Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 16.07.1982, Blaðsíða 14
Föstudagur 16. júlí 1982 -jlnG, ,rinn V 3 05 % Myndbandapoppinu vex fiskur um hrygg Tónlistariönaöurinn i Evrópu og Bandarikjunum hefur i vax- andi mæli fariö út i notkun myndbanda i auglýsingaskyni, eins og tslendingar hafa oröiö á- þreifanlega varir viö I Skon- rokksþáttum sjónvarpsins. Þaö var á árinu 1975, aö iön- aöurinn geröi sér grein fyrir sölumætti stuttra myndbanda- þátta, sem framleiddir voru af sjálfstæöum framleiöslufyrir- tækjum, en ekki á vegum sjón- varpsstööva. Fyrsti slikur þátt- ur, sem geröur var i Bretlandi, var til kynningar á laginu Bo- hemian Rhapsody með hljóm- sveitinni Queen. Þátturinn var sýndur i breska sjónvarpsþætt- inum Top of the Pops og lagið komsti fyrsta sæti vinsældalista og var þar i fjórtán vikur. Samhengi milli meiri plötu- sölu og sýningu slikra þátta i sjónvarpi varö æ skýrara meö hverju árinu, og uröu þættirnir fastagestir i poppþáttum sjón- varpsstööva beggja vegnaAtl- antshafsins. Þaö þótti betri fjárfesting aö leggja um tvö hundruö þúsund krónur i einn stuttan þátt, heldur en að skipu- leggja hljómleikaferöir til aö kynna nýjar plötur, þvi sjón- varp nær til miklu stærri áhorf- endahóps en tónleikar viökom- andi listamanna. f Bretlandi hefur sprottiö upp mikill fjöldi myndbandafram- leiðslufyrirtækja til þess aö mæta hinni miklu eftirspurn eft- ir fljótunnum þáttum. Samvinna popptónlistarinnar og myndbandatækninnar krefst nú sifellt meiri hugmyndaauðgi i notkun tækjanna. Fyrstu þætt- irnir voru oft bein túlkun á lög- unum, sem verið var aö aug- lýsa, en þaö var fljótt hálf asna- legt, þvi popplög eru oft asna- leg. Onnur einföld lausn var sú að mynda tónleika beint, en það gaf yfirleitt ekki góða raun. Þess vegna var fariö út I það, aö mynda tónlistarmennina frá alls kyns sjónarhornum á nýj- um staö i hvert skipti, og þeir látnir hreyfa varirnar i takt viö sönginn. Það nýjasta er svo að semja söguþráð og leika tónlist- ina yfir einhvers konar litilli stuttmynd. Dæmi um slikt er kynningarþáttur fyrir lag hljómsveitarinnar Spandau Ballet, The Freeze. Meirihluti tónlistarmannanna treystir mjög á framleiðslufyr- irtækin I uppbyggingu kynning- arþáttanna, og menn eins og hinn uppfinningasami David Bowie eruekki einráðir um þá. Fyrirtækin reyna einnig aö leggja áherslu á ákveöna þætti hjá hverjum og einum. Til dæm- is notfæröi eitt fyrirtækið sér skopskyn Ringo Starr, og ný- rómantikin með alla sina lita- dýrö og frumlegheit i klæöa- buröi þótti strax einkar hæf fyr- ir svona þætti. En myndbandaævintýriö fer ekki jafn vel meö alla. Hljóm- sveitir eins og Ultravox hafa náð sér verulega á strik meö svona kynningarþáttum, en fyr- ir aörar sveitir hefur þetta reynst hin versta martröö, ekki ósvipuö martröö margra leik- ara þöglu myndanna, þegar tal- myndir komu til sögunnar. Þá er það alkunna hversu áhrifa- rikir þessir myndbandaþættir eru i aö skapa ákveöna imynd fyrir poppstjörnur. Þannig var kynningarþátturinn fyrir lag Oliviu Newton-John, Physical, byggður upp með það fyrir aug- um aö breyta Grease-imynd hennar sem saklausri stúlku i nútfma listamann. Meö auknum fjölda myndseg- ulbanda i einkaeign, hafa hljómplötufyrirtækin sýnt sjón- rænum listamönnum meiri á- huga en áður. Chrysalis Rec- ords hafa gert myndbandapró- gramm meö hljómsveitinni Blondie og mun þaö vera hiö fyrsta, sem gert er fyrir heimil- isnotkun. Fyrirtækin renna þó nokkuð blint i sjóninn hvað varðar áhorfendahópinn. Mark- aösfulltrúi Chrysalis segir, aö þeirra hugmyndir um kaupend- ur á Blondie þættinum séu þær, að þar sé um að ræöa fólk, sem komiö er yfir þritugt. Þaö sé annað hvort að kaupa þáttinn fyrir krakkana sina, eöa fyrir sjálft sig. En þótt hljómplötu- fyrirtækin hafi ekki næga vitn- eskju um kaupendur þáttanna, dreifa þau þeim til þess að auka áhuga á bæöi myndsegulbönd- um og þáttunum sjálfum. Eöa eins og framámaöur hjá EMI hljómplötufyrirtækinu segir: „Við getum ekki aukið sölu myndsegulbanda nema með þvi aö gera þætti fyrir þau. Viö leggjum I fjárfestingar af þvi'aö viö trúum á framtiö mynd- bandanna.” Sænskur gæðajass Oft hefur undirritaður skammast úti islenska hljóm- plötuinnflytjendur og undrast andvaraleysi þeirra i djass- plötuinnflutningi. En það ber lika að geta þess sem vel er gert og það var þarft framtak hjá Fálkanum að hefja innflutning á hinum sænsku Caprice-skifum Rama þarsem Bobo Stenson slær slaghörpuna, Palle Daniel- son bassann, Bengt Berger trommurnar og Lennart Aberg blæs í saxinn. Trombónuvirtú- ósinn Eje Thelin, sem hingað kom 1974 með hljómsveit sina, á þarna skifu svo og Frederik Norén. Það er létt sveiflan i þvi sem Rigskonserter gefa út. Það er ekki svo oft að norrænn djass er á boðstólum hérlendis. Á þessum skifum má finna margt það besta i sænskum djassi um þessar mundir ss. hina ágætu hljómsveit Rene bandi einsog allir muna sem hlustuðu á þá á Hótel Sögu i fyrravor. Þarna er lika skifa með meistaratrompet framm- úrstefnunnar Don Cherry sem væntanlegur er hingað næsta vetur og leika sænskir sem út- SONGS Steve DobrogoszTrio lendir með kappanum. Bernt Rosengren á eina stórsveitar- skifu þarsem danskameriskir vinir okkar koma við sögu: Hor- ace Parlan og Doug Raney. Þarna er margt að finna og kúlistarnir með Þóri Guð- mundssyni i fararbroddi geta nælt sér i Jazz fran det svenska 70-talct, þarsem finna má hina svölustu þeirra svölu: Lars Gullin og Arne Domerus. Pétur Island östlund kemur nokkuð við sögu hjá Caprice og leikur á trommur á skifu pian- istans Steve Dobrogosz. Sá er ameriskur, en hefur dvalið lengi i Skandinaviu og ber tónlist hans þess merki. Hann var upp- hafiega klassiskur pianisti, en hinn tæri ecmismi náði yfir- höndinni og nú leikur hann bara djass. Pétur var aðalhvatamað- ur þess triós er leikur á Songs (CAP 1232) og leikur þar á trommurnar. Þriðji maðurinn er bassaleikarinn Tommy John- son. Songs hefur að geyma sjö ópusa eftir pianistann og eru það hin þokkafyllstu verk. Það er þó trommuleikur Péturs sem gefur tónlistinni lif og snilldar- taktar hans i verkum einsog Commons og Road Song eru há- punktar skifunnar. Pétur er óef- að i hópi albestu trommara Evrópu og leitt ti) þess að vita að við skulum ekki hafa haft tækifæri til að heyra hann með eigin hljómsveit hér á skerinu. Annar pianisti á trióskifu á Caprice. Það er Per Henrik Wallin, einn geggjaðasti djass- pianisti norðurálfu. Hann er Is- lendingum að góöu kunnur, dvaldi hér um skeið fyrir tveim- ur árum og hélt þrenna tónleika. Þeir sem heyrðu hann sátu sem bergnumdir undir spunanum þar sem glæstustu Tatum-hlaup voru i bland við pianóhark a la Cecil Taylor. Hann er frjáls en stendur þó föstum fótum i hefð- inni og verður aldrei fótaskortur þótt fingurnir æði nær stjórn- laust um boröið. A Caprice skif- unni: Per Henrik Wallin Trio (CAP 1185) leika með honum bassaleikarinn Torbjörn Hult- crantz og trommarinn Erik Dahlback. Hultcrantz er einn af traustari bassaleikurum Svia og lék ma. á fyrstu hljómplötu Al- bert heitins Aylers svo og á þeim frægu upptökum Bud Powels i Gullna hringnum frá 1962. Þær skifur er Steeple Chase sem óðast að gefa út. Dahlback lék ma. með Rolf Er- ickson og Red Mitchell áður en hann gerðist fylgisveinn Wall- ins. Það er mikið ævintýri að hlusta á þessa trióplötu og trúað gæti ég að sunnudagssteikin hans Sigmars B. sé æði frumleg þá daga sem Wallin aðstoðar hann við eldamennskuna. Fimm verk eru á skifunni. Tvc) eftir pianistann, tvö eftir trióið svo og ein ballaða: I’m Through With Love. Hún er skólabókardæmi um það hvern- ig hægt er að sætta Taylor og Tatum i frumlegri sköpun, svo er ekkert venjulegt hvernig Wallin tekst að vitna i tónbók- menntirnar án þess það stingi i stúf við spunann. Slikt gerir hann dexterlega! Vonandi fáum við einhvern- tlma tækifæri til að hlusta á þetta frábæra trió hérlendis, en þangað til er um að gera að bregða tríóskifunni hans sem oftast á fóninn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.