Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 17
//-/ori_^östudagur^l6^júlM982 17 Hins vegar sótti ég núna um sex mánuði og fékk þrjá. Ég er einn af þeim, sem hef aldrei fengiðþað, sem ég hef sótt um. Aftur á móti hvarflar ekki að mér eitt andartak að taka undir þær ásakanir á hendur þeim mönnum sem standa i úthlutunum úr Launasjóði rithöfunda að þeir úthluti eftir annarlegum sjónarmiðum. Mér finnst það fráleitt. Hitt er svo annað mál, að úthlutun af þessu tagi getur snert menn tilfinninga- lega. Þeim finnst verið sé að draga sig i dilk, leggja á sig gildismælikvarða, og menn eru viðkvæmir fyrir sliku. En menn verða að gera sér grein fyrir þvi, að þótt þeir séu ekki ánægðir, þýðir það ekki að þeir sem standi að úthlutuninni séu allt að þvi ótindir bófar, misnoti fé, sem þeir hafa fengið til ráðstöfunar. Það er allt önnur saga.” — Þú ert væntanlega hlynntur starfslaun- um? ,,Að sjálfsögðu. Eins og margoft hefur komið fram, þarf að fjölga mánaða- launum þannig að fleiri geti fengið þau, og i lengri tima. En það fyrirbyggir náttúr- lega ekki það, að einhverjir verði ósáttir við úthlutanir.” — Er þá ekki best að hverfa aftur til berklaskáldamóralsins, að menn sitji við kertaljós uppundir súð, svangir og vit- lausir? „Það fer náttúrlega afskaplega vel i ævi- minningum.” Þepr ijósin slokKna — Ef við snúum okkur aftur að leikritun þinni, þá átt þú að hafa sagt einhvern tima i viðtali, að atmosfera leikhússins heillaði þig ekki, hvers vegna i ósköpunum ertu þá að skrifa þessa tegund bókmennta? „Það sem tilheyrir stofnuninni og sá heimur, sem verður i kringum leikhúslif, heillar mig ekki, mér finnst hann ekki að- laðandi. Það, sem mér finnst aðlaðandi i leikhúsi er þegar búið er að slökkva ljósin, og lifandi veruleiki skáldskaparins verður til á sviðinu. Þess vegna skrifa ég fyrir leikhús. Þetta form hentar mér mjög vel, mér finnst það æsispennandi, og þegar best er, er leikhússkáldskapur mjög djúpur og merkilegur.'1 — Þú segir, að það sem þér finnist aðlað- andi i leikhúsinu sé þegar búið er að slökkva ljósin, en ertu þá ekki að útiloka stóran hluta leikhússins, sem er frá þvi að handritiðkemur, bara orð, og þar til að það er orðið að sýningu? Ættirðu þá bara ekki að skrifa myndrænar skáldsögur, sem hver lesandi getur sett á svið fyrir sjálfan sig? listrænni sköpun i leiksýningu en vont leik- rit. Veiklundaðurleikstjóri getur að visu fall- ið i þá gryfju, eins og dæmin sanna, aö taka að sér vont leikrit i þeirri meðvituðu eða ómeðvituðu trú að með þvi að textinn sé léttvægur eða jafnvel ónýtur, skapist meira rúm fyrir sjálfstæða og listræna sköpun hans sjálfs. Hann fái þar með meira tæki- færi til að brillera með hæfni sinni, kunn- áttu og frumleika. Þetta er blekking. Meira en blekking, hættuleg villa sem vegur að listrænum sannindum hans sjálfs og sam- starfsmanna hans. Hugsaðu þér hljóm- sveitarstjóra sem ætlaði sér að brillera á ónýtri sinfóniu. Það er alveg sama hve vel fiðlurnar, trompetarnir og allt hitt spilar i hljómsveitinni: Verkið er og verður ónýtt og tónleikarnir þar af leiðandi ekki góðir. Það hefur engin tónlist verið leikin, aðeins sýnd tækni og kunnátta. Að visu gripa fleiri þættir inn i leiksýningu en tónleika. Leik- sýning höfðar til fleiri skynfæra en tónleik- ar. En það breytir ekki eðli málsins. Það er alveg sama hvað leikstjóri hamast við að byggja upp leiksýningu á verki sem er óriýtt með fiffum sinum og sýndarfrum- leika: Leiksýningin verður jafnfjarri þvi að vera raunveruleg leiklist og áðurnefndir tónleikar voru fjarri þvi að vera tónlist. Hún er leikhústilbúningur en ekki leikhús- skáldskapur. En svo mjög geta menn rugl- ast á leiklist og tilbúningi að sýningar af þessu tagi eru stundum kallaðar á leikhús- máli „gott leikhús”. í þvi íelst ekki annað en viðurkenning á tilbúningi, yfirborðs- mennsku, sem er andstæð listrænum sann- indum og á ekkert skylt við sannan frum- leika eða listræna sköpun.” Gðlóurinn og einslaklingurinn — Ert þú ekki hlynntur þessu workshop fyrirkomulagi, þar sem hópur gengur út frá einhverri ákveðinni hugmynd og semur texta i kringum hana? „Ég mundi aldrei taka þátt i þvi. Ég veit hins vegar, að það er til annað fólk, sem hefur gaman af þvi, og það er þess mál. Ég lit svo á, að ætli höfundur sér að ná fram þeim skáldskap, sem tilfinningar hans og hugsun stefna að, þá verði hann að vinna i einrúmi, þvi hann einn veit hvað fyrir hon- um vakir. Galdur skáldskaparins liggur ekki sist i þvi, að hann er sprottinn upp úr einstaklingnum. Þegar á að gera þetta að sýningu, koma ýmsir aðrir þættir inni. Og þvi ærlegri, sem þeir aðilar eru, sem leik- húsið stefnir fram til að gera þetta verk að sýnirigu, þeim mun meiri möguleiki er á þvi, að skáldskapurinn sem er fyrir hendi, njóti sin, en þeir búa hann ekki til.” — Ég las um daginn viðtal við franskan rithöfund, sem sagði, að þegar hann settist niður til að skrifa vissi hann aldrei hvað hann ætlaði að skrifa, hann bara byrjaði. Og daginn eftir færi hann bara yfir siðustu linurnar frá deginum áður og héldi áfram út frá þeim. Auk þess sagði hann, að hann vissi aldrei hvernig bækur hans enduðu. Hefur það aldrei komið íyrir þig, að leikrit- in enduðu öðruvisi en þú ætlaðir? „Endirinn hefur kannski breyst i ein- hverjum smáatriðum, en i eðli sinu hefur hann aldrei breyst.” — Aldrei verið þveröfugt við það, sem þú ætlaðir? „Nei, aldrei. Þetta er allt einstaklings- bundið. Ég veit um höfunda, sem vinna svona. Ég veit t.d. um frægan ameriskan smásagnahöfund, William Saroyan, sem er mjög góður smásagnahöfundur, hann skrif- aði aldrei neina smásögu nema einu sinni. Ef það tókst ekki þá henti hannhenni. Aðrir höfundar liggja yfir þessu mánuðum sam- an, jafnvel árum saman. Sumir sem yrkja ljóð, hafa svipaða aðferð og þessi franski höfundur, sem þú talaðir um. Það verður hver maður að finna þá aðferð sem hentar honum.” — Ertu mjög nákvæmur og vandvirkur i skrifum þinum? „Ég er nákvæmur, og ég vona, að ég sé vandvirkur. Ég skrifa leikrit eins nákvæm- lega og ég get, en það er aldrei, og hefur aldrei verið hægt i veraldarsögunni, að taka leikrit frá skrifborðinu og setja það beint inn á svið, án þess að nokkuð breytist við uppfærslu. Staðreyndin er sú, að það er ekki mögulegt að skrifa verk, sem engum breytingum tekur á æfingum, ekki fremur en leikstjórinn getur setið heima, og hugsað út i allar hreyfingar leikarans. Það er úti- lokað. Aftur á móti er ansi mikill eðlismun- ur á þvi, hvort þaö þarf að segja eina setn- ingu svona, sleppa þessu orði, eða bæta þessu orði inn i, eða hvort menn bókstaf- lega umskrifa verk. Það getur lika þurft, en þá er eitthvað mikið að.” I I vœri ég söngvari — Nú hófst þú þinn rithöfundarferil ekki sem leikskáld, heldur sem ljóðskáld, hvað olli þvi, að þessi umskipti urðu? „Það er mjög erfitt að gera sér grein fyr- ir þvi. Ég geri mér t.d. ekki sjálfur grein fyrir þvi hvernig á þvi stóð, að ég byrjaði að yrkja þessi ljóð. Það var þvert gegn min- um vilja. Ég var þá staddur úti i Amster- dam, 1967, og ætlaði mér að verða söngvari. Ég var búinn að stúdera söng i sex ár hér heima hjá Göggu Lund. Ég fór til Hollands til að læra ljóðasöng og þjóðlagasöng. Ég hafði skrifað fram að tvitugu en litiö sem ekkert birt, og gaf það alveg frá mér. Skáld-Rósu, langaði til að skrifa skáldsögu. Ég hætti siðan við hana, að minnsta kosti i bili, og fékk þá aftur löngun til aö skrifa leikrit, og komst yfir ákveðna erfiðleika i tif finningum minum gagnvart leikritum. Og ég hef það á tilfinningúnni, að ég verði dálitið frjósamur i leikritagerð á næstunni, mér finnst hafa brostið stifla.” — Varstu kannski hræddur um, að þú værir orðinn þurrausinn? „Ég hef aldrei verið hræddur um það, ekki siðan ég byrjaöiaðskrifa. Aftur á móti voru vissir hlutir i minni leikritagerð sem ég átti svolitið erfitt með að sætta mig við og fann ekki alveg leið út úr. En ég held að ég sé að finna leið út úr þvi með þvi verki, sem ég hef skilað nú. Þetta er svo innhverft atriði, að ég efast um að ég geti skýrt það fyrir öðrum, og það hefur enga þýðingu fyr- iraðra en mig.” — Þú fórst i einhvers konar útlegð til Hriseyjar er það ekki? „Af hverju kallarðu það útlegð? Ég fór fyrst og fremst til að hafa næði til aö vinna út úr minum hugsunum og tilfinningum, og hafði gott af þvi, þannig séð. Það voru tvö ár, og það var nákvæmlega sá timi, sem ég þurfti til að finna hvar ég stóð i lappirnar.” Guiis fgildl — Þú sagðir mér áður en við byrjuöum, að þú værir búinn að innrétta vinnukompu niðri i kjallara. Skiptir umhverfið miklu máli fyrir þig, þegar þú skrifar, eða get- urðu skrifað hvar sem er? „Ég get skrifað hvar sem er, ef ég hef næöi til þess. Ég var kennari i mörg ár og sagði við krakkana, lærið að hlusta á þögn- ina. Þeim fannst það voðalega hlægilegt, en staðreyndin er sú, að eitt af þvi, sem okkur vantar mjög tilfinnanlega, er að upplifa þögn. Þaðer mjög merkileg upplifun.” — En virkar þögnin þá ekki þrúgandi á þig? „Þögn er mjög merkileg, hún er margs- konar. Ég hef einu sinni upplifaö þögn, sem var þrúgandi. Það var fyrir mörgum árum, þegar ég lá á greni upp við Hofsjökul og var einn á vakt með byssu i skotbyrgi og félag- ar minir sváfu i tjaldinu ekki langt frá. Þá upplifði ég algjöra þögn, og hún var svo þrúgandi, að ég varð að berjast gegn sjálf- um mér til að hlaupa ekki heim i tjald til að vekja þá og tala við þá. En þögn sem hefur eitthvert eitt litið hljóð, eins og t.d. suð I flugu eða tist i fugli eða fjarlægt bilahljóð, getur orðið mjög lifandi, og þrúgar mann ekki, heldur tekur utan um mann og hjálpar manni til að hugsa og finna það, sem maður erað leita að. Slik þögn held ég, að sé nauð- synleg hverjum einasta manni.” — Þarf maður þá ekki að vera tiltölulega sáttur við sjálfan sig til aö upplifa þögnina og njóta hennar? hverium einasia manni „Þú segir bara orð. En 1 skáldskap eru orö ekki bara orð. Þau eru hugsun og til- finning og ýmislegt fleira. Einhvern tima var sagt: Ein mynd getur sagt meira en þúsund orð. Þessu má snúa við og segja: Eitt orð getur sagt meira en þúsund mynd- ir. Og þaö er jafn rétt. 1 velortu ljóði er hvert orð i þungavigt. Þar getur eitt orö á réttum stað og með réttu samspili við önnur orð opnað sýn sem þúsund myndir geta ekki tjáð. Sama gildir um vel skrifað leikrit. Þar er að visu ekki hvert orð i þungavigt en samspil orðanna er jafn þýðingarmikið i leikriti og ljóði. Og þar viö bætist samspil orða og atburða sem getur leitt til þess að bara eitt orð — eða jafnvel bara ein þögn — á réttum stað og réttri stund getur tjáð meira en þúsund myndir. Þess vegna eru orð ekki bara orð. Ekki þegar þau eru skáldskapur. Og góður leikskáldskapur fel- ur ekki bara i sér möguleika á leikrænni tjáningu. Hann krefst hennar i þeim mæli að hugsun, tilfinningar, atburðir, fram- vinda og samspil alls þess sem skrifað hef- ur verið i góðu leikriti fær ekki fulla stærð og dýpt fyrr en með leikrænni tjáningu. Sem sagt: Gott leikrit býður leikstjóra og leikurum,öllum sem að leiksýningu standa, upp á þúsund sinnum meiri möguleika á — Mig langar þá til aö spyrja þig hvað þér sé efst i huga, þegar þú sest niður til að byrja að vinna aö nýju leikriti? „Ætli það sé bara ekki hræösla? Ég held, að Hemingway gamli hafi sagt: það er ekk- ert eins hræðilegt I lifinu, eins og hvit pappirsörk. Ég gæti tekið undir það. Aður en ég byrja að skrifa er ég búinn aö gera mér grein fyrir þvi hvernig ég ætla að láta hlutina gerast, ég er búinn að fá al- gjöra mynd af verkinu i huga mér, skipu- leggja hverjir hittast, hvar og undir hvaða kringumstæðum og ég hef hugsað út hvern- ig verkið endar. Siðan skrifa ég mig að end- inum. Þegar ég hef þetta allt á hreinu og er alveg sannfærður um, að þetta breytist ekkert i megin atriðum, þá byrja ég að skrifa. En hversu sannfærður, sem ég er i byrjun, þá breytist það alltaf.'1 — Þannig aö þrátt fy rir allt kemur verkið þér sjálfum á óvart? „Það gerir þaö. Það er alveg sama hversu vel maður undirbyggir áður en maður byrjar aö skrifa, þá fara persónurn- ar að heimta sitt og maður á kannski I glimu við þær, eins og Jakob við guð hér forðum. Svo verður þetta einhver sam- bræðsla.” Ég vissi ekki annað en ég væri kominn þarna til að læra söng, en þá helltust yrk- ingarnar yfir mig, þvert gegn minum vilja. Þegar ég var búinn að gefa út þessi ljóð, varð ég náttúrlega að halda áfram. Þá reyndist mér erfitt að yrkja, ég náði ekki þvi, sem ég vildi og reyndi fyrir mér i prósa. Það hentaði mér ekki heldur. Svo gerðist það einhvern tfma, að ég var feng- inn til að setja upp þætti úr verki á privat- skemmtun, og á meðan ég var að setja þetta upp, uppgötvaði ég allt i einu, aö ég gæti skrifað leikrit, ég fann það. Þar með fór ég og skrifaði fyrsta leikritið, sem birst hefur eftir mig, Pétur og Rúna.Siðan skrif- aði ég þessi leikrit I viðbót (Selurinn hefur mannsaugu og Skáld-Rósa), en það hefur ekkert leikrit komið eftir mig á fjalirnar I ein fjögur ár.” LeikriiaieiOi — Ég ætlaöi einmitt að spyrja þig hvernig stæði á þessari löngu þögn? „Þetta er nú ekki löng þögn, en hún er lengri heldur en ég hefði viljaö. Það er mjög erfitt að skýra þaö, og kannski alveg út i hött. Ég fékk svolitinn leiða á þvi að skrifa leikrit eftir að ég skrifaöi „Maður þarf ekkert endilega að njóta þagnar. Maður þarf að komast nálægt sjálfum sér, hvort sem maöur er sáttur við sjálfan sig eða ekki. Þaö er engin nauðsyn að vera sáttur viö sjálfan sig. Hins vegar er nauðsynlegt aö vera I sambandi við sjálfan sig, og það gerir maöur helst, þegar maöur er einn og hefur þessa elskulegu þögn. Menn hræðast þögnina, vegna þess, aö hún leiðir þá aö þeim sjálfum, þeir hræðast sjálfa sig. Maöur þarf að geta upplifað þaö öðru hverju, að maður er óþolandi sjálfum sér. Hvað eru menn að flýja? Það er eitt- hvað i þeim sjálfum, sem þeir eru að flýja, og til þess að finna hvaö það er, verða þeir að komast i samband við sjálfa sig, en þaö er ekki alltaf þægilegt að vera i sambandi við sjálfan sig. Það er hins vegar alveg nauðsynlegt til að geta verið lifandi mann- eskja, en ekki bara lifandi dauður.” — Telur þú þig vera lifandi manneskju? „Ég skal náttúrlega ekki segja þaö, að ég sé sprelllifandi, en ég reyni það eins og ég get. Og það er alveg gjörsamlega útilokað að vera i þessu starfi, sem ég hef tekiö að mér, að vinna að skáldskap, án þess að vera lifandi manneskja og hafa eitthvaö af hugrekki til aö horfast I augu við sjálfan sig.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.