Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 13
H i ——t-í—— [ffi%tiirínn Föstudagur 16. júlí 1982 13 Hefurðu tryggt þér eintak? Það gerist ekki oft, að lands- menn fá endurgjaldslaust upp I hendurnar veglegar litprentaðar bækur. Ef menn hafa hraöan á, geta þeir einmitt fengið eina slfka um þessar mundir, hafiþeir hana ekki þegar undir höndum. Hér er um aö ræoa Ferðahandbókina, sem bókaútgáfan Orn og örlygur gefur út að tilhlutan og i sam- vinnu vift Feröamálaráo tslands. Orlygur Hálfdánarson útgef- andi sagbi i samtali við Helgar- postinn, að Ferðahandbókin hefði verið fyrsta bókin, sem hann gaf út á sinum tima. Hann hefði gefið hana Ut alls niu sinnum, tvisvar á vegum Sambands islenskra sam- vinnufélaga og sjö sinnum á eigin vegum. Gamla Ferðahandbókin var tviþætt, annars vegar leiðarlýs- ingar um allt landið og hins vegar alls kyns hagnýtar upplýsingar fyrir ferðamenn um þá þjónustu, sem hægt var að fá á hverjum stað á landinu. Otgáfa Ferðahandbókarinnar hefur legið niðri um nokkurra ára skeið, þar sem útgáfan sneri sér að þvi að þróa Vegahandbókina. En hver er þá ástæðan fyrir þvi, Ferðahandbókin fæst ókeypis að Ferðahandbókin er gefin út á nýjan leik? „Ferðamálaráð Isiands setti nefnd i að huga að á hvern hátt mætti stuðla að auknum ferðalög- um tslendinga um eigið land. Eitt af þvi, sem nefndin setti á óska- listann var að bók sambærileg Ferðahandbókinni kæmi aftur. Ferðamálaráðsneri sér til min og hvatti mig til að endurútgefa bók- ina. Eg stóðst ekki mátið og hristi af mér sleniö", sagði örlygur. Ferðahandbókin hin nýja bygg- ir á grunni gömlu bókarinnar, nema hvað i henni eru ekki leið- arlýsingar, og hún er bæði á is- lensku og ensku. Bókinni er skipt i kafla eftir landshlutum og þar er að finna stutta kai'la um kaupstaði og kauptún, auk hagnýtra upplýs- inga, ferðamönnum til gagns og gamans. í lokhverskafla er siðan gerð stuttlega grein fyrir helstu ahugaverðum stöðum á svæðinu. Margar aðrar upplýsingar er að finna i bókinni, eins og um ferða- þjónustu i sveitum, skrá yfir mat- sölustaði og staði, þar sem hægt er að fá næturgistingu, hvort sem eráhótelum, i svefnpokaplássum eða á tjaldstæðum. Ferðahandbókin var prentuð i 35 þúsund eintökum. Ðreifing hennar hófst i byrjun þessa mán- aðar og hefur hún gengið mjög vel, að sögn örlygs, þvi öllu upp- laginu var dreift á um tiu dögum. Það þýöir þó ekki, að útilokab sé að fá hana, Menn ættu þvi að kfkja inn á bensinstöðvar, hótel, ferðaskrifstofur, eða aðra staði þar sem ferðamenn eru á sveimi og tryggja sér eintak áður en það er of seint. Auk þess er hægt að nálgast hana hjá útgáf unni i Siðu- múla 11 i Reykjavik. Þá hefur henni verið dreift erlendis, i sendiráð tslands og ræðismanna- skrifstofur, og viðar. „Ég verð að viðurkenna, að ég átti von á, að henni yrði veí tekið, en ég átti þó ekki von á, að upp- lagið hyrfi svo til alveg á tiu dög- um. Þetta sýnir, að fólk kann að meta hana, og að hennar var þörf. Ég vona, að bókin gagnist fólki, og ef þvi finnst að eitthvað hefði mátt betur fara, værum við þakk- látir fyrir að fá ábendingar, þvi þab má alllai' gera betur", sagði örlygur. Dauflegt drottningarbragð Queen — Hot Space Þegar hlustað er á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Queen, sem ber heitið Hot Space, er erf- itt að gera sér i hugarlund að þegar hljómsveit þessi hóf að gefa út plötur, rétt fyrir miðjan siðasta áratug, hafi tónlist þeirra verið einskonar sam- bland af tónlist Led Zeppelin og David Bowie, eða það mætti einnig orða það sem sambland af þungu rokki og svokölluðu „glam-rokki". Fyrstu tvær plöt- urnar er óhætt að telja til þunga rokk platna en á þriðju plötunni, Sheer Heart Attack, kom hins vegar fyrst vel i ljós hæfileiki hljómsveitarinnar til að semja ur, ásamt þeirri næstu, A Day At The Races, þykja bestu plöt- ur Queen. Platan News Of The World, sem kom þar á eftir er þó ekki slæm en eftir það hefur gæðum platna þeirra hrakað stöðugt en það sorglega er að það hefur eiginlega verið i öfugu hlutfalli við söluna, sem stöðugt hefur aukist og þá einkum i Bandar ik junum. Sannarlega hélt ég . þegar platan The Game kom út fyrir tveimur árum, að hljómsveitin gæti ekki sokkið neðar. Þar hafði ég pó rangt fyrir mér, þvi Hot Space er nánast ekki hægt að hlusta á. Platan angar af milljón dollara lykt, þar sem nánast hvert einasta lag plöt- unnar virðist framleitt með það og leika góð popplög. A ég þá einkum við lagið Killer Queen, sem einnig var fyrsta stóra hit- lag hljómsveitarinnar. Árið 1975 sendi Queen svo frá sér plótuna A Night At The Op- era, sem mun vist vera ein af dýrari plötum sem gerðar hafa verið, eða svo var að minnsta kosti á þeim tima. Plata þessi seldist óhemju vel og þá ekki siður litil plata með laginu Bo- hemian Rhapsody en fáar litlar plötur hafa setið lengur i fyrsta sæti breska vinsældarlistans. Þessar tvær fyrrnefndu plöt- fyrir augum að taka inn sem flesta seðla. A The Game var að finna diskólagið Another One Bites The Dust, sem seldist gif- urlega vel, þegar það var gefið út á lítilli plötu. A Hot Space er að finna nærri heila hlið af diskó-fönk' lögum og það sem enn sárgrætilegra er, að líklega er það skárri hlið plötunnar, svona á heildina litið, þvi á seinni hliðinni kemur vel i ljós hversu þrotin hljómsveitin er af öðrum nýjum hugmyndum. Það er einnig athyglisvert með Hot Space að á henni er ekki nema eitt sæmilega kraft- mikið rokklag, þ.e. Put Out The Fire, sem einnig er eitt besta lag plötunnar ásamt Calling All Girls. Fyrir mér eru Queen sem sé fallnar hetjur en EMI hlýtur að elska þá og kyrja kátir með i Money Language eða hvað það núheitir. Duran Duran — Rio Þær eru margs konar dellurn-_^ ar sem spretta upp i poppheim-~ inum og aðaldellan fyrir svo sem ári siðan, var hin svokall- aða ný-rómantiska stefna, sem I senn var tónlistarstefna svo og viss stefna i klæðaburði. Kóngar ný-rómantikurinnar voru hljómsveitirnar Spandau Ballet og Ultravox, þo sú siðarnefnda hafi verið komin fyrr fram á sjónarsviðið. Ýmsir minni spá- menn voru einnig á ferðinni, svo sem Visage, Classix Neuvoux og Duran Duran. Að visu hafa tvær siðastnefndu hljómsveitirnar statt og stöðugt neitað þvi að þær ættu nokkrar ættir að rekja til stefnu þessarar en hvað sem þvi liður þá er þó tónlist þeirra af sama sauðahúsi, þ.e. létt popptónlist með sterkum diskó- takti. Duran Duran slógu i gegn með laginu Planet Earth en á eftir fylgdu svo Careless Memo- ries og Girls On Films en öll þessi lög var einnig að finna á fyrstu LP plötu hljómsveitar- innar. Skömmu fyrir jólin sendu þeir svo frá sér lagið In My Own Way, sem náði töluveröum vin- sældum og nú upp á siðkastið hefur lag þeirra Hungry Like a Wolf hljómaðviða. Siðastnefndu lögin er svo einnig að finna á nýrri stórri plötu sem hljóm- sveitin hefur sent frá sér. Tónlistin á nýju plötunni, sem heitir Rio, er i beinu framhaldi af þvi sem hljómsveitin var að gera á sinni fyrstu plötu, eöa er kannski of mikið að segja að hún sé i einhverju framhaldi, þvi hun er nánast eins. Að visu er hún heldur fágaðri og ef eitt- hvað er þá eru færri áhættur teknar nú. Ég er þess þó hand- viss að auk fyrrgreindra laga eigi tvö, þrjú i viðbót góða möguleika á að verða vinsæl. Rio er sem sé ágæt poppplata sem notast má við i partýum og á diskótekum en tæplega þess utan, alla vega ekki sem heild, þó hlusta megi á eitt og eitt lag i senn. Eitt er það sem mig langar að fetta fingur út i við útgáfu þess- arar plötu, þvi hún er pressuð hér heima, og það er að ég hef það á tilfinningunni að það vanti innra sliður, sem fylgir með plötunni erlendis, þvi grunsam- lega litlar upplýsingar er að finna á plötuumslagi. Ég veit til þess ab hafi plötur verib pressaðar hér heima hafi vant- að slik sliður með nokkrum plöt- um og vil ég beina þeim tilmæl- um til útgefenda að þeir láti slikt ekki henda sig i framtið- inni, þvi i flestum tilfellum fer ekki milli mála þegar poka þessa vantar. Box — Skuggahliðin Það er af sem áður var þegar Keflavik var eins konar háborg (hábær ætti kannski betur við) popptónlistar i landinu. Um árabil kom þaðan hver stór- popparinn og hljómsveitin á fætur annarri en af hverju geta þeir státað i dag. Mér vitanlega er það fljóttalið: Geimsteinn og Box. Boxið gaf út fyrir um það bil ári sina fyrstu plötu, sem mun hafa verið fjögurra laga, og ein- hvers staðar held ég að ég hafi lesib að þeir væru nokkub efni- legir strákar en um það get ég þó ekki dæmt þvi ég hef ekki hlýtt á grip þennan. NU hefur Boxið sent frá sér nýja plötu og hefur hún að geyma 13 lög. Tónlist þeirra er eitthvað i ætt við það sem ha'nn Þorgeir myndi kalla tölvupopp og ekki get ég nú sagt að ég sé neitt yfir mig hrifinnþað er nú eiginlega öbru nær. Þó ab fyrir bregði þokkalegum hugmynd- um, þá er heildarmyndin heldur bágborin. Stærsti veikleiki Boxins er söngurinn, sem er mjög eymd- arlegur. Auk þess er stór hluti laganna ekki nógu góbur, þó innan um séu ágætir punktar. Hljóbfæraleikur er einnig frekar tómlegur og i sumum lögum er nánast eins og um grunna sé ab ræba. Ljósi punktur plötunnar eru textarnir, sem sumir hverj- ir eru nokkub hressilegir, svona • burt séb frá þvi hversu rétt þeir eru kvebnir. Boxib er sem sé ennþá efnileg (sagbi ekki einhver ab þeir hefbu verib þab?) en þeir eiga, er ég hræddur um nokkuð i land enn til ab teljast góbir og þvi má segja eigi ekki rétt á sér enn. Strákarnir i Boxinu hafa þó tim- ann sin megin, þvi þeir eru all- ir ungir ab árum og þeir eiga á- réibanlega eftir aö gera betur i framtiðinni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.