Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 25
25
-p?M%ii )rinh Föstudagur 16. júli 1982
Hvað á að
gera í fríinu...?
Nú er sú tiö, aö flóknar spurningar varöandi sumarleyfiö
kvelja höfuðbein margra góðra manna. Hvað er hægt aö gera sér
til dundurs, nú þegar maður losnar um stundarsakir af galeiöu
hversdagsins?
Það hvilir vitanlega á manni sú skylda að njóta sumarleyfis-
ins. Hvild og skemmtun, þvi ella væri eins gott aö krækja sér i
aukapening, vinna sumarleyfiö og eiga þá kannski fyrir jólagjöf
handa konunni.
A maður að falla i okurgryfju ferðaskrifstofa og flugfélaga og
spenna sig til Suðurlanda i nokkrar vikur?
Hugsið um það.
Maður verður þá i fyrsta lagi að rifa sig upp um miöja nótt,
tekur þvi reyndar ekki að halla sér, þvi islenskar flugvélar fara
af einhverjum ástæðum jafnan á ókristilegum tima (hverjir
fljúga með þeim á daginn?).
Vikupóstur
frá Gunnari Gunnarssyni
Siðan er hangið i þessum bragga suður frá og hlustað á til-
kynningar um seinkanir og bilanir. Maður drepur timann meö
þvi að rölta i frihöfnina og kaupa koniakskvartel og karamellu-
poka, sem er einni krónu ódýrari en i búðinni heima. Þegar mað-
ur hefur keypt það sem hugurinn girnist, segja þeir manni að
þeir taki ekki við islenskum krónum, aðeins erlendu fé (hvers
konar dónaframferði er það annars?). Þar glutrar maöur væn-
um skerfi af gjaldeyrisyfirfærslunni i bófahendur og röitir i ör-
vinglan á barinn. Siðan er ekki annað að gera, en njóta lifsins viö
almennilegt öl (hvernig stendur á þvi að fólk lætur endalaust
bjóða sér þetta með bjórinn?) og hlusta á grát og gól úr börkum
geðillra barna og önugra samfarþega.
Þegar suður i sólina kemur, velta út úr vélinni langþreyttir,
sveittir og draugfullir landar, sem i raun þrá ekkert heitar en
gjóstinr. heima og holla eftirvinnuna. En veruleikinn suður frá er
önugur og harður, býður aðeins fjörutiu stiga brennandi sól og
niðurgang á stundinni.
Fararstjórinn tilkynnir strax, að lúxusibúöin sem maður borg-
aði fyrir, sé leigð öðrum, en manni standi til boða illa þrifin,
langlyktandi skonsa með svalir út yfir öskutunnurnar. Og, segir
fararstjórinn um leið og hann afhendir herbergislykilinn, svo er
best að þið haldið ykkur innandyra næstu daga, þvi það þolir
enginn þennan vitishita. Ef þið eruð með i maganum, þá hef ég
hér lækni. Hann kostar ekki nema þúsund krónur á timann og má
borga með vixli á venjulegum vöxtum.
Haldi maður heilsu sæmilegri og verði rólfær einhverja daga,
er svo sem ekki margt að sjá, annað en herfylki af Þjóðverjum,
Skandinövum og Hollendingum sem streyma um götur strand-
bæjarins þar sem maður er lentur. Hver einasti maður i fólks-
straumnum hefur það sama i hyggju: að finna laust borð i
skugga þar sem hugsanlegt væri að fá svalandi vinglas ellegar
kannski matarbita. Og setjum svo að manni takist það á endan-
um, genginn upp að hnjám að deyja úr þorsta og búinn að týna
konunni, þá er ekki nokkur leiö að gera sig skiljanlegan.
Nei. Ferðalög eru aðeins til leiðinda. Enda kemur naumast til
mála að ég hreyfi mig spönn. Það verður þá i hæsta lagi að mér
verði ekið austur á Þingvöll i haust i von um að finna eins og eitt
krækiber á undan hrafninum.
En æfintýralöngun landsins barna er vist engin takmörk sett.
Ég þekki mann sem fór til Egyptalands i siðustu viku. Konu
þekki ég sem er núna á leiöinni umhverfis jörðina og ætlar aö
stansa lengi á Filippseyjum og i Astraliu. Og eina þekki ég enn,
hún ætlar að stunda hugleiðslu, búandi i sumarbústað rétt utan
viðPrag.Égóskaþeim góðsgengis, og hestamanninum lika, þvi
hann er að koma heim af Landsmótinu og ég trúi að hann þurfi á
fyrirbænum að halda.
4