Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 16. júlí 1982 -ftfe, fW„„ Þótt leiði dauður dauðan i dauðann á þinum dögum og vonir skili engu á þinum dögum þávektuþinarödd þótt góðar raddir þegi og löngum sértu sjálfur til liðs við ekki neitt þá vektu þina rödd til manns og lifs sem kvalið er og pint á þinum dögum Ljóð þetta er hluti af ljóðaflokknum A jörö ertu kominn, sem raunar er söngtexti viösamnefnda djasskantötu eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Kantötu þessa átti að flytja á Listahátið 1972, en af þvi varðþó ekki, vegna krankleika eins flytjandans. Höfundur ljóðsins er Birgir Sigurðsson leikskáld, sem nú situr að skriftum fyrir Þjóð- leikhúsið á launum. Hann var fyrst beðinn um að gera grein fyrir þyi. Og svar hans kom nokkuðá óvart. 99 siík nðuðsynleg „Sannleikurinn er nú sá, aö ég er búinn aö skila verki til Þjóðleikhússins, eða er aö þvi þessa dagana, en svo var reiknað me6, aö ég ynni annað verk á þessum sex mán- uöum, sem ég er ráöinn. Og þaö er algert leyndarmál milli guös og min hvernig þvl miöar." — En geturöu sagt mér eitthvað um verk- ið, sem þú ert búinn aö skila? „Helstekki. En það verður sennilega tek- ið til sýningar á næsta leikári. Hvenær veit égekki.1' — Þú vilt ekkertsegja um efnisinnihald? „Nei, ég nenni þvi ekki." — Er það i ætt við önnur leikrit sem þú hefur skrifað? „Fjölskyldutengslin leyna sér sjálfsagt ekki, en þó býst ég við, að þaö sé svolitið harðara en önnur verk, sem ég hef skrif- aö." — Hvað áttu viö meö „harðara", þjóðfé- lagsgagnrýni? „Nei, nei, nei, Verkið fjallar um einstak- linga og átök milli einstaklinga.En náttúr- lega er það svo, ab við lifum ekki I einangr- uöu hylki, og það fer ekki hjá þvl, að ýmis- legt I þjóðfélaginu gripi inn I okkar Hf og til- finningar. Ef fólkið I þessu verki er lifandi, sem ég vona að það sé, þá hlýtur eitthvað I þjóðfélaginu sem (er I kringum það, að speglast I verkinu." Hollusluhællir — Hvernig bar það aö, að þú ert á launum hjá Þjóðleikhúsinu við að skrifa leikrit? „Þetta var auglýst. Ég sótti um það og fékk." — Varstu þá kominn með einhverja ákveöna hugmynd að verki? „Já, það er verk, sem ég hef lengi haft I huga að skrifa, en ekki haft manndóm I mér tilaðvindaméri." — Er þaö ekkert óhollt að vera á launum hjá ákveðinni stofnun við að semja leikrit? „Það getur sjálfsagt veriö óhollt fyrir einhverja, en það er ekkert óhollt fyrir mig. Þjóðleikhúsið er ekki með puttann I þvl, sem ég geri. Ef sá putti kæmi þar inn, myndi ég slá á hann. Ég hef enga tilfinn- ingu fyrir þvi, að ég þurfi að gera eitthvað sérstakt fyrir þessa stofnun, ég er bara að gera þetta fyrir sjálfan mig. Eg held, aö höfundar séu almennt of hræddir viö svona lagað. 6g man eftir þvi, að ég las i sænsku tlmariti fyrir nokkrum árum upplýsingar um það hve mörg af bestu vorljóðum Svla hefðu verið ort eftir pöntun. Þau voru furðulega mörg. Það var timarit, sempant- aði vorljóð hjá nokkrum skáldum og af- raksturinn varð þannig, að einstaka ljóð voru meðal þeirra bestu, sem höfundar þeirra höföu ort." — Það er kannski bara þægilegast að fá tékkann bara inn um póstlúguna. „Það er óskaplega þægilegt að fá tékka inn um póstlúguna þaö er að minnsta kosti þægilegra en aöfá rukkunarbréf." — Verðuröu ekkert værukær við þetta, eöa virkar samningurinn sem einhvers konar pressa á þig um að skila verkinu á tilteknum tima? „Nei, ég get ekki skilað þessu verki á sex mánuðum, það er alveg útilokað. Það gefur mér hins vegar möguleika á að vinna að þessu verki I sex mánuði, eöa ætti að gera þaö. Sannleikurinn er sá, aö á síðasta ári var ég aðeins fjóra mánu&i á launum. Hina átta mánuðina var ég á framfæri konu minnar. Við erum með nokkuð stórt heim- ili, þannig að allur fjárhagurinn hefur fariö tilfjandans. Það er ósköp gott að fá þennan mógu- leika. Það er engin pressa á mér. ftg hef engar sérstakar skyldur nema að vinna að þessu verki, og það geri ég, af þvi að ég hef tekiðþaðaðmér." — Það eru þá engin ákveöin tlmamörk? „Nei, sllkt er náttúrlega fáránlegt.og þeir eru það greindir niðri i Þjóðleikhúsi, að þeir fara ekki að setja skáldi timamörk. Þar á ofan hafa þeir enga tryggingu fyrir þvi, aö viðkomandi skáld skrifi verk, sem þeir vilja. £f ég^skila verki eftir ár, og það er ósýningarhæft, hvað eiga þeir þá að gera? Ég er búinn með verkið, eiga þeir að sýna það, ef það er ósýningarhæft? Hvor aðilinn er óskuldbundinn, og þannig á það að vera. Þetta er ekki eins og að vinna I einhverri bonusvinnu.'1 Viðkvæmni — A slðustu mánuðum hafa veriö miklar deilur um úthlutanir úr launasjóði rithöf- unda, finnst þér rétt að þessum úthlutunum staðið? Og hvers vegna varst þú bara á launum i fjóra mánuði á siðasta ári? Sótt- irðu ekki um eða fékkstu ekki? „Ég sótti ekki um fyrir siöastliðið ár.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.