Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 5
irinn Föstudagur 16. júlt 1982 ER LAXINN AÐ HVERFA ÚR ÁNUM? Jóhannessyni, sem jafnframt segir að um 3600 tonn af laxi hafi verið veiðanleg i NA- Atlantshafi. Þar af hafi Færeyingar og Danir. veitt um helminginn — eða annan hvorn lax, sem á annað borð var hægt að veiða á þessu svæði. Þar sem segir hér að framan að Græn- lendingar hafi veitt „samsvarandi” 1800 tonnum útskýrir Björn svo: ,,A röskum mánuði, frá byrjun ágúst ár hvert, veiða Grænlendingar i net undan suðvesturströnd landsins um 1200 tonn af laxi og það er sem stendur árleg hámarks- veiði, sem um hefur samist með Kanada og Bandarikjunum. Þessi lax er þvi veiddur um 10 mánuðum áður en hann myndi ná eðlilegum þroska og snúa á heimaslóðir til hrygningar. Vegna þessarar fyrirmáls- slátrunar reikna sérfræðingar Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins með þvi, að hvert tonn, sem Grænlendingar veiða, myndi skila sér sem 1,5 tonn, væri þessum fiski leyft að ná fullum þroska. Þannig svara 1200 tonn veidd við Grænland til 1800 tonna veiði á heimaslóðum laxins.” Og svo er ógetið um laxveiðar Sovét- manna á úthafinu, um þeirra aflamagn er litið vitað, eins og Jakob Hafstein lög- fræðingur benti á i samtali við HP. Ekki aukning í áratug Sitthvað mælir gegn þvi að kenna Fær- eyingum alfarið um minnkandi laxveiði i islenskum ám. Ahrifa kuldasumarsins 1979 gæti enn gætt og svo gæti hreinlega verið um eðlilega sveiflu lífkeðjunnar að ræða. Stöldrum þar við. Eins og fyrr sagði var sumarið 1978 algjört metár hvað laxveiði snerti. Þá veiddust, skv. tölum Veiðimála- stofnunar, 80.578 íaxar. Það var langt umfram meðaltal siðustu áratuga. En það þarf lika að fara allt aftur til ársins 1970 til að finna laxveiðisumar, sem var lakara en árið i fyrra. Allt frá árinu 1946, er Veiði- málastofnun var sett á laggirnar, hefur laxveiði farið ört vaxandi hérlendis, eða a.m.k. tölur þar um, sem þarf ekki endilega að segja allt um veiðina. Fyrstu fimm árin var meðaltalið 17.373, næstu fimm ár (1951—1955) var meðaltalið 19.604, fimm árin þar á eftir var meðaltalið 26.913, þá 36.234, svo 40.208, 1971—1975 var meðaltalið 64.235 og 1976—’80 var meðaltalið mjög svipað, 64.183. Það er þvi ljóst, eins og Hákon Aðalsteinsson bendir á i grein i 3. tbl. Ægis i ár, að á siðasta áratug hefur lax- veiðin staðið i stað og minnkað sl. 2 ár þrátt fyrir stigmögnun fiskræktaraðgerða. „Kjaftfullar ár af fiski” Ekki eru þó allir svartsýnir. Friðrik Stefánsson, framkvæmdastjóri Stangveiði- félags Reykjavikur, telur ekki ástæðu til að örvænta. „Þetta hefur alltaf gengið upp og niður,” sagði hann i samtali við blaðamann HP. „Það gekk t.d. illa framan af i sumar en er nú óðum að lagast. Okkar helstu veiðiár, Elliðaárnar og Norðurá, eru orðnar kjaftfullar af fiski. Það skýrist svo betur á næstu 7—10 dögum hvernig sumarið mun koma út.” Friðrik sagðist telja að laxinn væri seinni til i ár en oft endranær m.a. vegna kulda i hafinu. ,,Ég hef ekki trú á að Færeyingar taki svo mikið af okkar fiski, þeir ná heldur i norskanlax, skoskan og irskan. Hreisturs- rannsóknir styöja þessa staðhæfingu og þá ekki siður það, að bæði i Noregi og lrlandi hafa menn verið að veiða lax með öngui f sér — þeir önglar hljóta að vera komnir frá Færeyingum, sem veiða með flotlinu. Ég hef aldrei heyrt þess getið, að þannig fiskur hafi veiðst hér. En auðvitað eru þetta mest getgátur eins og allt annað — rannsóknir á islenska laxastofninum eru ekki nógu miklar til að hægt sé að fullyrða eitt eða annað. En ég trúi ekki að laxinn sé að fara úr ánum hérna.” — Er það ekki óskhyggja að einhverju leyti? „Brot af þvi gæti verið óskhyggja, þó held ég ekki,” sagði Friðrik Stefánsson. Marklausar merkingar A svokallaðri Reykjavikurráðstefnu um laxveiðar i norðanverðu Atlantshafi var lagt mjög hart að Færeyingum að draga úr veiðum sinum. „Þeir lofuðu að lækka sig úr 1065 tonnum i 765 en það hafa þeir svikið,” sagði Jakob Hafstein lögfræðingur. „Græn- lendingar fengu 1230 tonna kvóta og hafa haldiðsig við hann. Þettaer ferleg blóðtaka fyrir okkur og það lagar það ekki, að eftirlit með þessum veiðum er nánast ekkert.” Nafni hans og sonur, fiskeldis- fræðingurinn Jakob Hafstein, tekur undir það, að eftirlitið sé ófullnægjandi. „Það virkar alls ekki eins og það á að gera,” sagði hann i viðtali við blaðið. „Það er meðal annars fyrir það, hve merkingar eru litlar og stundum marklausar. Eftirlitið byggistm.a. á þvi aðfinna merktan fisk og taka að auki hreistursýni. Sáralftið hefur fundist af merktum fiski héðan og hreistur- sýnin geta verið villandi þvi ef veiðist fiskur, sem skv. hreistursýnum hefur verið eitt ár i sjó, þá gæti hann verið hvort sem er frá íslandi eða Irlandi og hafa verið sleppt þaðan úr eldisstöðvum.” Hann sagði að raunar væri tiltölulega litið vitað með vissu um gönguleiðir is- lenska laxins, það væri þó ljóst að hann gengi bæði til Grænlands og á Færeyja- svæðið. Nú væri von til að á næstu árum væri hægt að fylgjast enn betur með göngu- leiðum á næstu árum, þvi i vor hefðu merkingar verið stórauknar. Timinn yrði svo að leiða i ljós árangur þess. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri segir i áðurnefndri grein i Frey (veiðimálastjóri er i sumarleyfi og tókst blaðinu ekki að ná beinu sambandi við hann), að vitneskju um uppruna laxins sem veiðist á Færeyja- svæðinuhafi aðallega verið aflað með laxa- merkingum, „annars vegar með merk- ingum á sjógönguseiðum i upprunalöndum laxins og hins vegar með merkingum á laxi á Færeyjamiðum. Þess skal getið,” segir veiðimálastjóri, „að vegna skilatregðu sjó- manna má vænta betri endurheimtu á merkjum af laxi merktum við Færeyjar á uppvaxtarskeiðinu og veiddum i heima- löndum, en af laxi merktum fyrir sjógöngu i heimalöndum og veiddum á Færeyja- miðum.” Flestir 2—3 ár i ferskvatni Siðan segir veiðimálastjóri orðrétt: „Af löxum merktum i upprunalöndunum sem sjógönguseiði hafa 86 veiðst við Færeyjar á árunum 1968—78, samkvæmt upplýsingum Færeyinga. Flestir þeirra, eða 41 (47.8%) voru merktir i Noregi, 24 (27.9%) i Sviþjóö og 13 (15.1%) á Bretlandseyjum. Sex voru merktir annars staðar, þar af tveir á Islandi, samkvæmt nefndum upplýsingum. Auk þess veiddist enn einn islenskur lax 1975 á stöng i stööuvatni á Straumey i Fær- eyjum. A árunum 1969—1976 fóru fram merking- ar á laxi á veiðisvæöinu viö Færeyjar. Merktir voru 1949 laxar og endurveiddist 91 þeirra eða 4.7%. Flestir laxanna veiddust i Skotlandi eða 33 (36.3%), i Noregi 15 (34.1%), 15 (16.5%) i Irlandi og afgangurinn i Englandi, Sviþjóð og Ráðstjórnarrikjun- um. Einn lax veiddist á Færeyjamiðum og þrir við Vestur-Grænland. Enginn hinna merktu laxa veiddist hér á landi, svo vitað sé. Niðurstöður merkinganna á Færeyja- miðum gefa til kynna, að um þriðjungur laxins, sem veiðist við Færeyjar, sé upprunninn i norskum ám og vel helmingur i ám á Bretlandseyjum. Alls endurveiddust 53 merktir laxar frá Bretlandseyjum eða 58.2%. Umræddar merkingar þarf að end- urtaka i verulegum mæli, ef fá á áreiðan- legar niðurstöður. Auk merkinga á sjógönguseiðum i heimalöndum og uppvaxandi laxi á Fær- eyjamiðum hafa Færeyingar safnað hreistri af laxi á miðunum á árunum 1969—1980, og hafa skoskir fiskifræðingar unnið úr gögnunum. Úr þeim hefur mátt lesa margs konar upplýsingar um laxinn. Meðal annars kemur fram, aö lax á fyrsta ári i sjó, sem er undir 60 cm að lengd, og sem bannað er aö hirða, kemur helst fram i veiðunum á haustin og fyrri hluta vetrar og þá ásamt laxi, sem er á öðru ári i sjó, en mestur hluti veiðanna byggir á þeim laxi.A vorin og framan af sumri, eftir um ársdvöl i sjó, er laxinn 50—59 cm að lengd og fyrri hluta annars vetrar i sjó er hann 65—74 cm. að lengd. 1 Færeyjaveiöunum er 50 cm. lax á bilinu 1.02—1.39kg. að þyngd, 75 cm. lax á bilinu 3.31—4.84 kg. og 100 cm. lax á bilinu 7.59—12.77 kg. aö þyngd. Flestir laxarnir, sem hreistursýnin voru tekin af, höfðu ver- ið tvö eða þrjú ár i fersku vatni, en á Norð- austurlandi fjögur eða fimm ár.” Evrópski laxinn á undanhaldi Þórarinn Sigþórsson tannlæknir er þrátt fyrir allar fullyröingar um hið gagnstæða að sannfærast um, að laxinn komist ekki i islensku árnar i sama mæli og áður. „Nú herma fréttir frá Grænlandi að Norð- ur-Atlantshafslaxinn sé á undanhaldi, svo ekki verði um villst,” sagði hann. „Þeir hafa veitt þar yfirleitt um 1200 tonn á ári og skiptingin hefur verið um helmingur evrópskur lax, hinn helmingurinn kanad- iskur. Nú er hlutfall evrópska laxins kom- ið niður i 35%. Það sýnir okkur greinilega, að minu mati, að okkar stofn er á undan- haldi. Hann hefur ekki þolað viðbótarveiði Færeyinga og Dana, sem veiða ekki aðeins á Færeyjasvæðinu, heldur einnig við Jan Mayen. Þaö er engin spurning, að laxinn týnist i sjónum. Það getur ekki staöist, að við súpum endalaust seyðið af einu köldu vori. Sumarið i ár hlýtur að skera úr um hvort laxinn er raunverulega að minnka svona mikið. Ef þaö reynist vera er svo sannarlega þörf á að menn hefji alvarlega umræðu i haust og vetur og reyni að spyrna við fótum, meðal annars með þvi að þvinga Færeyinga, nágranna okkar og frændur, til að draga úr sinum veiöum.” Stofninn vannýttur? En svo verður og að taka tillit til annars sjónarmiðs, sem ýmsir fræðimenn hafa sett fram, nefnilega þess að islenski laxastofn- inn hafi um langt árabil hreinlega veriö vannýttur. Þannig megi segja, aö hærri aflatölur þurfi ekki að þýða annað en aö veiðiátakið hafi verið aukið i vannýttan stofn. Tveir fiskifræðingar, Jón Kristjáns- son og Tumi Jónsson, komust að þessari niðurstöðu á fyrra ári og það var einnig nið- urstaða úr itarlegri rannsókn Tuma Jóns- sonar (1975) á Úlfarsá, að hún heföi verið stórlega vannýtt.til skaða fyrir seiðafram- leiðsluárinnar. Jakob Hafstein yngri, sem nú gerir könn- un á ástandi laxastofnsins i Elliðaám og hagkvæmustu nýtingu hans, hefur komist að þeirri niðurstöðu að seiöamagnið i ánum sé .það mesta, sem mælst hefur hérlendis, eða sem næst 4.5seiði á hvern fermetra. En jafnframt sé dánarhlutfallið milli vorgam- alla seiða og eldri seiða mjög hátt, eða allt upp i 96%. „Óneitanlega hlýtur sú spurning aö vakna”, segir Jakob, „hvers vegna þetta sé svona. Og þá um leið hvort hægt sé aö gera eitthvað til að hjálpa náttúrunni á þann veg, aö Elliðaárnar skili seiöum sinum bet- ur frá sér til sjávar en þær virðast gera. Svariö við seinni spurningunni hlýtur að vera játandi, þvi augljóst sýnist að árlega bætist svo mikiö við af seiöum, að áin hefur ekki nokkurn möguleika til að fæða allan þar.n seiðafjölda, sem til staðar er, og bar- átta seiðanna innbyrðis til fæðuöflunar leiðir til þessara miklu affalla. Þessi inn- byrðis átök koma gleggst i ljós þegar borið er saman dánarhlutfallið milli eins og tveggja ára seiða, annars vegar á þeim stað þar sem mest var af vorgömlu seið- unum og hins vegar á þeim stað, þar sem minnst var af þeim. Flest reyndust vor- gömlu seiðin vera 715 pr. 100 fermetra og dánarhlutfallið milli eins og tveggja ára seiða frá júni til október 63%, á hinum staðnum voru 175 vorgömul seiði pr. 100 fermetra og dánarhlutfallið helmingi minna eða um 30%. Eins og ég gat um áður hlýtur svarið við seinni spurningunni að vera játandi, sem felst i þvi að vita hve mikið magn seiða af hinum ýmsu aldurshópum sé liklegast til að skila flestum sjógönguseiðum til sjávar vor hvert. Það er þvi gotfiskafjöldinn, sem i raun ákvarðar hver framvindan verður, þ.e. hve mikið þarf af gotfiski svo að hámarksfram- leiðsla náist. Fyrri spurningunni er þar með svarað, þvi það er ekki einasta það, að sennilegasta skýringin á seiðamergðinni i Elliðaánum sé sú, að gotfiskarnir séu of margir, heldur hlýtursvo að vera.” Stórum fátækari án laxins Laxveiðitimabilið stendur nú sem hæst. Veiöi var mjög treg framan af timabilinu en virðist eitthvaö vera að glæðast. Fjöl- margir viðmælendur blaösins töldu ekki rétt að spá um hver útkoman i ár yröi fyrr en eftir viku eöa tiu daga — en eitt er þó vist: það veiöast ekki 80 þúsund laxar i is- lenskum ám i sumar. Hvort það er að öllu leyti Færeyingum að kenna skal látið ósagt — en þaö bendir heldur ekkert til að veiöar þeirra verði til aö glæöa laxveiðarnar á Is- landi. Eða eins og Þórarinn Sigþórsson seg- ir: „Landiö væri stórum fátækara ef laxinn hyrfi — nú þegar missum við Islendingar gulltimann til útlendinga meö þvi aö rjóm- inn úr bestu ánum er seldur þeim.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.