Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 19
~fin%ti irinn Föstudagur 16. júlf 1982 19 Af hríng yrmling um Gamlir Dýrfirðingar minntust oft þeirrar tiðar, þegar rotnandi leifar hval- fiska þöktu fjörur i Dýra- firði á blómaskeiöi hval- veiða um siðustu aldamót. Jón heitinn skraddari segir til að mynda frá þessu i góðu viðtali i timaritinu Hljóðabungu, en þá starf- rækti kaftein Berg hvai- stassjón á Framnesi við Dýrafjörð og nafngiftin fengin úr Friöþjófssögu. Ekki þótti þetta góöur reki á fjörum þar vestra og at- ferlið fordæmt af siðari tima mönnum og kallað skeytingarleysi þeirra manna sem fást við Vestfiaróapóstur einn góðan veðurdag, að sett er á laggirnar nefnd, sem fær það hráslagalega heiti hringormanefnd og á að berjast við hringorma. Hringormanefnd þessi hefur nú fyrir nokkru sent út dagskipun sina eftir að hafa legið undir feldi um hrið. Er hún fólgin i heilögu striði gegn selnum sem hringormunum valdi og er hann að sjálfsögðu dræpur hvar sem hittist hann, sem fyrr, og gildir litlu hvernig það er framkvæmt eða hvernig frá hræjum er gengiö. Svo framarlega sem menn færa Hring- ormanefnd annan kjálkann Nc hámarksgróðann. Ekki mun þetta hafa eingöngu verið bundið við Dýraf jörð heldur einatt við þá firði, þar sem Norðmenn ráku hvalstöðvar sinar, enda voru veiðarnar rányrkja og lögðust brátt af vegna of- veiði. Visindin efla hins vegar alla dáð og i hinu tækni- vædda veiðimannaþjóð- félagi 20. aldar gerist það eru þeir verðlaunaðir. Liggja nú rotnandi i f jörum hundruð selshræja um Vestfjörðu og vafalaust víðar, börnum og hröfnum að leik, en það er hættu- legur leikur fuglum að ráðast að hræj- unum og hafa sagt mér menn sem ferðast hafa um vestra, að þeir hafi orðið að stúta æðar- fugli i fjórum gegnsósa af selsgrúti og ekki verið annarra úrkosta auðið. lú mun það svo, að miklar fjárhæðir eru lagðar til höfuðs selnum og eru það meðal annars hagsmunasamtök i sjávar- útvegi sem þar standa að, en svo mikill er mátturinn og dýrðin þeirra stofnana, að Hringormanefnd þarf ekki einu sinni að ræða við landeigendur eða umbjóð- endur þeirra eins og fram hefur komið i fréttum, og svarið hljóðað sem svo: „Við höfum lögin okkar megin". Vonandi eru þieir sem að þessu standa sælir i aðgeröum sinum, en það breytir ekki þeirri stað- reynd, að aðfarir þær sem selahræin bera vott um er þjóðarskömm. barna gefst allt í einu tækifæri til skjót- fengins gróða og óvandaðir menn fara þá gjarnan á stúfana. Ekkert eftirlit er haft með veiðunum hvað þá heldur frágangi hræja og þegar mótmælum hinna ýmsu náttúruverndarsam- taka rignir yfir Hring- ormanefnd, svara ráðu- neytismenn i Sjávar- útvegsráðuneytinu, að þeir menn sem svo gangi um náttúru Islands hafi lögin sin megin. Svei attan. unnar, hvort alit sæmilegt Þfólk verður ekki að gripa egar svo er komið fram i fyrir svo óvitugum sögu, fer spurningin að mönnum sem þeim hring- vakna um alþingi göt- yrmlingum, sem nú hafa gert aðför að islenskri náttúru við strendur lands- ins á hinn viðurstyggi- legasta hátt. Lýsing Jóns heitins skraddara fer aftur að eiga við, þaö eru að vlsu ekki hvalahræ kafteins Berg sem nú þekja fjörur heldur selshræ Hringorma- nefndar anno domini 1982. vettvangur FELAGI HEYRNARLAUSRA Happdrætti heyrnarlausra '82 Dregið var i happdrættinu þ. 1. júli s.l. Vinningsnúmer eru þessi: 1. 29.694 2. 5.635 3. 17.373 4. 25.837 5. 5.341 6. 14.422 7. 16.888 8. 6.597 9. 10.779 10. 7.604 11. 12.663 12. 15.294 13. 3.797 14. 27.066 15. 10.683 Félag heyrnarlausra Klapparstig 28, S.13560 Um deilur og rang- færslur út af Broadway Til ritstjóra Helgarpóstsins Siðumúla 11, Reykjavfk. Hætt er við að litlu yrði komið i verk I veitingahúsinu Broadway el ætti að eltast við allar dellur og rangfærslur sem um það hús hafa birst í blöðum, ekki sist i Helgar- póstinum. Þvi hefur það yfirleitt verið látið liggja inilli hluta. Með klausu á baksiðu Helgarpóstsins föstudaginn ft.júli sl., tók þó stein- inn úr. Þar var fullyrt að fjörutiu gestir hefðu verið i húsinu föstu- dagskvöldið þar áður og að i framhaldi af pvi hefði öllu starfs- fólki og hljómsveit verið sagt upp störfum. Einnig voru hafðar uppi fullyrðingar um að umtalsverðra breytinga væri að vænta á rekstr- arfyrirkomulagi veitingahússins, þá væntanlega vegna þess sem fullyrt var, að aðsókir væri svo dræm að ekki væri opið lengur nema tvökvöld i viku. Til upplýsingar fyrir Helgar- pöstinn og lesendur blaðsins vil ég taka eftirf arandi fram: Það hefur aldrei komið fyrir, að gestir hafi ekki verið nema 40 á föstudagskvöldi — eða ein'nverju öðru kvöldi — i Broadway. Um- rætt föstudagskvöld voru gestir i húsinu um 800. Kvöldið eftir, laugardagskvöldið 3. juli, voru þeir nær 1500. Engum starfsmanni Broadway hefur verið sagt upp. Hljómsveit- in, sem þarna er vikið að, var ráðin til að skemmta tvær helgar. Aldrei stóð til að hún yrði ráðin lengur. Engar meiriháttar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri Broad- way — það er þó rétt, að hljóm- sveitin Galdrakarlar hefur verið ráðin til að skemmta gestum næstu helgar. Það er jafnframt rétt, aö opið er I Broadway tvö kvöld I viku I sumar. Það er eins og tiðkast á öllum öðrum skemmtistöðum i Reykjavik, að Hollywood og Oðali undanskildum. Þetta er sama snið og verið hefur á veitinga- húsarekstri i Reykjavik i fjólda- mörg ár. Astæðan er einfaldlega sú að fólk tekur sér sumarleyfi frá skemmtanalifi i Reykjavik og hérlendis almennt, yfir sumar- timann. A vetrum eru að jafnaði ekki almennir dansleikir á skemmtistöðum borgarinnar nema á föstudags- og iaugardags- kvöldum. Einnig er rétt að taka fram, að margir skemmtistaðir i Reykjavik e_ru alls ekki starf- ræktir yfir sumartimann. Kjarni málsins er sá að klausan um „Breiðvang" eins og blaða- maðurinn virðist helst vilja nefna Broadway er röng i öllum aðal- atriðum. Broadway er enn sá veitingastaður á Islandi sem vikulega tekur á móti flestum gestum. Ég er reiðubúinn að leggja fram gögn þvi til sönnunar fyrir blaðamann Helgarpóstsins hafi hann áhuga á að kynna sér staðreyndir malsins. Virðingarfyllst Ólafur l.auldal. Um sölumál SIF Hcrra ritstjóri: Þar sem ég veit að þú vilt hafa það sem sannast reynist i þinu blaði óska ég eftir að fram komi til leiðréttingar, að ég hef þvi miður aldrei komist á launaskrá hjá Sölusambandi islenskra fisk- framleiðcnda og ekki verið um það samið að ég tæki þar nein laun, nema þá venjuleg umboðs- laun, þau sömu og erlendir aðilar fá vegna sölustarfa á erlendri grund. Ennfremur hef ég ekki haft af- skipti af né vitað til neinnar stað- festrar pöntunar á saltfiski til Mið- og Suður-Ameriku, sem þeir hjá Sölusambandi Islenskra fisk- framleiðenda hafa ekki getað af- greitt. Hafa kynni min og sam- skipti við forráðamenn SIF nú i tæp þrjú ár jafnan verið hin ánægjulegustu. Þau hefðu þvi gjarnan mátt vera meiri á viö- skiptasviðinu en raun hefir orðið á vegna óvenju litillar þurrfisk- framleiðslu á þessum tima. Það er vissulega ánægjulegt að verða oft var við það á erlendri grund i fjarlægum heimsálfum, að þessi sölusamtók islenskra saltfisk- framleiðenda njóta hvarvetna vinsælda og trúnaðar meðal er- lendra viðskiptavina, sem treysta stjórnendum S.I.F. og vita að drengskapur og réttlæti rikir hjá þeim i viðskiptum. Er það meira en hægt er að segja um ýmsa starfsbræður þeirra i samkeppn- islöndum okkar Islendinga. Með kveðju Guðni Þórðarson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.