Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 30
30 Vitlausar tillögur og reddingar Það er orðið langt siðan önnur eins póli- tisk spenna hefur skapast i islensk- umstjórnmálum og sú sem rikir þessa dag- ana. Jafnvel þótt ekki sémiðað við, að nú er sá árstimi þegar venjulega rikir deyfð i stjórnmálum — oggúrkutiðá fjölmiðlum. Og þrætueplið er hvorki meira né minna en sjálft f jöregg þjóðarinnar togaraútgerð- in. Togararnir stöðvast hver á eftir öðrum vegna þess að útgerðirnar eiga ekki lengur rekstrarfé til að halda þeim úti. Það veldur þvi aftur, að litill sem enginn fiskur berst i fiskvinnslustöðvarnar, og hundruð manna sjá fram á atvinnuleysi. E itthvað varð að gera til bjargar. Fyrsta skrefið var skipan nefndar, sem kölluð var „stormsveitin”, og hún skilaði tillögum til úrbóta 28. júni. Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra tók tillögur „storm- sveitarinnar” siðan til meðferðar og vann upp úr þeim tillögur, sem hann lagði fyrir rikisstjórnina á þriðjudaginn var. “ótt litið hafi frést af þvi sem gerðist á þeim fundi er ljóst, að tillögur Steingrims hlutu ekki góðar undirtektir hvorki hjá ráð- herrum Alþýðubandalagsins né Sjálf- stæðismanna. — Það er ljóst, að við erum ekki spenntir fyrir þessari leið almennt. Þarna er um að ræða uppbætur og styrki, og það mætti spyrja að þvi hvort i framhaldi af þvi yrði ekki að taka upp samskonar styrki við iðnaðinn, sem er lika á mörkum þess að geta haldið áfram, segir Þröstur ólafsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra um þessa stöðu mála. Útgerðarmaður sem ég hafði tal af bend- ir hinsvegar á, að þegar togaraútgerðin sé að komast i greiðsluþrot, allt að stöðvast, verði að gripa til ráða sem duga til að bjargahenni. — Ég veit að þetta eru reddingar, við er- um ekkert hrifnir af þessu sjálfir, en það er ekki um aðrar leiðir að ræða, sagði þessi út- gerðarmaður Þærleiðir sem gert er ráð fyrir i tillögum Steingrims, að farnar verði, eru fólgnar i þvi, að rikisstjórnin tryggi 40 milljóna lán fyrir Aflatryggingasjóð og rekstrarlán út- gerðarinnar veröi hækkuð um helming. Þá er gert ráð fyrir þvi, að fiskverð verði hækkað um 6%, en á móti þvi verði endur- greiddur uppsafnaður söluskattur, sem nam um 100 milljónum króna á siðastliðnu ári, og söluskattur af smuroliu felldur nið- ur, auk þess sem oliuverð til fiskiskipa verði niðurgreitt um 20%. — Þetta er ekkert annað en gamla milli- færsluleiðin, segja aiþýðubandalagsmenn, og þar taka sjálfstæðismennirnir i rikis- stjórninniundir, og Morgunblaðið bendir á, að verði gripið til þessara ráða sé verið að hverfa aftur til þeirrar styrkja- og hafta- stefnu, sem viðreisnarstjórnin afnam á sin- um tima. Að mati alþýðubandalagsmannanna er það alvarlegast i tillögum Steingrims, að komi þær til framkvæmda muni vandi sjávarútvegsins verða leystur á kostnað annarra atvinnugreina, með þvi að seilast i Saddam Hussein Khomeini Krónpríns Jórdans grunar stórveldin um að undirbúa Jalta-samkomulag um arabalöndin Khomeini erkiklerkur hefur valið rama- dan,föstumánúð islamstrúar, til að senda hersinn inn i nágrannarikið Irak. Þar með vill hann gefa hernaðaraðgerðum Irans trúarlegt yfirbragð i samræmi við boöskap sinn um að byltingin i Iran sé ekki tak- mörkuð við það land eitt, heldur sé hún upphaf byltingarhreyfingar, sem ná skuli til allra þjóða sem islam játa. Fyrsta skrefið á sigurgöngu islömsku byltingarinnar út fyrirlran á að vera að kollvarpa stjórn Saddarns Husseins i Bag- dad. Þegar Hussein sendi Iraksher inn i Ir- an fyrir tæpum tveim árum, var það i og með gert i þeirri trú, aö kierkaveldiö i Iran hefði veikt herinn svo, að hann yrði ófær um varnir. En þaö var Iraksher sem reyndist ófær um að notfæra sér sigra i upphafi striösins til að knýja fram úrslit, og smátt og smátt tókst írönum aö snúa vörn i sókn, meðal annars með þvi að skirskota til trú- areldmóðs shiita, sem snýst sérstaklega um aö láta lifið fyrir trúna. Byltingarverö- irnir einkaher stjórnmálaflokks klerkanna, smöluðu unglingum og jafnvel börnum i svokallað „Herútboð hinna kúguðu” og ungviðinu var fórnað i hrönnum á vigvellin- um. Til að mynda voru unglingarnir látnir hreinsa jarðsprengjusvæði með eigin lik- ömum. Fyrirætlun klerkastjórnarinnar i Teheran er ekki að hertaka allt Irak, heldur að beita þeim þrýstingi sem nægir til að kollvarpa Saddam Hussein og hefja til valda i Bagdad stjórn hliðstæöa þeirri sem nú situr i Teher- an. Innrásarlið írana stefnir til Basra, helstu hafnarborgar Iraks á mjóddinni þar sem landið nær að botni Persaflóa. Með Basra á sinu valdi hefði íransher tangar- hald á öllu Irak, og að sögn talsmanna klerkastjórnarinnar i Teheran eru her- sveitir hennar þegar komnar hálfa leiö frá landamærunum til borgarinnar. Gera mætti ráð fyrir að íraksher berðist betur til varnar eigin landi en i herferð inn i nágrannariki, en margt kemur til sem stuðlað getur að þvi að reynslan verði önn- ur. I fyrsta lagi er herinn nýbúinn að biða ó- Föstudagur 16. júlí 1982 ~^C]SstLJrínn vasa skattgreiðendanna. Þar með væri ennfremur verið að viðhalda ákveðinni skekkju, sjávarútveginum i óhag, og jafn- velauka mismuninn á stöðu hans og iðnað- arins. — Og eftir þvisem fleiri vitlausar tillögur eru lagðar fram dregst lausn vandans á langinn, sagði Ólafur Ragnar Grimsson, þegar ég ræddi þessi mál við hann. En útgerðarmenn þeir sem ég hafði tal af barma sér, allir, sem einn. Og einn þeirra sagði, að yrðu tillögur Steingrims ekki samþykktar stæði ráðherrann uppi eins og asni! Allt hefur þetta mál átt sinn langa að- draganda, og það hefði engum átt að koma á óvart, að allt færi i hnút að lokum. Mörg undanfarin ár hefur verið fullyrt, að togaraflotinn væri orðinn of stór, og stjórnvöld hafa jafnvel tekið undir það. Það var helst veturinn 1978—’79, þegar vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar var við völd og Kjartan Jóhannsson var sjávarútvegsráð- herra, að reynt var að spyrna við fótum. Fullyrter, að hefði stefnu hans verið haldið til streitu til þessa dags væru 15 togurum færra i landinu en reyndin — 80 togarar i stað95. Nú kostar hver togari um hundrað milljón krónur, en af þvi eru 80 milljónir greiddar úr opinberum sjóðum — m.ö.o. úr vösum skattgreiðenda. Með einfaldri margföldun má fá út, að þar hafi almenn- ingurpungað út með 1.2 milljörðum króna, sem útgerðarmenn eiga siðan stöðugt erfið- ara með að greiða — i rauninni eru þeir i botnlausum vanskilum og refsivextir hlaðastupp. Niðurstaðan er þessi þekkta staðreynd, að jafnvel bestu togararnir eru hættir að fiska fyrir afborgunum og vöxtum, hvað þá rekstrarkostnaði. Skýrt dæmi um þetta er Ottó N.Þorláksson, einn aflahæsti togari landsins. Tapið á honum var 93% á siðast- liðnuári. Af tiu milljón króna aflaverðmæti fórusjömilljónirbara i vexti! A þessu ári hefur rekstrarkostnaður tog- aranna svo farið stöðugt hækkandi, og fer þar mest fyrir verðhækkunum á oliunni, sem er um 30% dýrari en þar sem hún er dýrust annarsstaðar. Og i þann mund sem verkalýðsfélögin undirrituðu nýja kjara- VFIRSVIM sigur i Iran. I öðru lagi er þorri irakskra hermanna af trúflokki shiita, sá trúflokkur er i meirihluta i landinu en hefur um aldir lotið stjórn minnihlutans af trúflokki súnnia. Stjórn shiitaklerkanna i Iran hefur af fremsta megni reynt að skirskota til shi- itanna i trak að risa gegn stjórnendum sin- um, og nú sést hvort það ákall hefur hlotið hljómgrunn. I þriðja lagi er verulegur hluti irakska hersins bundinn langt frá vigvellin- ium, 1 norðurhéruðum landsins vegna þess !að Iranar hafa stutt Kúrdana sem þar búa til að . risa enn einu sinni upp gegn stjórn- inni i Bagdad. Takist irönsku klerkastjórninni að koma af stað islamskri byltingu i írak, er henni opin leið að leggja næst til atíögu víð furstadæmm meðtram vesturstrond Fersa- flóa og Saudi-Arabíu. I furstadæmunum eru shiitar fjölmennir og þegar hefur orðið upp- vist að stjórnin i Teheran gerði út hóp manna til að koma af stað uppreisn shiita á Bahrein, eyriki þar sem sá trúflokkur er i meirihluta en lýtur stjórn súnnia. Sérstakt tilefni er nú fyrir Iransstjórn að seilast til yfirráöa við Persaflóa og ógna þar með Saudi-Arabiu. Nýafstaðinn fundur OPEC samtaka oliusölurikja leystist upp án niðurstöðu, vegna ágreinings sem eink- um rikti milli Irans annars vegar og Saudi-- Arabiu hinsvegar. Krafðist stjórnin i Te- heran að fá oliuframleiðslukvóta trans stóraukinn á kostnað Saudiaraba. I útvarpsboðskap sem Khomeini erki- klerkur flutti þjóð sinni um leið og hann kunngerði innrásina i Irak lét hann svo um mælt að hafin væri islömsk byltingarsókn, sem ekki skyldi linna fyrr en með frelsun Jerúsalem úr höndum sionista. Herhvöt af þessu tagi kemur úr hörðustu átt þar sem Khomeini er, vegna þess að allsendis er ó- vist að hermönnum hans hefði tekist að reka her traks af höndum sér, hefði ekki komiö til margþætt aðstoö frá Israel. Allt frá dögum Iranskeisara hefur verið náið samstarf bak við tjöldin milli Irans og Isra- samninga, um miðjan júni, voru togararnir farnir að stöðvast, vegna rekstrarfjár- skorts. Von bráðar kom loforð frá forsætis- ráðherra um, að færu togararnir á veiðar yrðiliðkaðum fyrirgreiðslur i bönkum. En sú fyrirgreiðsla kom aldrei, að þvi er ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir. Bankarnir voru jafn lokaðir og fyrr, og oliufélögin heimta sitt. Þegar togararnir voru farnir að stöðvast aftur var skipuð sú nefnd, sem kölluð hefur verið „stormsveitin”, vegna þess hversu hratt hún vann sitt verk. Aftur voru togar- arnir leystir frá landi, og nú var gert út á þau úrræði, sem nefndinni var ætlað að setja frám. En það hefur enn ekki náðst pólitisk sam- staða i rikisstjórninni um þau úrræði, sem sjávarútvegsráðherra vann upp úr tillögum nefndarinnar, og togararnir eru enn teknir að stöðvast. Og nú hefur enn bæst á vand- ann: Þorskaflinn hefur stórlega minnkað. Þetta siðastnefnda áfall varð ekki fyrir séð, þótt kannski megi telja það beina af- leiðingu af of stórum togaraflota. Annað i þessu máli hefur mátt ljóst vera þeim sem stýra landinu — sjávarútvegnum sér i lagi, og má það teljast i hæsta máta óskiljanlegt að ekkert skuli hafa verið að gert. Þorsk- veiðar eru þó það sem þjóðarbúið gengur fyrir. Eins og málin blasa við nú virðist málið strandasem flokkspólitiskt deilumál, og er það mál manna, að framundan sé „upp- gjörið stóra” innan rikisstjórnarinnar. Þó er varla við þvi að búast að þetta mál leiði til stjórnarslita — islenskir stjórnmála- flokkar hafa ekki góða reynslu af þvi að „hlaupast undan ábyrgðinni”. Hitt er ljóst, að i uppsiglingu er stórfelld pólitisk ref- skák, og ekki siður styrkleikapróf þeirra sem eiga aðild að rikisstjórninni. Fyrst og fremst milli Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagsmönnum er eflaust ósárt um þótt Steingrimur „standi eins og asni” og tillögur hans til bjargar togaraút- gerðinni nái ekkifram að ganga. En hitt er vist, að fari svo, verða þeir Alþýðubanda- lagsmenn að standa klárir á þeim efna- hagsaðgerðum sem duga. Ef það verður þá ekki of seint fyrir útgerðina. els og það hafa einkum annast leyniþjón- ustur rikjanna, Mossad i tsrael og SAVAK i íran sem breytti um nafn við byltinguna en hefur að stórum hluta verið tekin i þjónustu klerkastjórnarinnar. Israelsmenn útveg- uðu Iran byltingarklerkanna bandarisk vopn til að fylla i skörðin sem viðskipta- bann Bandarikjanna hafði sett i búnað ir- anska hersins. Ekki var minna um vert fyrir Irana að fá i hendur vitneskju frá njósnaneti Israels um allt sem þeim mátti að gagni koma i striðinu við Irak. Bandalag i verki milli öfgaaflanna á svæðinu fyrir Miðjarðarhafsbotni, her- skárrar stjórnar Menachems Begins i ísra- el og byltingarklerkanna i Teheran, kemur æ skýrar i ljós. I gær sagði Hassan krón- prins i Jórdan i samtali við stjórnanda fréttskýringarþáttar i breska rikisútvarp- inu, að hann fengi ekki betur séð en undir niðri væru i framkvæmd samræmdar að- gerðir til að skapa allsherjar upplausn i ar- abalöndum. Hann sakaði stórveldin, Bandarikin og Sovétrikin, um að taka þátt i þessum leik, i þvi skyni að hagnast að lok- um sjálf á hruni þeirra stjórna, einkum i Jórdan og Saudi-Arabíu, sem leitast hafa við að gera arabarikin að óháðu afli i heimsmálum i krafti oliuauðsins. Hassan krónprins komst svo að orði, að hann hlyti að sjá herför Israels i Lfbanon, árás Irans á Irak og sókn Eþiópiumanna inn i Sómaliu i samhengi. Aðgerðaleysi Bandarikjastjórnar gagnvart Israel og augljós velþóknun sovétstjórnarinnar á hernaði Irans og Eþiópiu á hendur ná- grannarikjum, sem hefðu úrslitaþýðingu fyrir öryggi arabalandanna i heild, væru tvær hliðar á sama máli. Fari svo sem horfir, sagði Hassan, getur varla hjá þvf farið að upplausnin breiðist út frá Libanon og Iran. Gera má sér i hugar- lund að stjórn hvorugs stórveldisins sé það i rauninni óljúft. Aform þeirra sé að láta málin komast á það stig, að þau fái aðstöðu til að skipta arabalöndunum i áhrifasvæði á milli sin, eins og þau skiptu Evrópu eftir heimsstyrjöldina siöari. Hassan krónprins kallaði þennan möguleika Jaltasamkomu- lag um arabalöndin.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.