Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 21
irinn Föstudagur 16. júlí 1982
21
í japönsku teboöi hjá Sonoko Ojama:
Þar lögðust gestirnir á hnén, röðuöu sér í
hálfhring á gólfinu og fyrir framan þá stóð
teketill yfir kertaloga. Þá gekk tesiöa-
meistarinn, Sonoko Oyama, tengdamóðir
húsráðanda, inn og hélt á litlum trékistli.
Hún gekk stuttum og fjaðurmögnuðum
skrefum inn i stofuna, nam staðar fyrir
framaa gestina, sneri sér að þeim,
nalgaðist þá um nokkur skref. Lét sig eins
og svifa niöur á hnén, teinrétt i baki.
Hún lagði kistilinn niður fyrir framan sig,
opnaði hann og tók að tina upp úr honum
þaö sem til tedrykkjunnar þarf, öruggum
og hnitmiðuöum handtiSíum.
Allt jafn hnitmiðað
Gestirnir biðu þolinmóðir meðan tesiða-
meistarinn undirbjó athöfnina. Tók upp
tvær skálar, lagði þær niður, tók upp langa
og bogna bambusskeið, pisk úr bambus,
skál með grænu dufti. Allt var lagt á sinn
stað með sömu hnitmiðuðu hanötökunum.
Þvinæst hellti hún vatni úr skál, sem stóð
við hlið hennar, i drykkjarskálarnar. Velti
vátninu I þeim, hræröi i þvi með pisknum,
hellti vatninu i skálina aftur. Þá tók hún
upp litinn sivalning og dró upp úr honum
klút, sem hún braut saman, greinilega eftir
ákveðnum reglum,þurrkaði skálarnai; lagði
klútinn á sinn stað og skálarnar. Næst tók
húnstærri þurrkur úr belti, braut þær sam-
an meðsnöggum og fl(Scnum handtökum og
þurrkaði skálarnar að innan.
Enginn sagði orð. Þaö er hluti af athöfn-
inni, að enginn má tala nema hið allra
minnsta, og þá aöeins um þá hluti sem eru
inni i teherberginu.
Skyndilega stóð Sonoko upp, enn á þenn-
an áreynslulausa og svifandi hátt, og með
glaölegt bros á vör lagði hún hvita saman-
brotna sérviettu fyrir framan hvern gest-
anna, og á hverja þeirra setti hún tvær
ferningslagöar töflur, aðra hvlta, hina
bleika. Siðan gekk li'till stautur milli
manna, og úr þeim fékk hver sér þrjá mis-
lita mola, sem minntu á brjóstsykur.
Þetta áttu menn siðan aö maula meðan
beöið var eftir teinu. Bragöið af töflunum
var ekki ókunnuglegt, þetta virtist vera
næstum hreinn þrúgusykur. Og brjóstsyk-
urinn smakkaðist raunverulega eins og
brjóstsykur.
„Smakkast betur”
— Eftir aö hafa borðaö þetta smakkast
teið miklu betur, sagði tesiðameistarinn
brosandi, með tengdason sinn sem túlk.
Eftir stutta bið hófst athöfnin fyrir al-
vöru. Sonoko Oyama hellti vatni f aðra
skálina, setti siðan eina teskeið af græna
duftinu úti og hrærði í með pisknum með
nákvæmlega sömu handtökum og fyrr. Þá
stóð eiginmaður hennar, Shigerv Oyama
upp, en hann haföi setið lengst til hægri í
hringnum sem sá æðsti af gestunum aö
tign. Hann gekk að eiginkonu sinni, lét sig
falla niður á hnén, tók báöum höndum um
skálina,stóð upp aftur, settistá sinn stað og
lagði skálina til vinstri viö sig. Siðan
hneigði hann sig að undirrituðum, sem sat
hiö næsta honum og sagði eitthvaö á jap-
önsku.semvar túlkað þannig: „Fyrirgefðu
aö ég skuli fá mér fyrst”. Siðan lagði hann
skálina fyrir framan sig, setti báða lófana I
gólfið og hneigði sig djúpt fyrir siðameist-
aranum. Þá mátti hann loks lyfta skálinni
með vissum handtökum,snúa henni hægt til
hægri og drekka siðan innihaldið —I þrem-
ur til þremur og hálfum sopa.
Að þvi loknu lagði hann skálina niður,
hneigði sig djúpt, stóð upp og skilaði skál-
inni. Þá var röðin komin að undirrituðum.
,,Nei takk”
Þegar ég hafði sótt skálina átti ég að
leggja hana niður hægra megin, hneigja
mig og segja viö Shigerv: „Má ég bjóða
þér meira?” Hann svarar: „Nei, ómögu-
lega, takk” — og engu öðru. Þá skyldi ég
segja: „Ég held ab ég fái mér þá sopa”,
snúa mér að næsta manni, hneigja mig og
segja: „Fyrirgefðu að ég skuli fá mér
fyrst” og drekka siðan eftir kúnstarinnar
reglum. Siðan fengu hinir gestirnir sér að
drekka, hver á eftir öðrum og biðu þolin-
móðir eftir að röðin kæmi að þeim.
Þetta er ekki ferðalýsing frá Japan. ööru
nær. Tedrykkjan átti sér stað á heimili
Ragnars Baldurssonar og konu hans Sari
Oyama, að Laugateig 12 i Reykjavík. Og að
athöfninni lokinni, er það vinkona þeirra,
Kristin ísleifsdóttir, sem útskýrir þaö sem
fram fór — en hún var við nám I Japan í
nokkur ár.
„Það var byrjað að nota te i Kína, en þar
var það boröað. Teiö barst siðan til Japan,
og fyrstu sögur af þvi að menn helltu uppá
þaö til aö drekka herma, að það hafi jap-
anskir munkar gert um 1500. Tilgangur
þeirra með tedrykkjunni var að hressa sig
viðeftir langa ihugun eða mediteringu. Eft-
ir þaö fór fólk að safnast saman til að
drekka te og notaði þá gamla og fallega
Gestirnir biða þolinmóðir meðan tesiðameistarinn undirbýr at-
höfnina.
Teið hrært út i vatnið með pisk
sem er skorinn úr bambus-
stöngli.
Teskálin þrifin með sérstök-
urn handtökum. Þessi skál er
rúmlega þrjúhundruð ára göm-
ul.— en það þykir ekki gamalt
af teskál að vera.
Vatninu hellt út i teduftið sem er
skærgrænt á litinn.
Kristin í sleifsdóttir drekkur teið — i þremur og hálfum sopa.
klnverska muni, og tedrykkjuathöfnin fór
að taka á sig mynd.
Til að lægja skapið
En upphafsmaöur þessarar athafnar og
fyrsti kennarinn er talinn vera Rikyu nokk-
ur, en hann var I þjónustu samurajahers-
höfðingja. Þeir voru uppi á miklum óeirð-
artimum og hershöfðinginn tók upp á þvl að
bjóða helstu óeirðaseggjunum i liöi and-
stæðinganna til tedrykkju til aö lægja í
þeim skapið. Hann tók llka uppá þvl aö fara
afsiöis með siðameistaranum til aö fá sér
te.
Þegar fram liðu timar fór Rikyu aö ein-
falda athöfnina, notaði meðal annars ein-
föld bambusáhöld I staö gamalla kín-
verskra muna sem höfðu tlðkast til þess
tima. Þetta likaði ekki hershöfðingjanum
og vildi ráða siðameistara sinn af dögum.
Enaðhætti þeirra tima manna valdi meist-
arinn fremur harakiri — aö rista sig á kvið.
En niðjar Rikyu héldu áfram aö kenna
þessa tesiði, og þegar var komiö fram um
1800 var algengt, að kaupmenn efndu til te-
drykkju eftir öllum kúnstarinnar reglum
áður en þeir gengju til viðskipta. Tilgang-
urinn var að ná andlegu jafnvægi, hreinsa
hugannl’
Ekki trúarathöfn
„Tesiöimir hafa ekkert með trúarbrögð
aögera,þótt þeir tengist aðmörgu leyti Sen
Búddisma, ekki ósvipað og ýmislegt hjá
okkur tengistkristni án þess að það sé trú-
arathöfn”, heldur Kristin áfram eftir að
hafa ráðfært sig við Sonoko, sem er hvorki
meira né minna en prófessor við næst-
stærsta tesiöaskólann I Japan og hefur ver-
ið það i 40 ár.
Ragnar skýtur inni til frekari skýringar,
að Japanir séu yfirleittlangt frá þvi aö vera
kreddubundnir i trúbrögöum. Frekar þver-
öfugt, mjög frjálslyndir.
„Það er oft sagt um þá, að börnin fæðist I
shindo, sem er fjölgyðistrú með forfeðra-
dýrkun, giftisig i kirkju hjá kristnum presti
(og brúöurin með brúðarslör á vestræna
visu), en deyi i búddisma”, segir Ragnar.
„Einkunnarorðin: Wa, kei, sei og jaku,
sem hljóma ákaflega fallega á japönsku,
þýða: Samræmi, virðing eöa lotning, hrein-
leiki og kyrrð eða ró.
Tilgangurinn með þessari athöfn er fyrst
og fremst aö læra að meta hið sanna og
raunverulega við hluti og fólk, læra að meta
fegurðina og náttúruna, hvila hugann og
gleyma hversdagsleikanum”, segir Krist-
in.
Sem vonlegt er þykir Sonoko þessari
gömlu siðvenju ekki nægur sómi sýndur í
þvi iðnaðarþjóðfélagi sem Japan er, enda
man hún tímana tvenna.
„Þó er talsveröur áhugi á að læra þetta,
en því miður gerir margt ungt fólk það af
svipuðu hugarfari og það stundar sklði eða
tennis”, túlkar Kristín, og Ragna bætir því
við, að hann þekki marga Japani sem
aldrei hafi bragðað te af þessu tagi — sem
er annað en það te sem drukkið er hvers-
dags i Japan.
Stöðutákn
Sonoko kvartar Hka yfir þvi, að tesiðirnir
séuaf mörgum notaðir til að sýna ríkidæmi
sitt. Alltsem til athafnarinnar þarf er ákaf-
lega dýrt, skálarnar yfirleitt gamlir ættar-
gripir og kosta þúsundir islenskra króna,
jafnvel allt upp i húsverð. Og ríkismenn
eins og til dæmis aöaiforstjóri Bridgestone
eiga heilu söfnin af tedrykkjumunum sem
þeir leyfa almenningi að skoða eins og
hverja aðra dýrgripi.
En eins og margt annað gamalt varð-
veitast þessir siðir meðal þjóðarinnar og
litlar líkur eru á að þeir gleymisti bráðina.
Áhugi almennings er talsverður, menn
bjóöa hver öðrum til tedrykkju enn eins og
til forna, til að gleyma amstri hversdags-
leikans og það er ácki óalgengt að í stóru
verksmiðjunum séu teherbergi. Þar slapp-
ar starfsfólkið af.hvilir sig frá færiböndun-
um og skrifstofustörfunum, andlega og lík-
amlega, likt og þegar við Norðurlandabúar
bregðum okkur I trimm.
Þegar við Islensku gestirnir stöndum upp
frá tedrykkjunni og þökkum fyrir okkur
með djúpri höfuðhneigingu er varla hægt að
segja að við séum likamlega úthvíld. Hnén
eru vægastsagt stirð ogaum. Og að við höf-
um skiliö japönsku teathöfnina, tesiðina, er
ofsagt. Eftir tiu ára nám er sagt að fólk sé
farið að átta sig á þvl um hvað málið snýst
— ekki skilja athöfnina né þá heimspeki
sem hefur sprottið útfrá henni til neinnar
hlítar.
En við höfum tekið þátt i gamalgróinni
japanskri siðvenju hér uppi á Fróni. Það er
ekki á hverjum degi sem slikt gerist og vek-
ur upp dálítið aðrar tilfinningar gagnvart
þessari fjarlægu þjóð en það sem daglega
minnirá land sólarupprásarinnar: Mitshu-
bishi, Mazda, Datsun, Canon og hvaö það
nú heitir alltsaman.