjónarmið i
huga. Ennfremur má geta þess
að stærsta listsýning, komin
lengra að en frá Norðurlöndum
og Listahátiö hefur haft á sinum
snærum, var sýning á verkum
Errós. Sú sýning,þótt dýr væri,
skilaði umtalsverðum hagnaði
sem borgaði riflega upp kostn-
aðinn.
Nú er þrotin þolinmæöi mynd-
listarmanna og þeirra sem hafa
áhuga á myndlist. Eftirað hátiö-
arnefnd hafði klúðraö sýningu á
verkum Dieter Roth, sem vera
átti á Listahátið ’80 og kostaði
litið, fengu margir sig fullsadda
af þessari lágkúru. Þar voru
persónulegar forsendur i spil-
inu, sem rót áttu að rekja til ó-
merkilegs tittlingaskits á 6. ára-
tugnum og kostuðu niðurfell-
ingu á sýningu þess manns, sem
hefur átt einhvern stærsta þátt i
mótun islenskrar myndlistar á
siðari timum. Yngri menn á-
kváðu að þreyja þorrann, tvö ár
i viðbót. Nú er þeim einnig öll-
um lokið.
30.000 krónur fyrir alla mynd-
list i landinu; fyrir alla mynd-
listarmenn islenska (sem
skipta hundruðum) og alla þá
sem unna myndlist, er hreint og
beint svivirða. Þessi upphæð
nemur ekki einu sinni annarri
höndinni á ungverska pianistan-
um Zoltán Kocsis, sem kom og
sýndi hæfni sina i Háskólabiói.
(Kostnaðaráætlun vegna komu
hans nam rúmlega 64.000 krón-
um.)
Ef þaðer, eins og kemur fram
i greinargerð, að Listahátiö fái
ekki nægar tillögur frá mynd-
listarmönnum eða söfnum og
telji þessa aðila of „viðkvæma”
til aö þeim sé ráðlagt um sýn-
ingarmál,þá ber þéim skyida til
að leita sér milliliða eða kunn-
áttufólks á þvi sviði, sem boriö
gæti fram eöa komið með tillög-
ur um sýningar. A þetta benti
Hrafn Gunnlaugsson sem von-
lega hefur fundist myndlistar-
geirinn rýr og láir honum eng-
inn.
Það er engin hneisa, þótt
nefndarmenn hafi litið sem ekk-
ert vit á myndlist (Reyndar hef-
ur undirritaður sannprófað þá
fullyröingu.). Hitt er verra, ef
þeir bera ekki gæfu eða nennu
tii að leiia eftir áliti og ráðlegg-
ingum sérfróöra á þvi sviöi. Eg
hef vanist þvi að nefndir finni
sér aðstoð, þar sem sérþekkingu
þeirra brestur, en stingi ekki
vanþekkingu sinni undir stól.
Myndlist er of stór þáttur is-
lenskra lista til aö vera aðeins
einnar prósentu virði.
Tillaga min er þvi sú að Lista-
hátið sjái að sér og veiti mynd-
listarmönnum og myndlist
styrki til jafns við aðrar list-
greinar og að það gerist fyrir
Listahátið ’84. Að krefjast einn-
ar veglegrar sýningar frá is-
lenskum myndlistarmönnum
(veglegri en venjulegra sýn-
inga, sem hægt er að sjá allt ár-
ið um kring) og einnar veglegr-
ar stórsýningar, erlendrar, er
ekki frekja heldur sanngrini.
Að öðrum kosti er stimpill
Listahátiðar fals eitt, þar sem
hún nær ekki til annarra lista en
þeirra, sem kallaðar hafa verið
„túlkandi” listir, þ.e. leikinnar
tónlistar og leikhúss. Og þá
verður Listahátið að breyta um
nafngift.