Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 9
9 f~/elgar 'sturinn. FÖstúdagur 16. júlí 1982 Komdu meöi skokkið, hrópa forsprakkarnir. Hvað gerir þú? Skokk eða ekki skokk — góð spurning! Hefur þú áhuga á að slita út iikama þfnum I fallegu um- hverfi á þar til gerðum merkt- um skokkbrautum, bleyta siðan i þer í sturtu og kafna loks úr hita f heitum potti? Ef þú svarar spurningunni játandi, skaltu skella þér út á Hótel Loftleiðir HÓTTL : líJPTtESÖW-; við fyrsta tækifseri. Af hverju? Jú, um siöustu helgi tók hóteliö i notkun þrjár skokkbrautir i næsta nágrenni, útaö Alaska.niðurað sjó og upp i öskjuhlið. A eftir er svo hægt að nýta sér sundlaug hótelsins, meöheitumpottiog gufuböðum, auk þess sem hægt er að fara I nudd, sólbað og spreyta sig á alls kyns likamsræktartækjum. Prógram þetta heitir á Is- lensku Komdu meö i skokkiö, en fyrir útlenda gesti er þaö Runn- ing smooth in Iceland. Hug- myndina að skokkinu á Emil Guðmundsson hótelstjóri, en umsjónarmaður þess er Helga Edvalds. Að sjálfsögðu eru menn mis- jafnlega lengi að skokka nokkur hundruð metra, baöa sig og sóla, en ef einhver skyldi ekki ljúka sér af fyrr en undir há- degi, ætti sá hinn sami að bregða sér inn I Blómasal og bragða á hinu nýja fiskrétta- hraðboröi. Þar er hægt að finna mjög fjölbreytilega matreiddan fisk, auk tveggja kjötrétta og pottréttar, séu menn fremur á þeim nótunum. Blaöamönnum var boöið aö gæða sér á kræs- ingunumá dögunum, og er ekki annaö hægt en að lofa þær og prísa. Svo hefur verðið lækkað til muna frá því sem áöur var á kalda boröinu. Rammagerðin I kjallara hót- elsins selur svo sérstaka skokk- boli þeim er það vilja. Fram og aftur Belja á blindgötuna svelli Hvenær skyldi mönnum hafa dottið ihug aðsetja takmörk fyrir ökuhraða á vegum úti? Jú, það var árið 1865 að breska þingiö setti lög sem takmarkuðii öku- hraðann við 6,5 km á klukkustund á þjóðvegum og 3,5 km i bæjum. A þessum tima var billinn óþekkt fyrirbæri, svo af hverju var þingið að þessu puði? Það kom til fyrir þrýsting frá hesta- leigum, eigendur þeirra óttuðust að tapa i samkeppninni við gufu- vagna sem þá voru að ryðja sér til rúms. Við sama tækifæri var það sett i lög aö á undan þessum „vél- arskrimslum” skyldi ávallt fara hlaupandi maður með rauðan fána, öðrum vegfarendum til við- vörunar. Þessi regla var siðar tekin upp i mörgum öðrum lönd- um. Rúmum þrjátiu árum seinna, árið 1896, var hámarkshraðinn aukinn i 20 km á klukkustund. En það var ekki fyrr en árið 1903 að Englendingar fengu sin fyrstu umferðarlög, sem ma. kváðu svo á að allir bilar skyldu bera núm- er. Við sama tækifæri var há- markshraðinn hækkaður i 32 km á klukkustund. Siðan hefur tækninni fleygt fram og hraðinn aukist. Þangað til fyrir örfáum árum, þá var far- ið að lækka hámarkshraðann aft- ur. Það var ekki gert til að draga úr umferðarhættu, ó nei, bensinið var orðið svo dýrt og yfirvöld komust að þvi að minni ökuhraði þýddi minni bensineyðslu og þar með sparnað á gjaldeyri. Þeir eru margir þrýstihóparnir. Það hefur kornið fyrir bestu menn að taka ekki eftir þvi að glerveggir séu úr gleri, heldurr reynaað vaða i gegnum þá. Ekki hefur gluggapósturinn þó frétt aff neinum sem lét lifið af þeim sök- um Fyrr en núna þegar fréttir berast af sorgiegu ferðalagi elgs- kvigu i Noregi. Kvigugreyið haföi villst inn á. jlóð lýðháskólans i Fet. Þar varði jfyrir henni glerveggur sem hún. jbraust inn um. Þegar inn var komið tók viö stffbónaö gólf og, sannaðist þá enn einu sinni hve litið erindi beljur eiga Ut á svell. jKvigunni skrikaði fótur, datt og fótbrotnaði. Eftir að formaður dýravemdarnefndarinnar hafði kynnt sér heilsufar kusu var á- ikveðiö aðaflifa hana. Sjá hér hve iillan endi.... Húsnæði í London Get tekið íslenskan leigjanda næsta vetur. AAjög sanngjarnt verð. Góð staðsetning. Hent- ugt fyrir íslenskan námsmann. Vinsamlega skrifið til: Steinunnar Bjarnadóttur Cumine 50 Stanwick AAansion Stanwick Road London W 14 8 TP ENGLAND Kæru bílþjófar „Það er ekki vist að þið hafið tima til að iesa blaðið, þjófarnir sem stáluð fordinum minum sl. mánudagsnótt. Þið eruð senni- lega á kafi í bóklestri, leitandi að aðferðum til að starta annarra manna bilum. Það hlýtur nefnilega að hafa valdið ykkur vonbrigðum að brjóta upp bilhurðina, rifa kveikj- una i tætlur og ýta bilnum sem „aðeins” vegur 1.200 kiló 300 metra vegalengd til þess að láta hann renna niður brekkuna i átt að skólanum. An þess að geta startað. Klaufalegt? Ef til vill, en ég get ekki annað en hrósað ykkur fyrir dugnað og framtakssemi. Nú hefur þessum bil verið stolið þrivegis og fimm sinnum hefur verið reynt að stela honum á fjórtán mánuðum en enginn hefur farið eins bjánalega að og þið, eða skorti ykkur bara hreyfingu? Það er dálitið erfitt að ýta 1.200 kiló- um á undan sér, jafnvel á jafn- sléttu. Eg vil þvi upplýsa ykkur að eft- ir annan þjófnaðinn var gerð á bilnum smáviðgerð sem hefur i för með sér að enginn óviðkom- andi getur startað honum, hvaða brögðum sem beitt er. Verið þvi svo vinsamlegir að reyna ekki að stela honum oftar. Næst gæti ég fundið upp á einhverju sem gerði tilraunina sérdeilis óþægilega. PS: Ef þið hafið áhuga getið þið eflaust fengið lánaðan einhvers- staðar gamlan bil, vélarvana og girkassalausan. Það er auðveld- ara að ýta honum en jafn útilokað að starta honum. Með kveðju Bileigandinn.” (Lesendabréf i norsku blaði) Ulrrn MiÞ'rit u— ÍtHÍt iv iimi rin. itttrrr niyr'" í«»11 Dafwa MITCHELL Hi &ÆaJÍe4peaAe. Verslið hjá fagmanni GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 Opið á laugardögum kl. 9—12. Verið velkomin í nýju veiðivörudeildinQ okkar Athugið: Veiðileyfi fást hjá okkur, Gislholtsvatn,Kleifarvatn, Djúpavatn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.