Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 12
12
Brúður, tröil og trúður
heitir sýning, sem opnar í
Listmunahúsinu við Lækj-
argötu á morgun, laugar-
dag. Þar sýna þrettán kon-
ur brúður og ævintýrafólk,
sem þær hafa verið að
dunda við að gera. Á
myndinni má sjá sýnishorn
af brúðunum. Þetta er sýn-
ing fyrir unga og aldna.
Föstudagur 16. júli 1982
Bókakiúbbur Arnar og Órlygs:
Ferðabók frá
íslandi væntanleg
fold, feröaminningar frá
tslandi. Höfundurinn er Ina
von Grumbkow, en hún var
hér á feröalagi í byrjun
aldarinnar. Nánar tiltekiö
feröaöisthún að öskjuvatni
i leit að likamsleifum unn-
usta sins, sem hafði farist
þar árið áður. Bökin er
prýdd fjölda mynda, bæði
ljósmynda og teikninga.
Þýð'andi hennar er Harald-
ur Sigurðsson fyrrum
bókavörður.
Bókaklúbbur Arnar og
örlygs hefur starfað siðan i
nóvember á liðnu ári og eru
félagar komnir á fimmta
þúsund, og bætast nýir
stöðugt við.
Félagar bókaklúbbsins
njóta þeirra forréttinda að
vera einir um bækur
klúbbsins, þvi þær eru ekki
gefnar út fyrir hinn al-
menna markað. Um mán-
aðamótin ágúst-september
er væntanleg ný bók hjá
klúbbnum. Hún heitir Isa-
SKREYTILIST AÐ
RÉTTA ÚR KÚTNUM?
Skreytilist hefur ávallt þótt
fyrir neöan virðingu hins upp-
lýsta listamanns. t hugum
flestra er slik list yfirborðsleg
og innantóm. Mynstur og snið
þekkist vart sem sjálfstæð list-
sköpun en fylgir oftast brúkleg-
um hlutum sem angi af nytja-
w
eftir Halldór Björn Runólfsson
list. Eldhúss- og baðflisar eru
gjarnan mynstraðar, glugga-
tjöld eru rósótt, sængurföt út-
saumuð og dúkar bróderaðir.
Fötin sem við göngum i eru yfir-
leitt mynstruð að einhverju
leyti.
Þó eru fjölmargar þjóðir sem
byggja mest alla myndlist sina
á skreytihefö og til skamms
tima var tsland i þeim hópi. Ak-
uryrkju- og bændasamfélög
eiga yfirleitt rikulega myndlist
á þessu sviði, hvort heldur er i
Asiu, Afriku eða Ameriku.
Skreytilist hefur þrátt fyrir það
átt fáa formælendur i röðum
„alvarlegri” myndlistarmanna.
Undantekningar eru m.a.
transki listamaðurinn Henri
Matisse og hinn svissneski
kollegi hans, Paul Klee.
Matisse lýsti þvi yfir margoft,
einkum á seinni árum ævi sinn-
ar þegar hann vann að hinum
stórfenglegu klippimyndum sin-
um, að hann liti orðið „skraut-
legt” (Decoratif) jákvæðum
augum, enda stóð klippimynda-
list hans föstumfótumi skreyti-
listinni. Klee vareinnig tengdur
þessari hefð, enda ættaður frá
Túnis i móðurætt og mikill að-
dáandi berbneskrar skreytilist-
ar.
Undanfarin ár hefur vegur
skreytilistar og mynsturgerðar
farið vaxandi, einkum vestan
hafs, þar sem nokkrir ungir
málarar hafa getið sér frægðar
fyrir það sem kallað hefur verið
„Pattern and Decoration”.
Einn þekktasti málari þessarar
tegundar er Kaliforniubúinn
Kim MacConnel. Hann stundaði
nám við Rikisháskólann i San
Diego, i lok 7. áratugarins og
byrjun þess 8. Þar komst hann i
kynni við Arny nokkra Goldin,
sem hafði mikil áhrif á það aö
hann lagði stund á alþýðulistir
og kynnti sér mynsturgerð fjar-
lægra menningarþjóða.
Einkum varð list indiána i
Suður-Ameriku og indversk list
honum hugleikin. Hann ferðað-
ist um Indland og Mexikó, auk
þess sem hann dvaldist um
nokkurt skeið i Frakklandi.
Þegar hann settist að i Kali-
forniu upp úr miðjum 8. ára-
tugnum, hóf hann að mála göm-
ul húsgögn með austrænum
mynstrum. MacConnel segist
hafa verið svo félitill, að i stað
striga hafi hann notað lakaléreft
og haldið sig við þá undirstöðu,
jafnvel eftir að hann var farinn
að rétta úr kútnum og komast i
áinir.
Vinnuaðferðir hans byggjast
á þvi að hann málar mynstur á
léreftsrenninga sem hann
saumarsiðan saman, klippir og
lætur hanga sem veggteppi.
Hann notar gjarnan kinverska
mynsturbók með sniðum fyrir
listiðnaðarmenn frá Hong Kong,
sem grunnhugmynd, en bætir
við táknmyndum úr heimi nú-
timans. Þannig verða til hinar
óvenjulegustu samsetningar.
Við hliðina á mynstri með leir-
krúsum eða amfórum, setur
hann hönd sem kölluð er
„Abhaya Mudra” og er hægri
hönd indverska guðsins Shiva i
alheimsdansinum. Ofan i þetta
mynstur klippir hann ogsaumar
renning með máluöum burgeis-
um, klæddum i kjól og kjóa-
bringu með háa hatta. 1 annarri
mynd sem MacConnel nefnir
„Söngleikur” má sjá hljóðfæri,
sprengjuregn og sjónvarps-
tæki milli renninga með óhlut-
bundnu mynstri.
Það er greinilegt að Kim
MacConnel er mjög meðvitaður
um sosió-pólitiskt inntak verka
sinna, enda nokkuð uggandi um
að ,,A1” Haig (áöur en sá maður
lét af embætti)’ væri á leið með
að sprengja okkur i loft upp.
Mynstur hans snerta lifriki okk-
ar (Mynstur með kjarnorkuver-
um eða kakalaki undir smá-
sjá), þjóðfélagsgerðogafstöðu.
Sumum getur fundist
kaldranalegt að sjá veggskreyt-
ingu með sprengjuefni og kjarn-
orkuverum, endurteknum á til-
breytingarlausan og klisju-
kenndan hátt, til þess gert að
gleðja augað. En hvað gladdi
auga Assiriumanna I Nineve,
Rómverja við Forum Roman-
um, Normanna i Bayeux? Her-
leiðingar, þrældómur og mann-
dráp, eins og endalaust og botn-
laust og klisjukennt mynstur.
Ef litið er nær i tima og rúmi,
hvernig hljómar veruleikinn i
dag? Hver er árangurinn af af-
vopnunarviðræðum stórveld-
anna, baráttunni gegn hungri
eða verndun gegn mengun?
Mynstrið hefur verið óbreytt i
ansi langan tima. Það felst i við-
ræðum milli Austurs og Vest-
urs, Norðurs og Suðurs, ráð-
stefnum, jafnmörgum og þarf
til að betrekkja vitund almenn-
ings. Allir eru orðnir leiðir á
þessu endalausa veggfóðurs-
mynstri, enginn þykist vilja
strfð, hungur né mengun. En
þrátt fyrir það gerist litið sem
ekkert er bundið gæti endi á
þetta klisjumynstur.
Verk MacConnels eru annað
og meira en augnayndi, þar sem
þau skjóta þeim grun að
áhorfanda, að bak við rós-
mynstraöan veruleikann biði
annar og raunverulegri, miður
blómum stráður.
oo
os
3
C
’u
'05
u
«4-1
01
u
cn
§
0)
s
s
o
U
u
3
§
s
2