Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 29
Helgár " v Zposturinn. Föstúdágur 16.’ |ú'lí f982 Lola (Lola). Vestur-þýsk kvik- mynd, árgerð 1981. Handrit: Pet- er Martesheimer, Pea Frölich og RWF. Leikendur: Barbara Su- kowa, Armin Mueller-Stahn, Mario Adorf, Hark Bohm, Karin Baal. Leikstjóri: R.W. Fassbind- Lola er næst siðasta kvikmyndin sem Fassbinder auðnaðist að ljúka, áður en hann féll frá, langt um aldur fram. Eins og Hjóna- band Mariu Braun, fjallar Lola um uppgang þýska efnahagsund- ursins. Söguhetjan er heiðarlegur byggingarfulltrúi i smábæ einum, sem fellur i gildru hins ört vax- andi kapitalisma, og gengur i .berhögg við fyrri lifsskoðun sina. Eins og svo oft áður hjá Fass- binder, er það „ástin” sem leiðir persónuna i glötun, i þessu tilviki ást byggingarfulltrúans á léttúð- ardrósinni Lolu. t Lolu er fátt um nýja hluti og flest hefur Fassbinder gert betur i sinum fyrri myndum. Þrátt fyrir það er þetta athyglisverð mynd, sem allir ættu að sjá til að kynn- ast enn betur hugmyndaheimi þessa mikla kvikmyndagerðar- manns. Til gamans má geta þess, að Fassbinder sjálfur aðstoðar við klippingu myndarinnar, og notar hann duínefnið Franz Walsch, eins og hann hefur svo oft gert áður. —GB Sæúlfarnir (Sea Wolves). Bresk kvikmynd, árgerð 1980. Leikend- ur: Gregory Peck, Roger Moore, David Niven. Leikstjóri: Andrew V. McLaglcn. Uppgjafahermenn, sem sumbla á Indlandi, takast á hendur hættu- för til portúgalskrar borgar á Indlandi, þar sem menn trúa að þýsk njósnastöð sé falin um borð i skipi. Ævintýri úr striðinu. Spenna. Sólin var vitni: —sjá umsögn i Listapósti. ★ ★ ★ i eldlinunni (Firepower). Banda- risk kvikmynd, árgerð 1979. Leik- endur: Sophia Loren, James Co- burn. Leikstjóri: Michael Winn- er. Mafian berst á banaspjótum. Spennandi reyfari meö gamla tugthúsliminum Soffiu Lárusdótt- ur. LAUGARAS ■ ics Srnii 32075 Sturtaðu vandræðunum niður (Flush away your trouble). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: William Calla- way, William Bronder. Leik- stjóri: Andrew J. Kuehn. Fjársjóður? Eltingaleikur. Fjör- ug gamanmynd, ferlega flippuð, jafnvel pönk eða frikuð. Alla vega mikil della, þó ekki leiðinleg. Húmor uppi við gálgann. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Erótlka (Erotica). Bresk kvik- mynd. Leikendur: Stelpurnar í nektarblöðunum Men Only o.fl. Leikstjóri: Brian Smedley. Allsber mynd i allsberara lagi. Djörf og framsækin. Rosalega flottar stelpur. Tilvalin fyrir þá, sem hafa keypt sér frakka alveg nýlega. Hinum er ráðlagt að kaupa frakka áður en þeir fara. A-salur ★ ★ ★ Byssurnar frá Navarone, (The Guns of Navarone). Bresk-bandarisk kvikmynd, ár- gerð 1961. Handrit: Carl Fore- man, eftir sögu Alaster Makklin. Leikendur: Gregory Peck, David Niven, Anthony Quinn, Anthony Quale, Irene Papas. Leikstjóri: J. Lee Thompson Harðsoðnir gæjar ráöast i að þagga niður i fullkomnum fall- byssum Þjóöverja i siðasta stríði svo hægt sé að bjarga nokkur þúsund breskum hermönnum frá slátrun. Þrátt fyrir háan aldur, hefur myndin látið litið á sjá og stendur fyllilega fyrir sinu sem spennandi ævintýramynd. Manni leiðist aldrei og er þaö nokkuð óvenjulegt i bió á þessum siöustu og verstu timum. Ef þið hafiö ekki séð hana enn, af stað þá, og hinir mættu gjarnan fara að sjá hana aftur. B-salur: ★ ★ Cat Ballou. Bandrisk kvikmynd, árgerð 1965. Leikendur: Lee Mar- vin, Jane Fonda, Nat King Cole. Leikstjóri: ElliotSilverstein. Stórkostlega skemmtileg og fynd- in kúrekamynd. Tekið er til þess hve vel Marvin stendur sig, enda fékk hann óskarinn fyrir frammistöðuna. Mynd, sem kem- ur öllum i gott skap. Pikuskrækir (Pussy Talk). Djörf kvikmynd. Leikendur: Penelope I.amour, Nils Hortzs. Leikstjóri: Frederic Lansac. Ekta porno, segir danskurinn um þessa mynd. Auk þess á hún að vera þrælfyndin og koma manni á óvart. Tilvalin mynd fyrir þá, sem keyptu sér frakka um dag- inn, áður en þeir fóru i Laugarás- bió. Já, þær gerast ekki betri. Airport SOS (Airport Hijack SOS) Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Adam Roarke, Neville Brand, Jay Robinson. Leikstjóri: Derry Pollack. Enn ein flugránsmynd. Ég hef enga séð, en get vel imyndað mér rokna spennu frá upphafi til enda. Ekki rétt hjá mér? Fram i sviðsljósið (Being There) Bandarisk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld- sögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leikstjóri: Hal Ashby. A föstu (Going Steady). ísraelsk kvikmynd. Leikendur: Yaftach Katzur, Jonathan Segal, Zachi Noi. Fjörug mynd um unglingaástir og allt það undir hinni fjörugu rokk- tónlist 6. áratugarins. Jarðarbúinn (The Earthling). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1980. Leikendur: Ricky Schroe- der, William Holden, Jack Thompson. Saga af ungum dreng og fullorðn- um manni saman úti i auðninni. Ricky litli er einhver skærasta barnastjarna nútimakvikmynda. ★ ★ ★ Hörkutólið (The Great Santini). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Robert Duvall, Blythe Danner, Michael O’Keefe. Leikstjóri: Louis John Carlino. Leikstjórinn minnir mann nú á pizzur frá Italiu, enda geri ég ráð fyrir, aö myndin gerist þar á þeim stríðsþjáöu árum. 29 LOSTÆTU LÖMBIN SMÁU... Fyrir skömmu boðaði markaðsdeild S.í.S. til blaðamannafundar á Hótel Sögu til að kynna ný- útkominn bækling á sinum vegum, „Glóðar- steikt lamb cr lostæti”. Höfundur uppskrifta er Sigmar B. Hauksson. Gafst gestum kostur á að gæða sér á þeim þremur réttum sem kynntir eru Ibæklingnum: kótelettum með myntu, lamba- hrygg meö hvitlaukssmjöri og griska réttinum souvlakia, sem eru kjötbitar glóðaðir á teinum ásamt lauki og lárviðarlaufum. Allir þessir rétt- ir brögðuðust afbragðsvel, meyrt lambakjötiö allt að þvi bráðnaöi á tungunni. Auk Sigmars tóku ýmsir af helstu kjötspekú- löntum Sambandsins til máls og fjölluðu um sauökindina okkar af ýmsum sjónarhólum og var fundurinn i heild hinn fróðlegasti. Mér þykir þvl sjálfsagt að koma hér á framfæri ýmsu þvf sem þar bar á góma, þvi að i sumum tilfellum er um aö ræöa bráðnauðsynleg atriöi sem allir dilkakjötsneytendur ættu að vita, en þvi miður hefur nokkuö skort á upplýsingastreymiö. Framangreindur bæklingur liggur nú frammi i kjötverslunum, og er hann liður i fjölþættri kynningarherferð á vegum S.l.S. Nokkrir veit- ingastaðir munu hafa rétti bæklingsins á boö- stólum um þessar mundir — i Reykjavik eru þaö Grilliö á Hótel Sögu, Arnarhóll og Torfan, en Aaíkrakai eftir Jóhönnu Sveinsdóttur jafnframt Gafl-inn i Hafnarfiröi og Bautinn á Akureyri. Þvi finnst mér ástæðulaust að kynna uppskriftir bæklingsins frekar hér, en ætla i staöinn að koma á framfæri noröur-afriskri upp- skrift af steiktu lambalæri. A þeim slóðum svip- ar dilkakjöti um margt til okkar kjöts og getum viö óefað lært margt af viðkomandi þjóðum um verkun og matreiöslu á þvi. litt eöa ekki orðiö hans varir i verslunum. Aðal- kröfurnar sem kjötiö þarf aö uppfylla til þess aö komast i stjörnuflokk eru góö höldfylling, litil bein, og litil fita, þ.e. aö ljós fituhula umlyki skrokkinn en ekki gul eöa dökk. Þeir dilkar sem lenda i stjörnuflokki hafa oftar en ekki komiö úr Norðurfiröi á Ströndum og sláturhúsinu I Vik i Mýrdal. — 1 svipinn eru ýmsir vankantar á þvf aö slátra oftar á ári en gert er. Þvl hlýtur kjötiö aö missa villibragöiö að vissu marki og auk þess yrði það of dýrt fyrir almenna neytendur, nema verölagningu væri breytt. T.d. voru páskalömb- in sem slátraö var á sl. vori aö meöaltali 40% dýrari en annað dilkakjöt. Lambalæri á norður-afríska vísu Viða i löndum Norður-Afriku eru f jalllendi eða hagar ákjósanleg mjög til sauðfjárræktar. Þar um sióöir er algengt aö gióöa heilu dilkana undir berum himni, einkum I meiriháttar veislum. Einnig tiðkast að" hluta lambiö I litla bita og glóöa þá á teinum, gjarnan með grænmeti. t Marokkó er lambakjöt mikið notað i pott- rétti, tangine, ásamt ýmsu hráefni sem okkur kann aö þykja undarlegt meö lambakjöti. Eitt sinn át ég þar um slóðir slikan pottrétt með sveskjum, ristuðum möndium og karamellusósu og þótti hann mikið lostæti, þótt sætur væri. En I græðgi minni gætti ég ekki aö mér og át einar 20 sveskjur sem sögöu óþyrmilega til sin þegar líöa tók á nóttina.. 1 Noröur-Afrlku ganga vel krydduð lambalæri undir nafninu mechouri. Þegar hirðingjarnir af Bedúinaættbálkinum matbúa það á tjaldbotnin- um sinum, er ströngum siöareglum fylgt. Karl- mennirnir sitja i kringum eldinn og gæöa sér á flisum af lambinu og nota guðsgafflana eina saman — konur og börn sitja afsiöis...Ykkur er i sjáifsvald sett hvort þið takið upp þessa siði eða ekki, en hér kemur uppskriftin. Hún er handa 6 - 8, og þið getið hvort heldur sem er steikt lærið i ofni eöa úti á teini. Verklýsingin hér miðast viö ofnsteikingu, þar sem ég hef aldrei oröið svo fræg að glóöa sjálf lambalæri undir berum himni..... Villibráð Hér á landi ganga dilkar viöast hvar á f jöllum I u.þ.b. 2 1/2 mánuö fyrir slátrun. Skilyrði fyrir góöu kjöti eru mjög ákjósanleg hér, þar sem gróöur verður kjarnmeiri eftir þvi sem ofar dregur, auk þess sem kalt loftslag og iangur sól- argangur gera grasiö afar orkurikt. Dilkar sem ganga lengi á fjöllum fyrir siátrun og gefa af sér kjöt með serstöku háfjallabragði, flokkast aö sinu leyti undir villibráö sem hentar einmitt mjög vel til glóðarsteikingar (sbr. villisvinin i Asterix....) Meðferðá dilkakjöti Hériendis hefur reglan verið sú aö dilkum er aðeins slátrað á haustin. Nýslátraö kjöt er tvi- mælalaust meyrara og safarfkara en það frysta kjöt sem hér er á boöstólum mestallt árið, en kjötiö batnar til muna fái þaö að hanga i slátur- húsunum fyrir frystingu, en á það hefur skort. Fulltrúar S.t.S. halda þvi nú fram að þetta standi til bóta. Hins vegar geta neytendur gert fryst kjot allt að þvi eins meyrt og safarikt og nýtt kjöt með réttri meðferð, þ.e. meö þvi að þiöa þaö i neðstu rim I kæliskápnum i 3 - 4 daga og iáta það síöan hviia við stofuhita siöasta sólarhringinn fyrir neyslu, a.m.k. fáeina tíma. Við þetta veröur kjötiö miklum mun betra! Og eiginlega er annað bara hreint út sagt ógeðslegt.. Eg er hrædd um aö hérlendis sé þaö býsna al- gengt að fólk allt að þvi eyðileggi glóöaö kjöt meö of þungum sósum og of mikilli oliu. Hafið þvi hugfast aö spara oliuna þegar kjötiö er penslað. Grikkir, sem eru miklar lambakjötsæt- ur, pensla kjötið yfirleitt aðeins meö ollfuoliu og sitrónusafa — þvi meiri einfaldleiki, þeim mun betra bragö! Hvftlauksneysla eykst hér jafnt og þétt, Guöi sé lof og dýrð.... Mörgum (þ.á m. mér) finnst óhugsandi aö matreiöa lambakjöt án hvitlauks. Mynta fer einnig mjög vel meö iambakjöti. Hana má viðast hvar fá þurrkaða, en einstöku sinnum ferska, og ég vil lika benda á, að hún er auðræktanleg. Svo er þaö blessað blóöbergið. Hvers vegna ekki að rækta blóðbergsþúfu i garöinum? Þann- ig hafið þiö siferskt lambakjötskrydd allt sum- ariö. Gott að vita um íslenskt dilkakjöt — tslensku sauðfé er sáralitiö gefiö inn af lyfj- um, sem betur fer, aöeins er um aö ræöa orma- lyf, ónæmisiyf til aö koma i veg fyrir lamba- dauöa, auk þess sem veikum lömbum þarf stundum aö gefa pensillin. En almennt renna engin fúkkalyf um æöar Islenska sauöfjárstofns- ins. — Aöeins innan viö 1% af islenska dilkakjötinu fer nú i sérstakan gæöaflokk er nefnist stjörnu- flokkur, og þvi sist aö undra þótt neytendur hafi 1 lambalæri, 2 1/2 - :i kg 2 - 3 hvitlauksgeirar, skornir I sneiðar og siðan i flisar salt og nýmalaður pipar eftir smekk 2 meðalstórir laukar, saxaðir 3 ntsk olifuolia 1/2 tsk stcytt kúmen 1 msk steyttur rauður pipar cða pap.-ika 1/2 bolli söxuð fersk sleinselja 1. Setjið ofninn á 100 gr. C. 2. Skerið örlitlar raufar I læriö og troðið hvit- lauksflísunum i þær rétt undir yfirborðið. Saltið og piprið. 3. Steikið saxaöan laukinn I oliunni þar til hann er orðinn meyr. Bætið steyttu kúmeni, papr- iku og saxaðri steinselju saman við og látið malla i 2 minútur. Smyrjiö siðan þessari kryddblöndu á lærið. 4. Þegar ofninn er heitur setjiö þið kjötiö á rist yfir ofnskúffuna á neðstu rim. Lærið steikist á u.þ.b. 2 1/2 tima eöa sem samsvarar 30 minút- um á pund. Ausið soöinu sem myndast i ofn- skúffunni af og til yfir læriö meðan á steikingu stendur og snúiö þvi þegar timinn er hálfnað- ur. Tilvalið er aö borða bakaðar kartöflur meö þessum rétti eða kalt kartöflusalat — og aldrei spillir að bera fram ilmandi hvitlauksbrauö.... P.S.Þá er ég af gefnu tilefni búin að skrifa heil- an pistil um dilkakjöt, ég sem borða svo sjaldan kjöt i seinni tiö, a.m.k. helst ekki á sumrin (hræsni, ónáttúra, náttúra....?) Þvi er best að slá þessu upp i gálgahúmor og enda á niðurlagi söngtextans vinsæla Siðasta lambið eftir þrjá ónefnda heiðursmenn (sungiö undir laginu The last rose of summer), en þar segir: Ljúf mun stundin er lambiö ét ég. Lifi sauðféð i drottins náö!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.