Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 27
írirtrt Föstudagur 16. jú,lí ,1982 ^ 27 LEIIBAirVISIir HGLUKINKM ATHUGIÐ! Þeir sem vilja koma á framfæri upplýsingum i leiöarvisi heigarinn- ar, eru beðnir um að koma þeim á ritstjórn blaðsins i siðasta lagi á hádegiá miðvikudögum, eða hringja i sima 81866 fyrir sama tima. skcimiifisíaöir Hótel Borg: Diskótekið Disa leikur fyrir venjulega fjörugum dansi á föstu- dag og laugardag. Smápönkarar mæta og skemmta sér. A sunnu- dag verður það þá Nonni Sig og kempur hans meö gömlu dans- ana. Hótel Saga: Norðanmenn og konur i heimsókn þessa helgina. Finnur Eydal, hans vaska sveit, ásamt hinni frábæru söngkonu Helenu Eyj- ólfsdóttur syngja og leika fyrir dansi á föstudag og laugardag. Norðlenska fjörið lætur ekki að sér hæða. Mimisbar og Grill alltaf opin. Broddvei: Ég segi hopp og hi og dirrindi, ég fer út um borg og bi að leita mér að sumarfri(i). Ég finn það hér meö dúndrandi diskóteki á alla kanta og upp á veggjum. Kannski verða skemmtiatriði, en þó svo ekki, þá er alltaf eitthvað um að vera i Mjóddinni. Sýnið árangur- inn af sumarmegruninni. Komið i stuttbuxum. Skálafell: Jónas bórir og orgelið hans sjá um stemmninguna alla helgina og fara létt með það. Tlskusýn- ingar á fimmtudögum og smurt brauð framreitt allt kvöldið. Ró- legur staður og gott útsýni yfir Esjuna. Glæsibær: Afmælisveislan búin. Hvunndag- urinn tekinn aftur við. Eða hvað? Önei, ekki með Glæsi i Glæsibæ. Alltaf sama fjörið helgar út og helgar inn. Diskótekið skemmtir lika þeim, sem vilja truflaö fjör. Til hamingju með afmælið Benni. Þórscafé: Nú er það komið aftur, Dans- bandið góða i Þórscafé góða. Þeir hafa kannski aldrei farið? Diskó- tekiö með flottu græjunum verður lika I fullum gangi og skemmtir öllum vel, lika þeim, sem komast inn bindislausir, eða hafa étið þaö i einhverju veðmálinu. Hótel Loftleiðir: Blómasalurinn er opinn eins og venjulega. Þar verður hinn vin- sæli salat- og brauöbar, ásamt venjulegum frábærum sérrétta- seðli. Vikingadinner á sunnu- dagskvöld. Sigurður Guðmunds- son leikur á pianóið alla helgina og eykur lystina meö góðri list. Snekkjan: Þeir segja Dansbandið og Haildór Arni. Ég segi: Gaflarar á göflun- um eða herðablöðunum. Alla vega stuö. Óðal: Halldór Árni og félagar halda uppi diskótekinu alla helgina og hafa eflaust einhver leynivopn I pokahorninu. Jón og Ingibjörg mæta, en borgarstjórinn tæplega. Mjög skemmtileg helgi. Naust: Fjölbreyttur og skemmtilegur matseðill alla daga og alla helg- ina, og hefur aldrei verið betri. Jón Möller leikur lystaukandi tónlist fyrir gesti á föstudags- og laugardagskvöldum. A pianóiö. Svo er það barinn uppi á lofti, þar sem mörg spekingsleg umræðan fer fram. Hollywood: Opið alla helgina, opið upp á gátt, ég hristi úr mér velgjuna og öskra ofsa hátt (úti alla nóttina). Diskótek og dúndrandi dans. Hollywood topp tiu valin á hverju kvöldi. Þá er sko gaman. Komið öll og veriö þátttakendur i þessu mikla vali. Leikhúskjallarinn: Lokaðfram á haust. Hvers eigum við að gjalda, við gáfumenn borg- arinnar? Sigtún: Diskótek á föstudag og laugardag á öllum hæðum, jafnvel lika i loft- hæö. Góð stemmning og ég tala nú ekki um á bingóinu á laugar- dag kl. 14.30. Klúbburinn: Friðryk i rykmekki á föstudag og Moby Dick beint frá Hvalstöðinni á laugardag. Siðan eru diskótekin tvö einhvers staðar i húsinu. Þeir vita það, sem þekkja þaö. Fjörug- ur dans alls staðar. leiklnis Light Nights: Baðstofustemmning fyrir erlenda ferðamenn að Frikirkjuvegi 11 kl. 21 á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Skemmtileg dagskrá á ensku fyr- ir vini þina útlendingana. Listmunahúsið: A laugardag og sunnudag kl. 15 verða brúöuleikhússýningar i til- efni brúðusýningarinnar. Sýndir verða þættir úr Brúðubilnum. sÝniiifisirsiilir Djúpið: Pétur Stefánsson myndlistar- maður sýnir allra handa mynd- verk, teikningar, grafik og mál- verk. Sýningunni lýkur að kvöldi föstudags. Flýtiö ykkur. Norræna húsið: John Rud, sá danski senuþjófur, sýnir enn tilhoggna steina fyrir utan húsið. Inni, i anddyrinu, er kynning á islensku flórunni á veg- um Náttúrufræðistofnunar Is- lands. Kjallaratröppurnar eru enn i viðgerð. Kjarvalsstaðir: A trönum Kjarvals. Sýningin i Kjarvalssal heldur áfram að heilla fólk. A laugardag opnar svo ný sýning annars staðar i húsinu. Sýning sú er i tilefni af ári aldr- aðra og standa að henni f jölmarg- ir aðilar. Þar verða sýnd lista- verk eftir gamalt fólk og al- þýðumálara, menn eins og tsleif Konráðsson. Auk þess verða ým- iss konar dagskráratriði. Sýning- in stendur til 8. ágúst. Mokka: Kristján Jón Guönason sýnir lit- rikar og skemmtilegar klippi- myndir, sem minna okkur á ævin- týrin meö kóngssyni á hestbaki og prinsessur í turnum. Gott kaffi á staðnum, það besta I bænum. Listasafn islands: Landslag i islensku málverki. Yf- irlitssýning með verkum margra af okkar bestu málurum. Sýning- in er opin daglega kl. 13.30-16. Galleri Langbrók: Langbrækur sýna eigin fram- leiðslu, keramik, grafik, textil og fleira skemmtilegt. Opiö virka daga kl. 12-18. Arbæjarsafn: Sumarsýningin i fullum gangi, frábærir hlutir frá hinu gamla og góða Islandi. Auk þess stendur yf- ir sýning á alþýðulist frá Dölun- um i Sviþjóð. Sú sýning er i Eim- reiðarhúsinu. Safnið er opið dag- lega, nema mánudaga, kl. 13.30- 18. Galleri Lækjartorg: Nú stendur yfir samsýning nokk- urra ljstamanna. Þar gefur m.a. að sjá grafik, steinþrykk og fleira. Meðal þeirra, sem eiga myndir, eru Rikharður Valtingoj- er, ómar Stefánsson (nýsloppinn inn á þýsku listaakademiuna), Óskar Thorarensen, Jóhann G. Jóhannsson, Þorsteinn Eggerts- son og fleiri. Sýningin er opin daglega á verslunartima en kl. 14-18 um helgar. Listmunahúsið: A laugardag opnar sýningin IITVAIM* Föstudagur 16. júlí 7.15 Tónleikar. Góðan dag og verið velkomin á fætur. Hver er það nú? Helgilögin, harmoniku- lögin eða bitlalögin? Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Þá er maður end- anlega vaknaður og hlustar spenntur. Heyröu vinur minn, enga pólitik hér. Hvar er Begin? 9.05 Morgunstund barnanna. Sosum gott og blessað að vera með Toffa og Andreu i sumar- leyfi, en þarf endilega að láta þau tala með einhverjum sveitamannaframburði að norð- an? Sunnlenskan bllfur. 10.30 Morguntónleikar Þýsk al- þýöulög meö einsöngvara kór og hljómsveit. Og með stjórnanda. Ekki veit það nú á gott. 11.00 Mér eru fornu minnin kær. Sæll Einar og þakka þér fyrir siðast, frá Hermundarfelli, veslings kallinn. Ég er nú ekki alveg sammála þér, enda búinn aö skipta oft um skoðun. Kem þó alltaf aftur að barnatrúnni á Stalin og hans góöu menn. 11.30 Létt tónlist. Bowie, Lenn- on, Ono og spilarar undir leika vel og lengi. 15.10 Vinur I neyð. Það skyldi þó ekki vera páfinn? Saga eftir Wodehouse, háðfuglinn góða i þýðingu þýöandans væna Óla Herm. 15.40 Tilkynningar Frá þeim, sem opinbera...kirkjan og henn- ar menn. Uppljómun I hverju orði. 16.20 Litli barnatlminn. Agaleg hvolpalæti eru þetta I þér Heið- dis Norðfjörö mín að norðan. Það er ekki að spyrja aö sveita- manninum, alltaf samur við sig. 16.40 Hefurðu heyrt þetta? Mér finnst nú eins og ég hafi heyrt þennan áður. Þið hafið sjálfsagt lika heyrt þennan áöur. (ég meina hjá mér). Þáttur fyrir börn og unglinga undir stjórn Sigrúnar dóttur Björns. 17.00 Síðdegistónleikar. Ég er ■ alveg rasandi gáttaður á stein- sofandi steinrisanum og nátt- tröllinu. Hver er það, sem fólkiö vill? Fólkið vill meira rusl. 19.40 A vettvangi Sigmar B. Hauksson er enn ekki farinn til Sádi. Hann situr við Skúlagöt- una og lætur fara vel um sig. Enda alltaf gaman að heyra I honum. 20.00 Lög unga fólksins Ég undr- ast enn á stöðnuðum kveðjum unglinganna. Hvar er imyndun- arafliö? Er ekki afgangurinn löngu búinn? 20.40 Sumarvaka Þetta er það: þjóðlegur fróðleikur og hollur fyrir börn islenskrar alþýðu. 23.00 Svefnpokinn Ég hitti Palla ISkátabúðinni um daginn, hann var að kaupa sér tjald. Þá vitiði á hverju við megum eiga von á næstunni. Ég bið spenntur. 00.50 Fréttir, Dagskrárlok Góöa nótt krakkar. Góða nótt. Sé ykk- ur á morgun. Að vörmu. Spori. Laugardagur 17. júlí 8.00 Fréttir Dagskrá Morgun- orðSannarlega orð I tima töluð. Enda aö morgni dags. Her- mann dansari Ragnar kennari Stefánsson talar um morgun- sárið. 9.30 Óskalög sjúklinga Ása Finnsdóttir kynnir lög fyrir hina og þessa. 11.20 Sumarsnældan Helgar- þáttur fyrir krakka. Blessaður spæld’ann.Upplýsingar, viðtöl, fréttir og fleira. Meira að segja smásaga eftir Steina Marels. 13.35 tþróttaþáttur Hvaö gerir Hemmi núna? Enginn Kristinn R. Ólafsson til aö spjalla við, engin HM I fótbolta. Ofsa bömmer að horfa á islensku strákana sem geta ekki neitt. 13.50 A kantinum Hvernig væri að umsjónarmenn þáttarins hvettu lögreglumenn að taka ökuskirteinið af öllum þeim, sem: a) lúsast áfram á vinstri akrein, b) gefa aldrei stefnuljós, c) vita ekki hvað þeir eru að gera i umferðinni, né hvert þeir eru að fara, d) svina fyrir góða ökumenn eins og mig, e) kunna einfaldlega ekki aö keyra. Ætli bllum fækkaði þá ekki heldur betur á götunum? Ég er hrædd- ur um það. Til athugunar. 14.00 dagbókin Gunnar Salvars- son og Jónatan Garðarsson kynna vinsæl dægurlög, gömul og ný, og segja okkur frá afmæl- isbörnum dagsins og vikunnar. Aldrei er hins vegar sagt frá mér. Er ég þó ekki ómerkari maður en hver önnur popp- stjarna. 16.20 t sjónmáli. Smáfréttir og stærri fréttir, sem maður heyrir samt aldrei annars staðar. Þarfur þáttur hjá tannsmiðnum Sigurði Einarssyni. Ég vildi ég græddi eins og kallarnir i sið- asta þætti. 17.00 Frjálsfþróttahátlð á Laug- ardalsvelli Alls kyns millirlkja- keppni, sem ég hiröi ekki um að segja frá, enda er Hemmi Gunn til þess á vellinum og i útvarp- inu. Ég nenni ekki að hlusta á tautið i honum. Bless. 19.35 Rabb á laugardagskvöldi Notalegt rabb hjá Haraldi. Þægilegur útvarpsmaður og passar sig á aö móðga engan. En hvað segir Mogginn um það að veriö sé aö likja saman tsra- elsmönnum og nasistum? Er hann kannski sammála þvi? Ekki henda i mig staksteinum strákar. 20.30 Kvikmyndagerðin á ís- I a n d i. Hávar Sigurjónsson i þriðja sinn á stuttum tima. Agætir þættir hjá pilti. Mesta furða. 21.40 Fyrsti kvenskörungur sög- unnarÆtli það hafi nú ekki ver- ið Eva? Eða var það kona heim- spekingsins sem svaf alltaf i tunnu? Jón R. Hjálmarsson gef- ur svar við þvi. 23.00 Ég veit þú kemur Gömul og góð lög. 24.00 Um lágnættið Árni Björns- son og móteitrið. 01.10 A rokkþingi I eöa ypsilon: Lysthafendur athugið. Stefán Jón verður æ langsóttari og ég alltaf syfjaöri. Ég meika aldrei að hlusta á þessa þætti, sem frjálshuga fjölmiðlungar eru ákaflega hressir með, telja þetta vera það menningar- legasta, þaö sem fólkið vill. Ég rengi engan. Sunnudagur 18. júli 10.00 Fréttir Veðurfregnir Ynd- islegtað vakna upp við fréttir af hryðjuverkum Begins og kump- ána hans. Kristilegt athæfi, eða hitt þó heldur. Kristnir menn allra landa, sameinist gegn ó- sómanum. 10.25 Út og suður Hér er hins vegar allt i sóma, enda Friðrik Páll með eindæmum prúður maöur. Hann fær til liðs við sig ágætan mann eða konu og lætur viðkomandi segja skemmtiieg’a frá einhverju skemmtilegu ferðalaginu. Verra gat það ver- ið. 11.00 Messa Aö þessu sinni frá Eyrarbakka. Ég ætla mér ekki að leggja neitt gæðamat á út- sendinguna. 13.20 Gamanóperur Gilbcrts og SuIIivan Ég kannast nú ekki við þær en það er önnur saga, jafn- vel til næsta bæjar, þvi ööruvisi mér áður brá og brá mér á völl- inn. Hæ Hemmi. 14.00 Afvopnunarráðstefna S.Þ. Fjölhæfur maður, Stefán 'Jón Hafstein. Hér stjórnar hann umræðuþætti islensku þátttak- endanna sem eru eða voru Birgir Isleifur Gunnarsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Kjartan Jóhannsson og Ölafur Ragnar Grimsson, friðarpostul- inn sjálfur og málpipa hinna réttlátu I þessum heimi rang- lætis. Já, þeir eru sniðungir þessir strákar. 15.30 Þingvallaspjall Séra Heimir Steinsson heldur áfram að miklast af staðnum sinum. Þaö er að vlsu fallegt á Þing- völlum en óþarfi að eyða mörg- um dögum i að segja frá þvi. 16.20 Það var og Þráinn Bertels- son sprettur fram úr viðtækinu, nálægur og fjarlægur i senn. En þar, sem nálægðin upphefur fjarlægðardrauma ungu kyn- slóðarinnar...Svar óskast. 16.45 VogsósagletturÞennan hef ég nú heyrt áöur eöa er þaö ekki? Ævar R. Kvaran les ljóð eftir Kristin Rey. Sá var áður sykurreir (með einföldu) og bjó á Kúbu. 19.25 Úr Þingeyjarsýslum Eða kennsluþáttur i meðferð lofts við inntökur. Belgið ykkur bara út börnin mln. Þórarinn Björns- son sér um frásögu- og viðtals- þátt. 20.30 Eitt og annað um barnið Þórdís dóttir Mósesssss og Sim- on Jón Jóhannsson fjalla um mesta undur veraldar, barnið I okkur öllum. Væmnin er nauð- synleg segir skáldið mikla. 21.05 tslensk tónlist Mér brá ekki öðru vísi, enda brá ég mér ekki á völlinn. Hæ Hemmi. 23.00 Á veröndinni Blágresið er nú bara ekki sem verst, en best að viðurkenna þaö ekki fyrir al- ’þjóð. Bölvað spangól úr fjalla- gjótum og forarpyttum. Stefán Jón Hafstein hamast enn á hlustum hlustenda á laugardags- rokkþinginu. En eitthvað er hann orðinn vankaöur blessað ur, þvi hann er að velta fyrir sér I eða Y.IIlustum öll og reynum ’aö komast að hinu sanna I málinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.