Helgarpósturinn - 09.07.1982, Blaðsíða 13
13
^pSsturinn Föstuda9ur 9- iú|? 1982_
ÉG GÆT/ÆLT - AFTUR
Háskólabíó:
Auga fyrir auga II (Death
Wish II). Bandarisk kvikmynd
árgerð 1981. Handrit: David
Englebach. Leikendur: Charles
Bronson, Jill Ireland, Vincent
Gardenia, J. D. Cannon, Ant-
hony Franciosa, Ben Frank,
Robin Sherwood. Leikstjóri:
Michael Winner.
Arkítektar eru besta fólk.
Hlutverk þeirra er m.a. að
teikna hús eða heilu borgar-
hverfin og skipuleggja. Stund-
um teikna þeir falleg hús og
stundum teikna þeir ljót hús.
Stundum teikna þeir eitthvað
þar á milli, en ekki veit ég hver
ástæðan er fyrir þvi. Sem sagt,
arkítektar eru þarfaþing, svona
rétt eins og billinn nú og hestur-
inn forðum. Þeir gera ekki flugu
mein, alla vega ekki þegar þeir
eru látnir i friði. Ef einhver abb-
ast hins vegar uppá þá, þá er
voðinn vis. En þetta eru kannski
of miklar alhæfingar.
Hetjan i mynd Háskólabiós er
arkftekt. Hann gerði ekki flugu
mein. Svo komu einhverjir
labbakútar og nauðguðu konu
hans og dóttur með þeim afleið-
ingum, að sú fyrrnefnda lést og
sú siðarnefnda varð sturluö.
Arkitektinn tók þá lögin i sinar
hendur og drap bófana sjálfur,
þvi löggan var jú til einskis nýt
að hans dómi. Þetta gerðist i
New York i fyrri myndinni.
I seinni myndinni, sem hér er
til umfjöllunar, endurtekur
sama sagan sig, með smá frá-
vikum þó. Nú eru það býstýran
og dóttirin, og báðar látast þær.
Sagan gerist I Los Angelesj þvi
það er jú miklu nær kvikmynda-
tökuverinu og þvi ódýrara að
flytja leikara til og frá töku-
staö. Eins og i fyrri myndinni,
tekur arkítektinn lögin i sinar
hendur og drepur guttana. Og
alveg eins og i lok fyrri myndar-
innar, sleppur hann undan vörð-
um laganna. Við megum þv}
eiga von á mynd númer þrjú.
Nú, nú. Mynd þessi er til há-
borinnar skammar og ætti að
banna hana alfariö. Hér er verið
að velta sér upp úr viðbjóðinum
og það sorglegasta er, að leik-
stjórinn gerir tilraun til að sýna
nauðgun sem erótiskt spennuat-
riði. Sem betur fer tekst honum
það ekki, þvi hann er svo lé-
legur. En það eru fleiri lélegir
en leikstjórinn.Charles Bronson
er jafnvel enn verri leikari en ég
hélt og handritshöfundurinn er
greinilega slefandi hálfviti.
Annað er eftir þvi.
Ég hef sagt það áður og ég
segi það enn: Mynd á borð við
þessa er móðgun við vitibornar
manneskjur, sem við skulum
vona, að islenskir kvikmynda-
húsagestir séu. Forráðamenn
Háskólabiós ættu þvi að sjá
sóma sinn i að hætta sýningum á
þessari mynd þegar i stað.
Efnisríkur og ferskur á 155. ári
Skirnir
Timarit hins fslenska bók-
menntafélags
155.ár
Ritstjóri: óiafur Jónsson.
Reykjavik 1981.
1 vetur kom Ut 155. árgangur
Skirnis, timarits hins islenska
bókmenntafélags. Skirnir er
elsta timarit sem samfellthefur
komið út á Islandi og gott ef ekki
á öllum Norðurlöndum og þó
viðar væri leitað. Sem vonlegt
er hefur ritið tekið mörgum
breytingum i timans rás. Á sið-
ustu öld var það almennt tima-
rit á þeirrar tiðar visu, þar sem
birtar voru samhliða fréttir af
minnisverðum tiðindum, grein-
ar um nytsamleg málefni og
fræðiritgerðir af margvíslegu
tagi. Framan af þessari öld var
Skirnir vettvangur fræðimanna
um felensk fræði, sögu tungu og
bókmenntir, en frá og með 1968,
þegar núverandi ritstjóri tók við
ritinu, hefurefni þess að mestu
einskorðast við fræðilegar rit-
gerðir um bókmenntir, bæði
yngri og eldri, ásamt með itar-
legri ritdómum um ný skáld-
verk en gengur og gerist í dag-
blöðum. Skirnir er þvi núna eina
sérhæfða timaritið á Islandi
sem eingöngu er helgað bók-
menntum. Er það i' sjálfu sér
umhugsunarefni hvernig á þvi
stendur að okkar mikla bók-
menntaþjóð gefur aðeins út eitt
slikt timarit, sem kemur út
einusinni á ári. Hér er alls ekki
veriðað gleyma eða gera litið úr
Timariti máls og menningar, en
efni þess er yfirleitt um margt
fleira en bókmenntir þó að þær
eigi þar drjúgan hlut. Það má
ennfremur vera umhugsunar-
efnihvernigáþvistendurað hér
kemur ekki út um þessar mund-
ir neitt vandað og alhliða tima-
rit um listir og menningarmál
sem megnar að gera listvið-
burðum itarlegri og vandaðri
skil en unnt er i dag- eða viku-
blöðum. A þessu eru sjálfsagt
margar skýringar og ekki ætla
ég aðleita aðþeim hér og nú, en
það er samt undarlegt að í öllu
þvi sérritaflóði sem æðir yfir
landsmenn sé ekkert lista og
menningartimarit.
Heímspeki og modern-
ismi
I seinnitið hefur i Skirni oft
verið fjallað i nokkrum greinum
um svipuð viöfangsefni, 1980
var til dæmis stór hluti ritsins
helgaður islenskri leiklistar-
sögu ogleikritun. Aö þessu sinni
setur umfjöllun um heimsepki
og módernisma sterkt svipmót
á Skírni. Fjórar stórar greinar
fjalla um þetta efni, þar sem þvi
eru gerð skil saman eða sitt i
iivoru lagi.
Heimspekiog frásagnir
Fyrsta greinin i Skirni er eítir
Pál Skúlason, prófessor
i heimspeki við Hl. Heitir hún
Hugleiðingar um heimspeki og
frásagnir og er byggð á opinber-
um háskólafyrirlestri.
Páll veltir þvi fyrst fyrir sér
hvernig á þvi standi að heim-
spekileg hugsun og umræða hafi
átt jafn erfitt uppdráttar hér á
landi og raun ber vitni. Skýring
hans er sú að islensk menning
byggi fyrst og fremst á hugsun
frásagnarinnar sem sé andstæð
og mótsnúin heimspekilegri
hugsun sem mótast hafi i öðr-
um menningarsamfélögum.
Jafnframt varpar hann fram
þeirri kenningu að til þess að
skilja inntak islenskrar menn-
ingarog hugmyndaheim hennar
verðum við að móta nýjan hugs-
unarhátt, við séum vanbúin til
að fást við þær spurningar sem
leita þarf svara við vegna þess
að okkur skorti heimspekihefð.
Þetta kann að hljóma sem mót-
sögn, en Páll heldur þvi fram að
heimspekihugsun og frásagnar-
hugsun eigi að geta búið saman I
sátt og samlyndi ef nægjanlegr-
ar viðsýni sé gætt.
Siðan rekur hann margt um
eðli þessara tvennu hugsana-
brauta og segir frá ýmsum
kenningum um þær.
Þessar vangaveltur Páls eru
mjög fróðlegar og skilmerki-
lega fram settar. Varpa þær
skemmtilegu ljósi á hugmyndir
manna um heimspeki og frá-
sögn og er niðurstaða Páls, eða
ein þeirra, sú að heimspekin sé
mun háðari frásögninni en flest-
ir heimspekingar vilja vera
káta.
Existensíalismi hjá Steini
Onnur greinin i Skirni er eftir
Silju Aðalsteinsdóttur og heitir
hún Þú og ég sem urðum aldrei
til og f jallar um existensialisma
i verkum Steins Steinars.
Rekur hún fyrst ýmislegt sem
aðrir hafa sagt um heimspeki
Steins og finnst henni að vonum
margt þar harla furðulegt. Sið-
an segir hún: ,,Mig langar að
ganga skrefinu lengra en Heim-
ir (Pálsson i Straumar og stefn-
ur I islenskum bókmenntum frá
1550, innsk.) og fullyrða að
Steinn sé existensialiskur I ljóð-
um sinum, ekki bara I „Hamlet-
kvæðunum” þóttmestsé gaman
að skoða þessa þætti i þeim
heldur að lifsskilningi yfirleitt.
Ahugaefni hans eru þau sömu
og existensialistar hampa: ein-
staklingurinn og leið hans til
þroska i brotakenndum heimi,
hugsunarhátturinn sá sami, að
ekkert sé algilt, lausnir úr til-
vistarkreppunni einnig þær
sömu.” (bls. 32).
Síðan gerir Silja grein fyrir
þvi sem hún telur vera megin-
inntak existensialismans: ang-
istin, efinn, flóttinn-firringin,
tortimingin og dauðinn á móti
samábyrgð mannsins.
Hún tekur hvert atriði fyrir
sig og leitar jafnframt að þess-
um einkennum i ljóðum Steins.
Grein Silju er mjög læsileg og
skipulega fram sett, þannig að
auðvelt er að átta sig á hverju
atriði.
Ég fæ ekki betur séð en að það
sé rétt sem hún segir i inngangi
,,að með þvi að skoða ljóð hans i
Ijósi tilvistarstefnu fáist mjög
nothæfur lykill að kjarna þeirra
— ekki sist þeirra ljóða sem
þykja myrk eða órökleg.” (bls.
32)
Meira um existensíal-
isma
Matthias Viðar Sæmundsson
skrifar næst langa grein þar
sem hann fjallar um nokkrar
sögur eftir Thor Vilhjálmsson
og Geir Kristjánsson.
Fjallar hann fyrst og fremst
um hugmyndir sagnanna og
sýnir fram á hvernig hug-
myndagrundvöllur þeirra exist-
ensialiskur i meginatriðum.
Inngangur Matthiasar að um-
fjölluninni um sögurnar finnst
mér nokkuð fullyrðingakenndur
og mikið um heldur glannalegar
alhæfingar. Kenningar sem
bókstaflega skýra allt eru til
heldur litils gagns, vegna þess
að það sem við þurfum eru
kenningar sem skilja eitt frá
öðru og geta þarafleiðandi sagt
manni eitthvað.
Það getur til að mynda vel
verið rétt að „við gjaldþrot
kristinsdóms og rómantiskrar
frumspeki 19. aldar” hafi þeim
fótum verið kippt undan vestur-
landamönnum aðsiðan hafi þeir
verið haldnir fánýtishyggju og
bölmóði og að „saga bókmennta
á 20. öld einkennst a.m.k. af lát-
lausum tilraunum til að fylla
tómarúmið sem guðir fyrri alda
skildueftir sig.” Um fullyrðing-
ar eins og þessar má að sjálf-
sögðu deila, en hver sem niður-
staða slikra deilna yrði bá er
mér mjög til efs að þær segi
manni mikið.
Þrátt fyrir þessar aðfinnslur
þá er það vist að i innganginum
kemur fram mikill fróðleikur
um hugmyndir existensialista
sem fengur er að fá á islensku,
en úm þessi fræði hefur furðu
fátt verið skrifað á islensku til
þessa.
Siðan fjallar ritgerðin um
smásagnasöfnin Dagar manns-
ins eftir Thor og Stofnunin eftir
Geir. Hugmyndagreining Matt-
hiasar á þessum sögum er að
minu áliti ákaflega góð og veru-
legur fengur að fá umf jöllun um
þessa höfunda frá þessu sjónar-
horni.
Um Thor hefur ekki verið
skrifað ýkja margt bókmennta-
fræðilegt þrátt fyrir að fyrirferð
hans I bókmenntaheiminum
hafi verið veruleg siöustu þrjá
áratugi og er mál til komið að úr
þvi verði bætt.
Geir Kristjánsson fær hér
beinlinis uppreisn æru og var
svo sannarlega kominn timi til
að rykið væri dustað jafn eftir-
minnilegá af smásagnasafni
hans, Stofnuninni, en sú merka
bók hefur verið á góðri leið með
að falla öldungis ómaklega i
gleymsku.
Modernismi og atóm-
skáld
Siðasta greinin i flokknum um
heimspeki og modernisma er
eftir Ólaf Jónsson og fjallar hún
fyrst og fremst um modernisma
-og atómskáld.
Er greinin sumpart gagnrýni
á bók Eysteins Þorvaldssonar
um Atómskáldin og sumpart
hugleiðingar og vangaveltur um
efnið. Ólafur dregur til dæmis
skýrt fram hvað við eigum mik-
ið eftir órannsakað i bók-
menntasögu siöustu áratuga.
Gagnrýni ólafs á bók Ey-
steins er einkum á það að könn-
un hans á verkum Atómskáld-
anna sé alltof bundin við ytri
einkenni ljóðanna. Meðan að
ekki hafi farið fram itarleg
könnun á hugmyndaheimi
þeirra sé hæpið að fullyrða
margt hvað sé nýtt og hvað sé
gamalt i þessum ljóðum.
Grein ólafs er ágætt framlag
til þeirrar umræðu um modern-
isma i ljóðagerð sem nú fer
fram hér.
Frá uppreisn til aftur-
halds
Svo nefnist grein eftir Véstein
Ólason sem fjallar um breyting-
ar á heimsmynd i skáldsögum
Indriða G. Þorsteinssonar.
Tekur hann þar fyrir sögurn-
ar Þjófur i paradis og Norðan
við strið. Greining Vésteins er
hugmynda greining þar sem
hann kannar það sem kallaö er
heimsmynd, þ.e.a.s. hvaða
grunnhugmyndir eru það um
lifið og tilveruna sem höfundur
gengur útfrá þegar hann skapar
persónur sinar, umhverfi og
sögulega framvindu.
Niðurstaðan er i samræmi við
heiti greinarinnar og lýkur
henni þannig: „Óumdeilanlega
hafa listræn tök Indriða á skáld-
söguforminu eflst i þeim bókum
sem hér eru einkum til umræðu,
en frá minum sjónarhóli séð
hefur samfélagslýsing hans orð-
ið fölsk og mannskilningur að
sama skapi einfaldaður og end-
anlega markaður mannfyrir-
litningu, sem skýrast kemur
fram i afstöðu til kvenna, en
tekur, þegar að er gáð, til karl-
kynsins i leiðinni.”
Aödragandi styrjaldar
Siðasta stóra greinin i Skirni
er eftir Sigurð Lindal og er hún
fyrst og fremst margskonar at-
hugasemdir við bók Þórs White-
heads Ófriður i aðsigi.
Greinin skiptist I þrettán
kafla og eru það mörg atriði
sem Sigurður vill gera athuga-
semdir við, en þau eru að sjálf-
sögðu mismikilvæg.
Mér virðist meginþráðurinn i
gagnrýni Sigurðar vera tvenns-
konar. Annarsvegar gagnrýnir
hann Þór fyrir að vera of
glannalegan i fullyrðingum þeg-
ar ekki eru nægilega traustar
heimildir fyrir hendi og hins-
vegar að hann sé ekki nægilega
kritiskur á frásagnir manna og
vitnisburði þá frá fyrstu hendi
séu, og taka þá stundum meira
mark á einum en öörum án þess
að sérstök rök liggi til. Enn-
fremur finnst Sigurði sumt i
bókinni litað um of af persónu-
legum viðhorfum höfundar.
Maria/ Steingrimur og
Þorgils skarði
Af öðru efni i Skirni má nefna
skemmtilegt erindi Halldórs
Laxness frá Aðalfundi Bók-
menntafélagsins 1980 sem heitir
Avarp vegna Máriusögu.
Jón Hnefill Aðalsteinsson
skrifar fróðlega grein sem heitir
Þjóðsaga og sögiyþar sem hann
fjallar um þessi hugtök og vikur
þá jafnframt að viðfangsefnum
þjóðfræða.
Stutt grein er eftir Ulrich
Droenke, prófessor i Köln um
þýðingar Steingrims Thor-
steinssonar á ungverska skáld-
inu Petöfi.
Að lokum skal hér nefnd stutt
en mjög skilmerkileg grein eftir
Úlfar Bragason sem fjallar um
frásagnarmynstur i Þorgils
sögu Skarða úr Sturlungu.
Olfar sýnir þarna fram á að i
þesssari „samtimasögu” liggja
til grundvallar sömu eða svipuð
frásagnarmynstur og menn
hafa áöur greint bæði i Islend-
ingasögum og Islendingaþátt-
um.
Skirnir að þessu sinni er bæði
efnisrikur og fjölbreyttur, gott
framlag til islenskrar bók-
menntaumræðu.
G.Ast.