Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 16. júlí 1982 O </> <A -M <n o ö E u ui >_ o A Magnús Erlingsson guðfræðinemi, siglingaáhugamaður og starfsmaður siglingaklúbbsins Siglunes innheimtir leigugjald fyrir Toppera og Flipp- era af ungum siglingaköppum. 3 *< 3 Q. ■■■ 3 3 n> OFTAST GÓÐUR BYR — Það er ekki óalgengt, að fólk.sem hefur séð seglbáta hérna úti á vognum,kemur til okkar og spyr hvort sé mögulegt að fá að sigla svolitið. Og margir verða undrandi þegar þeir heyra, að ekk- ert sé sjálfsagðara. Þetta upplýsir Magnús Erlingsson, einn af starfsmönnum sigl- ingaklúbbsins Sigluness i Nauthólsvik sem Æskulýðsráð Reykja- vikur rekur. Siglingaklúbburinn er að sjálfsögðu fyrst og fremst ætlaður fyrir börn og unglinga, en fullorðnir eru semsé meira en velkomn- ir, þegar bátaleiga klúbbsins er opin. Og þeir sem eru alveg græn- ir fá meira að segja tilsögn. En þegar menn eru orðnir ,,færir i flestan sjó” mega þeir sigla að vild hérna i grennd við Reykjavik og kostnaðurinn er ekki mikill, gjaldið er aðeins 15 krónur á hvern þeirra sem er um borð. f~leh !pSsturinrL Ljósi punkturinn á rokinu í Reykjavík: — Starfseminni héma er þannig háttaö, heldur Magnús áfram, að klukkan eitt til fjögur á daginn eru haldin byrjendanám- skeið sem standa i tvær vikur. Þar er krökkunum kennt að rtía og siðan sigla litlu jullunum. Um klukkan fjögur hefjast síðan framhaldsnámskeið þar sem eldri krökk- um er kennt að fara meö stærri bátana, Topper og Laser. Þeirfá lika tilsögn i undir- stöðuatriðum i sijlingafræði þar sem við förum úti hnúta og fleira slikt. Þeim er lfka kennt að velta bátunum og rétta þá við, og þaöfinnstflestum afskaplega gaman. Þeg- ar þeir eru komnir yfir fyrsta skrekkinn, vilja margir helst halda þvi áfram! Hætta 13 ára Yngstu krakkarnir sen koma til þeirra i Siglunesi eru reyndar sjö ára. Þeirkoma i hópum frá félagsmiöstöðvum borgarinnar i fylgd með leiðbeinendum sinum þar og fá tilsögn i röðri. Annars eru krakkarnir á námskeiðunum framundir tólf til þrettán — og hann getum við fengið að nota hjá Siglingaklúbbnum Siglunesi fyrir fimmtán krónur ára aldur, en þá hætta flestir i klúbbnum. — Eftir það virðast koma þau ár þegar siglingarnar fuilnægja ekki félagslegri þörf krakkanna, og kannski finnst þeim þeir ekki geta verið þekktir fyrir að vera með yngri krökkum. En þegar þau eru orðin sautján eða átján ára koma þau gjarnan aftur og taka upp þráðinn, segir Magnús sem byrjaði siglingamennsku sina einmitt sem krakki hjá siglingaklúbbnum. — Núna er þetta sumarvinna hjá mér. Ég sótti um þetta þegar ég var i mennta- skóla, segirhann og upplýsir aö hann sé ný- byrjaður i guðfræði við Háskölann. Og þaö kemur iika i ljós að MagnUs hefur fengiö sina eldskirn i sjömennsku á skútum. Sem unglingur sigldi hann með 30 metra langri skútu frá Skotlandi til Islands á vegum Ocean Sea Club sem hefur það á stefnuskrá sinni að kynna ungmennum siglingar. Eins og að læra á bíl — En svo við snúum okkur aö möguleik- um okkar landkrabbanna til að „sigla segl- um þöndum”. Er ekki erfitt að læra þetta svo vel sé? — Það má segja að þetta sé svipað og að læra á bil, nema þú þarft ekki að passa að halda þig á veginum! Ef þú færð leigöan bát förum við með i fyrsta sinn og kennum þér að fara meö bát- inn. Mörgum finnst þessi „bandabenda” al- veg óskiljanleg, en þetta er i rauninni ein- falt og menn komast fljótt upp á lagið með að lensa, slaga og svo framvegis. Þegar þvi er náð geta menn siglt af stað, og á þeim tima sem bátaleigan er opin eiga menn að hafa góðan tima til að fara til dæmis fyrir Seltjarnarnes og inn á sundin. 2 1/2 timi i Saltvik Sem dæmi um það hversu langt er hægt að sigla get ég nefnt að um daginn fórum við með htíp af krökkum upp i Saltvik. Það var að visu góður byr, en ferðin tók heldur ekki nema tvo og hálfan ti’ma. Það er ein- mitt ljósi punkturinn á þessu eilffa roki hérna hjá okkur, að það er næstum alltaf góöur byr — þtítt rokiö geti aö sjálfsögðu lika orðið of mikið. En þá er bara aö rifa eða jafnvel fella segl og leita vars. A hinn bóginn erum við svo vel settir héma i Naut- hólsvikinni, að þaö er skjól fyrir öllum átt- um nema heist vestanáttinni og þessvegna hægt að sigla hér á voginum flesta daga, segir Magnús Erlingsson. Bátaleigan er opin kl.5-7 mánu- daga til miðvikudaga, kl.5-10 á fimmtudögum og 1-4 á laugar- dögum Þá er bara að vinda upp segl, hjá sigl- ingaklúbbnum Siglunesi kostar það ekki nema 15 krónur á manninn. En hafi menn virkilega fengið salt i blóðið eru aðrir sigl- ingaklúbbar sem hafa þann háttinn að taka fólk inn sem meðlimi og hafa siðan skútur til reiöu fyrir þá. Ókeypis á miðvikudögum Við höfðum samband við Siglingaklúbb- inn Kópanes i' Vesturvör I Garðabæ og feng- um þær upplýsingar að þar kosti 2000 krón- Framhald á 7. siöu. „VARADU ÞIG Á BÓMUNNH” — Varaðu þig á bómunni, hrópaði Magnús þegar hann hafði lagt gúmmíbátnum uppaðskútunni og ég hafði klifrað um borð. En ég hafði ekki tíma til að athuga hvar bóman var áður en ég fékk bylmingshögg f höfuðið. Það var bóman. Við vorum að klöngrast um borð í eina af stærri skútum siglinga- klúbbsins Sigluness, sem er af gerðinni Wayfarer, þar sem hún lá á leg- unni útaf Nauthólsvíkinni með blaktandi stórsegl. Áhöfnin í þessari fyrstu siglingu minni voru þau Jónas Garðar og Jóhanna, bæði starfs- menn hjá klúbbnum, auk mín. Og ég var semsé ekki fyrr kominn um borð en ég rak mig all óþyrmi- lega á eitt af undirstöðuatriðunum í siglingu seglskúta, að vara mig á bómunni. Þau Jónas og Jóhanna undu sér strax i að gera klárt og von bráðar var skútan laus frá legubaujunni, fokkan komin upp og stefnan tekin út Fossvoginn. Seglum hagað eftir vindi Til að byrja með sat ég, byrjandinn, milli skútugarpanna tveggja. Jónas stýrði og hafði taumhald á ránni og stórseglinu, en Jóhanna sá um fokkuna. Og þarna úti á miðjum Fossvoginum varð ég i fyrsta sinn vitni að þeirri samvinnu manna og náttúru sem þarf til að sigla seglbáti. Haga seglum eftir vindi i orðsins fyllstu merkingu. Þrátt fyrir bliðskapar sólbaðsveður i Nauthólsvikinni þennan laugardagseftir- miðdag og jafnvel sléttan sjó úti á legunni þurfti ekki langt að fara áður en komið var i talsvert stifan vindstreng inn voginn. Og vindurinn fyllti lika svikalaust i seglin svo skútan lagðistnánast á hliðina, að minnsta- kosti að þvi er forpokuðum landkrabbanum fannst, áhöfnin lagðist útfyrir borðstokk- inn, uppi vindinn, og Jóhanna og Jónas strekktu á seglunum eins og hægt var. Skútan þaut yfir hafflötinn á ótrúlegum hraða miðaö viö algjört vélarleysi fleysins. „Mér finnst miklu öruggara að vera án vél- ar. Þær geta alltaf bilað,” eins og Jónas sagði meðan við lágum næstum niðri við hafflötinn. Helgarpósturinn hagar seglum eftir vindi á Fossvoginum „Venda! \" Eftir stutta stund kallaði Jónas, kapt- einninn, „Venda!!”. Ég gerði mér ekki al- veg grein fyrir hvað gerðist en fann að mér var ýtt niður^ i bátinn og aftur skipað að vara mig á ráhni, og skyndilega þaut hún yfir höfði mér, báturinn snarsnerist og allt i einu vorum við öll þrjú komin upp á hinn borðstokkinn, hölluðum okkur afturábak eins og hver gat, Jónas með stýrissveifina i fanginu en skútan hafði skipt um stefnu og seglin aftur þanin. Þannig „slöguðum” við um stund út vog- inn en snerum siðan inn aftur og sigldum hraðbyri til baka, skútan fleytti kellingar á öldunum og stundum gaf all óþyrmilega yf- ir okkur þegar hún skall niður, mest þó yfir Jóhönnu sem skeytti þvi þó litlu en einbeitti sér að fokkunni. Von bráðar voru handtökin við seglahagræðinguna farin að taka á sig mynd i huga landkrabbans og þar kom að kapteininum fannst timi til kominn, að ég Framhald á 7. siöu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.